Þjóðviljinn - 21.05.1960, Síða 9
Fyrir stuttu kenndum
við strákunum skemmti-
legan leik og lofuðum að
kenna stelpunum annan.
Þessi leikur hlýtur að
koma þeim í sólskinsskap.
Áður en þið byrjið leik-
inn þurfið þið að ganga
úr skugga um að allir
hafi einhverja flik, sem
hægt er að nota í leikn-
um.
Tveir foringjar eru
kosnir og þeir velja sér
lið jafn stór. Það raðar
sér upp líkt og í boð-
hlaupi, en foringjarnir
standa um það bil 30 skref
frá. Þegar merki er gef-
ið hlaupa fyrstu stelpurn-
ar og hvor þeirra klæðir
sinn foringja í einhverja
flík: skó, hatt, tréfil,
jakka og einnig ganga
hlutir eins og veski og
regnhlíf o.s.frv,
Síðan hleypur hún til
baka og slær á öxlina á
næstu stelpu í sinu liði.
Hún hleypur og bætir
flík á foringjann, en snýr
svo til baka og slær á
öxlina á þeirri þriðju.
Þannig gengur þetta koll
af kolli þar til allar hafa
hjálpað til að klæða for-
ingjann. Þið getið rétt
ímyndað ykkur hvernig
hann muni þá líta út.
Það lið sem verður fyrr
búið vinnur.
Pósthólfið
Hún skrifaði 200. bréfið
Ég óska að komast í
bréfasamband við pilt
eða stúiku á aldrinum
15—17 ára. Mynd fylgi.
Margrét Steinarsdóttir,
Syðra-Vallholti,
pr. Varmahlíð, Skagaf.
Við vonum að margir
verði til að skrifa henni,
svo hún fái tækifæri til
að nota fallegu bréfsefn-
in, sem við sendum henni.
Alli Nalli hefur eignazt
vinkonu
Kæra Óskastund mín!
Komdu nú blessuð og
sæl. Mér finnsl
myndasagan um. hann
Alla Nalla mjö'g skemmti-
leg.
Mér finnst svo gaman
að danslagatextum. Viltu
birta fyrir mig þessa
texta: Æskuást og Mar-
ína, sem Sigrún Jónsdótt-
ir syngur.
Vejrtu svo blessuð og
sæl.
Gígja Snædal.
Það er víst komin tími
til að birta einn texta
fyrir ykkur, margar ósk-
ir hafa borizt.
Ráðning á nafna-
gátu
1. Knútur, 2. Ari, 3.
Skíði, 4. Garðar, 5. Halli,
6. Hjörtur, 7. Svartur, 8.
Leó — Ljón, 9. Grettir,
10. Kári, 11. Ljótur, 12.
Hlífar.
Ritstjóri Viiborg Dagbjartsdottir — Útgcfandi ÞjóSviljinn
-¥
BARNA-
SKÖLINN
Á BLÖNDU-
ÖSI
Vorið er komið og skól-
arnir eru að ljúka vetr-
arstarfinu. Margir kenn-
arar og nemendur gera
sér dagamun og fara í
ferðalag. Það er fastur
siður að fullnaðarprófs-
börnin fara í eins eða
tveggja daga ferðalag, og
fer það eftir efnum og
ástæðum hve langt er
farið. Hið opinbera veitir
smávægilegan styrk en að
öðru leyti verða börnin
að kosta sig - sjálf. Þau
hafa ýmis ráð í frammi
til að næla sér í aura,
halda skemmtun eða gefa
út blað, sumir 12 ára
bekkir gera hvort tveggja.
Nú er sá tími er skóla-
blöðin koma út. Þau eru
öll fjölrituð og mynd-
skreytt. Efnið er skrifað
af börnunum sjálfum, en
oft er viðkomandi teikni-
kennari hjálplegur við
myndskreytingu blað-
Forsíðumyndin af skólablaði barnaskólans á
Blönduósi.
anna. Þessi blöð eru ágæt-
ur lestur og útgefendum
sínum til sóma. Óska-
stundin sendir þeim öll-
um kveðju sína og vonar
að þeir selji vel og fari
síðan í langt og skemmti-
legt ferðalag.
Við höfum valið skóla-
blað Blönduósskólans sem
sýnishorn og er myndin
hér fyrir ofan forsíðu-
mynd blað.sins. Einnig eru
hér greinar úr blaðinu.
VEIÐIFERÐ
í sumar fór ég i veiði-
ferð með pabba. En hvað
haldið þið að ég hafi séð?
Ég sá ékkert annað en
lifandi laxa upp á þurru
landi. Það var maður,
sem veiddi 5 eða 6 laxa,
en hann sleppti þeim lif-
andi upp á bakkann, og
þeir sprikluðu allir Íií—
andi þangað til þeir dóu.
Þetta fannst mér Ijótt.
Pabbi veiddi marga
laxa.
Vilborg Á. Valgarðs-
dóttir, 8 ára.
Laugardagur 21. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9
• #“■ • mm
ú-’ Ritsti ori: F rimGi in Helgason
Þótt landsliðið hafi unnið leik-
inn gegn blaðaliðinu verður eng-
anveginn sagt að liðið, eins og
það lék lofi sérlega góðu fyrir
viðureignina í Osló 9. júní. Það
vantaði meiri frískleik en fram
kom, meiri hraða og ágengni.
Þegar tekið er tillit til þess,
að 10 af 11 leikmönnum þess
voru þeir sömu og í fyrra, ættu
þeir því að vera samleiknari en
blaðaliðið. Við þetta bætist að
flestir þeirra eru vanari þeim
skilyrðum sem fyrir hendi voru,
eða blautum velli. Nokkuð rigndi
meðan á leiknum stóð og gerði
völlinn hálli og erfiðari þeim
sem óvanir eru.
Landsliðið náði þvi ekki nógu
góðum árangri, fékk ekki nógu
mikla knattspyrnu út úr leik
sínum. Að sjálfsögðu brá oft fyr-
jr laglegum samleik, en oftast
gekk það of seint til þess að það
yrði nógu jákvætt.
Úti á vellinum lék blaðaliðið
oft eins góða knattspyrnu, en
því gekk illa að komast í gegn-
um vörn landsliðsins. Sérstak-
lega var það í lok siðari hálf-
leiks sem blaðaliðið sýndi góðan
leik, og var það ef til vill það
bezta sem kom fram af knatt-
spyrnu í leiknum. Knötturinn
mun hafa verið háll í bleytunni
og er sjálfsagt hægt að kenna því
um hinar mörgu ónákvæmu
sendingar, sem bæði liðin gerðu
sig sek um.
Yfirleitt var hættan meiri við
mark blaðaliðsins, en hvort-
tveggja var, að skotin voru ekki
í lagi og eins hitt að það var of
rólega að staðið, það var komin
hindrun í veginn.
Bæði liðin gerðu sig sek um
það að leika of þröngt, og eins
voru leikmenn of kyrrstæðir, og
meðan svo er kemur ekki hraði
í leikinn.
Gangur leiksins
Fyrstu mínúturnar voru jafn-
ar og gerðist lítið markvert, allt
rólegt. Örn Steinsen er fyrstur
til að ógna marki; gerðist það
á 6. mín., að hann fær knöttinn
á vítateig nærri marki, en lyftir
knettinum yfir.
Á 20. mm. á Rúnar skot fram-
hjá rnarki eftir að hafa hlaupið
uppi sendingu frá Bergsteini.
Fimm mín. síðar komst Þórður
Jónsson framhjá Grétari og
skoraði óverjandi fyrir Þórð í
markinu.
Litlu síðar ver Þórður mjög
vel skot frá Þórði Jónssyni af
stuttu færi, en þá munu allir
hafa búizt við marki.
Hálfleiknum lauk með ágætum
leikkafla af hálfu landsliðsins.
í byrjun síðari hálfleiks byrj-
aði landsliðið ekki eins vel og
það endaði, og lá heldur meira
á því.
ni Njálsson, bakvörður landsliðsins (til liægri) hrindi
sókn blaðaliðsins. (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
Á 20. mín. skoraði Þórólfur úr
vítaspyrnu, sem landsliðið fékk
íyrir viljandi hendi, eftir að
Ingvi hafði skallað og . varnar-
leikmaðurinn gat ekki með öðru
móti varið.
Sjö mín. síðar gera blaðaliðs-
menn gott áhlaup vinstra megin
sem endar með því að Gunnar
Gunnarsson sendir yfir markið
til Rúnars sem hittir ekki en
Bergsteinn er tiltækur og skýtur
ágætu skoti framhjá Helga i
markinu. 2:1. Litlu síðar á Þór-
ólfur skot sem fer úr markmanni
í stöng, en Þórður markmaður
náði knettinum.
Síðasta mark leiksins skorall
-Ingvar með föstu og öruggu skoti.
eftir sendingu frá Erni.
Framhald á 10. síóts