Þjóðviljinn - 22.07.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1960, Síða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 22. júlí 1960 ------—— Bóndinn ræður einn yfir félagsbui ef hjuskapur var sfofnaður fýrir' 1924 Konum finnst það hart að enn skuli vera í gildi á íslandi lagaákvæði sem veita bóndanum trétt til aö ráö- stafa eigum og gegn vilja konu sinnar sameiginlegri eign hjónanna. Naftiirnvprnífíiríir Ar hvert veitir Náttónivernd- 1 'la.itlli UVbl íli arfélag Frakklands heiðurs- peninga þeim mönnum sem það telur hafa unnið náttúruvernd- armálum í heiminum mest gagn. I ár var bandaríska teikni- myndahöfundinum Walt Disney og sovézka náttúrufræðingnum {.rófessor Bementiéff veittur heiðurspeningur félagsins úr gulli og franski kvikmyndaleikarinn Jean Gabin fékk heiðurs- pening úr silfri. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna í náttúrugripasafninu J París. Disney er til vinstri, Gabin í miðið og Dementiéff til hægri. Á þessu lagaákvæði byggðist fvrir nokkru dómur í máli sem reis milii hjónanna sem áttu Hótel Borg fyrir eigendaskiptin í vetur. Þar var dæmt að eigin- maðurinn gæti ráðstafað sam- eigninni á sitt eindæmi, þar sem hjónabandið var stofnað fyrir 1. janúar 1924. . Á tíunda landsfundi Kvenrétt- indafélags íslands um daginn var samþykkt að skora á stjórn fé- lagsíns að hún hlutist til um að næsta Alþingi nemi þetta sér- ákvæði um fjármál hjóna sem gift hafa verið í 36 ár eða lengur úr lögum með breytingu á hjú- skaparlöggjöfinni. „í 11. grein laga nr. 3/1900 segir, að bóndi hafi einn um- ráð yfir félagsbúinu. Nútíma- fólki finnst ótrúlegt, að slíkt skuli enn vera lög í þessu Svefn án lyfja Svefn án lyfja heitir nýútkom- fn bók eftir Erik Ola-Hansen og hefur Kristín Ólafsdóttir læknir þýtt hana. Höfundur heldur því fram að svefnlyf eigi menn ekki að nota .nema sérstaklega standi á, og að menn geti „lært“ að sofa eðlilega og flytur bókin ýmsar .leiðbeiningar og r.áð í því efni. Lýsir hann fyrir mönnum hætt- um þeim sem oftrú og ofnotkun svefnlyfja og allskonar taflna hat'a í för með sér. Sá hópur stækkar stöðugt sem svefnleysi þjáir og verða ráðleggingar höf- undar því efalaust vel þegnar. Hann segir einnig frá nýjustu atbugunum á eðli svefnsins og ræðir um svefnvenjur nianna. — Útgefandi bókarinnar er Iðunn. landi. Menn fengu þó áþreif- anlega færðan heim sanninn um þetta í máli sem var hér fyrir dómstólunum fyrir skemmstu. Málsatvik voru í sem stytztu máli þau, að aðaleign féleigs- bús roskinna hjóna var boðin til kaups fyrir kr. 18.200.000, 00. Bóndi var sá, sem tilboð- ið gerði, en kona hans mót- mælti tilboðinu og taldi það ógilt, m.a. vegna þess að bónda brysti heimild til að selja eign- ina án hennar samþykkis. Höfðaði hún mál til ógildingar tilboðinu. Fékk hún dóm- kvadda þrjá menn, einn laga- prófessor, einn verkfræðing og einn kpupsýtslfimann, til að meta eignina. Mátu þeir hana á 23.700.000.00. Konan taldi manninn skaða félagsbú'ð um kr. 5.500.000,00, ef tilboðið yrði dæmt gilt. ÍEn niðurstrða málsins varð sú fyrir báðum dómum, að bónd- inn hefði til þess fulla heimild, þar sem hann hefði einn um- ráð yfir félagsbúinu samkv. lögum nr. 3, 12. janúar 1900. Þessi lög voru afnumin með lögum nr. 20, 20. júní 1923. En í XI. kafla var hnýtt aftan í lögin svokölluðum „ákvæð- um til bráðabirgða". Sam- jívæmt þeim skyldu nýju lög- in gilda um þau hjónabönd ein, sem stofnuð yrðu eftir 1. janúar 1924. Þessi „bráða- birgða" ákvæði hafa nú staðið í rúman aldarfjórðung. Ekki mun auðvelt að sann- færa nútímamenn um, að gilda pkuli tvenns konar réttlæti í landinu. Það má þykja undar- leg umbótalöggjöf að láta þjóðina bíða eftir því allt að meðalmannsaldur, að hún taki gífdi. Gegnir furðu, að nú- tímakonur skuli hafa tekið því með þögn og þolinmæði, að ranglætið sé allt að því meðal- mannsaldur að deyja út. Jafnrétti allra manna og jafnrétti karls og konu virðist svo sjálfsagt í nútmaþjóðfé- lagi, að brot gegn því virðist óhugsandi. En samkvæmt lög- um nr. 3/1900 fer því svo fjarri, að kona hafi jafnrétti við bónda sinn, að til þess þarf sérstakt stjórnarskrár ákvæði að tryggja það, að konan „telj- ist“ þó fjárráða. En auðvitað fer því fjarri, að hún sé fjár- ráða nema í orði kveðnu, með- an bóndinn hefur einn umráð yfir félagsbúinu, eins og lög- mælt er í 11. gr. laga nr. 3, 12. janúar 1900. Óþarft virðist að láta jafn- sjálfsagða réttarbót sem þessa bíða eftir heildarendurskipun hjúskaparlaga. Hliðstæð ákv. í hjúskaparlögum Dana voru felld úr gildi jafhskjótt sem sett) voru þai) ij'g frá 18. marz 1925, sem gilda enn. En hjúskaparlög á Norðurlöndum eru samhljóða í aðalatriðum, enda hyggð á samvinnu þess- ,ara þjóða“. Gagnkvæmt jafnrétti Landsfundurinn gerði einnig þessa ályktun um endurskoð- un á hjúskapar- og sifjalögum á vegum samnorrænu laga- nefndarinnar: . 10. landsfundur Kvenrétt- indafélags Islands, haldinn 19.—22. júní 1960, treystir þvi, að fulltrúi íslands í sam- norrænu laganefndinni, heri fram tillögur um breytingar á hjúskapar- og sifjalagabálk- unum, sem tryggi hjónum gagnkvæmt jafnrétti. Væntir fundurinn þess, að fulltrúinn gefi Kvenréttindafé- lagi íslands kost á að fylgjast með því, sem gerist í hjúskap- ar- og sifjalöggjafarmálum hjá nefndinni, t.d. með því að láta félaginu í té tillögur sem koma frá hinum Norðurlönd- unum. „Hlúð að nýgræð- ingnum“ „Það er bæði synd ig skömm að ýmsir áhugamenn og konur um leiklist gera sér að leik að ferðast út á lahdsbyggðina á sumrin með sýningar og narra menn að eyða stórfé og ejá þær. Þetta fólk telur sig al- vöruleikara, þótt margt af því séu aðeins statistar úr Reykja- vík, og skemmir fyrir þeim almennilegu flokkum, sem fara með góðar sýningar úr bæn- um út á land. Sumir þessara flokka þora ekki að sýna í höf- uðstaðnum, en einn þeirra hef- ur undanfarin ár ferðast undir þremur nöfnum út á land með hverja sýninguna annarri ómerkilegri, jafnvel gengið svo langt að kalla sig nær því sama nafni og leikflokkur skip- aður atvinnufólki. Svona pilta á að gera afturreka úr sveit- um og þorpurn". Mánudagsblaðið 18. júlí 1960 Flokkurinn „NÆR ÞVÍ KALLAÐUR SAMA NAFNI OG „ATVINNUFÓLK““ hefur engu við þetta að bæta og þakkar óverðskuldaða athygli MÁNUDAGSBLAÐSINS, en vitnar í hin frægu ummæli Bernard Shaw: „Ég er þér sammála, en hvað höfum við að segja gegn öllum hinum“. Tökum lagiS Tökum lagið nefnist ný vasa- söngbók sem hefur inni að halda nær 200 söngtexta og er megin- þorri þeirra góðkunn Ijóð er lifað hafa á vörum þjóðarinn- ar „undir ljúfum Iögum“, en bókin geymir þó ekki einungis gömul Ijóð heidur og ljóð skálda í dag. Vasasöngbók hefur engin kom- ið út í 14 ár — og margsinnis komið í Ijós að ýms beztu söng- ljóðin íslenzku hafa gleymzt fólki í dag. Er því vel að slík bók kemur út nú, enda hafa margir látið óskir um það í Ijós. — Egill Bjarnason valdi ljóðin. Útgefandi er Iðunn. i I ! { i Riddarakrossinn ætti hann að minnsta kosti að fá nú þegar. Skógrækt Ferðalangur nokkur, góð- ur og vel metinn maður kom að máli við póstinn fyrir nokkru. Hann sagði m.a.: ,,Eg er á móti hugmynd- inni um að klæða landið skógi. En litlir skógarreitir geta verið til prýði, enda er sjálfsagt að leyfa þeim sem áhuga hafa á skógrækt að rækta sinn skóg. En að fara að liylja landið með Nei, varla heimsmet, Sennilega er það Evrópu- met. Þeir í Ameríku eiga víst einn sem er kominn á annan tuginn. Hinrik VIII. átti sex kon- ur. Já, og drap þær allar. Og Bláskeggur átti sjö stykki og hálshjó þær all- ar. Nei, ekki þá sjöuhdu, Evrópumet? Hann Kristmann Guð- mundsson var að gifta sig. Nú, og hvað er svona merkilegt við það? O svosem ekki neitt nema ef vera skyldi æfingin sem hann hefur fengið í gifting-_ um. Já, þú meinar það, þetta er v’íst í áttunda sinn, ætli það sé ekki heimsmet hjá -i rj bræður hennar drápu hann áður en hann gat drepið hana. Nú já, það var nú í þá daga. Eiginlega ætti að heiðra hann Kristrnann fyrir þetta afrek. iSatt segirðu, við erum vanir að heiðra íþrótta- mennina fyrir minni afrek en þetta. honum, nær ekki nokkurri átt. Eg hef farið um Finn- land. Þar getur maður ek- ið í margar klukkustundir án þess að sjá nokkuð ann- að en trén meðfram vegin- um. Þetta er leiðig.jarnt og eyðileggur algjörlega út- sýni. En nú er meiningin að klæða landið þessu stærsta „illgresi", og um leið hyrgja útsýni fyrir þeim sem um landið ferðast. Skóglevsið er eitt af sérkennum Islands sem ekki má eyðileggja. Öðru máli gegnir um rækt- un eyðisanda. þeir eru aldrei til prýði en oft.ast til tjóns. En þessi klæðningarhug- mynd virðist vera ákaflega vinsæl, og mesta metnaðar- mál forsprak'ka hennar er að láta mynda sig við hlið- ina á 10, 20 eða 30 ára gömlum hríslum." Þetta sagði nú sá góði maður. Sennilega eru ekki allir lesendur sammála honum í þessum efnum. Er það? Tvær vísur Bólu Hjálmar var ekki að sníða utan af hlutunum, eða tala neitt tænitungu- mál. Hann lét álit sitt á samtímamönnum sínum hiklaust í ljós, gagnrýndi þá ríku fyrir nirfilshátt og aðra fyrir lágkúrulegan hugsunarhátt. Vísur haus sýna þetta bezt, í þeim kemiir fram beizkja við sa.mtíðina, sem mat hann ekki sem skyldi, en Hjálmar dregur hana sundur í háði. Matthias Joehumsson lýs- ir bessu vel í vísu um liann: Bólu Hjálmar baldinn risti blóðgar rúnir heimskum Ivð. Ó1 úr málmi bnvtta, hristi hiartalausri nirfilst.íð. Svo er hér visa eftir Hiálmar, mergjnð og góð lýsing á óréttlæti stiórnar- farsins (Hún gæti eins vel át.t við i dag.) Er bað gleði andskotans, umboðslaun og gróði, fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóði.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.