Þjóðviljinn - 19.06.1960, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.06.1960, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. júní 1960 Samtíningur um Suðurnes Baráttan gegn herstöðvum í Japan Framhald af 7. síðu. sjálfra, sem leiddi til þess að. þeir fóru fiokkum um landið og drápu hverir aðra. Hér réð- ust þeir gegn erlendum óvinum og báru ávallt að lokum sigur úr býtum. ' „GulSkista" Suðurkjálkinn eða Reykja- nesskaginn eins og sumir kalla hann skagar eins og tröilauk- inn öldubrjótur út á einhver beztu mið veraldar. Hann er þakinn eldhraunum, flestum runn|um nokkru fyrir land- námsöld, hrjóstrugur og grett- ur, en þó einhver mesta land- kostasveit á íslandi. Um Suð- urkjálkann liðast engar ár, og þar er jarðvegur svo grunnur, að engjalönd eru nær engin og túnrækt hefur verið mikl- um erfiðleikum bundin til þ^ssa; þér þarf jafnvel að flytja mold að til þess að hægt sé að hylja kistur í kirkjugörðum. Engu að síður oru kjarngóð beitilönd á Suð- urkjálkanum og bújarðir góð- ar. Þar hefur búpeningur geng- ið sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, þangað til Herdísarvíkur- Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar. En skorti hér túnstæði og akur- lönd, þá hafa löngum verið hér gullkistur í hafinu við íúnfót- inn. Eitt frægasta kennileiti á leiðinni suður á nes er Voga- stapi, sem nefnist Kvíguvága- lojörg í Landnámu, en Gull- kista í sóknarlýsingu frá 19. öld „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum • á nóttum“. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu J> Gullbringu- og Kjósarsýslu: ,,Nú á tímum eru beztu íiski- snið í Gullbringusýslu á vetr- arvertíð á svæðinu frá Kefla- vík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunna- staða. En bezt eru þau talin undir stapa, þar sem þorskur- inn gýtur jafnvel á þriggja iaðma dýpi; tekur hann þar bezt beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa íiski- veiðar tekið miklum framför- um síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin í notkun“. Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd stapanum, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt; einhverra þeirra sagna verður síðar getið. Undir Vogastapa eru Njarð- víkur, einn af þeim fáu stöðum á landi hér, sem kenndur er við auðsæla siglingaguðinn Njörð. Sennilega hefur þeim, sem nafnið gaf, þótt guð auð- sældarinnar eiga hér nokkurn samastað. En tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Botn- vörþungar eyðilögðu rniðin á flóanum og menn tóku til við vigvallargerð á Miðnesheiði og mál er að linni. Stapadraug- ur og steinar Löngum hefur verið talið reimt mjög á Vogastapa, en afturgöngur þar eru taldar drauga kurteisastar, taka jafn- vel ofan höfuðin fyrir tækni nútímans. Á fyrri helmingi 19. aldar bjó Jón Daníelsson hinn ríki á Stóru-Vogum. Þá voru þai< miklir rejimleikar. Þeir voru þannig til komnir, að bóndinn, sem bjó á Vogum á undan Jóni, úthýsti manni, köldum og svöngum í mis- jöfnu veðri, en sá var á leið út í Njarðvíkur. Þessi maður varð úti á Vogastapa nærri Grímshól. Líkið var borið heim að Vogum, og varð bónda svo bilt, er hann leit það, að hann hneig niður. Sumir segja, að hann hafi rankað við aftur, en aldrei orðið jafngóður og andazt skömmu síðar, en aðrir, að hann hafi orðið brákvaddur. Sá er úti var gekk aftur og gerði mönnum skráveifur, en að lokum flæmdi Jón Daníels- son draugsa að búð einni í Vogum, sem hét Tuðra. „Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis, það- an sem hann væri kominn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum.“ Eftir það hurfu reimleikarnir, og telja menn draugsa hafa hlýtt fyrirmælun- um. Voga-Jón var talinn fram- sýnn og margfróður. Eitt sinn á gamalsaldri kom til hans maður, sem jafnan var óhepp- inn með afla, og bað hann kenna sér ráð gegn óheppn- inni. Jón sagði honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa, en hún er niður undan Grímshól, og koma með það fullt af malar- steinum, og færa sér. Sá ó- heppni gerði svo. Jón leitaði í austurtroginu, brá steinun- um í munn sér og þefaði af þeim. Loks fann hann einn stein, sem honum líkaði, og fékk manninum, og sagði, að hann skyldi jafnan hafa hann með sér er hann réri til fiskj- ar. Eftir þetta brá svo við, í % hvert skipti, sem maðurinn reri, að hann dró stanslausan fisk með háseta sínum, en hann var jafnan við annan mann. Þegar svo hafði gengið um hrið, sagði karl hásetanum, hvað Jón Daníelsson hefði gef- ið sér og sýndi honum stein- inn. Eftir það brá svo við, að hann fékk aldrei bein úr sjó, og kenndi hann það mælgi sinni. Framhald af 1. síðu. Kishi kvaddi þá saman skyndifund ráðuneytis síns í forsætisráðherrabústaðnum en mannfjöldinn streymdi þá þangað og krafðist þess að stjórnin segði af sér og að her- stöðvasamningurinn yrði ónýtt- ur. Meðal kröfugöngumanna var fjöldi starfsmanna úr ráðu- neytisskrifstofum stjórnarinn- ar. Tugþúsundir manna voru stöðugt fyrir utan bandaríska sendiráðið í Tokio og hrópuðu ókvæðisorð um Bandaríkin og hernaðarstefnu þeirra. Skotið á mannfjöldann Sturdu áður en samnmgur- inn átti að taka gildi höfðu nær hálf milljón manna safn- ast saman fyrir utan þinghús- ið, en þar hafði lögreglan gert öflug vígi og raðað sér með vélbyssur umhverfis húsið og varði það. Hundruð þúsunda söfnuðust einnig saman fyrir framan að- allögreglustöðina. Þar hóf lög- reglan skothríð á mannfjöld- ann. Ekki var kunnugt um manntjón, þegar blaðið fór í prentun, en margir höfðu særst í þessari skotárás. Samningurinn fullgiltur Stjórn Kishis ákvað að láta samninginn öðlast fullgildingu án þess að efrideild þingsins samþykkti hann, og tilkynnti að stjórnlög landsins heimil- uðu slíkt. Brezka útvarpið hafði það eftir fréttaritara sínum í Tokio í gær, að talið væri vist að Kishi myndi segja af sér eftir að samningurinn heifði verið fullgiltur. Yrði þá efnt til þing- kosninga. Keflavíkurgangaii Framhald af 1. síðu bænum til að taka á móti göng- unni geta slegizt í hópinn á leið hennar í gegnum bæinn síðasta spölinn. Gangan fer af Reykjanesbraut yfir á Löngu- hlíð, beygir vestur Miklubraut, norður Rauðarárstíg, niður Laugaveg og Bankastræti og nemur staðar í Lækjargötu við Miðbæjarskólann. Þar verða göngumenn og þeir sem komn- ir eru að taka á móti göng- unni ávarpaðir. Ræðumenn verða þeir Jóhannes úr Kötlum Jónas Árnason, Gils Guðmunds- son, Þorvarður Örnólfsson og Magnús Kjartansson. íþróttir F’-qmhald af 9 sífiu maðurinn Christop mjög á ó vart á sundmóti í Berlín um daginn, synti 100 m baksund á '1,03,2 og daginn eftir synti hann vegalengdina á 1,03,6, Austur-Þjóðverjinn Wagner varð annar á 1,04,3. Á sama móti setti þýzka sundkonan Göbel nýtt met á 200 m bringusundi á 2,51,4. Talsmaður sósíaldemókrata- lýsti yfir því í gær að flokk- ur sinn myndi aldrei viður- kenna herstöðvarsamninginn. Yrði öflugri baráttu haldið á- fram til að hindra að liann yrði framkvæmdur. Reiði í USA. Mikil reiði virðist hafa grip- ið bandaríska ráðamenn vegna þess að Eisenhower var gerður afturreka úr Japansförinni. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ræddi í fyrradag fjárhagsað- stoð við vinveitt ríki. Urðu mikil hróp og köll í þingsölum, þegar rætt var um aðstoð við Japan Kröfðust margir þing- menn að Japönum yrði ekki veittur eyrir í aðstoð. Ymis verzlunarfyrirtæki í I Bandaríkjunum hafa tilkynnt, að þau muni hætta að kaupa vörur frá Japan, vegna þess , að Japansstjórn gerði Eisen- hower afturreka. Niðurlæging Eiseuhowers. Eisenhower kom í gær til Tapei, höfuðborgar Formósu. •Hann hélt ræðu á flugvellinum, og sagði að (Bandaríkin myndu aldrei fallast á að „hernaðar- og ógnarstjórnin 5 Peking“ yrði fulltrúi allrar kínversku þjóðarinnar. Bandaríkjastjórn myndi áfram styðja Sjan Kai- sék og aðild Formósustjórnar- innar að Sameinuðu þjóðunum. Blöð um allan heim ræða at- burðina í Japan og flest stór- blaðanna tel ja að eftir að fund- ur æðstu manna fór út um þúf- ur, þá hafi Eisenhower beðið annan diplómatískan stórósig- ur sinn þegar hann varð að hætta við heimsóknina til Jap- ans. Daily Mirror, sem styður sósíaldemókrata í Bretlandi, segir í gær, að allir hljóti að vorkenna Eisenhower. Banda- ríkjastjórn verði nú að horf- ast í augu við þá staðreynd, að steifna hnnar í Asíu hafi beðið skipbrot. Ihaldsblaðið Daily Telegraph segir að það séu hryggileg endalok á embættisferli for- setans að leiðtogafundurinn skyldi mistakast og að heim- sókn hans til Japans skyldi fara út um þúfur. Die Welt í Hamborg (óháð) segir að enginn bandarískur forseti hafi orðið að þola aðra eins niðurlægingu og Eisenhow- er á fundi æðstu manna og í Asíuför sinni. íhaldsblaðið Daily Express og frjálslynda blaðið News Chronicle í Bretlandi segja bæði í gær, að það sé fárán- legt af 'Bandarikjastjórn að þrjóskast við að viðurkenna Pekingstjórnina. Brotizt inn í Golfskálann í fyrrinótt var framið innbrot í Golfskálann og stolið þar 950 krónum í peningum, Kodak- myndavél og nokkru af sígarett- um. Stýrisbilun olli slysi Tvennt meiddist þegar bíll fór út af veginum við Lágafell í gær. Kona sem í bílnum var skarst á læri og fékk heilahrist- ing og karlmaður fékk einnig heilahristing. Stýrisútbúnaður mun hafa bilað. Konan heitir Sigríður Þorgeirsdóttir og karl- maðurinn Sigurður Þorgrímsson. Krústjoff er I Rumeniu Krústjoíf, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kom til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, í gær- morgun. Þar mun hann sitja flokksþing Verkamannaflokks Rúmeníu, sem hefst á morgun. Krústjoff dvaldist um tíma í orlofi í Rúmeníu s.l. haust, en hefur ekki komið í opinbera heimsókn til landsins síðan 1956. Leiðrétting Villur komust í frásögn blaðs- ins á íimmtud. af slysinu á ísaf. Faðir litla drengsins sem drukkn- aði heitir Jón Þórðarson og er múrari. Takið eftir-Takið eftir Ntí ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ EIGNAST HÚSGÖGN MEÐ LÉTTU MÓTI Til 15. júli n.k. seljum við öll okkar húsgögn með jöfnum afborgunum, þannig, að allt andvirði hús- gagnanna greiðist með jöfaum afborgunum mánaðarlega. Fyrirliggjandi: Sófasett, þar á meðal létt sett, svefnstólar, eins og tveggja manna, stakir stólar, •kommóður, sófaborð, símaborð, reykborð. ALLT Á GAMLA VERBINU BÓÍ STURCERÐIN H.F. Skipliolti 19 (Nóatúnsmegin) — Sími 10388.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.