Þjóðviljinn - 22.07.1960, Side 5

Þjóðviljinn - 22.07.1960, Side 5
Föstudagur 22, júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN (5 um Framhald af 2. síðu mundir, um haustið 1954 og sér- staklega á árinu 1955, jukust bif- reiðakaup SÍS stórlega. Greiðsla í'yrir bílana kom af innstæðum SÍS hjá First National City Bank. Lúðv.'k Jónsson skýrði frá því að SÍS haíði yfirdráttarheimild hjá bankanum, sem nam árið 1954 $ 200.000,00 og var hækkuð árið 1955 eða 1956 í $300.000,00. Var yfirdráttarheimildin iðulega fullnotuð. SÍS endurgreiddi Olíufélag- inu h.f. þessa $ 145.000,00 í þrennu lagl árið 1956, og gerði Oliufélagið h.f. endan- leg skil á þessari upphæð til gjialdeyriseftirlitsins með bréfi ds. 25. febrúar 1957, undirrit- að af Ilauki Hvannberg. Þess skal getið, að Vilhjálm- ur Þór varð bankastjóri Lands- banka íslands 1. janúar 1955 cg þar með einn af yfirmönn nm gjaldeyriseftirlitsins frá sama tíma. Árið 1956 fékk Olíufélagið h.f. greitt fyriríram fyrir geyma- leigu samtals $ 224.000,00. í gjaldeyrisskilaskýrslu Olíufélags- ins h.f., ds. 25. febrúar 1957, undirritaðri af Hauki Hvann- berg, er leigan talin nema $ 186.538.46, eða vantalið um $ 37.461,54. Undanskotið á þess- um $ 37.461,54 upplýstist ekki fyrr en við dómsrannsókn máls- ins. Dollarar þessir voru lagðir inn á reikninga HÍS og Olíufé- lagsins h.f. hjá skrifstofu SÍS í New York. Verður vikið nánar hér á eftir að ráðstöfunum á þeim. Butler, Herrick & Marshall í marzmánuði 1954 lét Hauk- ur Hvannberg greiða $ 12.855,65 til fyrirtækisins Butler, Herrick & Marshall, 30 Broadstreet, New York, af reikningi H.Í.S. hjá skrifstofu SÍS í New York, en f.vrirtæki þetta rekur verðbréfa- sölu. Skrifstofa SÍS í New York var á þessum tíma til húsa í sömu byggingu og verðbréfasölu- fyrirtækið. í marzmánuði 1955 runnu enn af reikningi HÍS hjá skrifstofu SÍS í New York til verðbréfasalans $ 24.385,00, og í desember 1956 voru greiddir af sama reikningi til sama fyr- Irtækis $ 18.000,00. Samtals gera þessar fjárhæðir $ 55.240,65. GÖgn málsins benda til, að Hauk- ur Hvannberg hafi fengið endur- greitt hjá þessu fyrirtæki á ár- unum 1955 og 1956 í tvennu lagi samtals $ 12.385.00 Fyrir- tæki þetta keypti og seldi fyr- ir Hauk Hvannberg, verðbréf (securities), þar til Haukur Hvannberg lét loka reikningnum 29. janúar 1959 og yfirfæra S 60.758,85 til Union Bank í Sviss, þar sem peningarnir eru enn, eftir því sem dómararnir bezt vita. Dollarar þeir, sem runnu til verðbréfasalans árin 1954 og 1955 virðast hafa verið teknir af hinum almenna inn- heimtureikn ingi HÍS, nr. 4137, hjá Esso Export Corporation, Dollararnir, sem runnu til verð- bréfasalans árið 1956 voru tekn- ir af geymaleigureikningi Oh'ufé- lagsins h.f., nr. 6078, hjá Esso Export Corporation. Forstöðu- menn skriístofu SÍS í New York á þeim árum, sem greiðslurnar runnu til Butler, Herrick & Marshall, hafa skýrt frá því, að þeir hafi ekki haft hugmynd um, hvers konar fyrirtæki þetta var. Reikningar H.Í.S. og Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu SÍS í New York Olíufélagið h.f. og HÍS hafa undanfarin ár átt viðskiptareikn- inga hjá skrifstofu SÍS í New York. Þessir reikningar virðast hafa, að nokkru leyti, verið látn- ir gegna hlutverki, sem er fyrir utan rekstur félaganna, og er þá fyrst og fremst átt við fjár- hæðirnar, sem runnu um reikn- inga þessa til fyrirtækisins Butl- er, Herrick & Marshall, sbr. það, sem greinir um þau viðskipti undir lið nr. II hér að framan. Er þessi þáttur málsins ekki fyllilega kannaður enn og því eigi unnt að skýra nánar frá honum á þessu stigi. Flugvélakaup Solberg Aviation Co. A hinn bóg- inn sést ekki af þeim gögnum, sem varða þennan reikning, að fjárhæð þessi eða fjárhæð, sem svarar til upphæðar tryggingar- fjárins, sem að ofan greinir, eða fjárhæð, sem svarar til endan- legs kaupverðs flugvélarinnar, hafj verið endurgreidd inn á reikninginn. 1 Reikningur Hauks Hvannbergs hjá General Rmerican & Dominion Export Co. í nóvembermánuði 1958 opnaði Haukur Hvannberg reikning hjá fyrirtækinu General American & Dominion Export Corporation, Árið 1955 lét Haukur Hvann- berg taka $ 15.000,00 af inn- stæðu Olíufélagsins h.f. á reikn- ingi félagsins hjá skrifstofu SÍS í New York og greiða til fyrir- tækisins General American & Dominion Export Corporation, New York, Dollarar þessir voru notaðir til kaupa á flugvél, sem kom til landsins sumarið 1955. Haukur endurgreiddi þessa $ 15.000,00 inn á reikning Olíu- félagsins h.f. hjá skrifstofu SÍS í New York árið 1956. Var þessi endurgreiðsla hluti af þeim $ 37.461.54, sem Haukur skaut undan af geymaleigutekjum árs- ins 1956, sbr. undir lið nr. I. Flugvél þessi var seld hérlendis árið 1956 og kaupandi greiddi Hauki Hvannberg þessa $ 15 þús. á árunum 1957 og 1958 með gjald- eyri, sem hann fékk keyptan í Landsbanka íslands að fengnu gjaldeyrisleyfi hjá innflutnings- skrifstofunni. Tékkarnir voru all- ir stílaðir á fyrrnefnt fyrirtæki, General American & Dominion Export Co.rporation, sem sá um að leggja þá inn á bankareikning Hauks Hvannbergs hjá bankan um Guaranty Trust Company í New York. ‘Öndvert ár 1957 missti maður nokkur hér í bæ flugvél, sem að sjálfsögðu var tryggð. Hann vildi festa kaup á nýrri flugvél. Til að flýta fyrir kaupunum bauðst Haukur Hvannberg til að útvega lán í Ameríku, meðan beðið væri eftir að tryggingarféð væri greitt út. Eftir því sem manni þess- um er bezt kunnugt, mun Haukur Hvannberg hafa notað sambönd sín hjá Esso Export Corporation til að útvega lán- ið. Flugvél þessi var keypt hjá fyrirtækinu Thor Solberg Aviati- on Company, New Jersey. Þeg- ar flugvélakaupandinn fékk tryggingarféð, að fjárhæð $ 15. 320,00, endurgreiddi hann Hauki Hvannberg. Haukur Hvannberg hefur skýrt frá því, að hann hafi útvegað ofangreindum manni lán til flugvélakaupa. Lán þetta seg- ist Haukur hafa fengið hjá Esso Standard Oil Co. Hann vildi ekki nafngreina Ameríkana þá, sem hann samdi við um lánið. Ætlun hans var að lánið væri ekki tek- ið alj innstæðuni HÍS eða Olíu- félagsins h.f. hjá Esso Export, en ef svo hefur verið gert, hefur það verið fyrir mistök. Af reikningsyfirliti yfir Speci- al Account HÍS nr. 4138 hjá Esso Export Corporation í apríl- mánuði 1957 og fylgiskjölum með honum, sést, að greiddir voru, að undirlagi Hauks Hvann- bergs, $ 17.042.00 af reikningi þessum til fyrirtækisins Thor Vilhjálmur Þ5r New York. Er reikningurinn opn- aður með ? 10.000,00. Upphæð þessi er skuldfærð í nóvember- mánuði 1958 á reikningsyfirliti reiknings HÍS nr. 4138, Special Account. Hauku.r Hvannberg hefur skýrt frá því, að tilgang- urinn með opnun reiknings þessa hjá nefndu fyrirtæki hafi verið sá, að HÍS ákvað að eiga við- skipti við General American & Dominion Export Corporation. Haukur Hvannberg vildi ekki skýra nánar í hve.rju þessi við- skipti áttu að vera fólgin. Fyrir mistök hafi reikningurinn verið opnaður á hans nafni, en ekki á nafni HÍS. Hins vegar hefur forráðamaður General American & Dominion Export Corporation haldið því fram í bréfi, ds. 11. febrúar 1960, að fyrirtækið hafi aldrei átt nokkur viðskipti við HÍS og aldrei verið beðið um að opna reikning hjá því á nafni HIS. Inn á þennan reikning komu og fleiri greiðslur vegna viðskipta I-IÍS á Keflavíkurflug- velli, en megniö af þeim dollur- um, sem eignfærðir voru á reikn- ingi þessum, skilaði sér aftur, cftir að rannsókn máls þessa hófst, inn á reikninga HÍS hjá Esso Export Corporation, 30. október 1950 var inneign á reikn- ingi þessum $ 2.724,44. ðterlingspundaviðskipti H.Í.S- HÍS hefur haft sterlingspunda- tekjur undanfarin ár, m.a. þókn- un vegna afgreiðslu á Shell-olíu- vörum og eldsneyti til farþega- flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Hefur H.Í.S. alltaf gert full skil á þessum tekjum sínum í sterlings- pundum. Auk þess benda gögn málsins til, að HÍS hafi haft tekjur í sterlingspundum vegna sölu olíuafurða til erlendra skipa á íslandi. Gjaldeyrisskil yfir þessar sterlingspundatekjur voru ekki gerð fyrr en árið 1959, að því er hermir í framburði for- stöðumanns söludeildar Olíufé- lagsins h.f., og . þá samkvæmt beiðni gjaldeyriseftirlitsins. Voru þá gerð skil á tekjum HÍS vegna úttekta erlendra skipa hérlend- is fyrir árin 1957 og 1958. Gagna yíir þessar sterlings- pundatekjur HÍS undanfarin ár hefur ekki tekizt að afla hing- að til sakir þess, að þau fyrir- finnast ekki í vörzlum HÍS. Hafa forráðamenn HÍS ekki enn fengið þessi gögn, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þeirra til hinna ensku viðskiptafyrirtækja sinna. Gögn málsins geyma upplýs- ingar um, að í marzmánuði 1954 hafi £ 11.500-0-0 verið ráðstaf- að af innstæðum HÍS i Englandi til kaupa á M.t. Litlafelli, sem er sámeiginleg eign Olíufélagsins h.f. og SÍS og keypt var frá Sví- þjóð um þessar mundir. Fram hefur komið í málinu, að útvega þurfti peninga í skyndi til - að ganga frá kaupum á M.t. Litla- felli og var því undinn bráður bugur að þvi að safna saman peningum af viðskiptareikning- um HÍS í Englandi, því að eitt- hvað stóð á nauðsynlegum leyf- um héðan að heiman. Hér var því um skyndilán að ræða. Þessi £-11.500-0-0 vo.ru endurgreidd inn á reikning HÍS í Englandi í maímánuði 1955. Meir er ekki vitað 'á þessu stigi málsins um sögu þessara £-11.500-0-0. Fram- angreind ráðstöfun á þessum sterlingspundum til kaupa á M.t. Litlafelli gekk um hendur skrif- stofu SÍS í Leith. Vilhjálmur Þór mundi ekki hvernig gjaldeyrisins var aflað til kaupa á M.t. Litlafelli. Hann kvað sig ekki muna eftir þeim £-11.500-0-0, sem að ofan grein- ir. Þess skal getið, að Olíufélagið h.f. og SÍS fengu að sjálfsögðu innflutnings- og gjaldej'risleyfi fyrir skipinu. Opnun viðskiptareikn- ings H.Í.S. hjá Esso íxport Co. Eins og áður hefur verið skýrt frá, var svokallaður Special Account HÍS, nr. 4138, hjá Esso Export Corporation stofnaður 15. júní 1953. í fórum dómaranna er bréf frá Esso Export Corpor- ation, ds. 8. júní 1953, til Hauks | Hvannbergs. f bréfi þessu til- kynnir Esso Export Corporation Hauki Hvannberg, að fram- kvæmdastjórn (Management) fé- lagsins hafi o.rðið við beiðni Hauks um opnun nýs reiknings hjá félaginu, sem hefði því hlut- verki að gegna, að um hann ættu að ganga kaup þeirra tækja, sem nuðsynleg' væru rekstri H ÍS á Keflavíkurflugvelli. í bréíi þessu er sérstaklega tekið fram. að peningarnir, sem inn á reikn- inginn koma, eigi aðeins að not- ast til kaupa á tækjum vegna rekstrar HÍS á keflavíkurílug- velli („It is understood, of course, that you will use only these funds to purchase equipment necessary for your Keílavik op- erations“). Gert var ráð fyrir í bréfinu, að teknir yrðu til at- huguna.r í maí næsta ár (þ.e. 1954) möguleikar á því að fram- lengja þessa ráðstöíun, eí nauð- syn þætti. Þess skal getið, að reikningur- inn nr. 4138 var enn við líði. er rannsókn málsins hófst. Þá skal tekið fram, að megnið al' þeim dollurum, sem runnu inn á reikn- ing þenna, nr. 4138, var notað til kaupa á alls konar tækjum og varahlutum vegna reksturs HÍS á Keflavíkurflugvelli. Neðst á bréfinu, sem að fram- an greinir, stóð: „cc: Mr. V. Tlior. Oliufelagid, H.F.“ Þetta gæti þýtt, að Vilhjálmi Þór hafi verið sent afrit bréfs- ins. Vilhjálmur Þór skýrði frá því fyrir dómi, er honum var sýnt bréfið, að hann hefði aldrei séð bréfið fyrr og hann hefði aldrei fengið afrit aí því. Vil- hjálmur Þór hefir, margítrekað aðspurður, alltaf staðhæft. að hann hefði ekki haft hugmynd um tilvist reikningsins nr. 4138. Special Account HÍS hjá Esso Export Corporation. Lokaorð Skylt er að geta þess. að við rannsókn málsins hafa rannsókn- ardómararnir mætt skilningi nú- verandi forráðamenn HÍS og Olíu- félagsins h.f. á nauðsyn þess, að mál þetta mætti upplýsast og rannsókn þess verða sem fyrst til lykta leidd. Liðsemd sú, sem forráðamenn félaganna hafa véitt dómurunum við öflun gagna, hefir verið slík, að án þessarar aðstoðar hefði rannsóknin. að öll- um líkindum lítt þokazt áleiðis. Reykjavík. 21. júlí 1960. Gunnar Iíelgason. Guðm. Ingvi Sigurðsson." Kcirtakór ReykÍGivÉkyr fer í sösigför fii USA @9 K®ncid© Karlakór Reykjavíkur aCIar ■ við stjórn kórsins og verður enn að leggja land undir fót| síðar skýrt nánar frá ýmsu i og hyggur nú á söngför til sambandi við för kórsins. Bandaríkjanna og Kanada. Verður lagt af stað héðan 1. október og stendur ferðin til 20. nóvember. Kórinn mun halda 40 hljómleika, þar af 11 i Kanada, og taka 40 manns þátt í förinni, 36 söngvarar, söngstjórinn Sig- urður Þórðarson, undirleikar- inn Fritz Weisshappel. Ein- söngvarar verða Guðmui fcur Jónsson, Kristinn Hallsson og Guðmundur Guðjónsson. Fararstjóri verður Gísli Guðmundsson starfsmaður upplýsingaþijónustu Bandaríkj- anna hér á landi. Fréttamenn ræddu í gær Hljómplatao „Pét- ur og lilíuriun66 Sinfóníuhljómsveitin lét í ár taka upp á segulband „Pétur og úlfinn“, æfintýri með tónleikum eftir Serge Prokofiefí. Hulda Valtýsdóttir, leikkona, sagði sög- una, en stjórnandi er dr. Vaclav Smetácek. Ætlunin er að vfir- færa þessa upptöku á hljóm- plötu, sem væntanlega kemur á markaðinn í haust og ætti þetta nýmæli að vera mörgum gleði- efni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.