Þjóðviljinn - 19.05.1960, Page 11

Þjóðviljinn - 19.05.1960, Page 11
FimmtudagTir 19. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Útvarpið s Flugferðir □ 1 dag er fimmtudagurinn 19. maí — Dunstanus — 6. vika sumars — Tungl í hásuðri kl. 7.53 — Ardegisháflæði klukkan 0.08 — Síðdegisháflæði kluklí- an 13.06. Næturvarzla er í Reykjavíkur- apóteki. — Simi 1-77-60. ítVARPIÐ I BAG: 19.00 Þingfréttir. Tón’eikiar. 20.30 Borgfirðingakvöld, dagskrá í um- sjá Klemenzar Jónssonar og Páls Bergþórssonar. a) Guðmundur Böðvarsson skáld flytur frásögu- þátt: Gist í Gilsbakkaseli. b) Guð- rún Árnadóttir frá Oddsstöðum les borgfirzk minningarkvæði. c) Jón HelgaPon rithöfundur flytur frásögu: Feðgar á flæðiskeri. d) Páll Bergþórsson og Borgfirðinga- kórinn flytja rökkursöngva: — gamla húsganga og grein um þá eftir Kristleif Þorsteinsson; dr. Hallgrímur Helgason setur út lögin og stjórnar kórnum 21.45 Islenzk tóniist: a)„Agnus Dei“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson (Kór Hamline háskólans í Bandaríkjun- um syngur; Robert Holliday stj.). b) Concerto grosso eftir Jón Nordal (Leikhúshljómsveitin í Helsinki leikur; Jussi Jalas stj.). 22.10 Smásaga vikunnar: — „Drykkjumaður" eftir Frank O’Connor (Andrés Björnsson þýð- ir og les). 22.35 Sinfóniskir tón- leikar: Sinfonia espressiva eftir Gösta. Nyström (Konserthljóm- sveitin i Stokkhólmi leikur; Tor Mann stjórnar). 23.10 Dagskrát'- lok. Htvarpsð á morgun: 13.15 Lesin dagskrá. næstu viku. 19.00 Þingfréttir. Tónleikar. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuh'jómsveit- ar íslánds ií Þjóðleikhúsinu. — Stjórnandi. D. Václav Smetácék. Einleikari á fiðlu: Björn Ólafs- son. a) Forleikur að óperunni „Iphigenie in Aulis“ eftir Gluck. b) Fiðlukonsert í D-dúr op. 61 eftir Beethoven. 21.30 Útvarpssag- an: Alexis Sorbas. 22.10 Garðyrkju þáttur: Sveinn Indriðason talar um meðferð grænmetis og afskor- inna blóma. 22.25 1 léttum tón Hljómsveit Kurts Edelhagens leikur. 23.00 DagskÞ.'.irlok. Hékla er í Reykja- vík. Esja er í Reykja- vík. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 17 í kvöld vestur um land í hring- ferð. Skjaldbreið fer frá Reykja- vík á morgun til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Þyrill er í Reykja- vík. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 21 í kvöld til Reykja- vikur. Hvassafell kemur í dag til Gdynia. Arn- arfell er i Rga. Jökulfell kemur í dag til Akraness. Dísarfell átti a.ð fara í gær frá Rotterdam til Austfjarða. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helgafell er á Skagaströnd. Hamrafell fór 13. þ.m. fi‘4 Reykjavík áleiðis til Batum. Edda er væntanleg kl. 9.00 frá New York. Fer til Osló, Kaupmannahafnar, og Plamborgar kl. 10.30. Snorri Sturlvlson er væntanlegur kl. 23.00 frá Luxemburg og Amsterdam. Fer til New York kl. 00.30 vik í gærkvö’.d á leið til Lenin- grad. Millilandaflug: Milli- landaflugvélin Gull- fiaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.30 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow, Kaup- mannahafnar kl. 08.00 i fyrramál- ið. Innanlandsflug: 1 dag er áætl- að að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórs- hafnar. Á morgun er áætlað að fljúga, tíl Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flat- eyrar, Hólmavikur, Hornaf jarðart Isaf jarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vestmannaeyja (tvær ferðir) og Þingeyrar. GENGISSKRANING (sölugengi) Sterlingspund 1 106.88 Bandaríkjadollar 1 38.10 Kanadadollar 1 38.90 Dönsk króna 100 551.80 Norsk króna 100 533.90 Sænsk króna 100 736.70 Finnskt mark 100 11.90 N. franskur franki 100 777.40 Belgískur franki 100 76.42 Svissneskur franki 100 881.50 Gyllini 100 1.010.30 Tékknesic króna 100 528.45 Vestur-þýzkt mark 100 913.65 Líra 1000 61.38 Austurr. schi'lingur 100 146.40 Peseti 100 63.50 Félag Eskfirðinga og Reyðfirð- inga fer gróðursetningarferð i Heiðmörk laugardaginn 21. ma'1 kl. 2 e.h. Upplýsingar í siíma 10872. Minningarspjöld Blindra- vinafélags íslands fást á þessum stöðum: Blindraiðn, Ingólfsstræti 16, Silki- búðinni, Laufásvegi 1, Ramma- gerðinni, Hafnarstræti 17, Verzl. Víði, Laugavegi 166, Garðs Apot. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, simi 1-28-OS. Aðalsafnið, Þlngholtsstræti 29A: ÚtlánsdeiUi: Opið alla virka daga klukkan 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. Lestrarsalur fyrir fullorðna: Opið al a virka daga kl.10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. Útibúið Hólmgarði 34: tltlánsdeild fvrir fullorðna: Opið mánudága kl. 17—21, aðna virka daga, nema laugardaga, kl. 17—19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn: Opið alla virka daga nema laugardaga. kl. 17—19. trtibúið Hofsvallagötu 16: Útlánsdeild fyrir böm og fuli- orðna: Opið alla virka daga, nema laugardaga, kl. 17.30— 19.30. Útibúið Efstasundi 26: ÚtlánsCeild fyrir börn og full- orðna: Opið mánudaga, mið- vikudaga cg föstudaga kl. 17-19. fundur í kvöld kl. 9 í Tjarnargötu 20. — STUNDVÍSI! Dagskrá sameinaðs þings fimmtu- daginn 19. maí 1960, kl. 1.30 mið- degis. Fyrirspurnir: a) Endurskoðun laga um verkamannabústaði. (b Skaðabótakrölur á hendur rtkis- sjóði. Efri dejld: Fiskveiðasjóður. frv. — 2. umr. Neðri deild: 1. Alþjóðasiglingamálastofnun. 2. Áburðarverksmiðja. 3. Jarðrækt- , ar- og húsagerðarsamþykktir í I sveitum. 4. lnnflutnings- og gjald- eyrismál. 5. Bifreiðaskattur. 6. Aukaútsvör rikisstofnana. 7. Sala tveggja jarða i A-Húnavatnssýslu. 8. Landnám, ræktun og byggingar i sveitum. 9. Dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi. 10. Toilskrá. m liggur leiðin Frá Mæðrastyrksnefnd: ! Mæðradagurinn er á sunnudag- inn. — Kaupið mæðrablómið. Drangajökull fór frá Langholtssöfnuður: Keflavík í gærkvöld Kvenfélag bræðrafélags og kirkju á leið til Grimsby og kór sa.fnaðarins halda sa-meigin- Hull. Langjökull er i legan fund :í safnaðarheimiiinu kl. Ventspils. Vatnajökull fór frá R- náu í kvöld. Giftingdr THEODORE STRAUSS: Tianglið kernnr upp 9. DAGUR. — Hvar séfur Simpkins gamla? — Uppi ,í lofti. Af hverju spyrðu að því? Vegna þess að mig langar til að sitja hér á trtöppunum með þér. — Ertu alveg frá þér? Það er nógu slæmt að hún er búin að sjá okkur saman. — Við erum bara að tala saman. Hvað er athugavert við það? Hann opnaði hliðið og' fór að ganga framhjá Gilly og upp að húsinu. Hún lagði höndina á handlegg hans og stöðvaði hann. — Daníel, sag'ði hún — Af hverju beiðstu eftir mér fyrir utan kirkjuna í kvöld? — Af hverju? Hann leit á hana. — Mér datt í hug, að við gætum kannski haldið áfram þar sem frá var horfið. — Og hvar var það? — f gærkvöldi kyssti ég þig. — Ég hefði átt að slá þig. — En þú gerðir það ekki. — Nei — ég gerði það ekki. Hún sagði þetta eins og það væfi staðreynd sem hún skildi ekki. Við tröppurnar reyndi hún aftur að fá hann til að fara. — Það er indælt veður í kvöld — Ijómandi veður til að sitja og rabba saman. Hann lagði höndina á handlegg henn- ar, en hún ýtti henni til hliðar í skyndi. — Snertu mig ekki! sagði hún hvasst. Hún horfði rannsakandi í andlit honum eins og til að leita að afsökun, sem hann tæki gilda. — Geturðu ekki skil- ið mig? Eða stendur þér á sama? Ef þetta heldur svona áfram, þá missi ég stöðuna. — Hefurðu ekki áhyggjur af öðru en því? Hann tók um hönd hennar og hún fór að ganga aítur á bak; én hann elti hana. Hefði hún slegið hann eða formælt honum, hefði honum staðið al- veg á sama. Hann reyndi að nálgast andlit hennar, en hún sneri því undan og munnur hans snerti kinn hennar upp við gagnaugað. Það var sætur. rakur ilmur úr hári hennar og líkami hennar lá þétt að hans, Hún barðist um og reyndi að losa sig. Hún hvíslaði í sífellu: — Slepptu mér. . . — Gilly. . . Svo varð allt í einu breyting á henni. Enn var líkami hennar eins og stirður, en á annan hátt. Hann fann hvernig hún sneri hægt til höfðinu. hægt og svo nærri að munnur hans straukst við kinn hennar, þar til hann mætti munni hennar. Hún þrýsti sér að honum af öllu afli. Og um leið varð hann alveg rólegur — eins og hann hefði loks fengið vitneskju um eitthvað sem hann hafði alltaf þráð að víta. Eftir nokkra stund sneri hún höfðinu frá honum. en hún þrýsti sér enn að honum og hvíslaði. — Daníel, hvíslaði hún í uppnámi. Það var ótti í rödd hennar. — Daníel. hvern- ig' fer þetta? Hvað ertu eigin- lega að gera við mig? — Gilly! Nú er ég þúinn að fá það sem ég óskaði mér. Þetta. Þig. Allt annað má fara til fjandans! Og hann heyrði rödd hennar fast við eyra sitt. -— En hvað á ég að segja við Jerry? Já, hvað átti hún að segja við Jerry? Þetta var spurning. Hann var á leið til baka gegn- um bæinn og allan tímann snerust hugsanir hans um það sem hún hafði sagt: — Hvað á ég að segja við Jerry? Iíann vissi svarið. En hann gat ekki sagt henni það. Jerry? Þér er óhætt að gleyma honum. Þú þarft ekki að hafa neinar á- kyggjur af honum. "Manstu þeg- ar þeir spiluðu lagið — Taktu mig í faðm þér, ástin mín, og þú varst að dansa við Saul Andersen? Þá var það sem Jerry hvarf -af sjónarsviðinu — Hann hvarf út úr. lífi þínu og lífi mínu, lífi allra, líka sjálfs sín. Jerry iiggur og horfir upp í himininn gaiopnum augum, en hann getur ekkert séð. Yfir andliti hans niðri í vatninu eru greinar og' gras, sem strjúkast til fyrir vindinum, en hann finnur ekki neitt. Jerry er heyrnarlaus og mállaus eins og Billy Scripture. En hann er líka dauður. Dauður, stein- dauður. Og hann gat ekki sagt henni það. Hann gat ekki annað en horft á hvítt andlit hennar í myrkrinu, séð tárin á vanga hennar og fundið hvernig hún titraði í örmum hans eins og' henni væri kalt. Hann hafði alls ekki athugað þetta — að hann gæti gert henni illt. Hann langaði til að vera góður við hana, gera hana hamingjusama. En nú varð honum ljóst að það var ekki sérlega auðvelt, hvorki fyrir hana né hann. Þeg'ar hann horfði á hana var hann með orð á vörum. en hann vissi ekki hvaða orð það var og' hann gat ekki sagt það. Og það var eitthvað sem gróf um sig í maganum á honum og hann vissi ekki hvernig hann gat stöðvað það. Hann vissi að- eins að það var Jerry sem á einhvern undarlegan hátt gat ekki séð þau í friði og Gilly var hrædd og ringluð, vegna þess að hann var sjálfur hrædd- ur og ringláður. Sem snöggvast varð honum undarlega innan- brjósts. Hann fékk þá hugmynd að hún væri að gráta yfir manhi, sem hún vissi ekki enh að var dáinn. Andartak óskaði hann þess, að Jerry væri aftur lifandí, svo að hann g'æti gef- ið henni hann aftur — fyrst hún óskaði þess —• alveg eins og þegar barni er gefið leik- fang. Það var komið fram yfir mið- nætti og hann stakk höndunum í vasann. Höndunum. Já, en honum var ekki kalt á þeim. Þær voru sveittar. Kuldinn sem gagntók hann var ekki .þess eðlis að hægt væri að mæla hann með hitamæli. Það var bess konar kuldi, sem mað- ur íinnur til, þegar hann kémur inn í dimmt herbergi, lokar dyrunum á eftir sér og upp- götvar svo allt í einu að þar er einhver inni sem hann get- ur ekki séð. Hann fór að hori'a á skuggaleg húsin við götuna — allt var kyrrt og hljótt, hvergi ljós, hvergi hreyfing. í þessum dimmu húsum var fólk í svefni, og honum fannst næst- um sem eitthvað væri athug'a- vert við það, að það svæfi með- an hann ráfaði um — hann morðinginn. Þetta fólk ætti að lig'gja í rúmum sínum með gal- opin augu, hlusta á eigin hjart- slátt við tilhugsunina um að morðingi gengi laus meðal þess. En þetta var alveg öfugt. Það var hann sem var hrædd- ur og svefn þess sem var hættu- legur. Þetta kvaldi hann — mjög mikið. í heilan sólarhring hafði hann verið sigurvegarinn og ekkert hafði getað stöðvað hann, en nú fann hann, að hann var áð verða undir í baráttunni og hann gat ekki skilið það. Nótt- ina áður hafði allt legið í aug*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.