Þjóðviljinn - 19.06.1960, Side 6

Þjóðviljinn - 19.06.1960, Side 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 19. júní 1960 »vi im nrr.. : i tr. pzzr.r> ttnrrm urm r VILHNK Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurin^. — RitstJój'ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. r.c: xx Gangan í dag gengur hópur manna frá hliði smánar- innar á Keflavíkurflugvelli til höfuðborgar ís- lands til að mótmæla herstöðvum á íslandi og þátttöku íslendinga, vopnlausrar og friðsamrar þóðar, í hernaðarbandalagi. Og þessi hópur manna gengur beint inn í Islandssöguna, inn í sögu hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar gegn erlendri ásælni. Þó er ekki gengið í því skvni að afla sér lofs eða frægðar, heldur til að stugga við fólki sem í andvaraleysi um sóma íslands og framtíð hefur látið viðgang- ast allt til þessa dags að erlendar herstöðvar saurguðu áslenzka jörð. Dagurinn 19. júní, er ís- lenzkar konur hafa helgað sér til minningar á- fanga í mannréttindabaráttu sinni, fær nýjan hljóm, konurnar í gön'junni frá Keflavík minna á að íslenzkar konur vilja ekki landið hersetið af erlendum ruslaralýð; og geta synir minnzt betur mæðra sinna, eiginmenn heiðrað konur sínar, feður rækt betur skylduna við dæturnar en leggja fram lið sitt til þess, að allur erlendur her verði á brott úr landinu? JOorvígismenn göngunnar og þátttakendur hafa lagt áherzlu á táknlegt gildi hennar, enginn í þeim hóp heldur að ihernám Islands, aðild Is- lands að Atlanzhafsbandalaginu og bandarísku herstöðvarnar á íslandi falli niður eins og fyrir töfrum þótt hópur manna gangi frá Keflavík til Reykjavíkur. En athyglin sem gangan hefur þeg- ar vakið sýnir að rétt er að verki staðið. ís- lenzku herstöðvamálgögnin Morgunblaðið, Al- þýðublaðið og Vísir hafa meira að segja sann- færzt um, að það versta sem þau gætu gert erlenda málstaðnum væri að halda áfram að vekja athygli á göngunni, jafnvel þó með rætni- skrifum væri. Þannig vann gangan sinn fyrsta sigur áður en lagt var af stað. Pn gangan er tákn. Hún er smámynd annarrar göngu sem ekki hófst í morgun heldur fyr- ir röskum tuttugu árum, þegar erlent herlið ruddist hér á land og tók sér það vald sem því sýndist. Frá þeim vordegi 1940 hefur erlendur her vaðið yfir landið og erlend stórveldi haft hér herstöðvar, en frá þeim degi hefur íslenzkt fólk risið til andstöðu við spillinguna og smán- ina af erlegflum her á .íslenzkri. .jp.rðK Hvatt-, væri íslenzka þjóðin nú á vegi stödd ef sú ganga hefði ekki verið gengin allt frá 1940, sem miðað hefur að því að vekja þjóðina til andstöðu við hernám landsins og halda vak- andi sjálfsvirðingu íslendinga gagnvart hinu erlenda herliði og gagnvart þeim heimamönn- um sem lagzt hafa flatir fyrir erlendu ásæln- inni og viljað að öll þjóðin félli fram, þakkaði „verndina", leigði landið sitt og tefldi því í tortímingarhættu til þess að nokkrar íslenzk- ar auðklíkur gætu rakað saman ofsagróða á smán þjóðarinnar? Þeirri göngu er ekki lokið og þó nokkrir þeir sem lögðu af stað hafa ekki enzt til þess að ganga í tuttugu ár, en nýir j menn og óþreyttir hafa alltaf bætzt í hópinn ; og nú efast enginn um að gangan nær að lok- I um á leiðarenda, að íslendingar sigra einnig j í -hinni nýju sjálfstæðisbaráttu sinni, þurrka af ■ landinu smán hinna erlendu herstöðva, rödd • Islands í heiminum verður rödd friðar og vin- j áttu þjóða. Gangan í dag er tákn hinnar miklu : göngu íslenzks fólks til sjálfstæðis landsins og fagurrar framtíðar. — s. xnt ua í dag leggur hópur hernámsandstæðinga land undir íót og gengur sem leið liggur frá hliði Keflavíkurflugvallar iil Reykjavíkur, 50 kílómerta veg, til að mótmæla hersiöðvum á íslandi. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur hefur tekið saman eftirfarandi þátt um landið sem gangan fer um og þau tíðindi sem orðið hafa fyrr og síðar á þessum sögufrægu slóðum. Landið Helztu jarðíræöileg- at- riffi á leiffinni frá Keila- vík til Reykjavíkur. Stuðzt viff frásögn og rannsóknir Guðmuntlar Kjartanssonar jarfffræð- ings. Helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grá- grýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, en yzt á nesinu til austurs og vesturs, og eru þær eldri. Þessar jökulrákir sýna, að á ísöld hefur Faxaflói verið hul- inn jökli. en í lok hennar hefur flóinn myndazt og jöklar ekizt út af Suðurkjálkanum til suðurs og norðurs. Upp af Njarðvíkum sjást skýr fjöru- mörk á stapanum í utn 20 m hæð yfir núverandi sjávarmál. Á Hvaleyrarholti við Hafnar- fjörð eru slík fjörumörk í um 33 m. hæð, en 40 m hæð við Reykjavík. Þetta sýnir, að landið hefur risið úr sjó því meir sem innar dregur, en jök- ulfargið hefur auðvitað hvílt þyngra á miðbiki þess en út- nesjum. Niður af stapa taka við Vatnsleysustrandarhraun. Þau eru fornlegust allra hrauna á Suðurkjálka, sennilega um 8000"tíl ‘ðbOÖ’árá’; hölzbV:ald- ursmerki eru m. a. fjörumörk hjú Kúagerði í um 10 m hæð. Það er eini staðurinn á ís- landi, þar sem sjór hefur staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá og Aragjá, stóra og litla, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafn- lausri suður af Ke‘li. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er urn eldfjall að ræða. Um Suðurkjálka liðast eng- ar ár, þar falla ekki einu sinni lækir; regn hripar í gegnum hraunin, og jarðvatn feliur eft- ir neðanjarðarfarvegum til sjávar. Við Straum eru mikl- ar uppsprettur í fjörunni,, en Vatnsleysuströndin ber nafn með rentu, því að þar er víða ekkert ferskt vatn að fá nema regnvatn af þökum. Við Kúa- gerði er dálítil tjörn; þar er forn áningarstaður, en betra þótti ferðamönnum að hafa eitthvað meðferðis til þess að blanda drykkjarvatnið. Norður af Höskuldarvöllum við Trölladyngju var snotur gígur, en úr honum hefur Afstapahraun runnið. Höskuld- arvellir eru eitt mesta gras- lendi Suðurkjálka, og var veg- ur lagður þangað fyrir nokkr- um árum og tekið að rækta vellina; þá var gígurinn eyði- lagður af malarnámi. Afstapahraun mun runnið nokkru fyrir landnámsöld, og hefur þá sennilega nefnzt Ilvassahraun, samnefnt bæ, sem stendur austan við hraunið. Vafasamt er, hvernig heitið Afstapahraun er til orð- ið. Handan Afstapahrauns taka við fornleg hraun að nýju, þó hvergi nærri jafng'ömul og Vatnsleysustrandarhraunin. Þau munu runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m. a. við Mávahlíðar. Við Straum er einna nátt- úrufegurst á leiðinni sunnan af strönd. Þar eru miklar upp- sprettur í fjöru, eins og áður segir. Kapelluhraun nefnist hraun- flákinn norðan vegar austur af Straumi, en heiidarnafn á hrauni þessu er Bruninn. Það -fiefhiSt Ný’jfáRfá'úh ''Í Kjklnes- ingasögu og máldögum forn- um og mun runnið á fyrstu öldum íslandsbj'ggðar. Það er komið upp í um 7 km langri gossprungu við Undirhlíðar norðaustur frá Vatnsskarði. Kapelluhraun dregur nafn af kape’lu, dálitlu byrgi við gamla veginn í hrauninu. Við rannsókn fyrir fáum árum fannst þar lítið líkneski heil- agrar Barböru. Á þeim stað hefur voveiílegur atburð- ur gerzt fyrir siðaskipti, en engar öruggar sögur greina þar frá tíðindum. — Hraunið hefur steypzt fram af sjávar- hömrum, en ægir lítt unnið á því til þessa, af því hve það er ungt. Milli Hvaleyrarholts og Brunans er Hvaleyrarhraun, fr.emur flatt helluhraun og mjög ellilegt. Til marks um aldur þess eru stallar, sem sjór hefur klappað í hraunið í flæð- armáli, þar senr heitir Gjögrin. Þar eru miklar lindir, sprettur fram vatn 4.3° heitt sumar og vetur. Trúlegt er, að þar komi fram vatnið úr Kaldá, sem hvei'fur í hraunið npp af Hafn- arfirði, eins og kunnugt er. Austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krisuvikurvegar er gryfja, sem nefnist Rauðhóll. Þarna var áður lítið snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi, og er víst réttar að tala um gíghól. Hann hefur nú verið numinn burt til vegagerðar. en gígtappinn stendur þó eftir í miðju eld- varpinu, hefur reynzt mokstr- arvélum of harður undir tönn. Rauðhóll efi eða raunar var eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu, en þunnt moldarlag og brunnir lyngstönglar finnast á mótum hóls og hrauns. Undirlag eldfjallsins var barnamold, en hún myndast í stöðuvötnum. Þarna heíur því verið stöðuvatn endur fyrir löngu, en undir barnáínoldinni er ægissandur með skeljabrot- um, svo að hingað hefur ægir einhverntíma teygt aúma sína. Þá hefst Hvaleyrarholt með fjörumörkum í 33 m hæð. Þetta er austasti hluti Hafnarfjarð- argrágrýtisins, en það nær austur yfir Flamarinn.að Ham- arskotslæk, sem fellur með ytri jaðri Hafnarfjarðarhrauns Það .e,r runnið úr Búrfellijieða Búr- fellsgig • inn af Helgadal og greinist að nöfnum 1 Vííils- staðahraun, Garðahraun, Gálgahraun og Hafnarfjarðar- hraun. Líklegt er að Álftanes hafi verið eyja, áður en Iiafn- arfjarðarhraun rann og fyllti sundið milli lands og eyjar. Hraunsholtslækur, sem fellur úr Vífilsstaðavatni fylgir norð- urbrún hraunsins. Sagan Urn aldaraðir hafa íslending- ar lagt leið sína suður með sjó, þrammað þar eftir götu- troðningum oft með dráps- klyfjar í illri færð um, miðjan vetur á leið í verið og haldið til baka með mikinn eða. lítinn afla að vori. Á síðustui öld var ein ferð suður á nes öðrum frægari. Haustið 1870 fpr Odd- ur Vigfús Gíslason prestaskóla-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.