Þjóðviljinn - 05.07.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.07.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudag-ur 5. júlí 1960 PIOÐVILJINN '&tuefandl: SamelnlnKarflokkur alþýBu — Sóslallstaflokkurlnji. — RltstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Slg- urSur Ouðmundsson. — Préttaritst'órar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnaso:-.. - Auglýslngastjórl: Ouðgeir Magnússon. - Rltstiórn, afgrelBsla auglýslngar, prentsmiBJa: Skólavörðustlg 19. - Biml 17-600 (6 llnur). - ÁskriftarverS kr. 45 á roán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmlSJa ÞJóSvilians. Námskcið ríkisstjórnarinnar M |l*orgunblaðið virðist haía sama sið og stjórnarvöld- ■*•*•*■ in í Vestur-Þýzkalandi að því er Jóni Leifs segist frá, að gleyma því sem óþægilegt er. Nýjasta dæmið um slíka gleymsku er sunnudagsblaðið, þar sem því jjíí er haldið fram að Þjóðviljinn látti sig engu skipta að grj lágt iaunaðir verkamenn fái kjarabætur. Svo oft og sdi rækilega heíur Þjóðviljinn lýst kjaraskerðingu núver- SS fc. 11 andi r.'kisstjórnar og nauðsyn verkamanna og annarra íjt: láglaunamanna að hrinda þeirri árás af höndum sér, aff það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá Morgun- blaðinu. Sjálfstæðisflokkur.inn mun nú begar hafa orð- =fr. ið þess áskynja, að ekki er auðvelt að halda áfram að 22 látast vera verkalýðsflokkur. en reka stjórnarsteínu sem miðast við hagsmuni auðburgeisa iandsins og vilja erlendra yfirboðara herflokkanna íslenzku. Það er ekki -pí auðvelt að segja fólkinu á verkamannaheimilunum eða {ni á heimilum lágt launaðra starfsmanna að það sé af einskærri umhyggju fyrir kjörum láglaunamanna að tjö misnota knappan meirihluta á Alþingi til þess að gera atr hvort tveggja í senn, steypa yfir landið sannkallaðri óðaverðbólgu og ráðast á kjarasamninga allra verka- lýðsíélaga í landinu og afnema með lögum, eða réttara £.».• sagt ólögum, það ákvæði að laun skuli breytast sam- rtif kvæmt vísitölu. mt ua ítt; rítí Kii as s 2Hí Iftu S« í líka sannfæ.randi er sá áróður Morgunblaðsins og -**■ Alþýðublaðsins að vegna þess að kaupmáttur tíma- kaups verkamanna hafi ekki vaxið hafi barátta verka- lýðsfélaganna frá stríðslokum nánast verið unnin fyrir gíg. Það má raunar teljast furðu ósvífið af Sjálfstæð- isflokknum og Alþýðuflokknum að hælast um, að tekizt hafi að halda niðri kaupmætti tímakaupsins þessi ár. samtímis því að framleiðsla iandsmanna hefur stór- aukizt og afkastageta íslenzkra vinnandi manna einnig aukizt stórlega. Lengst af þetta tímabil hefur alþýða landsins átt við að stríða meirihluta Alþingis og ríkis- stjórn sem talið hefur það verkefni sitt að teíja sókn verkalýðs landsins til bættra kjara, enda þótt engin rík- isstjórn hafi um langt skeið gengið jafnlangt í því að ráðast á lífskjör íólksins og núverandi eymdarstjórn. En þegar hugleitt er, að verkalýðsfélögin hafa hvað eftir annað á þessum árum orðið að leggja í harðvítug verkföll, hreinlega í varnarskyni, vegna árása Alþingis og ríkisvalds á lífskjörin. verður Ijóst hve mikið gildi barátta verkamanna hefur haft til viðhalds kaupmætt- inum, enda þótt ekki hafi tekizt að auka hann til muna, vegna þess að verkalýðshreyfinguna vantaði pólitískt vald, vantaði nægilega ste.rk ítök á Alþingi til að geta íylgt þar eftir sigrum verkamanna í kjarabar- áttunni. Og margt hefur áunnizt fyrir baráttu verka- manna á þessum árum sem ekki heíur tekizt að ræna þá aftur, og skal hér einungis minnt á eitt stórmál verkalýðshreyfingarinnar undanfarin þrjátíu ár, at- vinnuleysistryggingarnar. Það mál mætti algeru skiln- tjj ingsleysi meirihluta Alþingis þar til verkamenn raun- verulega settu um það löggjöf og lögðu grunn að hin- um gilda sjóði atvinnuleysistrygginganna í verkfallinu mikla og margrægða, 1955. m e m .fjif m tþí ** É *n-r» -ur cíi xzr n einmitt núverandi ríkisstjórn er óðum að kenna verkamönnum og starfsmönnum bau einföldu sann- indi. að launastéttirnar verða að hafa pólilískt va!d eigi þær ekki að verfa rændar ávöxtunum af baráttu sinni fyrir varanlega bættum lífskjörum. Morgunblaðið og Alþýðublaðið skulu minnt á, að allir fulltrúarnir á ráðsteínu Alþýðusambandsins töldu óhjákvæmilegt að svara kiaraskerðinga.rherferð ríkisstjórnarinnar með kjarabaráttu. Enda sneiðir kjaraskerffingin ekki hjá þeim alþýðuheimilum. sem við síðustu kosningar stuðl- uðu að myndun núverandi ríkisstjórnar með því að fólkið þaðan kaus Sjálfstæðisflokkinn éða W- h §1 Mi £ Síi §1 iEI rm* Alþýðu- flokkinn. Og það ve.rður margt reynslunni ríkari næst ^ji þegar kosið verður til þings. — s. okkar landið sitt aftur Hvaða skyldur leggja félög á fulltrúa sína, þegar þau senda þá á þing Að þeir ræði málin ai viti og stillingu. hlusti á rök ann- arra fyrir beirra sjónarmið- um. Undanfarnar vikur hafa ver- ið háð hér mörg þing. Á þess- um þingum hafa setið konur frá margvíslegum félagasamtök- um viðsvegar að af landinu. Þar af leiðandi hafa komið fram mörg sjónarmið á málum sem lögð hafa verið fyrir þing- in. Allt hafa þetta verið mál sem þjóðina varða, og ekki ætti að vera erfitt að ■ átta sig á hvernig afgreiða skuli. Til dæmis á þingi kvenréttindasam- takanna. Hjúskaparlögin. trygg- ingalögin, áfengislögin, svo eitt- hvað sé nefnt. Þingið var nokk- urn veginn rólegt meðan hjú- skaparlöggjöfin og trygginga- löggjöfin voru ræddar. Um á- fengislöggjöíina voru þó skipt- ar skoðanir. Má það merkilegt heita, jafn hörmulegt og á- standið er í áfengismálunum hjá okkur. Það þykir kannsk.i ekki kvenréttindamál, og það horfa ábyggilega ofmargir í gegnum krónugleraugu á það ástand sem nú ríkir og tízku- drykkjan skapar. Rikið gengur á undan með því að hafa einka- sölu á víni. Svo megum við þegnarnir taka við afleiðing- unum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Alltaí er verið að bæta við fleiri útsölustöðum. áfram skal haldið, því að ennþá eru of- margir sem standa hiá og' ekki eru komnir á áfengisspenann. Svo eru sjoppurnar á öðru hverju götuhorni, handa þeim unglingum sem ekki hafa aldur til að koma í danshúsin. Hjá alltof mörgum kemur fram sú hugsun, að án áíengisgróðans geti þessi þjóð ekki lifað. Ágóð- inn verður nokkurskonar brúttótekjur. En hvað verða nettótekjurnar fyrir þjóðarbú- ið? Hvaða afhroð bíður æska þessa lands. ef haldið er áfram sem horfir í hersetnu landi? Nýlega er afstaðið Stórstúku- þing. Þar sat fjöldi fulltrúa. Áður en þingið var sett gengu fulltrúar í kirkju. Einn af kunnustu kennimönnum kirkj- unnar sté í stólinn. Hefði all- ur landslýður mátt læra af þeim orðum sem hann deildi á Bakkus. Virðingin var bvi mið- ur ekki eftir efninu. Guðsþión- ustunni fékkst ekki útvaroað. Með öðrum orðum: þjóðinni kom málefnið ekki við. Fyrir- litningin fyrir jafn göfujmm málstað er alveg takmarkaláus. Þjóðin þekkir sannarlega ékki sinn vitjunartíma. Tillaga kom fram á kvenr-S't- indaþiriginu, bess efnis að íáta herinn fara heim til sín. Nú hefði mátt ætla. að en,nn sprengja sprvngi bó þetta væri borið undir þingið. Það sann- ast á okkur. aff margur vrkir af gullinu ginntur. Úndirtektir þær sem tillaaan fékk voru svo ótrúlegar og um leið svo ó- gleymanlegar. að bær verða mælikvarði á lýðræðisþroskann á íslandi árið 1960. Hvað er meint með orðinu lýffræði? Það vnr einkennileg fram- koma vægast sagt, að halda því fram að ekki mætti ræða svo sjálfsagt umræðuefni sem tillagan var. Fiöldi landsmanna veit og skilur hve nauðsynlegt er að herinn sé látinn fara. og því fv.rr. því betra. Já. áður en allt þjóðlegt hverfur æsku þessa lands. Þið konur, sem ekki hafið enn komið auga á þessa stað- reynd: Reyniff að staldra við og athuga. hver heldur á fjör- eggi þjóðarinnar. Viliið þið verða til að brjóta það? í hveriu óspilltu móourbriósti bærist sú þrá að bjarga börn- unum okkar frá voða. Þess vegna skulum við gefa þeim landið sitt aítur. Þess vegna á herinn að fara. Barn leikur sér að skriðdrekabyssu á Keflavíkurflugvelli, en hermaður fylgist með' af velþóknun á áhrifum hernámsuppeld- isins. Myndin var tekin á iier- og vopnasýningu fyrir almenn- ing á tíu ára afmæli Atlan/.bafsbandalagsins 1 fyrra. Fékk pésfinn frá Reykiavík si© sinnum fyrr s Pönmörku esi heimcs s Reykgodesi Á þessu vori var ég nokk- urn tíma í Danmörk, þangað fékk ég íslenzk blöð tveggja daga gömul, enda er borinn þar út póstur daglega og jafnvel tvisvar á dag, jafnt i sveit sem bæjum. Mér brá því ónotalega við þegar heim kom. Átta dögum eftir að ég fór frá Danmörku, kemur loks á heimili mitt allt að hálfsmánaðar samsafn af pósti, þar á meðal mörg blcð, sem ég var búinn að fá til Danmerkur áður en ég fór þaðan. Svona þóstsamgöngur eru svo fyrir neðan allar hellur að alls ekki er hægt að þola þær, og því sjálfsagt að leita leiðar til að bæta hér um. Nú mun póststjórnin bera fyrir sig að svo dýrt sé að bæta úr þessu að það sé ekki hægt. Eins og hér hagar til, og svo mun vera víðar, er slík mótbára ekki á neinum rökum reist. Hér úr sveitinni er dag- lega flutt mjélk til Húsavík- ur, það virðist því mjög ein- ,falt mál að semja við mjólk- urbílstjórana að taka daglega póst á pósthúsinu á Húsavík og dreifa honum á bæina um leið og þeir skila brúsunum. í stað þessa einfalda fyrir- komulags er haldið uppi tveimur pósthúsum í sveitinni, (og- væntanlega kosta þau eitthvað) og þar er póstinum sankað saman og fær svo að liggja þar minnst viku. Vill nú ekki póststjórnin athuga hvort ekki er ódýrara að leggja niður þessi pósthús í Reykjadal, en láta í staðinn pósthúsið á Húsavík afgreiða póstinn í sveitina og senda daglega með mjclkurbílnum ? Líklegt er að þetta yrði til sparnaðar í póstrekstrin- um, og hitt er víst að þetta yrði stór endurbót á póstsam- göngum í sveitinni, og það er aðalatriðið. Skal það ekki dregið í efa að póststjórninni sé Ijúft að greiða sem bezt fyrir fl.jótum skilum á pósti, og taki til greina tillögur sem miða í þá átt. Öll þjón- usta póstsins er orðin svo dýr að menn hl.jóta að gera krcf- ur til svo góðrar fyrirgreiðslu sem unnt er. Nú kostar kr. 3,00 undir einfalt bréf, en t-d. í Danmörk kr. 0,30 danskar, eða um helming af því sem það kostar liér, og ekkert aukagjald tekið þó bréfið sé merkt í flugpóst, en hér er heimtað að auki kr. 1,50 ef bréfið er merkt í flugpóst, á liverju sem það byggist, því vitanlega er sent með flugvél- um meira af pósti, en sem sérstaklega er borgað auka- gjald fyrir. Glúinur Hólmgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.