Þjóðviljinn - 25.06.1960, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1960, Síða 9
31 — ÖSKASTUNDIN Laugardagur 25. júní 21. tölufclað. Bréf frá London Lítil, borgfirzk stúlka skrifar okkur eftirfarandi bréf frá London: Kæra Óskastund! Ég á heima £ Borgar- lirði, en ég er í London núna. Ég hef verið í London í allan vetur. Ég geng í skóla, sem enska kirkjan hefur. Nú er ég farin að tala önsku. Ég varð 8 ára 22. maí. Viltu birta þessa mynd fyrir mig? Vertu sæl og blessuð. Guðlaug Guðmundsdótt- ir, Bifröst, Borgarfirði Við þökkum Guðlaugu kærlega fyrir bréfið. Hún er ' sannarlega dugleg stúlka að geta talað ensku. Það eru ekki mörg börn, sem dvelja í höfuð- borgum úti í heimi, þess vegna langar okkur til þess að biðja Guðlaugu litlu, að skrifa okkur aft- ur og segja frá skólanum svolítið meira. Kannski hefur hún fengið að fara í dýragarðinn, en í Lond- on er einhver bezti dýra- garður í allri veröldinni, gaman þætti okkur ef hún segði okkur frá dýr- unum. Eftir myndinni að dæma hefur hún líklega séð alvöru pardusdýr og ef til vill ljón og apa. SKRÍTLUR Hún hafði ekki lesið bókina Við sendum út sextán verðlaun fyrir skrift í vor eins og undanfa.rin ár, en ekki vitum við hvort all- ír verða eins ánægðir með verðlaunin sín og Sigríð- ■ur Þórdís. Við þökkum 'henni kærlega fyrir bréf- ið og gaman er að fá svo fallega skrifað toréf. Kæra Óskastund! Ég þakka þér kærlega fyrir bókina, sem þú sendir mér, ég hafði aldrei lesið hana áður. Mér finnst hún mjög Skemmtileg. Mér finnst líka gaman að þér kæra Óskastund. Albert bróðir Auður: Blómsturpottur- inn datt út um gluggann. Farðu út og gættu að hann detti ekki ofan á neinn. Maður: Flýttu þér út úr minn klippir þig alltaf úr og geymir þig í kassa, hann á þig alla fr.á byrj- un.. Vertu blessuð og sæl. Sigríður Þórdís Einars- dóttir, Hólaveg 15, Siglufirði. Við viljum geta þess að þetta bréf er 211. bréfið, sem við fáum frá áramót- um. húsinu kona, það brenn- ur óðum og fellur bráðum algerlega. Konan: Ég er að lag- færa í stofunum svo allt sé í röð og reglu þegar slökkviliðið kemur. Hrafnhildur Helgadóttir, Háagerði 29, Rvk. — 9 ára, sendi skrítlurnar. Gullkorn úr Orðskviðunum Vizku og aga fyrirlíta afglapar einir. Varir hins réttláta fæða marga, en afglap- arnir deyja úr vitleysu. KEFLAVIKURGANGAN 19. júní 1960. Það eru 20 ár síðan J ísland var hernumið. í 20 ár hafa erlendir her- menn dvalið í landi okk- ar og haft áhrif á þjóð- lífið. Fjöldi ungra manna hefur eytt dýrmætum starfskröftum í einskis nýt störf hjá útlendum stríðsmönnum, á sama tíma hefur þurft að kaupa útlenda sjómenn til að vinna á skipun- um okkar og útlenda verkamenn til að vinna landbúnaðarstörf. Dvöl erlendu stríðsmannanna ] lrefur grúft eins og | dimmur skuggi yfir þjóð- inni og dregið kjark úr henni, nú eru jafnvel til góðir menn sem eru næstum hættir að trúa því að við getum búið ein í landinu okkar og iifað menningarlífi, svo eru til aðrir menn, sem eru orðnir svo vanir her- mönnunum að þeir muna ekki eftir þeim. Til að vekja alla þessa menn til umhugsunar um hve það er hættulegt að hafa her- menn í landinu, tóku fá- einir bjartsýnir Reykvík- ingar sig til og stofnuðu til göngu frá Keflavíkur- flugvelli (þar halda her- mennirnir aðallega til) til Reykj avikur. Um 200 manns gekk alla leiðina þrátt fyrir þreytu og rigningu. í fylkingarbrjósti var fán- inn borinn og stöðugt fjölgaði þeim sem skip- uðu sér undir hann. Þeg- ar gangan kom til Reykjavíkur skiptu þeir þúsundum og mannfjöld- Framhald á 2. síðu. M i§5 Ritstjóri: Frímann Helgason sis - veoíir ranour s Á miðvikudagskvöld fórfram fyrri hluti frjálsíþróttamóts KR á Laugardalsleikvanginum E Reykjavík. Veður til keppni Var slæmt, hvasst af suðri og rigningarsuddi í lofti. Bi|oens sigraði Svavar iirugglega. 800 m hlaupið var sú grein- in, sem eflaust hefur fengið þá 1000 áhorfendur, sem við- Btadiir voru til að mæta, en í þeirri grein var meðal kepp- enda enginn annar en Roger Moens, heimsmethafi frá Belg- Ju, svo og íslandsmethafinn Svavar Markússon og Akureyr- ingurinn Guðmundur Þorsteins- eon, sem kom skemmtilega á óvart á dögunum með því að sigra í 800 m. Það var Guðmundur, sem tók forj’stuna í hlaupinu og hélt henni fyrri hringinn, eða þar til þeir Moehs og Svavar fóru fram úr. Millitími þremenning- anna á 400 metrum var ca. 55 sek. Svavar hélt lengi vel í Moens en á síðustu metrunum tókst Moens að rífa sig fram úr og var 10 metrum á undan x mark. — Tími Moens 1:51,3, Svavar 1:53,0, Guðmundur 1:56,4. Miðað við aðstæður er hlaup þetta mjög gott. Tveir yfir 14 metrum í þríofökki. Þrístökkið var sú greinin sem hvað mesta athygli vakti. Tveir stökkvarar af þrem fóru yfir 14 metrana, báðir korn- ungir menn. Fyrstur var Ing- var Þorvaldsson KR, 14,23 m, Annar varð Sigurður Sigurðs- son IJSAH, 14,01 m. Þriðji varð Ólafur Unnsteinsson UMFÖ, 13,53 metra. Árangur þessi er mjög at- hyglisverður, enda þótt nokkur vindur hafi blásið með stökkv- urunum. I 400 m grind sigraði Guð- jón Guðmundsson örugglega á 56.4 sek. sem er gott afrek á svo þungri braut, sem hann fékk nú. - Keppnin um 2. og 3. sætið var hörð, en Sigurður Björns- son sigraði Inga Þorsteinsson í þeirri keppni, tímarnir 57,2 og 57,8 sek. JB-riðili 800 metranna skemmtilegur. Ein skemmtilegasta keppnin þetta kvöld var keppnin í B- riðli 800 metra hlaupsins, en þrír fyrstu menn voru mjög jafnir og tveir fyrstu mennirn- ir voru svo jafnir að ekki var greint frá áhorfendastæðunum hvor var á undan. Fyrstur varð Guðmundur Hallgrímsson IBK Laugardagur 25. júní á 2:04,5 mín, Agnar Leví KR náði sama tíma, Helgi Hólm fékk tímann 2:05,1 mín. Fyrsta keppnin í sleggju í Laugardal. Að þessu sinni fór fram fyrsta keppni í sleggjukasti, sem fram hefur farið á Laug- ardalsvellinum. Þórður Sigurðs- son sigraði með 50.93 m kasti, en Friðrik varð annar með 46.26 m. Hinir allir voru lé- legir. Hástökkið var ekki eins gott og búast mátti við, Jón Pétursson stökk 1,85 m en Jón Ólafsson 1,80 metra. Valbjöi’n vann 200 metrana á 23,3 og Grétar Þorsteinsson varð annar á 23,6 sek. Lélegur tími, enda sóttu þeir á móti vindi mestan hluta Leiðarinnar. 1 4x100 metra boðhlaupi átt- ust við sveitir KR og Ármanns. Ármannssveitin sigraði á 44,4 sek, KR á 44,8 sek. Frammi- staða Harðar Haraldssonar, sem tók annan sprett fyrir Ár- mann var mjög góð, og má þakka Herði mikið sigurinn í hlaupinu. Kringlukas*íið misheppnað. Kringlukastskeppnin setti ljótan blett á annars nokkuð góða framkvæmd fyrri dags KR-mótsins. Keppni í kringlu- kasti hófst um klukkan 9.30, er keppni var lokið í öllum öðrum greinum. Keppnin stóð til um klukkan 10.15. Sigui'veg- ari varð Þorsteinn Löve, en hann kastaði aðeins þrisvar, (tognaði í þriðja kastinu). Sig- urkastið mældist 47,71 m. Friðrik Guðmundsson varð-ann- ar með 46,26 metra, aðrir mun lakari. — bip — 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Joe Louis býSst nú til að þjálfa Ingemar Það hefur vakið athygli að Joe Louis sem vafalaust átti mikinxi þábl í sigri Floyds Pátt- erson yfir Ingemar Johansson dögunum hefði nú boðizt að þjálfa Ingemar fyrir næsta einvígið, svo að hann gæti orð- ið annar maðurinn í sögu hnefaleikanna sem ynni aftur heimsmeiJlai-atitilinn í þunga- vigt. Louis gerði Ingemar boð dag- inn eftir einvígið á mánudag- inn. Hann bauðst til að þjálfa hann ókeypis ef hann tapaði næsta einvígi, en vildi fá ,50.000 dollara (um 2 miUjónir króna) fyrir ef hann ynni. Ingemar er sagður hafa hafn- að þessu góða boði. Annars er þegar orðið ljóst að þeir Floyd munu ekki aftur hittast í hringnum á þessu ári, og ei ástæðan sú að hvorugur þeirra vill að tekjurnar af þeim leik bætist við þær miklu fúlgur sem þeir hafa þegar fengið er skattheimtumenn taka til að reikna út hvað þeim ber að greiða í skatt fyrir þetta ár. Láíið ljósmynda baimð hjá okkur. Laugavegi 2. Sími 11-980.. Heimasími 34-890.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.