Þjóðviljinn - 22.07.1960, Page 12

Þjóðviljinn - 22.07.1960, Page 12
Sovétríkin, Ceylon og Túnis heimta Belga burt úr Kongó Fulltrúar hinna ungu ríkja Afríku og Asíu í Örygg- isi’áðinu, Túnis og Ceylon, tóku í gær undir þá kröfu Sovétríkjanna, að Belgar yrðu á brott með her sinn úr Kongó. Þegar ráðið kom saman á fund sinn síðdegis í gær lá fyrir því ályktunartillaga frá Sovérikjunum að Belgar skyldu flytja burt allan her sinn frá Kongó eigi síðar en þrem dög- um eftir samþykkt hennar. Fulltrúar Ceylons og Túnis báru fram aðra ályktunartil- lögu þess efnis að Belgar skyldu fara burt með her sinn eins fljótt og auðið væri, en í umræðunum sögðu þeir að þeim bæri að fara frá Kongó án tafar. Kúsnetsoff, varautanríkisráð- herra Sovérikjanna, sagði að ef „Belgar héldu áfram árásarað- gerðum sínum myndi nauðsyn- legt að gera raunhæfari ráð- stafánir en gerðar hefðu ver- ið' hingað til, bæði af hálfu Sameinuðu þjóðanna og þeirra friðelskandi landa sem samúð hefðu með hinu unga lýðveldi". Lúmnmba væntanlegur til New York Lúmúmba, forsætisi’áðherra Kongó, fór þess í gær á leit við Öryggisráðið að það frest- aði umræðum um Kongómálið þar til hann gæti mætt á fundi þess, en forseti ráðsins taldi ekki ástæðu til að verða við þeim tilmælum. Ekki var vitað í gær hvenær Lúmúmba myndi koma til New York, en sagt var að hann ætti erfitt með að fá farkost til ferðarinnar Þó var jafnvel búizt við honum til New York í dag, en ekki síð- ar en á morgun. Moskvuútvarpið s^ndi í gær út viðtal sem fréttamaður þess í París hafði átt við Lúm- úmba í síma. Hann sagði að Belgar héldu áfram ofbeldis- verkum s'ínum og virtu að vett- Dönsku konungs- hjónin á Græn- landi Dönsku konungshjónin, Frið- rik 9. og Ingiríður, hafa verið á ferð í Grænlandi ásamt rík- isarfanuin Margréti prinsessu. Á myndunum sjást konungs- hjónin á útisamkomu í Uperna- vík, og Danadrottning í græn- lenzkum búningi. ugi sjálfstæði þjóðar hans. Hún væri því til neydd að biðja alla þá sem henni væru hlið- hollir um aðstoð til að reka óvinina úr landi. Lúmúmba flutti Sovétrikjunum einlægar þakkir þjóðar sinnar fyrir alla þá aðstoð sem þau hafa veitt í þrengingum hennar. Liðsflutningum haldið áfram Þrjár stórar sovézkar flug- vélar komu í gær til Leopold- Bifreiðarstjórinn gaf sig fram í gær Bifreiðarstjórinn, sem strauk úr gæzluvarðhaldinu á þriðju- dagskvöldið, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, er nú kominn í leitirnar. Gaf hann sig sjálfviljugur fram við lögregluna í gærdag. ville, höfuðborgar Kongó. Fluttu þær hermenn frá Ghana, svo og matvæli. Þá komu einn- ig til Leopoldville í gær fyrstu sænsku hermennirnir sem verða í gæzluliði SÞ. Munu þeir taka við stjórn flugvallarins í Leo- poldville af Belgum. Nú munu um 4.500 SÞ-hermenn vera 'í Kongó, en þeir mega sin enn lítils og virðast Belgar fara sínu fram að mestu. Sums- staðar, eins og t.d. í Stanley- ville, hefur gætt óvildar Kongómanna í garð gæzluliðs- ins og hefur foringi þess þar beðið um liðsauka. Með sovézku flugvélunum frá Ghana munu einnig hafa komið erindrekar sovétstjórnarinnar og eru þeir sagðir hafa gengið á fund Lúmúmba þeg- ar eftir komuna til Leopold- ville. Tshombe lætur undan síga Tshombe, Ieppur Belga í Katangafylki, virðist vera að gefa upp allar vonir um að honum takist að skilja fylkið frá lýðveldinu. Hann sagði !í gær að hann væri fús til að fallast á að Katanga yrði á- fram í því, ef fylkið fengi al- gera sjálfstjórn um eigin mál. I Salisbury, höfuðborg Suð- ur-Tthódesíu, hafa verið mikl- ar óeirðir síðustu daga. Leið- togar Afríkumanna hafa verið handteknir, en þeir hafa svarað handtökunum með verkfalli. I fyrradag mætti aðeins helming- ur þeirra til vinnu, en fyrir dögun í gær voru hermenn sendir með alvæpni í hverfi þeirra í borginni til að reka þá til vinnu. Öfriðlegt er einnig i belg- isku nýle'ndunni Rúanda-Úr- úndi og hefur liðsauki ver- ið sendur þangað. ÞlÓÐVIUINN Föstudagur 22. júlí 1960 — 25. árgangur — 160. tölublað. Faradísarheimt, ný saga eftir Laxness komin út 1 gær koni út ný skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness og fcer hún heitið* PARADÍSARHEIMT. í viðtali við Þjóðviljann í vor skýrði Halldór frá að saga þessi gerðist á íslandi, í Kaupmanna- höfn og í mormónabyggðum í Bandaríkjunum á ofanverðri síð- ustu öld. Paradísarheimt er mikil saga, 301 blaðsíða í sama broti og aðr- ar bækur Halldórs sem Helga- fell gefur út. Hún er rituð í Lugano í Sviss síðastliðinn vet- ur. Áður hafðí Halldór Laxness eins og kunnugt er gert sér ierð vestur til Utah, mormónafylkis- ins í Bandaríkjunum, sem er eitt af sögusviðunum. Hitti hann af- komendur íslendinga þeirra sem þar tóku sér bólfestu eftir að mormónar hófu trúboð hér á landi. Af fyrstu síðu sögunnar má sjá að hún gerist ,,á öndverðum dögum Kristjáns Vilhjálmsson- ar sem þriðji síðastur útlendra konúnga hefur farið með völd hér uppá landið“. Er þar nefndur til sögunnar „bóndi sá er Stein- ar hér“ og „bjó búi sínu að Hliðum í þeirri sveit sem heitir undir Steinahliðum“. Mun þar Halldór Kiljan Laxness. komin söguhetjan, en vilji menn vita hversu Steinari þessum reið- ir af verða þeir að afla sér bók- arinnar. Ekkja Bandanaraike settist í gær fyrst aílra kvenna í embætti forsætisráðherra Ekkja Bandaranaike, sjálfstæð- isforingja Ceylonbúa, sem niyrtur var í september s.I„ hefur fetað í fótspor manns síns og setzt í stól hans sem forsætisráðherra 'r John Hunt á Reykjavíkurflugvelli: Trúir á tilveru snjómamisins en er vantrúaður á Kínverja Tveir garpar, sir John Hunt og George Lowe, sem klifu Everesttind 1953, höfðu í gær- kvöld stutta viðdvöl á Reykja- vikurflugvelli, en þeir voru á leið til Grænlands, ásamt öðr- um Englendingum, og ætla þeir að dvelja þar í 6 vikur við ýms rannsóknarstörf. Fréttamenn áttu stutt við- tal við þá félaga og sagði sir John m.a. að hann tryði því að til væru „snjómenn“, eða apar liann liefði séð fótspor þeirra og heyrt til þeirra. Hljóðin væru lík og í öpum. Lovve var sama sinnis, en sagð- ist álíta þetta bjarnartegund. Sir Jolin var efins í að Kín- verjar hefðu klifið Everesttind- inn, a.in.k. mælti margt á móti þeirri staðliæiiiigu, og hann þyrfti öruggari sannanir, ef hann ætti að trúa. Sir John hefur aldrei kom- ið áður til Grænlands eða Is- orge Lowe tvisvar haft örstutta viðkomu hér á flugvelli. Hópurinn kom með Gullfaxa Sir John Hunt frá London og hélt síðan eft- ir stutta viðdvöl með Sólfaxa lands. Aftur á móti hefur Ge- til Grænlands. Ceylons, fyrsta konan í heimin- um sem gegnir slíku embætti. Hún tók við forystu flokks hans, Frelsisflokksins, Sri Lanka, eftir dauða hans og henni er það þakkað, öðrum íremur, að flokk- urinn vann í fyrradag’ glæsileg- an sigur í þingkosningunum, Hann hlaut 75 af 151 þingsæti, hafði enda bandalag við flokka kommúnista og trotskista sem buðu ekki fram þar sem Sri Lanka átti í tvísýnni baráttu við hinn íhaldssama Þjóðernisflokþ Frú Bandaranaike gegnír eínn- ig embætti landvarnaráðherra'og utanrikisráðherra. Búizt er við að stjórn hennar muni beita sér fyrir viðtækri þjóðnýtingu og þá fyrst þjóðnýta peningastofn- anir landsins, banka og trygging- arfélög, sem nú eru að mestu leyti í höndum Breta. Mótmælt flugi Bandaríkjamanna yfir sovéttogara Bandaríkin haia visað á bu|»; þeirri kröfu sovétstjómarinnair að þau hætti að stol'na í hættu sovézkum fiskimönnum með þvi að láta ílugvélar sínar fljúga' lágt yfir sovézka togara úti á reginhafi. Stjórn Kanada varð hins vegar þegar í stað við þess- ari kröfu og gaf flugher sínum fyrirmæli - um að hætta slíku flugi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.