Þjóðviljinn - 08.07.1960, Side 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 8. júlí 1960
Benedikt Guðmundsson
F. 16. nóvember 1907 — D. 2. júli 1960
.Benedikt Guðmundsson fædd-
ist í Reykjavík; hann var son-
ur hjónanna Guðmundar Sig-
urðssonar klæðskera, er and-
aðist árið 1956, og Svanlaug-
ar Benediktsdóttur, er andað-
jst árið 1918. Benedikt var
einn af tíu börnum þeirra
hjóna, hann átti ennfremur
eina fóstursystur, er annaðist
hann sérstaklega í æsku,
hann ólst upp í Reykjavík.
Þegar Benedikt var sextán
ára fór hann til Kaupmanna-
hafnar og hóf þar nám 'í
kjötiðnaði. Jafnframt stund-
aði hann nám við Teknolog-
isk Institut í Kaupmanna-
höfn. Að námi loknu kom
Benedikt heim um tíma, en
lagði land undir fót á ný, fór
til Berlínar að læra frekar
iðn sína. I Berlín stundaði
Benedikt jöfnum höndum
vinnu og skólanám. Að námi
loknu í Berlín ferðaðist Bene-
dikt víðs vegar um Þýzka-
land. að mestu fótgangandi.
Þann hátt á ferðalagi síriu
hafði Benedikt íyrst og
fremst til þess að kynnast
landi og þjóð, sem allra bezt,
því að fólkið, maðurinn sjálf-
ur, lífskiör hans, gleði og
sorg, lífsbarátta, sigrar og ó-
sigrar, var uppistaðan í lífi
og áhugamálum Benedikts til
dánardægurs. í Þýzkalandi
dvaldi Benedikt nokku.ð á
aunað ár, hélt síðan heim til
íslands, og tók til vinnu í
starfsgrein sinni.
Árið 1934 kvæntist Bene-
dikt Guðmundsson eftirlifandi
konu sinni, Svandísi Vil-
hjálmsdóttur, Gunnarssonar
og konu hans Önnu Magneu
Egilsdóttur.
Þau Benedikt og Svandís
eignuðust tvær dætur, þær
Zítu Kolbrúnu og Helgu
Dröfn, sem nú eru báðar upp-
komnar.
Skömmu eftir giftinguna
fluttu þau Benedikt og Svan-
dís til Akureyrar. Þar vann
Benedikt sem verkstjóri í
kjötiðnaðardeild KEA um
tveggja og hálfs árs skeið,
flutti síðan aftur til Reykja-
víkur og starfaði þar um
nokkurra ára skeið, unz hann
enn á ný fór til útlanda, að
kynna sér nýja starfsgrein.
Eftir hálfs árs dvöl í Dan-
mörku, en þar lærði Bene-
dikt og kynnti sér leir-
brennslu,, setti hann á stofn
leirbrennslu í Reykjavík ár-
ið 1947, vann hann við hana
til ársins 1952. Flutti búferlum
Benedikt Guðmundsson
að Selfossi. Þar var Benedikt
verkstjóri í kjötiðnaðardeild
Kaupfélags Árnesinga um sex
ára tímabil, til ársins 1958, er
hann á ný flutti til Reykja-
víkur, á æskuátöðvar, í hús
föður síns að Bergstaðastræti
11, og þar bjó hann með fjöl-
skyldu sinni, 'það sem eftir
var ævi.
Seinustu tvö ár ævi sinnar
vann Benedikt við verzlunar-
störf í Reykjavík. Heilsa hans
var slík orðin, að hann þoldi
ekki að vinna í sinni starfs-
grein, en aðeins létta vinnu,
mér er kunnugt um að hann
æðraðist ekki, þótt oft liði
hann þjáningar, jafnvel við
vinnu sína, en lét á engu
bera. Benedikt var einn þeirra
manna, sem tvímælalaust vildi
taka á sig erfiði og óþægindi
frekar en baka slíkt öðrum.
Fyrir um átta árum varð
Benedikt fyrst var hins þung-
bæra sjúkdóms er leiddi til
dauða hans. Benedikt andað-
ist að heimili sínu, Bergstaða-
stræti 11, að morgni hins 2.
júlí þ.m.
Það sem þegar hefur ver-
ið sagt úr ævi Benedikts Guð-
mundssonar, gefur litla hug-
mynd um, hver maður hann
var. Það er vanda.verk að
gera grein fyrir æviferli Bene-
dikts i stuttu máli, sem mér
tekst enganveginn, svo f.jöl-
þættur var hann, slunginn há-
um hugsjónum, ívafinn unaði
skapandi listar, töfraður af
framtíðarsýn hugsjónamanns-
ins, í samhljóm við tónaflóð
komandi tíma, bræðralag allra
þióða, og frið um gjörvalla
okkar jörð. Þannig var ævi
hans fyrst og fremst helguð
háum hugsjónum, og þeim
sparaði hann ekki krafta sína.
Allt frá æskuárum hélt
mvndlistin Benedikt föstum
tökum hann notaði fyrstu
aurana sem hann eignaðist til
að kaupa fyrir þá vatnsliti
að mála með. Að mála mynd-
ir varð eitt af meginverkefn-
um hans, til hinztu stundar.
Seinustu dagana sem hann
lifði, auðnaðist honum að
fullgera nokkur málverk, og
þar með að undirbúa sýningu,
sem hann hugðist koma upp
á hausti komandi, ef honum
hefði enzt aldur tjl.
Það er furða mikil, hversu
miklu Benedikt tókst að af-
kasta í frístundum sinum,
enda sögðu þeir Gunnlaugur
Scheving og Jón Engilberts
listmálarar i dómi um fyrstu
mála.verkasýningu Benedikts,
er hann hélt í Safnhúsinu í
Reykjavík árið 1944: „Þegar
skikkanlegir borgarar taka á
sig náðir, fer Bensi að mála“.
Hann gaf sig á vald mynd-
listinni, i stað þess að hvílast
eftir erfiðan vinnudag. Aðra
myndlistarsýningu hélt Bene-
dikt á Selfossi árið 1937.
;Sýndi hann í bæði skiptin
fjölda málverka og teikninga,
er bar vott um óþreyt.andi
starf og viljaþrek, se.mfara
þekkingu og kunnáttu, er
hann aflaði sér á þessu sviði
við hin erfiðustu skilyrði.
Benedikt saaðist mála af
þörf, en ekki til að sel ja
myndir sínar.
Það voru þrjár listgreinar,
sem héldu Benedikt heilluð-
um, myndlist, hljómlist og
lestur fagurra bókmennta.
Hann sótti listasöfn hvar sem
hann fór, má.lverkasýningu
mátti ekki sleppa, hljómleikar
voru unaður sem ekki var
hægt að vera án, og góðar
bækur varð að Iesa,
Félagsmál voru Benedikt
m.jög hugstæð. Til þátttöku í
félagsmálum sparaði hann
hvorki tíma né krafta. Hann
var félagi í Sósíalistaflokkn-
um frá stofnun hans, og virk-
ur áhugamaður um allt það,
er mátti verða málstað sós-
íalismans til frama. og heilla.
Hann var einn af stofnendum
Menningartengsla Islands og
Ráðstjórnarríkjanna, stofnaði
deild þeirra samtaka á Sel-
fossi, og var líf og sál í starf-
semi deildarinnar. Hann tak-
markaði ekki starfsemi sína
í þágu vináttutengsla milli Is-
lands og Ráðstjórnarríkjanna
við Selfoss eingöngu, hann
fór víða um Suðurlandsundir-
lendið með kvikmyndasýn-
ingavélar MÍR, um þorp og
sveitir, og sýndi sovézkar
kvikmyndir, er kynntu líf,
starf og menningu sovétþjóð-
anna. í þessu starfi, er kost-
aði mikinn t'íma og erfiði,
voru kona Benedikts, Svandís,
og hinar ungu dætur þeirra
ómetanleg hjálp, þær fylgdu
honum í sýningarleiðgíigrana.
og aðstoðuðu á allan Jiát.t.
Þannig var það á fieimili
þeirra, sérstaklega aö Sel-
fossi, að ofl var fullt hús
gesta, jafnvel heilar lista-
mannasendinefndir frá Sovét-
ríkjunum gistu hús þeirra
hjóna, nutu þar góðgerða og
hvíldar. Laun fjölskyláitínnar
fvrir þrotlaust og óeigin-
gjarnt starf var einungis
gleðin af því, að vinna góðu
málefni gagn.
Seinustu tvö árin, sem.
Benedikt lifði, leysti hann
mikið starf af hendi, oft mik-
ið þjáður. Ekkert gat aftrað
honum að vinna áhugasnálum
Framhald á 8. síðu.
MINNING
Faðir, maki, féiagsstjai'na
föinuð er á miðju skeiðí,
Ei má sköpuni vísuni varaa,
visni grein á jijóðarmeiði.
OOO
Hér er slcarð í liópinn vinta.
höggvið nokkru fyrr en varði.
Særð við þökkum samfyigdina,
söknum þín í félagsgarði.
o o o
Fallinn vörður fóstuvjarðar-
fylkingar í brjóstvörn stóSstu.
Ini varst einn, sem veginn
varðar,
víða undirstöðu Idóðstu.
OOO
Aldrei léztu undan slakna,
en að góðn máli vannstu.
Ef að þurfti á að taka
oftas.t réttu tökin fannstu.
O O O
Klæddur andans kufli vona,
krýnduv háttum spakra manna,
Eðlið be/.tu Islands sona
eftixleit hins góða og sannu.
OOO
Ei skal mevkið oidtar falla
ein þó loldst hurð að stöíunn.
Upp í móti og nndan halla
uxmið stærstu sigi'a liöf'um.
OOO
Áfram munt þú lesa og' laira
lexíur, sem lijartað unni.
Góðu máli fórn að færa,
í'inna rök að tilvemmii.
O O O
Allt liið frjálsa, bjai'ta, be/.ta
hundið var í huga þínum,
Vildir líka á fortjald festa
fagra mynd af andans sýnum.
OOO
Hvíldar njóttil, hjartað þreytta,
hlutskiptinu nýja undu.
I’ökkum alla aðstoð veitfca
okkur fram á síðustu stundu.
Fi'ímann Einarsson:
iiiiiiiHiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiliiHiiiiiiiiiUiiHiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir
„Skipbrotið"
Bæjarpóstinum hefur bor-
izt eftirfarandi bréf frá
sjómanni í Keflavík:
„Keflavik 3. júlí 1960.
1 Ég get ekki staðizt að
I senda þér nokkrar línur,
; bæjarpóstur góður, í sam-
bandi við rosafréttir í dag-
blöðunum í gær um þessa
! svokölluðu skipsbrotspilta,
sem sagt er að hafi gist í
1 Lundey. í- Þjó.ðviljanum er
1 fyrirsögnin: „Lágu í fjöru-
1 grjótinu um nóttina —
1 náðu í lunda og steiktu á
teini“. • í Morgunblaðinu
„Urðu að gista Lundey —
vélin í trillunni bilaði". f
greininni kemur
bilunin var ekki
benzínstífla og
kveikjulok. Síðar
inni stendur, að
inn, Erling
fram, að
annað en
sprungið
í grein-
l íviní ctonrinr oð formaður-
Anderseu,
! hraustlegur náungi, eins og
það er orðað, sé alvanur
l
trillumaður, þannig að ekki
sé um að kenna vankunn-
áttu þeirra. Nei, ekki það
nei. En ég 'hefði haldið að
alvanir menn færu ekki að
hleypa í land í eyðiey, þó
svo alvanaleg bilun sem
benzínstífla henti þá, heldur
tækju skrúflykil og skrúfuðu
benzínrörið frá. En það
skyldi þó aldrei vera, að út-
búnaðurinn hjá þessum al-
vana formanni hafi verið sá,
að enginn skrúflykill hafi
verið með í förinni? Hvað
viðkemur kveikjulokinu er
það mjög ótrúlegt, að það
springi á vél í fullum gangi.
Annars vita vanir trillu-
menn um mjög einfalt ráð
til að koma svoleiðis smá-
munum í lag. Ég var á sjó
þessa nótt, ekki inni í
sundum við Reykjavík held-
ur norður á cvokölluðu
hrauni um tveggja tíma
keyrslu frá Keflavík, svo að
þar var ekki til staðar að
hleypa í neina Lundey, þó
ég hefði fengið-benzínstiflu,
enda hefði mér fundizt fátt
réttlæta það í annarri eins
himins blíðu og var, sjórinn
eins og heiðatjörn þarna
úti, 'hvað þá inni í sundum.
Að vísu var svarta þoka, en
'það gerir manni lítið til,
þegar maður er með átta-
vita, og hann hafa allir van-
ir trillumenn með sér á sjó.
Mér hefði fundizt, að vanur
trilluformaður hefði átt að
leggjast við legufæri meðan
hann var að koma vélinni
í lag, og ólíkt hefði það ver-
ið mýkra að liggja á báts-
fjölunum en á fjörugrjótinu
í Lundey. Það skyldi þó
aldrei vera, að legufærin
hafi gleymzt? Nei, ekki get
ég að því gert, að mér
finnst þetta alltsaman lík-
ara alóvönum sporttrillu-
mönnum en vönum sjómönn-
um og tæplega réttlætanlegt
að skrifa langar blaðagrein-
ar og birta myndir af ekki
meira tilefni.
Eg vil nú í fáum orðum
segja hvernig ég bý mig á
sjó þeim óvönu til eftir-
breytni en að sjálfsögðu
ekki hinum, því að þess þarf
ekki. Ég hef alltaf í hátn-
um þau varastykkl, sem al-
13111
gengt er, að bili í vélinni
svo sem platínur, straum-
þétti, háspennukefli, kveikju
hamar og kveikjulok. Síðan
hef ég rafgeymi til vara og
rafþræði. Svo passa ég allt-
af upp á, að brennslugeym-
irinn sé fullur. Síðan hef ég
20 1. forúsa til vara og 5 1.
emuroliu, því að alltaf get-
ur maður misst þetta niður
komi gat á rör eða þvílíkt,
en þá kemst maður í land
á varabirgðunum. Síðan hef
ég alltaf það mikið nesti, að
ég sé foirgur í 2—3 sólar-
hringa, og til vara 5 flösk-
ur maltöl og harðfisk, því
að ég minnist alltaf varnar-
orða móður minnar sálugu:
Þú sækir það ekki í land, og
— enginn ræður sínum næt-
urstað, enda hefur það
aldrei komið fyrir mig, að
ég kæmist ekki í land hjálp-
arlaust. Það hefur náttúr-
lega oft ýmislegt toilað, en
ég hef alltaf getað lagað
það af þeirri einföldu
ástæðu, sem ég hef verið að
lýsa. Auðvitað getur komið
fyrir foilun, sem ekki er
hægt að gera við á sjó, svo
sem ef eitthvað brotnar í
vélinni, maður missir skrúfu
eða þess háttar, en þá er
bara ekki hægt að kenna
sjálfum s.ér um það. Hitt er
sjálfskaparvíti að hafa. ekki
algeng varastykki og verk-
færi. Nei, því miður á gamla
máltækið við alltof marga:
Fár kann sig í fögru veðri
heiman að búa. Þótt sjóferð-
in sé ætluð stutt, þá getur
hún orðið löng. (Það skal
tekið fram, að ég er alltaf
einn á). Ég læt þá staðar
numið hér, þetta er orðið
nokkuð langt mál.
Trilluliarl í Keflavík.“
lllÍIiillHIÍIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllÍllllllIlllilllllHIIUIilllllllllllllIIIilllllIllllllllltltllllll