Þjóðviljinn - 15.07.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.07.1960, Blaðsíða 7
Föstudagnr 15. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN Danski landlæknirinn í Grænlandi hefur lýst því yfir skýrslu um heilbrigð'isástand Grænlendinga, að þjóðin sem heild þjáist af næringarskorti. Laun Grænlendinga bæjunum eru svo lág að’ ekki er hægt að veita fjöl- skyldu fullnægjandi fæði fyrir meðaltekjur. Næringar- skorturinn veldur fíkn í nautnalyf eins og tóbak og á- fengi, og kaupin á þeim skerða enn frekar fjárráð til öflunar matvæla. Landlæknirinn telur engan vafa á að almennur nær- ingarskortur valdi því hve lítiö mótstöðuafl Grænlend- ingar hafa gagnvart sjúkdómum sem 1 öðrum löndurn gera tiltölulega lítinn usla. Mislingar og innflúensa veröa landfarsóttir á Grænlandi, og lítið lát verður á berkla-- veikinni þrátt fyrir umfangsmiklar berklavarnir á síð- ari árum. Við þessi skilyrði er ekki furða að barndauði er óvíða meiri en í Grænlandi. Það sem heldur þjóðinni við er aö fæöingar eru einnig tíðari en, víðast annarsstaðar. Mesiur er barndauðinn á afskekktum stöðum, þar sem erfitt er að ná í lækni. í skýrslu landlæknis. Grænlands árið 1957 segir urn þetta mál: „Grænlenzkar konur fara sjaldan vel með sig — og hafa eklci skilyrði til aö fara vel með sig — um meö- göngutímann. Þetta á bæöi viö um næringu og áreynslu. Af þessu stafa að öllum líkindum hinar tíðu andvana fæöingar, hversu mikið er urn aö börn fæðist fyrir tím- ann og máske að börn fæðast pasturslítil og jafnvel van- sköpuð. Fjöldi grænlenzkra kvenna elur börn mjög ört, og það á þátt í því hve há dánartala barna er.“ Húsakynni flesira Grænlendinga eru þröng og óholl. Mikiö er um það aö ungbörn kafna í sængurfatnaöi eða kremjast til dauðs undir sofandi fólki. Næringar- skorturinn gerir börnin auövelda bráð berklaveikinni. Frá fornu fari hafa grænlenzkar konur gert til veiö- ina sem menn þeirra hafa dregiö í bú, verkað matar- foröa og annazt auk þess heimilisstörf_ Nú fækkar þeirn Grænlendigum óðum sem lifa á eigin veiði, í bæjunum vinna flestir að verkun fiskjar. Konurnar vinna í fisk- verkunarstöðvunum, stundum fjarri heimilum sínum, og þá veröa eldri börnin aö annast þau yngri. Nýlega hefur verið sett í Grænlandi félagsmálalög- gjöf sem á pappírnum að minnsta kosti uppfyllir helztu kröfur tímans. í hjúskapar- og erfðalögum hefur verið tekiö tillit til grænlenzkra venja, sem eru mjög frá- brugðnar þeim sem tíökast í Evrópulöndum. Grænlendingar hafa nú fengið sitt eigi landsþing, þar sem þeir geta komiö áhugamálum sínum og kröfum viö dönsku stjórnina á framfæri. Helzta krafa þeirra er aö útrýmt verði öllum leifum frá þeim tíma þegar Danir voru bæði í orði og á borði herraþjóö í Græn- landi og drottnuöu yfir réttlausum Grænlendingum. Einkum leggja Grænlendingar áherzlu á aö launamun- ur milli Grænlendinga og Dana verði afnuminn, en nú fær Dani margfalt hærri laun en Grænlendingur fyrir sömu störf. Fullt jafnrétti í launamálum, er skilyrði þess að hin litla, grænlenzka þjóð, rúmlega 30.000 manns, fái losnaö undan fargi fátæktarinnar og plág* unum sem henni fylgja. — (% Götumynd frá Holsteinsborg. Tvær grænlenzkar konur eru á gangi eftir götu meðfram (lág» reistum húsuin. Önnur hefur lagt byrði á bakið, hin heldur á iiinkaupatöskunni sinni. Grænlenzkar konur vinna við fiskverkun í fiskverkunarstöð í Holsteinsborg Saltfiskur er nú orðinn ein lielzta útflutningsvara Grænlendinga.Fyrir tils'íilli dönsku stjcrnarinnar hefur verifci tékin upp samvinna um útgerð milli Færeyinga og Grænlendinga, þar sem hinir fyrrnefndu kenna hinum síðarnefndu vinnubrögðin. Börnin í veiðjjstöðinni Quornoq standa í hóp lÚan um konu sem er að flá sel. Þau eiga vott á góðum bíta af þessari kærkonmu veiði manns hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.