Þjóðviljinn - 29.05.1960, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1960, Síða 3
Suunnudagur 29. maí 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Hvernig er sálin í konunni með augað á miðju lœri? Væri ég i'ormaður Heimdallar myndi ég í snatri efna til al- menns umræðuíundar um sál- ina. Það kom nefnilega á dag- inn á fundi i Sjáifstæðishús- inu á þriðjudag að ..þeim fáu íslenzku andans mönnum sem aðhyllast hægri stefnu", svo tekin séu upp orð Kristmanns Guðmundssonar, liggur það einna þyngst á hjarta að skil- greina sálina, eðli hennar og ásigkomulag. í myndskreyttu fundarboði í Morgunblaðinu hafði verið boð- aður almennur íundur um „skipulagt almenningsálit“ en þegar á íundinn kom hvarf það umræðuefni að mestu í skugg- ann fyrir áv’tum á Morgun- blaðið og kappræðum tveggja guðfræðinga og eins bæjarsál- fræðing's um sálina í simpöns- um Koehlers, hundum Pavloffs, örvitum og íslenzkum smala- hundum. Menn fengu að heyra að Morgunblaðið væri verk- færi lævísra kommúnista og gott ef ekki á móti sálinni. Framsöguræða pröfessors Jó- hanns-Hannessonar hófst á tii- vitnunum í norsk heimatrúboðs- blöð um hátterni kínverskra kommúnista. Síðan varði hann töluverðu rnáli til að sanna fyr- ir fundarmönnum að áfellis- dómur Karls Marx yfir auð- valdsskipulagi 19. aldar væri á rökum reistur, borgarastétt þeirra tima hefði virt að vett- ugi 9. og 10. boðorðið, þar sem brýnt er fy.rir mönnum að á- girnast hvorki eiginkonu ná- unga sins, uxa hans né .asna. Þótti prófessornum mikil breyting hafa orðið hér til batn- aðar. einkum i velferðarríkjum eins og Bretlandi og Norður- löndum. Þó væri sá galli á, að í ríkjandi hugsunarhætti á Vesturlöndum væri hið teleó- lógiska greint frá hinu ontó- lógiska. og var ekki fritt við að fundarmenn sypu hveljur við V eðurhorfur í dag: Með deginum mun draga til suð- vestan stinningskalda með skúrum er líður á daginn. þessi orð prófessorsirrs. -- En þarna kom sálin inn í umræðurnar. Prófessor Jóhann upþlýsti nefnilega, að hann ætti þrjar bækur eftir hálærða og mikilsvirta . sálfræðinga, þær fjölluðu um simpansa Koehlers, hunda Pavloffs ,.en í engri þeirra er sagt hvað sálin er“. Nú kom röðin að Kristmanni Guðmundssyni. Hann sló því föstu að í heiminum réðu mestu guðlausi.r mannhatarar, sem virtu einskis fornar dyggðir. sem sé trú, von og , kærieika. Nokkrir réttlátir reyndu að hnekkja veldi niðurrifsaflanna, Kristmann Guðmundsson en starf þei.rra væri illa skipu- lagt og við ramman reip að draga þar sem væri leti fólks flests og værugirni, meinfýsi þess, öfund og illgirni. Eftir þennan mannástar- þrungna dóm um meðbræður s'na tók ræðumaður að útlista þá baráttu sem nú væri háð um sálir íslendinga. Sú barátta er skipulögð, sagði hann, ekki af okkur sem hægra meg'in stönd- um, til þess erum við of sundraðir og samtakalinir. ís- lenzk borgarastétt er undarlega þægt verkfæri niðurrifsaflanna. , - r<’? ? Hun gleypir við því sem þessi ógeðfelldi upplausnarlýður tygg- ur í hana. Það er ábyggilegt að livergi vestan járntjalds hel'ur tekizt eins vel og hér á landi að stór- skaða þá fáu andans rnenn sem standa til hægri, sagði Krist- mann. Þeir eru í'áir sem eðli- legt er, því að til skamms tíma að minnsta kosti hefur íslenzka íhaldið litið gert til að hæna andans menn að sér. Kommún- istar hafa haft alveg sérstakar. gerhugsaðar og þrautreyndar aðferðir til að meiða mannorð þessara manna og stela írá þeim brauðinu, mælti skáldið og klökknaði. Og hverjar eru svo aðferð- irnar? Um það var Gunnar Dal leiddur til vitnis. ..Kristmann Guðmundsson er geðveikur og heldur að allir séu að oísæk.ja sig“, hafði Kristmann eftir Gunnari að kommúni'star hvísl- uðu í eyru hrekklausra borgara. Frá hægri mönnum sem heild að minnsta kosti er l'ítils styrks að vænta, andvarpaði Krist- mann. Þeir eru of sljóir, og svo er .ríkt í þeim gamla oddvita- sjónarmiðið gagnvart lista- mönnum. Allmarga góða hægri- menn virðist skorta hæfileik- ann til að sjá í g'egnum vef lyga og blekkinga. Til eru líka þeir hægri menn sem hafa skemmtun af hinni oft bráð- snjöllu niðursöllun. Nefndi Kristmann til dæmis, að „á- kveðinn hægri maður" hefði hitt sig í Austurstræti og látið í ljós aðdáun á skammagrein í Þjóðviljanum um Gunnar Dal. Þegar svona er í pottinn bú- ið er ekki að furða þótt rnargir listamenn hafi leitað til vinstri aflanna. Enn aðrir sjá að ekki borgar sig að ganga hægri öl'l- unum á hönd og bera kápuna á báðum öxlum, sagði ræðu- maður og sótti í sig' veðrið fyr- ir alvöru. Þeir þykjast hvergi nærri kommúnisma koma, skrifa bara undir einhver sak- laus ávörp og ganga í virðu- leg' félög' eins og MÍR sem eru alls ekki kommúnistísk. sussu nei, bara menningarfélög. Svo er þeim boðið til Rússlands og Kína og þeir skrifa langar ferðasögur, helzt i Morgunblað- ið, um hvað allt þarna sé dá- samlegt, það hafi meira að segja verið byggð þar hús ný- lega og þar séu færð upp tón- verk. Þessir menn. og nú brýndi Kristmann raustina, sitja i á- hrifastöðum, beir sjá um gagn- rýni á bókmenntum og listum, þeir annast bókaútgáfu, þeir ráða mestu urn fræðslu æskunn- ar. Það eru þessir hálívolgu. óhreinlyndu menn, hugleysingj- arnir, sem fvrst og fremst haía traust borgarastéttarinnar. En hvað getum við þá gert til að bæta þetta þjóðarmein? spurði ræðumaður. Hann kunni ráð: Fyrst og' i'remst þurfum við að vakna til vitundar um ástandið, læra að þekkja þá sem má treysta, en losa okkur við skaðræðis- mennina eins og f.rændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa þegar gert.. Við þurfum að íinna sam- einingartákn írjálsra manna, bætti hann við, allra þeirra sem nú berjast sundraðir gegn hinum arga lýð. Okkar tákn er bræðralag manna. við viljum virða fornar dyggðir, guðstrú og ástúð. Með þessari brottvís- un ,,hins arga lýðs“ úr mann- legu félagi lauk máli Krist- manns. Síðastur frumrriælenda kom fram Ævar Kvaran og vitnaði í lærða menn svo sem prófessor Durkheim, prófessor Simon Jó- hannes, Winston Churchill, ó- nel'ndan prófessor hittan á förn- um vegi í Austurstræti, auk fyrri ræðumanna. Kvaðst hann geta sannað mál Kristmanns af eigin reynsiu, undirróður óg orðasveimur bitnaði jafnan harðast á Jreim sem framúr sköruðu á einhverju sviði, og Jjó væru engir jafn berskjaidað- ir fyrir rógtungunum og miklir listamenn. í blaði einu hér í bænum, 'sagði Ævar (sem hliðraði sér 'hjá að nefna nöfn) er hægt að ganga úr skugga'um, hvar lista- menn standa í stjórnmálum með þvi að lesa listagagnrýn- ina. Þar er listamönnum und- antekning'arlaust hrósað, hversu lélegir .sem þeir í raun og veru eru, ef þeir eru réttu megin í pólitíkinni. Ég veit mörg dæmi þessa úr minni eigin stétt. þótt ég geti ekki tilíært þau svona opinberlega. Það get ég þó sagt. að ég' þekki marga leikhús- menn sem aldrei munu hljóta áraæli fyrir frammistöðu sina á sviði i blaði einu hér i bæn- um, meðan þeir skipta ekki um stjórnmálaskoðun. Síðan sagði Ævar gamansögu eftir Aanatole Franee með mikl- um leikaratilburðum, hneigði sig' djúpt og jú'irgaf ræðustól- inn. Fyrstur 'úr hópi áheyrenda taiaði Karl Halldórsson. þrek- inn maður við aldur. Hann kom með skrifaða ræðu. Hér er tekið upp það mál sem nú er einna mest aðkail- andi, sagði Karl. Áróðursmeist- ararnir vita alveg hvar þeir eiga að vega, þeir vega að list þjóðarinnar, hvort heldur er í bundnu máli. músík eða mál- aralist. Ég er ansi hræddur um að Sjálfstæðismenn haldi þarna ekki vöku sinni. Karl lýsti síðan öllum þeim hryllingi sem sjálfstæðismenn ættu að gjalda varhug við, atómljóðum, jass, abstrakt- myndlist. Einu sinni sá ég' málverk eft- ir einn af þessum málurum sem kallaðir eru frægir, sagði Kari. Það var af konu. eða átti að vera af konu. Hún var með eitt auga, og það va.r niðri á miðju læri. Ekki vildi ég rnæta henni í Austurstræti. Hér er verið að læðast að kjarna íslenzku þjóðarinnar, sagði þessi sárhryggi sjálfstæð- ismaður. Það er vegið að rót hennar, og rótarslitinn visnar vísir. Þess vegna þykir mér það leitt, þegar Morgunblaðið er að hampa þessum kumpán- um, það blað sem á að standa Ævar Kvarán vörð um íslenzka menningu. Einn skaðvald enn nefncii hann. fræðslulöggjöfina, sem væri óðum að afmanna þjóðina. Enda vita allir hver er höi- undur fræðslulaganna sem við búum við i dag. það er Brynj- ólfur Bjarnason, sagði Kari dapurri rödd og gekk til sætis. Eftir Jíetta innlegg sló þögn á samkomuna, en hana rauf Ólai'ur Gunnarsson frá Vík í Lóni. Hann gerði athug'asemdir við hitt og þetta í ræðum frum- mælenda, en dvaldi einkum við sálina að gefnu tilefni prófessors Jóhanns. Fannst Ól- afi ófróðlega spurt að vilja endilega vita hvað sálin væri. Sálarfræði fjallaði aðallega urn taugakeríið, vitsmunalífið. til- finningal’fið og hvernig menn færu að nema. Ólafur lagði ýmsar spurningar t'yrir frum- mælendur, en engri þeirra fékkst svarað. Ekki var Ólafur fyrr kominn niður úr ræðustólnum en pró- fessor Jóhann snaraðist á fæt- ur og bað hann segja sér -um- sviíalaust hvað sál væri. — Ég' er búinn að því, svar- aði Ólafur. — Ég er jafnnær, gegndi prófessorinn. -— Ég er búinn að segja hvað sál er í sálfræðilegum skiln- ingi, sjálfur geturðu sagt hváð hún er i guðfræðilegum skiln- ingi, sagði Ólafur. — Mér finnst að þú hafir alls- ekki sagt okkur hvað sál er, er Framhald á 10. síðu. Nýjan gerðardóm Ingólfur Jónsson ráðherra hefur fengið 750.000 kr. i bæt- ur vegna þess að brúin yfir Rangá og yegurinn frá henni verða á öðrum stað.en upp- haflega var áíormað. Segist Ingólfur hafa rniðað allar á- ætlanir sínar við fyrri samn- inga um brúarstæði og veg', en b.reytingin muni haia áhrif á rekstur og afkomu kaupfé- lagsins á Hellu. Heiur gerð- ardómur fallizt á sjónarmið Ingólfs, og seinast í fyrradag hélt fjármálaráðherra um það ræðu á alþingi hvað þessi dómur væri sjálisagður og réttlátur; þannig' bæri að bæta þegnum þjóðfélagsins ef stjórnarvöldin gengju á hlut þeirra. Flest verklýðsfélög landsíns gerðu síðustu kjarasamninga sína 1958 og allir launþeg- ar í landinu miðuðu á- ætlanir sínar um rekstur og aíkomu heimilanna við á~ kvæði þeirra. Nú hefur þess- um samningum tvívegis verið breytt af stjórnarvöldunum launþegum í óhag'. Árið 1959 var allt kaup lækkað með valdboði alþingis, og í ár voru ákvæðin um kaupgjald sam- kvæmt visitölu bönnuð með lagasetningu. Þessar aðgerðir haía margfalt meiri áhrií á at'komu heimilanna en lítil til- færsla á brú hefur á rekst- ur kaupfélagsins á Hellu. Og' 6r þá ekki einsætt að fjár- málaráðherra skipi þá Þórð og Gizur og Jónatan í nýjan gerðardóm og láti þá reikna út. hversu miklar bætur rik- issjóði beri að greiða hverjum einasta launþega í landinu? — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.