Þjóðviljinn - 20.05.1960, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.05.1960, Síða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. maí 1960 GACNRýM TJARNAUBIO Ævintýri Tarzans (Tarzan's greatest adventure) Amerísk mynd Gordon Scott Anthony Quayle Sara Shane Leikstj.rJohn Guillermin Af Tarzanmynd að vera þá er myndin óvenju góð. Hér er þao fyrst og fremst ágætar kvikmyndatökur, og svo er myndin nokkuð vel leikin. Cvenju sterkir og athyglisverð- ir karakterar koma í'ram í myndinni. Tæknilega séð er myndin sú bezta sem komið hefur fram með þessum heims- fræga karakter, sem við þekkj- um sem Tarzan. Myndin er ljót á köflum, en spennandi og' það eru fallegir Margar stærðir HEÐÍNN Vélaverzlun Seljavegi 2, sími 2 42 60 CTVARPS- VIÐGERÐÍR og viðtækjasala B UQ I N Veltusundi 1. Rósir aískornar. (gróðrarstöðin við Miklatorg). S?MAR 1-97-75 og 22-822. litir í henni. Tarzan er hér mannlegri en maður á að venj- ast og ég man aldrei eftir því að hafa séð hann lenda í ást- arævintýri fyrr en í þessan. mynd, sem er þó reynt að gera eins lítið úr og mögulegt er, af skiljanlegum ásæðum. Það eru ýmsar tökur hérna sem eru óvenjulega vel teknar og það er sjaldgæft að sjá eins nákvæmar tökur á rándýri sem veiðir dýr sér til matar, eins og hérna kemur fram. Bezta Tarzan mynd sem enn hei'ur komið fram. S.Á. HAFNARBÍÓ Lífsblekking (Imitation of Life) Amerísk mynd í litum Lana Turner John-<Gavin Susan Kohner Juanita Moore Leikstj.: Douglas Sirk. Mikil iifandi ósköp er nú annars búið að hæla þessari mynd, það er tæpast nokkur maður, sem myndina hefur séð sem ekki hefur hana upp til skýjanna og dásamar hana á alla vegu. Stórkostlegt, framúr- skarandi o.s.frv. Sér eru nú hver ósköpin. Fílefldir karl- menn koma háskælandi út af henni, styðjandi veikburða kon- ur sínar, sem tæpast geta geng- ið fyrir ekka, og það mætti vel hugsa sér að þessir syrgj- endur hugsuðu þeim þegjandi þörfina, sem voguðu sér að hlæja þegar söngkonan Mah- alia Jackson (framúrskarandi góð) gapir framan í þá (það er ekkert smáræði) og syngur af öllum lífsins sálar kröftum, á þann veg, að það er ef satt skal segja unun að hlusta á. En hvers vegna öll þessi tár? Douglas Sirk endar myndina á jarðaríörinni, en hvers vegna skyldi hann gera það? Vita- skuld til að fá fólk til að gróta, og þá helzt kvenfólk. Og hvers vegna skyldi hann vilja fá fólk til að fara .grátandi út? Hugs- ið nú svolítið nánar út í þetta sálfræðilega atriði, og þá kom- izt þið að raun um að Sirk not- ar hér eldgamalt og úthugsað bragð, sem virðist ætla að verða klassískt, því ennþá fell- ur svo til hver einasti maður fyrir því. Vissulega er þessi úfærsla óhrifarík og það er ýmisiegt hérna mjög vel ' gert. Myndin er yfirleitt vel leikin og þá sérstaklega af þeim yngri, söng- ur Mahaliu Jackson er framúr- skarandi, kvikmyndun oft góð og sumar sviðsetningar ágætar o.s.frv. Douglas Sirk er líka að mörgu leyti ágætur leikstjóri og hefur oft og iðulega sýnt það, en sérhver leikstjóri nú til dags, sem einhvern snefil ber af virðingu fyrir sjálfum sér er steinhættur að nota slík brögð sem hér eru notuð, þvi að það borgar sig einfaldlega ekki, þegar allt kemur til alls. Við skiljum ósköp vel mót- ív og undiröldu myndarinnar og erum öll sammála því að það er sterkt, við vitum líka hvers vegna þetta verður allt'®' á kostnað dótturinnar, sem vildi vera hvít en ekki blökk, og við erum sammála einni beztu senunni í myndinni, þar sem kærasti blökkustúlkunnar ræðst fólskulega á hana þeg- ar hann kemst að því að hún er blökk en ekki hvit eins og hann hélt, við erum sammála þessu atriði vegna þess að það er satt. En þegar maður fær framan í sig þennan samsetn- ing' af væmnum, uppþornuðum og melodramatískum grátsen- um, þar sem dóttirin er rifin í sig vegna þess að hún vildi vera hvít en ekki blökk, og' móðirin svo látin deyja á eins áhrifaríkan hátt og mögúlégt er, (og' það er ekki svo lítið þegar tillit er tekið til þess að jarðarfarir blökkumanna eru oft þær sérkennilegustu og áhrifaríkustu sem um getur), til þess að sannfæra dóttur sína um máistað sinn, er, and- skotinn hafi bað, einum of mikið af því góða. Við þuríum ekki á þessu að halda til að sannfærast um að málstaður blökkumanna er réttur. Við verðum að bíta í ])að súra epli að við höfðum rangt fyrir okk- ur varðandi þá, við meðhöndl- uðum bá eins og skepnur í stað þess að fara með þá eins og við hefðum viljað láta fara með okkur. Við lítum niður á þá, þeir hata okkur fyrir bragð- ið. Við höfum litið niður á eskimóa, þeir eru svo elskuleg- ir að kalla letingja í sínum hópí „hvíta menn“. Okkur hafa fundizt gulir menn vera skelf- ing ljótir og asnalegir og langt fyrir neðan okkar virðingu, en þeir verða kolvitlausir ef við svo mikið sem öndijin framan, í gulán ' kýehmann. Og svo höldum við að við séum éitt- hvað mikið og stórt, svo langt yfir aðra hafnir. Mikið skelfing erum við nú annars broslegir í fávizku okkar. Við dönsum stríðsdans innan í hring kyn- þátta sem eru ekki einungis margfalt fjölmennari heldur hafa margt fram yfir okkur. Við höfum vissulega margt fram yfir þá, þeir hafa lært margt af okkur og læra enn, en við erum of merkilegir með okkur til að læra nokkuð frá þeim. O, sér grefur gröf þótt grafi, ætli það endi ekki með því að það gáfulegasta verð- ur að fara til Afríku og ger- ast svertingi, svona þegar að fram í sækir? S. Á. ÖLL RAFVERK % - 4''*^ *' -/i W p Ú 4-í H M Vigfús Einarsson Nýlendugötu 19 B. Simi 18393. DAMASK — Sængur\eraefni Lakaléreft Flauel Léreft Hvít og mislit. ULLAR-V ATTTEPFl Skólavörðustíg 21. títboð Tilboð óskast í að reisa viðbyggingu við Hrafnistu — Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Uppdrátta og lýsingar má vitja til Harðar Bjarna- sonar á Teiknistofu A.B.F., Borgartúni 7. Skilatrygging kr. 500.00. Börn, sem fædd eru á árinu 1953 og verða því skólaskyld frá 1. september n.k., skulu koma í skólana til innritunar mánudag 23. maí kl. 2 e.h. Atli. Innritun barna úr Hlíðahverfi fer fram í Hliðaskóla við Hamrahlíð en ekki í Eskihlíðarskóla. Skólastjórar. Stúlkur, sem vilja læra gæzlu og umönnun v'an- gefinna geta komizt að í slíkt nám á Kópavógs- hæli nú í vor. Námstímann verða greidd laun sam- bærileg við laUn starfsstúlkna. Upplýsingar gefnar á hælinu og í síma 19785, 14885 og 19084. Skrifstofa ríkisspítalanná Húseigendafélag Reykjavíkur Þegar þyrilvængjan hóf sig á loft, sáu þáu hvar margir bátar komu út á milli fjallaskorninganna. „Hvað er nú á seyði“, spurði Janína óróleg. „Það lítur út fyrir að einhverjir innfæddir eigi í erjum", svaraði Þórður hughreystandi. Þórður hafði alls ekki í huga að láta fljúga með sig möglunarlaust til Iran. Þyrilvængjan flaug eftir ýmsum krókaleiðum. „Þú ættir að vera við öllu búin“, sagði Þórður við Janínu, „Það getur ýmislegt skeð, sem reynir á tauganiar.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.