Þjóðviljinn - 02.06.1960, Síða 5
Fimmtudagur 2. júrií 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (5
Krústjoff telur að Eisenhower
eigi ekki sjálfur sök á því
hvernig Parísarfundinum lauk
í ræöu þeirri sem Krústjoff, forsætisráöherra Sovét-
ríkjarma, flutti á. verkalýðsráðstefnu í Kreml fyrir helg-
ina, sagöi hann aö það væri ekki fyrst og fremst sök |
Eisenhowers Bandaríkjaforseta aö stórveldaráðstefnan í
París fór út um þúfur, heldur miklu fremur þeirra
manna sem aö baki honum slanda.
Krústjoff svaraði fullyrð-
ingum ráðamanna á vesturlönd-
um að þeim stafi hætta af Sov-
étríkjunum með því að segja
að sú hætta væri ekki fólgin
í sovézku flugskeytunum, enda
þótt þau væru mestu og full-
komnustu vopn nútímans.
— Annars höfum við ákveð-
ið, sagði hann, að hætta fram-
leiðslu á ákveðnum flugskeyta-
gerðum. Flugskeyti eru ekki
ávextir, þau er ekki hægt að
borða, og aðeins tiltekinn
fjöldi þeirra nægir til að svara
árás.
Hann sagði að auðvaldslönd-
unum stafaði að vísu ein hætta
frá Sovétríkjunum, en sú ha:tta
væri fólgin í friðsamlegri sam-
keppni á efnahagssviðinu.
Hann ræddi um njósnaflugið:
„Við vitum vel að lögmál
a uðvaldsþjóðfélagsins staðfesta
rétt hinna ríku til að arðræna
hina fátæku og ýmsan annan
órétt, en á okkar tímum verða
hins vegar að vera vissar al-
þjóðlegar réttarreglur. Hverju
ríki er skylt að virða alþjóða-
lög. Séu þau brotin, verður
tortímingarstríð ekki umflúið.
Séu virt að vettugi frumatriði
alþjóðaréttar sem eiga að
vernda landamæri rikja og
koma í veg fyrir að ráðizt sé
yfir þau aukast viðsjár í al-
þjóðamálum. Það hefur gerzt
nú og stjórn Bandaríkjanna á
sök á því.“
Eisemhower vill frið
Krústjoff lagði siðan meg-
ináherzlu á friðarstefnu Sov-
étríkjanna og rakti viðleitni
hennar til að koma á allsherj-
ar afvopnun. Iíann sagðist
hafa komizt að þeirri niður-
stöðu í viðræðum sínum við
Eisenhower Bandaríkjaforseta
að hann vildi í rauninni frið og
bætta sambúð stórveldanna.
Síðan bætti hann við:
„Ég verð að segja að ég trúi
því enn sem fyrr að forsetinn
vilji sjálfur frið. En eitt eru
frómar óskir forsetans, en ann-
að utanríkisstefna Bandaríkj-
anna. Ég sagði við Eisenhow-
er forseta þegar er við hitt-
umst í Camp David að aðstaða
mín væri önnur en hans, þvi að
j mínu landi væri öll ríkis-
Stóðuust ekki
dóm reynslunnar
Framhald af 1. síðu
að reyna að fá samþykktar á
því breytingar. Hins vegar
væri það táknrænt, að síðasta
verk þings yrði að afgreiða
þetta frumvarp, sem borið
væri fram vegna þess, að efna-
hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar
liefðu ekki staðizt dóm reynsl-
unnar. Málinu var vísað til 3.
umræðu.
Útsvörin voru tekin af dag-
Skrá að þessu sinni.
stjórnin, öll þjóðin og flokk-
urinn sömu skoðunar, þ.e. vildu
stefna að því að draga úr við-
sjám í heiminum. En að baki
forseta Bandaríkjanna má sjá
menn sem koma í veg fyrir að
óskir um friðsamlega þróun
rætist.“
I þessu sambandi nefndi
Krústjoff þá ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar að hefja aftur til-
raunir með kjarnavopn, ræð-
anjarðar, ræður þær sem þrír
af æðstu embættismönnum
hennar, Herter, Nixon ogDillon
fluttu rétt fyrir stórveldafund-
inn, ummæli og ðgerðir valda-
manna í V- Þýzkalandi og síð-
an njósnaflugið yfir Sovétrík-
in, 9. apr. og 1. maí. Af öllu
þessu dró Sovétstj. þá ályktun
að ætlun Bandaríkjanna væri að
auðmýkja Sovétríkin og sýna
alheimi að Bandaríkin gætu
sagt þeim fyrir verkum. Og
ofan á allt þetta bættist að
rétt í þann mund þegar stór-
veldaráðstefnan var að hefjast
var fyrirskipaður allsherjar
viðbúnaður á herstöðvum
Bandaríkjanna um allan heim.
Hvers vegna einmitt nú?
Krústjoff drap á það atriði
í útvarpsræðu Eisenhowers 25.
maí þar sem hann þóttist ekki
skilja hvers vegna Sovétstjórn-
in hefði gert svona mikið veður
út af njósnarfluginu einmitt
nú, þegar henni hefði verið
kunnugt um það í mörg ár að
Bandaríkjamenn stunduðu slíkt
flug yfir sovézku landi:
„Við höfum margsinnis mót-
mælt flugi bandarískra flug-
véla yfir land okkar, en Banda-
ríkin báru alltaf á móti stað-
reyndunum og héldu því fram
að það væru ekki njósnarflug-
vélar sem farið hefðu yfir
Sovétríkin. Ég minritist ekki á
þetta við Bandaríkjaforseta í
Camp David. Ástæðan var ekki
sú að ég teldi ekki njósnar-
flugið skipta jafn miklu máli
og ég tel nú. Sú var tíðin að
við gátum ekki skotið þessar
flugvélar niður af því að þær
flugu svo hátt. En nú liafa
sovézkir vísindamenn og verka-
menn búið til framúrskarandi
flugskeyti. Og bandarísku her-
foringjarnir gáfu okkur gott
tækifæri til að sýna hvers þau
væru megnug.
Asíuríkin verði með
Krústjoff lagði áherzlu á að
.Sovétstjórninni væri nú sem
fyrr reiðubúin til samningavið-
ræðna við vesturveldin, en þó
því aðeins að þau sýni einhvern
snefil þess að þau vilji semja
um afvopnun.
Hins vegar myndu slíkar við-
ræður ekki bera tilætlaðan
árangur nema því aðeins að
hinar miklu þjóðir Asíu tækju
þátt í þeim, og þá fyrst og
fremst Kínverjar, Indverjar og
Indónesar.
Fléðbylgjan
sem skall me'ö heljarkrafti á Japan í síöustu viku eftir aö hafa
fariö 16.000 km leiö yfir Kyrrahaf frá upptökunum á jarö-
skjálftasvœöimi viö Chile molaöi allt sem fyrir varö. í höfnum og viö alla austur-
ströndina œgöi saman hvers konar vogreki, braki úr húsum, skipum, húsgögnum,
tunnum o.s.frv. Myndin er tekin í hafnarbænum Magawa.
Moskvuútvarpið hefur sagfc
frá yfirheyrslum yfir banda-
ríska njósnaflugmanninum
á flugvélinni, sem skotin var
niður yfir Sovétríkjunum 1.
maí.
Powers sagði að hann hefði
síðan árið 1956 þegar hann fór
Úr bandaríska flughernum unn-
ið „á skrifstofu". Aðspurður
sagði hann að þessi skrifstofa
hefði verið sameiginleg stofnun
fyrir herflug og farþegaflug.
Stofnunin var leynileg og hafði
dulnefnið 10-10.
— Hvaða verkefni hafði
þessi stofnun, var hann spurð-
ur, og svaraði að henni væri
fyrst og fremst ætlað að hafa
upp á radarstöðvum og eld-
flaugastöðvum.
— Hver er Shelton ofursti?
— Plann er yfirmaður 10-10.
— Gerið þér yður Ijóst fyr-
ir hvað þér eruð ákærður?
— Já.
lands, íran og Afganistans.
Auk þess fór ég á árunum
1956-1957 þrjár eða fjórar flug-
ferðir yfir Svartahaf án þess
þó að fara inn yfir sovézkt
land.
Eg man e'kki vel hve oft ég
fór í slíkar ferðir, en mörgum
sinnum var það. Á flugi mínu
miðuðu sérstök tæki merki frá
sovézkum útvarps- og radar-
stöðvum. A.m.k. var mér sagt
að svo væri, en ég get ekkert
sagt með vissu um hvort tæk-
in í flugvélinni miðuðu útvarps-
og radarstöðvarnar, þar sem
mér hafði ekki verið kennt á
þau og ég fékk aldrei neitt að
vita um árangur af starfi mínu.
Áður en við lögðum upp í
slíkar flugferðir fengum við
fyrirmæli um yfir hvaða stöð-
um við ættum að kveikja eða
slökkva á tækjunum.
— Hað fluguð þér hátt þeg-
ar flugvél yðar var skotin nið-
ur ?
— í 68.000 feta (20.750
metra) liæð.
— Hvaða verðlaun bjuggust
þér við að fá fyrir þessa flug-
ferð ?
— Alls engin. Ég fæ 2.400
dollara laun á mánuði (um
100.000 krónur) fyrir að leysa
af her.di það sem mér er falið.
í þetta sinn var mér falið að
fljúga frá Pakistan til Noregs.
Eimreiðin 65 ára
— Játið þér sekt yðar.?
— Ég játa að ég hafi flogið
inn í sovézka lofthelgi, yfir þá
staði sem merktir voru á flug-
kortið, að ég kvéikti og slökkti
á sérstökum tækjum í flugvél
minni og að ég taldi að til-
gangurinn með fluginu væri að
afla upplýsinga um Sovétríkin.
— Segið nokkru nánar frá
því sem þér játið yður sek-
an um.
— Samkvæmt þeim samningi
sem ég gerði við bandarísku
leyniþjónustuna var ég flug-
maður í hinum sérstöku sveit-
um sem hafa það hlutverk að
afla upplýsinga um útvarps-
og radarstöðvar á sovézku
landi og ég býst við líka eld-
flaugastöðvar.
Flugsveitir okkar hafa fast
aðsetur á tyrknesku flugstöð-
inni Incirlik nálægt borginni
Adana. Ég hef starfað í stöð-
inni síðan í ágúst 1955 og hef
mörgum sinnum á ári flogið
flugvél af gerðinni U-2 sem
sérstaklega er ætluð til flugs
í mikilli hæð meðfram landa-
mærum Sovétríkjanna, Tyrk-
Timaritið Eimreiðin 1. heft.i
þessa árs er komin út. Tíma-
ritið er að yanda fjölbreytt að
efni, en hefur breytt allverulega
um útlit. Letur smækkað og
spássíur mjókkaðar svo mun
meira lesmál rúmast í blaðinu
nú en áður. Á þessu ári munu
koma út tvö önnur hefti af tíma-
ritinu og verða því alls þrjú hefti
á ári framvegis, í stað fjögurra.
Eimreiðin var stofnuð í Kaup-
mannahöfn árið 1895 og hefur
komið út óslitið síðan eða í 65
ár og aldrei hefur árgangur ver-
ið felldur niður. Fyrstu 23 ár-
gangarnir voru gefnir út i Kaup-
mannahöfn og var Valtýr Guð-
mundsson ritstjóri tímaritsins
allan þann tíma. Árið 1918 flutt-
ist tímaritið heim og var um
fimm ára skeið í eigu Ársæls
Árnasonar bóksala, en ritstjóri
þess þá var Magnús Jónsson pró-
fessor. Árið 1923 gerðist Sveinn
Sigurðsson ritstjóri og eigandi
Eimreiðarinnar og gaf hana út
til 1955, er félag íslenskra rit-
höfunda og nokkrir félagar úr
því keyptu ritið og stofnuðu um
það hlutafélag. Þá varð Guð-
mundur Hagalín ritstjóri Eim-
reiðarinnar tvö næstu árin og
þriðja árið ásamt þeim Helga
Sæmundssyni og Indriða G.
Þorsteinssyni. Síðastliðið ár var
Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi ritstjóri Eimreiðarinnar.
En nú hefur Ingólfur Kristjáns-
son tekið við ritstjórn tímarits-
ins og er jafnframt aðaleigandi,
því hann hefur keypt hluti allra
félagsmanna og á Eimreiðina
einn á móti Félagi íslenzkra rit-
höfunda.
Eimreiðin hefur komið lengur
út en nokkurt annað sambærilegt
islenzkt bókmenntatímarit, og
lengi framan af var hún eina
íagurfræðilega tímarit lándsins
og þó að ýmis hliðstæð tímarit
hafi verið stofnuð og komizt til
nokkurs þroska, hafa þau fiest
lagzt niður af ýmsum ástæðum,
eftir lengri eða skemmri útkomu-
tíma.