Þjóðviljinn - 19.06.1960, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1960, Síða 9
Sunnudagur 19 júní 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (9 Ritstjóri: Frímann Helgason Þetta eru stúlkurnar sem eiga að keppa í Svíþjóð, Handknattleiksst úlkur héðan faka þátt i Norðurlan damófi í Svíþjóð Eins og áður hefur verið frá sagt tekur ísland þátt í Norður- landamóti kvenna í handknatt- leik, sem fram fer í Svíþjóð dagana 24.—25. og 26. júní n.k. Leggur flokkurinn í för þessa á þriðjudaginn kemur, og fer með flugvél til Kaupmannahafn- ar og þaðan til Vesterás. Er þetta í þriðja sinn, sem kvennalið í handknattleik tekur þátt í Norðurlandameistaramóti kvenna. í tilefni af förinni hafði formaður HSÍ, Ásbjörn Sigur- jónsson, og annar fararstjórinn Axel Einarsson, stutt samtal við fréttamenn. Þeir lögðu mikla áherzlu á, að stúlkurnar hefðu lagt mikið að sér við æfingar og yrði vart á betra kosið. Töldu þeir að framfai'ir hefuð orðið hjá stúlk- unum frá því í fyrra og þær væru alltaf að fá meiri og meiri leikreynslu, sem væri þýðingar- mikil í svona leikjum. Þá lögðu þeir ekki siður á- herzlu á það í frásögninni, að þær hefðu sjálfar aflað sem svar ar 80% af farareyrinum, og vildi Ásbjöm halda því fram, að það mundi það síðasta, sem eftir væri af slíku fórnar- og áhuga- starfi innan íþróttahreyfi'ngarinn- ar, og bæri að halda því á lofti. Félagsandinn og samstarfið væri með ágætum að gaman væri að taka þátt í þessu starfi. Mótið hér 1964? Þá gátu þeir þess, að stjómin legði mikla áherzlu á, að mótið yrði haldið hér 1964. Ákvörðun um þetta verður tekin á ráð- stefnu þátttökulandanna sem haldin verður í sambandi við mótið. f fyrra var ákveðið að tiér eftir skuli mótið haldið á 4 ira fresti. Töldu þeir þetta sanngimiskröíu og að slíkt mót gæli orðið lyftistöng íyrir kven- handknattleikinn á íslandi. ísland hefur leikið 8 landsleiki í handknattleik kvenna. Fyrsti landsleikur kvenna fór fram í Oslo 19. júní 1956 og við landslið Norðmanna og fóru leik- ar þannig að Noregur vann 10:7. Aðrir leikir hafa farið þannig (allir leiknir í Norðurlandamót- um); ísland — Danmörk 2:11 —ísland — Noregur 3:9 ísland — Svíþjóð 3:13 ísland — Finnland 6:5 ísland — Svíþjóð 5:8 ísland — Noregur 7:5 ísland — Danmörk 1:11. í þessum 8 leikjum hefur -andsliðið sigrað tvisvar sinnum og má það kallast góð frammi- staða hjá svo ungu liði og lítt vönu í stórleikjum. Mótið mun fara fram í Bergs- lagen í Vástmanland og sér Vástmanlands Handbollförbund um mótið. Dregið hefur verið um leikja- röð og er hún þessi: 1. leikdagur: Danmörk — Noregur Svíþjóð — ísland 2. leikdagur; Danmörk — ísland Noregur — Svíþjóð 3. leikdagur: fsland — Noregur Svíþjóð — Danmörk. Keppendur: Katrín Gústafsdóttir Þróttur, fyrirliði Sigríður Lúthersdóttir, Ármann Sigríður Sigurðardóttir, Valur Erla H. ísaksen, KR. Sigríður Kjartansdóttir, Ármann Rut Guðmundsdóttir, Ármann Rannveig Laxdal, Víkingur Perla Guðmundsdóttir, K.R. Gerða S. Jónsdóttir, K.R. Kristín Jóhannsdóttir, Ármann Ólína Jónsdóttir, Fram Jóna Bárðardóttir, Ármann Sylvía Hallsteinsdóttir, F.H. Liselotte Oddsdóttir, Ármann Sigurlína Björgvinsdóttir, F.Il. Fararstjórar: Axel Einarsson og Rúnar Bjarna- son, þjálfari: Pétur Bjarnason, dómari: Valur Benediktsson. . Elzti keppandinn er 27 ára, en sá yngsti 15 ára en meðalaldur keppenda er um 19 ár. Af skránni má sjá, að aðeins tvær hafa leikið 8 landsieiki eða alla, og ef ekkert kemur fyrir, má gera ráð fyrir, að þær komist í 10 leiki í þessari ferð, en þessar stúlkur eru Rut Guð- mundsdóttir og Sigríður Lúthers- dóttir. Af þeim 15, sem valdar hafa verið til fararinnar, eru 7, sem aldrei hafa leikið lands- leiki. Fyrirliði landsliðsins. Kat- rín Gústafsdóttir úr Þrótti, var einnig á blaðamannafundinum, en hún hefur leikið með Þrótti undanfarin 6—7 ár og leikur nú miðframvörð, og er liði sínu stoð og' stytta. Þegar hún var spurð um. hvort hún héldi, að liðið væri sterkara nú en í fyrra, sagði hún að hún teldi það betra. Stúlkurnar væru í betri þjálfun, því nú byggju þær að undirbúningsþjálfuninni, sem þær fengu í fyrsta sinn þá, og lítið hlé varð þar til farið var að vinna að undirbúningi undir þetta mót, sem við erum nú að fara til. Hún sagði að meðalald- urinn væri að vísu lægri en þá, en það væri sama liðið í heild virtist sér sterkara. Er þessum ágæta flokki sem kunnugt er talinn bera merki á- hugamanna hér á landi, árnað allra heilla í þessari þriðju för sinni til keppni í Norðurlanda- meistaramóti kvenna. Kínverskir íþróttamenn á keppnisferðalagi í Evrópu Á síðustu árum hefur íþrótt- um fleygt fram í Kína svo undrum sætir, en fram að þessu hafa íþróttasambönd þeirra ekki fengið inngöngu i alþjóðleg íþróttasambönd. Nú er þetta að lagast og eru þeir nú sem óðast að koma meir með í alþjóðlega samvinnu á sviði íþrótta. Fyx-ir nokkru lagði 20 manna íþróttaflokkur af stað frá Kína til þess að taka þátt í íþrótta- mótum í Evrópu og afla sér þannig keppnisreynslu, en um þessar mundir eru mörg mót víðsvegar í álfunni. A flokkur þessi að keppa í Rússlandi, Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og víðar. í hópi þessum eru íþróttamenn, seni hafa þegar náð góðum árangri á alþjóðamælikvarða. Má þar nefna stangai’stökkvarana Tsai Yi-Shu, sem hefur stokkið 4.50. Spretthlaupara, sem hefur hlaupið 100 m á 10,5. Grinda- hlauparann Chou Lion-Li, sem hefur hlaupið 110 m grind á 14.3. Af stúlkunum má nefna Chiang Yu-Min, sem hefur hlaupið 100 á 11.6 og 200 m á 24.4. Er hún kölluð fljótasta kona Asíu“. Li Cheng hefur líka hlaupið 80 m grindahlaup á 10, Þá má geta Feng-Jung, sein. um skeið átti heimsmet kvenna í hástökki. Hollenzku stúlkurnar bæta heiinsmet í sundi Um síðustu helgi fór fram þriggja landa keppni í sundi, milli Hollands, Austur-Þýzka- lands og Bretlands. Á móti þessu náðist góður árangur í nokkrum greinum og voru þar sett Evrópumet og heimsmet. Hollenzka stúlkan, Marianne Heebskerk, setti heimsmet á 200 m flugsundi kvenna og var tíminn 2.34,4, gamla metið átti Bandaríska stúlkan ÍBecky Collins og var það 2,37,0, sett árið 1957. Önnur hollenzk stúlka setti nýtt Evrópumet á 200 m baksundi, og var árang- ur hennar 2,36,2. Heitir hún Catharina Dobber og átti hún sjálf eldra metið, sem var 2,37,5. Þá setti Hollendingur- inn Lambourg Evrópumet á 200 m skriðsundi á tímanum 2,21,5. Eldra metið átti einnig Hol- lendingur Corrie Schillel og var það 2,22,1. Eitt heimsmet enn sá dags- ins ljós í móti þessu og var það stúlkan Aia van Velsen. frá Hollandi sem synti 100 m baksund á 1,11,0 og bætti þar- með heimsmet bandarísku stúlkunnar Carin Cones, en: en það var 1,11,4. Hollenzku stúlkurnar settu ennfremur Evrópumet á 4x100 m skriðsundi, þar sem tíminn. varð 4,18,2; var það 4,7 sek betra en það gamla, sem Sví- ar áttu. Víða góður árangur í sundi. Eins og venjulega, rétt fyrir Olympíuleiki, berast fréttir víða að um góðan árangur í sundi (sem og raunar öðruru greinum). Framhald á 10. síðu. Helztu úrslit á 17 .júní mótinu 17. júní mótið fór fram á Melavellinum dagana 16. og 17. júní. Helztu úrsht voru sem hér segir: Valbjörn Þoi'láksson stökk 4,30 m í stangarstökki, Jón Pét- ursson stökk 1,92 m í hástökki, Húseby sigraði í kúluvarpi, kastað'i 15,07. Hilmar Þorbjörns- son sigraði í 110 m hlaeupi á 11,0 sek (hljóp á 10,8 í undan- úrslitum). Pétur Rögnvaldssou sigi'aði í 110 m grindahl. á 15.9» sek. Vilhjálmur Einarsson stökk 7,34 í langstökki. Hörður H&r- aldsson hljóp 400 m gr.hl. á: 58.0. Valbjörn hljóp 200 m hl- á 22,6 sek. Svavar Markússoa hljóp 800 m á 1,54,3 mín. ;

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.