Þjóðviljinn - 02.06.1960, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. júní 1960
tn:i«:2rramtimiunH jtt - r’' '-*■
■■ W»H *— tw«rnf1
ía:
(MÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýSu — Sósíallstaflokkurlnn. —
KitstJój-ar: Magnús Kjartansson (áb.)» Magnús Torfi Ólafsson, Big-
vrður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn.
aígreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavöröustíg 19. — Bíml
17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00.
PrentsmiðJa ÞJóðviljans.
1 Ófrelsi
3^5
mja |»að var mikið um dýrðir í Morgunblaðinu
ííj * í gær. Þjóðin hefur öðlazt verzlunar-
32 frelsi, segir blaðið, og birtir af því til-
•|a efni viðtöl á forsíðu við þrjá aðalleiðtoga
Jjö íhaldsins Bjarna Benediktsson, Ólaf Thors og
23 Gylfa Þ. Gíslason. Allir segja þeir dýrðin dýrð-
rlí in, og Ólaíi finnst hann vera orðinn ungur á nýj-
^ an leik, en ungur var hann seinast þegar Boge-
senar réðu ríkjum á íslandi en skortur og at-
vinnuleysi voru hlutskipti allrar alþýðu. Öllum
HS gengur þcvim þó erfiðlega að skilgreina í hverju
er: hið nýja frelsi sé fólgið, enda bera auglýsingar
stjórnarvaldanna með sér að skriffinnskan í við-
skiptamálum er aukin ef nokkuð er; aðeins eiga
menn eftirleiðis að stíla umsóknir sínar um inn-
flutningsleyfi og útflutningsleyfi og gjaldeyris-
leyfi og hverskonar leyfi á bankana, þar sem
Vilhjálmur Þór er hæstráðandi.
F'n þótt leiðtogar íhaldsins eigi í erfiðleikum
með að lysa því frelsi sem þeir eru að fagna,
er leiðarahöfundur Morgunblaðsins sem betur
fer hreinskilnari. Hann segir berum orðum að
hverju er stefnt með hinu aukna „frelsi“ og
hvert lokatakmarkið er: „Með frjálsræði því sem
í dag öðlast gildi er varðaður vegurinn til fulls
verzlunarfrelsis og lagður grundvöllur að því
að við íslendigar getum orðið hlutgengir í því
víðtceka viðskiptasamstarfi, sem nú er að hefj-
ast í Vestur-Evrópu. Á því leikur ekki minnsti
vafi, að fríverzlunarsvæðin munu auka stórlega
hagsæld þeirra þjóða, sem þátttakendur eru, en
jafnvel þótt svo vœri ekki, þá stöndum við Is-
lendingar frammi fyrir þeirri alvarlegu stað-
reynd, að ef við ekki búum svo að efnahag okk-
ar, að við getum tekið þátt í þessu samstarfi,
þá hljótum við að einangrast frá okkar elztu og
beztu mörkuðum. Af þeim sökum hljótum við að
stefna ótrauðir að því marki að sameinast frí-
verzlunarsvæðum V.-Evrópu . . . Iiömlur þær
sem enn eru á innflutningi byggiast á því, að við
erum tilneyddir til að eiga vöruskipti við komm-
únistaríkin, þótt þau viðskipti séu í mörgum til-
fellum óhagkvæm. Á meðan við erum háðir þeim
mörkuðum, getum við auðvitað ekki haft full-
komið verzlunarfrelsi“.
Ijetta er ofurljóst. Tilgangur hins nýja skrif-
■ finnskukerfis, sem nefnt er frelsi, er að binda
endi á afurðasölu íslendinga til sós'aliswslíu land-
anna, en innlima ísland í staðinn að fullu og
öllu í markaðskerfi Vestur-Evrópu. Við eigum
að sleppa þeim mörkuðum sem hafa gefizt okkur
bezt og tryggt fulla atvinnu í landinu um langt
árabil, en una í staðinn þeim mörkuðum einum
sem aftur og aftur hafa leitt yfir okkur kreppu
og „offram.leiðslu“ og stjórnmálalegar þvingan-
ir eins og þegar Bretar reyndu að svelta okkur til
hlýðni 1952. Við eigum að gera þetta af stjórn-
málaástæðum, af hlýðni og þrælsótta — því leið-
arahöfundur Morgunblaðsins tekur fram að þetta
verði að vera stefnan jaínvel þótt hún færi okk-
ur enga „hagsæld1-'. Jafnt nærtœk reynsla sem
heilbrigð skynsemi sýna landsmönnum að í þess*
ari stefnu felst ófrelsið eitt. Því aðeins eru Is-
lendingar frjálsir í viðskiptamálum að þeir hag-
nýti alla þá markaði sem bezt gefast, samkvœmt
hagsmunum okkar einna■ En ef víð látum ein-
skorða okkur við kreppumarkaði hrynjandi auð-
valdsríkja erum við að kalla yfir okkur mikið
ófrelsi sem mun þrengja að hverju einasta al-
þýðuheimili í landinu. — m.
:s:i
trt:
rxrf.
uo
• «—■ * I H — -
Smetana
/ þ/óð/n Effir Jón Leifs
Vér íslendingar virðumst
cft líta, svo á, að engin þjóð
hafi þolað meir en vér til að
viðhalda sinu þjóðerni, — en
við athugun á sögu og aðstöðu
annarra þjakaðra þjóða kem-
ur í Ijós, að sumar þeirra hafa
miklu meira á sig lagt. Saga
Finnlands er oss kunnari en
saga margra þeirra þjóða,
sem undirokaðar hafa verið,
— en Finnar þurftu á þús-
und árum að heyja um liálft
hundrað styrjaldir fyrir frelsi
sínu, smugu jafnvel stundum
í flokkum aðeins átta manna
illa vopnaðir í gegnum hinar
miklu víglínur ofureflisins
og’ á bak við þær, til að berj-
ast fyrir frelsi föðurlandsins
— og sigruðu oft.
Minna þekkjum vér hina
tékknesku þjcð, sem byggir
land það er Bæheimur nefn-
ist og er innilokað á alla vegu
í miðri Evrópu. Vér ættum
að geta skilið muninn á slíkri
aðstöðu samanborið við lífið
á eyju úti í reginhafi, þar sem
landvættir allskonar hafa
haldið vörð um þjóðernið.
Að vísu verður undirritaður
að viðurkenna hve lítið hann
þekkir enn sögu hinnar merku
tékknesku þjóðar, sem kölluð
hefur verið „prússar slav-
anna“, — hvort sem í þvi
hefir átt að felast lof eða
last, — en berum saman að-
stöðu Tékka og aðstöðu ís-
lendinga, og þá megum vér
margt af þvi læra.
Vér megum einkum vel
muna hversu Thomas Masa-
ryk, stjórnmálaforingi Tékk-
anna og frelsishetja, bar af
mörgum stjórnmálaspekingum
á'funnar 1 upphafi þessarar
aldar, — en það var einmitt
hann, sem barðist fyrir þeirri
hugsjón að stofnað yrði
bandalag smáþjóðanna, til að
vega sameiginlega á móti
stórþjóðunum.
Tékkar voru undirokuð
þjóð og undirstétt í landi sínu
og innlimaðir öldum saman í
eitt voldugasta ríki álfunnar,
— en þeir héldu við sínu
þjóðerni með samtökum, iðni
og atorku. Þegar vér stofn-
uðum Bókmenntafélagið og
Þjóðvinafélagið, þá stofnuðu
þeir til miklu voldugri sam-
taka — bæði leynt cg ljóst.
Þeir gátu með samskotum ein-
göngu reist sitt þjóðleikhús,
og þctt það brynni, var það
endurreist á svipstundu með
sama hætti, — en voldugasti
viðreisnarmáttur þessarar
þjóðar var einmitt þeirra eig-
in sérstæða tónlist, — og er
það einsdæmi, sem vér íslend-
ingar þyrftum vel að skilja
og muna.
II ÞjóSarlisfin
Sagt er að annarhvor Tékki
fæðist með hljóðfæri við hönd
sér. Tón'istin er þsirra þjóð-
arlist líkt og bókmenntirnar
teljast þjóðarlist íslendinga.
Útvarp!ð í Bæheimi flytur
ekki upplestra eða erindi
nema skamma stund í einu á
þeim tíma dags, er minnst er
hlustað, — en komir þú inn
á alþýðlegan skemmtistað í
Prag að kvöldi, þá er þar
dansað og sungið, — og það
er ekki neitt gatil og gól; —
allir syngja vel! Það er e;ns
og söngur og hljóðfæraleik-
ur streymi úr hverjum steini
í þessu landi, og sá maður má
dauður vera, að honum ekki
hlýni um hjartaræturnar.
I tið Mozarts og Beethovens
sló þegar í Bæheimi meiri
neistum af allskonar tónh'st
en í flestum öðrum löndum.
Wagner liafði síðar dáiæti á
tónlistarmönnum þessa lands
í sínum hljómsveitum, — en
snemma á 19. öld tóku tékk-
nesk tónskáld að sem ja . æðri
tónlist úr þjóðlögum og þjóð-
legum lögmálum Tékkanna.
I i 111111111! 1111111111IIII1II111111IIIIIIIIII f II111111) I! 11II111 il Ili 111111II111III! 11111111 i 11111:! I!! !1 M i I! I llil 111111IIIII11 tlll II1111! 1111111
Er nokkurt vli íþví
■ ' • Jþvj; m:ður .rpun ",;það vera
mannfræðileg staðreynd, að
maður, sem er veiðimaður að
eðli og án tengsla við mold-
ina, er af sálarlegum ástæð-
um með öllu ófær um að ger-
ast búandi maður nema að
nafni til. Hann þekkir ekki
annað viðhorf til heimsins, en
að allt sé skapað honum til
nýtingar og hans vegna, og
það er enginn eðlismunur á
Önnur grein
þeim, sem ráfa um allsberir
eins og Eyjaálfusvertingjar
áður fyrr skimandi eftir orm,
maðki eða skorkvikindi til að
lát.a upp í s’’g, og mörgum
þeim, sem nú ráða vcldugustu
auðhringjum heims, því nú
þegar hafa milljónatugir
manna verið drepnir þeim til
auðs og valda aðeins í tíð nú-
lifandi manna. Við lestur
gorts og hótana herþræla
þrssara manna um að þeir séu
nú færir um að steikja mill-
jónir manna á svipstundu í
atóme’di, vaknar ósjálfrátt sú
hugsun hjá mér, að villimað-
urinn, sem snýr nýfæddu barni
á spýtu yfir eldi, hlakkandi
til að fá sér ljúffenga mál-
tið, sé þó ekki jafn djúpt
sokkinn og fyrrnefndir mekt-
araienn hvíta kynþáttarins,
því hann hefur þá þær máls-
bætur, að hann skortir eggja-
hvítu.
Það kann að þykja nokkuð
langsctt að ræða um útdauð-
ar ættkvíslir Eyjaálfusvert-
ingja og suma mestu mektar-
menn hins kapítaliska heims,
þegar spurning sem svara
skal er þessi: Er nokkurt vit
í því að vilja vera íslenzkur
bóndi? En við nánari athugun
sést, að svo er ekki.
Fyrir nokkrum tugum ár-
þúsunda síðan tóku fáeinir
sérvitrir karlar og konur, og
eftir öllum líkum að dæma
einnig mjög svo fyrirlitin,
upp á því að rækta og bæta
jörðina og búa hana sér í
hendur sem skapandi manna.
Með því hófst, þegar allt er
til mergjar krufið, saga mann-
kynsins, því að áður fyrr var
mannskepnan aðeins eitt af