Þjóðviljinn - 05.07.1960, Blaðsíða 3
Þriðjndagur 5. júií 1960
ÞJÓÐVILJINN — (3
Hernómshátíð haldin á Keila-
víkurilugvelli sl. sunnudag
HernámshátíÖ var haldin á Keflavíkurflugvelli s.l.
sunnudag. Voru þar sýnd allskyns vopn og morðtól og
herúttoúnaður, en í hersýningu tóku þátt á annaö þús-
und hernámsliðar, liðsmenn úr sjóher og flugher Banda-
ríkjanna.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá
[ síðustu viku, boðaði hernáms-
stjórinn sjálfur, Benjamin G.
Willis, til stríðsháííðar þessar-
ar og var tilefnið að hans sögn
það, að þjóðhátíðardag Banda-
ríkjanna bar að þessu sinni upp
á mánudag. (4. júlí). Þessvegna
hefð: verið ákveðið að halda upp
á daginn ,,á frídegi svo að hinir
íslenzku gestgjafar okkar fái
tækiíæri til að kynnast af eigin
boð Bandaríkjamanna og nær
eingöngu íóik Sem hafði eigin
bil'reiðir til umráða. Bar taisv.ert
á Várnum og unglingum í þess-
um hópi. Mikill fjöldi banda-
rískra borgara, sem við störf eru
á Keflavíkurflugvelli, sótti her-
sýninguna, auk hernámsliða.
Willis hernámsstjóri var með-
al þeirra sem fylgdust með há-
tíðinni. Einnig bandarísku sendi-
herriahjónin.
raun her Bandarikjanna, liðsafla
hans og hlutverki á íslandi“,
eins og komizt var að orði í
íréttatilkynningu hernámsliðsins.
Tilgangurinn með hernámsliátíð-
inni var hinsvegar augljóslega sá
að afla hernámsliðinu vinsælda
hér á landi, reyna að vega eitt-
hvað upp á móti þeirri sókn sem
hernámsandstæðingar hafa nú
Tnffið fyrir brottför hersins og
friðlýsingu íslands.
Börnum og unglingum
sýnd morðtólin
Allmargt íslendinga þáði heim-
á grúfu í forarsvaðið — sem
i'rægt er orðið.
Altari í flugskýlinu
í flugskýlinu var sem fyrr seg-
ir sýndur hverskonar herútbún-
aður: flugvéiar af ýmsum gerð-
um og stærðum. vopn ýmiskon-
ar, flutningatæki. fatnað’.ir her-
manna, björgunartæki o.s.frv.
Þarna voru meira að segja sýnd
íullbúin altari eins og þau t ðk-
ast við hermannamessur á flug-
vellinum hjá kabólskum og mót-
mælendum, svo og helgigripir
gyðinga.
Bandarískir skátar seldu veit-
ingar í skýlinu óg gátu viðstadd-
ir greitt fyrir þær annað hvort
með bandariskum dollurum eða
íslenzkum krónum. Viðreisnar-
verð virtist vera á veitingunum:
pylsan kostaði 8 krónur stykkið.
kökuparturinn 10 krónur, svo
dæmi séu nefnd.
George liðþjálfi lét að
sér kveða
Utan við flugskýlið mikla var
um miðjan dag haldin hersýning.
Gengu þar liðssveitir úr flugher
og flota fyrir Benjamín hernáms-
stjóra og fleiri yfirmenn her-
námsliðsins. Meðan á þeirri her-
sýningu stóð vakti einna mesta
athygli George liðþjálfi, sá frægi
hundur sem bandaríski landher-
inn skildi eftir þegar hann fór
héðan og hækkaður var í lið-
þjálíatign þegar hann gekk í
flugherinn. Þaut George milli
liðssveitanna. gelti mikið og gaf
fyrirskipanir.
Að hergöngunni lokinni flugu
orustuþotur yfir vallarsvæðið og
sýndu kúnstir. Einnig mun hafa
verið sjmt flug' þyrilvængju.
birgðum varpað úr flugvél í fali-
hlíf o.s.frv. en ekki sá frétta-
maður Þjóðviljans neitt af þessu
og mun því ekki lýst nánar.
Kappakstur átti að fara fram á
svonefndum Patterson-ílugvelli.
Telpurnar hafa tyllt sér á framhluta hernámsbifreiðar með-
un ]iær drekka límonaði úr dósum, sem bandarískir skátar
höfðu til ‘ölu í aðalsýningarskálanum. Ljóstn. Þjóðv.)
Bandarískur píanóleikari
heldur hér tvenna tónleika
Á morgun og fimmtudag heldur ungur bandarískur pí-
anóleikari, Richard Cass, tónleika í Austurbæjarbíói fyrir
styrktarfélaga Tónlistarfélagsins.
Böria. lítil og stór, í fylgd foreldra sin.Ua horfa á göngu-
sýningu hernámliðsins. (Ljósm. Þjóðv).
Á bannsvæði innan
girðingar
Hernámshátíðin hófst kl. 11 ár-
degis með bví að opnuð var sýn-
ing hverskonar herútbúnaðar í
einu stærsta flugskýlinu á Keíla-
/ikurflugvelli, skýli flughersins.
Þess má geta að skýli þetta er
inni á svæði bví sem öllum öðr-
um en hermönnum er að öðru
jöfnu bannað að fara um
skammt frá því skeði sá atbu.rð-
ur i fyrra að vopnaðir herverðir
skipuðu starfsmönnum íslenzku
flugmálastjórnarinnar að leggjast
Richard Cass leikur á tón-
leikum þessum tokkötu í D-dúr
eftir Bach, sónötu í Es-dúr op.
81 eftir Beethoven, Poionaise
Fantasie í As-dúr eftir Chopin,
sónötu eftir Lou White, banda-
riskan höfund, Sonetto del pet-
rarca og konsertetýðu eftir
Liszt og að lokum verk eftir
Stravinsky.
Þó að Richard Cass sé enn
ungur að árum hefur hann þeg-
ar getið sér orðstír sem fram-
úrskarandi listamaður í lieima-
landi sínu og víðar. Hann falaut
fyrir sjö árum styrk til fram-
haldsnáms í París, þar sem
hann naut handleiðslu víð-
frægra tónlistarmanna og
kennara, m.a. Alfred Cortot,
Nadia Boulanger og Jules
Gentil. Á árunum 1955—’56
hélt hann í fyrstu tónleikaferð
sína um Bandaríkin og siðan
hefur hann haldið þar fjöl-
marga tónleika og hlotið mjög
góða dóma. Cass lék t.d. í
Carnegie-hall i New York á sl.
vori og voru á efnisskrá hans
þá sömu verkin og hann leikur
í Austurbæjarbíói á morgun og
fimmtudag. Utan Bandaríkj-
anna hefur Richard Cass m.a.
'eikið í Frakklandi, ítalíu og
Kanada.
Æðisgengin ökuferð
Á sunnudagsnóttina varð bif-
reiðarstjóri á Hreyfli sjónarvott-
ur að bví, að ölvaður maður kom
akandi á ofsahraða vestan Hverf-
isgötu, gizkar bifreiðarstjórinn á
að bifreiðin hafi verið á 120 til
130 km hraða. Á gatnamótum
Hverfisgötu og Laugavegs missti
ökumaðúrinn vald á bifreiðinni
og lenti hún á grindverki fyrir
framan númer 142 við Lauga-
1 veginn með miklum gauragangi.
’ Þaðan kastaðist hún yfir götuna
og lenti á grindverkinu framan
við 147 og síðan fór hún enn
yfir götuna og skall þá á ljósa-
staur framan við timburverzlun
Árna Jónssonar, var höggið svo
mikið, að ljósastaurinn, sem er
úr járni, skekktist. Bifreiðin var
þó enn ökufær eftir alla þessa
árekstra og ók ökumaðurinn nið-
ur á Sætún gegnt Borgartúni,
þár forðaði hann sér ur bifreið-
inni ásamt tveim félögum s.'n- Um 500 km. suður af Vest-
um. en annar þeirra var eigandi mannaeyjum er lægð á hreyf-
bifreiðarinnar. ingu austur. Veðurhorfur:
Framh. á 7. síðu Austan kaldi. Skúrir.