Þjóðviljinn - 15.07.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1960, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1960 4) — Eftir MálfriSi Einarsdóttur Eiginkonan Hún hét Virginía Clemm og var- tvimenningur við Edgai1 Allan Poe (sögð hafa borið nafn með réttu allt fram að dauða stund sinni), Sissy var hún kölluð heima hjá sér. Hún var þá ekki fullra 34 ára er hún gekk í lijónabandið, en var á leyfisbréfinu sögð vera 21. Þó að brúðurin væri svona ung, hneykslaðist enginn á því, í þá daga voru slíkar barna- giftingar algengar, Elizabeth Poe var t. d. 15 ára er hún giftist hið fyrra sinn. A þetta hjónaband hefði aldrei borið skugga, ef örlög- in hefðu ekki búið því svart- nætti frá byrjun; óafléttan- leg fátækt, langvinn og hörð veikindi, og það bölið sem Poe sagði vera harðast af öllum: „What disease is like alco- hol“ — Verst af öllu er áfeng- ið. Hin eina líkn þeirra í slík- um vandræðum var móðir hennar, frú Clemm, en föður- systir hans. Hún yfirgaf þau aldrei, annaðist heimili þeirra, betlaði jafnvel fyrir þau þeg- ar harðast svarf að, vann fyrir þeim af vanmætti sínum, gekk á ritstjórnarskrifstofur og herjaði þar út þá hýru sem honum var skömmtuð af arg- asta nánasarhætti fyrir þau meistaraverk, sem ein halda nafni þessara tímarita á loíti. Virginía hafði hinn sama hulduheimsblæ á yfirbragði sínu sem Elizabeth Arnold: grönn og fín, hárið kolsvart og mikið í sér, andlitslitur fölur, augu stór og fögur og dulræn. Hún var barnslega kát og glöð, en ekki tiltakanlega gáfuð. Fyrstu sex árin voru veik- indi hennar að búa um sig og lýstu sér með langvinnu kvefi, þreytu og magnleysi, en að þessum sex hjónabandsárum liðnum syrti að, því að þá byrjaði að blæða frá sárum í lungunum, og síðan liðu fimm ár milli ótta og vonar, vonar og ótta, síðan örvæntingar, von- arglætu, örvinætingar. En því veikari sem Virginía varð, því hræddari og hryggari varð Poe, því nánar hlustaði hann eftir hverjum andardrætti, hverju hóstakjöllri. Að lokum varð einsýnt að hverju dró, og 30. janúar 1847, hálfu þriðja ári áður en hann sjálfur var allur, lézt Virgina Poe, og fylgdi hann henni í gamla svarta liðs- foringjafrakkanum frá West Point, flík, sem nafnkennd er í bókmenntasögunni, hin eina yfirhöfn sem þetta sárfátæka skáld eignaðist síðustu átján eða nítján árin sem hann lifði. Að því búnu var honum lokið, hann lagðist sjúkur. Eftir þetta birti ekki upp, ofdrykkjan varð taumlaus, og fylgdi henni ætíð sjúkleiki,, hjarta hans var bilað. Hann stundaði kvonbænir af kappi, cn batzt er.gri til lengdar, að- eins meða.n frú Shew hjúkraði honum. vannst honum næði til að ljúka verki. Og ýmislegt hið bezta sem eftir hann ligg- ur, er frá þessum árum. Útlit Góðskáldin og listamennirnir hafa mér ætíð sýnzt bera af öðrum mönnum að fríðleika flestir, og langt af fegurðar- drottningum, hinsvegar eru stjórnmálamenn oft ámátlegir og hershöfðingjar enn aumari (vanskapningar náttúrunnar). Edgar Allan Poe hefur lýst sjálfum sér í kvæði, sem heit- ir The haunted Palace, og í sögunni, sem það kvæði er í. Þó stendur ekki allt heima: banners yellow, glorious, gold- en, hann hafði kolsvart hár, en grá augu, meðalmaður á hæð, styrkur vel og afbragðs íþróttamaður á yngri árum, vann sér frægð fyrir sundaf- rek. Ljósmyndagerð var þá í bernsku, er hann lézt, en samt eru til af honum nokkrar myndir, flestar ágætlega skýr- ar, og hef ég engan mann séð neitt líkan honum, ' hvorki augnaumbúningurinn, augna- svipurinn, en er þetta samt ekki allt svipur hjá sjón? Eg held hann hafi haft sjálfan sig í huga þegar hann samdi lýs- inguna á Roderick Usher: ,.Ná- fölur litarháttur, augun stór, vot og bjartari en ég veit dæmi til, varir nokkuð þunnar og fölar, en ákaflega fagur- skapaðar, nefið líkt því sem oft má sjá á gyðingum, en nasirnar breiðari, hakan vel löguð en nokkuð lítil og vott- aði veiklyndi, hárið fínt sem kóngulóarvefur og mjúkt sem silki, allt þetta að því ó- gleymdu hve óvenjulega mikið ennið hvelfdist yfir gagnaug- unum, gerði hann auðþekktan frá öðrum, þessum manni var ekki auðvelt að gleyrna." Myndirnar eru flestar frá síðustu árum hans, þá er of- drykkja og eiturnautnir, höfðu náð á honum föstu taki, fátækt þjakað hann lengi, illvild og lálegar ofsóknir ýmsra, hatur náð að nísta hann, örvænting og persónulegir harmar, en samt ber hann í yfirbragði sínu slíkt aðalborið ættarmót, sem ég held að fáir konung- bornir hafi getað hrósað sér af. Því var viðbrugðið af þeim sem vildu unna honum sann- mælis, hve ljúfur og þægilegur hann var í umgengni, og mann- aður í háttum, og naut hann þar bæði uppeldis og eðlis. „Eg hef fundið. . Þá er Poe hóf að rita Heur- eka, heimspekirit í Ijóðum, en raunar óskiljanlegt vísindarit og þó ekki vísindarit, kvæði og þó ekki kvæði, réðst hann ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur heimsgátuna sjálfa, þá gátu, sem ýmsum hefur bögglast fyrir brjósti. Og hugsa um þetta, gerðist það brátt, að honum þótti sér birta þýðing. Þá gerðist það, að undursamlega fyrir augum, og Poul Valéry, skáld og stærð- trúði því síðan að sér hefði fræðingur, fékk bókina í hend- tekizt að ráða gátuna. Um ur og las hana-.fil enda. Hann þci|a 'ségir hann syp í? forniál- fann í þénni síó’rfúl'ðúlega anum: „Það sem hér fer á hluti: frækorn að kvantakenn- eftir er sannleikur, og getur ingu Planck’s og afstæðiskenn- því ekki dáið, jafnvel þó að jngu Einsteins. Hann kallar svo færi að það yrði traðkað bókina „hið fyrsta heimsfræði- niður, og það svo rækilega að iega skáldrit á mælikvarða því yrði ekki lífs auðið, mundi nútímans.“ Og kann ég ekki það samt „rísa upp til eilífs fieira af þessari bók að segja, lífs“. Það er ósk min og von nema hér hef ég fyrir framan. að þetta ritverk verði að mér mig aðalinntakið (á þýzku): látnum skoðað sem skáldverk jn der ursprúnglichen Einheit og dæmt eftir því.“ des ersten Wesens liegt die Af þessu riti komu út 100 sekundere Ursache allar Dinge, Virginia kona Poe. eintök (1948), og tókst Poe einhvernveginn að svæla út örfáum, en líklega hefur eng- inn lesið neitt þeirra sér til gagns, og týndust flestallar bækurnar og hafa ekki fund- izt, þrátt fyrir ýtarlega eftir- grennslan.*— Og Ijósið, sem skein höfundinum, birtist ekki neinum. Tímar liðu fram og liðu fram, vísindamenn störfuðu að því iðnir sem bý, að bera sam- an bagga sina, Planck kom fram með kenningar sínar og Einstein með sínar. Heimurinn var smátt og smátt að birtast, þó úr því yrði ekki gagnsæ zugleich der Keirn ihrer un- vermeidlichen Vernichtung. (í hinni upphaflegu einingu hinn- ar fyrstu veru felst hin önnur orsök allra hluta, ásamt fræ- korninu að hinni óhjákvæmi- legu tortímingu þeirra). En eftir á að hyggja: mætti ekki leita betur í bókinni en Valéry hefur gert, kynni ekki að glytta í eitthvað fleira, sem bragð væri að, eða mundi fara eins og þá er menn lesa spá- dóm Nostradamusar: ekkert finnst þar af spádómum fyrr en þeir eru komnir fram. Þá Framhald á 10. síðu. bara á daginn sem kosning- arnar fara fram, því ef hann verður kosinn forseti þá væri þetta svo Ijómandi gaman fyrir þau hjónin bæði. ískt tyggigúmí. sem á að vera ófáanlegt virðist vera til í mörgum búðum, ósjaldan sér maður menn með sígarettu- pakka sem ekki eru merktir Afraksturinn hlýtur að vera nokkur þegar menn leggja mannorð sitt í hættu til að sinna þessu starfi. Freistingin er mikil þegar miklir peningar * Langt yfir skammt Æskulýðsfylkingin í Reykja- vik efnir til ferðar á sunnu- daginn um nágrenni bæjarins. í ráði er að skoða ýmsa fræga sögustaði. Hvað skyldu vera margir Reykvíkingar sem aldrei hafa skoðað þessa staði, sem eru svo að segja við nefið á þeim. Ef bæjarbúar fara í ferðalag, þó ekki sé nema smáferð sem þessa, (einn eft- irmiðdag), er venja þeirra að aka framhjá þessum stöðum, á Þingvöll, austur fyrir fíall eða eitthvað annað sem þeir hafa oft komið áður. Oft leiía menn langt yfir skammt, það má nú segja. * Sibomm Jæja nú er frú Kennedy orðin bomm aftur og á von á sér í nóvember, en einmitt í þeim mánuði fara forseta- kosningarnar fram í Banda- ríkjunum. Þetta þykir bráð- snjöll ráðstöfun hjá herra Kennedy því búist er við því að hann auki atkvæðatölu sina til muna. Auðvitað sér- staklega hjá kvenþjóðinni, því hún er svo viðkvæm fyrir svonalöguðu, og að svona skemmtilega skyldi hittast á. . . . Já, það er ekki að spyrja að honum Kennedy, mikið var hann nú sniðugur að velja einmitt þennan tíma til þess arna, vonandi að hann hitti Smygl íslendingar hafa löngum verið iðnir við að smygla hinu og þessu. Þrátt fyrir strangt eftir- lit, síast alltaf eitthvað inn í landið af smygluðum varningi, sígarettum, víni, tyggigúmi, nælonsokkum og fleiru. Amer- Tóbakseinkasölu ríkisins. Eins er með vínið, ekki er það allt drukkið úr flöskum merktum áfengisverzluninni. Þessi varn- ingur er ýmist kominn sjóleið- is, loftleiðis eða landleiðis og þá frá Keflavíkurflugvelli. Það hefur hingaðtil þótt áhættu- samt starf að vera smyglari, en mikið skal til mikils vinna. eru í aðra hönd en samt sem áður er það óskiljanlegt að nokkur maður skuli fást til að stunda slíka „atvinnu“ sem þessa. En sú er raunin að flestir virðast yfirleitt ekki haía neitt við þetta að athuga nú orðið og stafar það senni- lega af því hve algengt það er orðið. Svo er um fleira í þjóð- félaginu, nú orðið þykir enginn maður í opinberri stöðu, mað- ur með mönnum, nema hann misnoti aðstöðu sína á einhvern hátt. Þetta eru miklir lestir á þjóðfélaginu sem vonandi eiga eftir að hverfa. í flestum lönd- um öðrum er tekið mjög strangt á hvers konar yfirsjónum þess- ara manna og þarf ekki mikið til að þeir séu settir frá starfi, (ekki nema eina flösku af víni)!!!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.