Þjóðviljinn - 23.07.1960, Blaðsíða 9
4) — ÓSKASTUNDIN
MÚ S
eftir Louise Sperling.
Leikrit fyrir byrjendúr
í lestri. — Persónur:
Köttur og mús.
Köttur: Komdu út, litla
mús. Komdu út úr húsinu
þínu. Komdu út, mig
langar að sá þig.
Mús: Mamma sagði að
ég mætti ekki fara út.
Köttur: En ég er kom-
inn til að finna þig. Vertu
svo væn að koma út, litla
mús.
Mús: Hver ertu?
Köttur: Ég er hún
amma þín.
Mús; Amma mín! Á ég
ömmu?
Köttur; Já, já, það áttu.
Mús: Hvernig lítur þú
út?
Köttur; Ég er lík þér.
Ég er með gráan feld.
Ég er með langa rófu.
Ég er líka fljót að hlaupa.
Mús: Ertu lítil eins og
ég, amma?
Köttur; Ég er ekki stór.
Mús: Hvað ertu gömul,
amma?
Köttur: Ég er ekkert
barn.
Mús; Ertú góð, amma?
Köttur: Ég er ekki
slæm.
MÚS: Og þykir þér
Va?nt um Jitlar mýs?
Köttúr: Já, góða mín,
mér þykir mjög vænt um
litlar mýs. Jæja — ætlar
þú nú að komú út?
Mús; Nei, ég kem ekki!
Þú ert gamall og vondur
köttur!
Ég kem aldrei út til þín.
V. D. þýddi.
BRÚÐU-
SAMKEPPNIN
Framhald af 3. síðu.
ir vænt um hana, þess
vegna munum við endur-
senda allar brúðurnar að
lokinni keppni. Þið eigið
að merkja þær vel. Brúð-
urnar skulu merktar með
fullu nafni, heimilisfangi
og aldri sendanda. Brúða
er afar skemmtilegur
hlutur og ekki erum við
frá því, að þær hafi svo-
lítið sálarkorn, þess
vegna óskum við eftir því
að fá þær skírðar, það
undirstrikar persónuleika
þeirra.
Drengir og- stúlkur á
öllum aldri geta tekið
þátt í keppninni. (Dreng-
irnir þurfa ekkert að
skammast sín fyrir að
þykja gaman að brúðum.
Margir frægir menn hafa
leikið sér að brúðum og
sumir jafnvel fram á
fullorðins ár). ' •
Ef þáttaka verður góð
höldum við sýningu í
glugganum okkar.
Einn nóvemberdag sag'ði
Kanínupabbi við Kanínu-
mömmu: Hvernig væri
að við byðum ættingjum
mínum til veizlu?
— Já, en, sagði Kan-
ínumamma, — þeir búa
svo langt frá okkur, í
Fagrahvammi handan við
Smáragrund. Við sjáum
þá aldrei, hvað eru þeir
annars margir?
— Þeir eru ekki sVo
margir. Það er hún Lip-
urtá frænka mín og hann
Langstökkur frændi minn
og þeirra börn. Svo er
annar frændi minn
Eyrnaprúður og kona
hans, já og eitthvað eiga
þau víst af börnum. Ætli
þau séu ekki sex eða sjö.
— Ekki er þetta of
margt, sagði Kanínu-
mamma. — Við eigum
nóg af grjónum og þurrk-
uðú grænmeti, sem við
höfum safnað til vetrar-
ins. Ég get bakað fullt fat
af pönnukökum, og svo
bý ég til byggkássu-----
— Það er ágætt. Við
höfum nóg. Ég sendi þeim
þá boðskort með Kráku
hraðlestinni, og bið þá
að koma.
— Koma? Hver er að
koma? sögðu kanínubörn-
in fimm hvert við annað.
— Ættingjar föður ykk-
ar, sagði móðir þeirra.
— Auðvitað eru þeir líka
skyldir ykkur.
Kanínukrakkarnir grettu
sig hver.t framan í annað
og hvísluðu: „Við þekkj-
ÆTTINGJ-
ARNIR
eftir Miriam Clark
Potter
Teikningar eftir Cyndy
Szekeres.
um þá ekki. Þeir eru'
kannski leiðilegir“. —
(Stundum voru börnin
ekki beinlínis kurteis).
Kanínupabbi skrifaði
boðskortið: „Kæra Lipur-
tá frænka. Það er svo
óralangt síðan við höfum
sézt. Ekki síðan við vor-
um börn. Þess vegna
langar mig að biðja þig.
og- aðra ættingja mína í
Fagrahvammi, að koma
og borða með mér og
fjölskyldu minni á sunnu-
daginn kemur. — Þinn
frændi, Jón Pétur Kan-
ína.
Svarið kom til búka,
með Krákuhraðlestinni:
Við komum hoppandi
og skoppandi. — Lipurtá
frænka.
Nú hafði Kanínu-
mamma í mörgu að snú-
ast. Hún sópaði og fægði
og lét Kanínupabba hrista
motturnar og bursta púð-
ana. Hún lét krakkana
lika hjálpa til. Á sunnu-
Laugardagur 23. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9
r
Drengj ameistaran&ót Islands '60
Margir keppenda lofa góðu
Drengjameistaramót íslands
fór fram hér á Laugardalsvellin-
um miðviku- og fimmtudags-
kvöld. Veður vai; slæmt fyrri
dag keppninnar og brautir þung-
ar af bleytu, en síðari daginn
ur Jónasson KR, sem vöktu
mesta athygli. Þeir unnu sitt
hvort hlaupið, Hrólfur 100 m en
Þorvaldur 300 og þeir voru líka
í öðru sæti í sitthvoru hlaup-
anna. Árangur Þorvaldar á 110
grind er mjög góður.
Kristján Eyjólfsson kemur þar
ekki langt á eftir og árangur
hans í mörgum greinum er mjög
athyglisverður. Árangur hans í
þrístökki er Hka ágætur og' mun
hann ekki vera langt frá drengja-
metinu.
I lengri hlaupunum voru það
Friðrik Friðriksson og Eyjólfur
Æ. S. Magnússon sem börðust um
sigurinn í 800 og 1500 m hlaup-
unum. i|;^i
Eyjólfur vann 800 m en Frið-
rik 1500 og það með yfirburð-
um. Friðrik er gott hlaupara-
efni, þegar hann hefur fengið
Friðrik Friðriksson og
Eyjólfur Æ. Magnússon
var bezta keppniveður. Þátttaka
var allgóð, og árangur í sum-
um greinum allgóður. Margir
keppenda lofa g'óðu og er þar
vissulega á ferðinni efniviður
sem getur náð langt, ef vel er
æft. Því miður eru þó of marg-
ir, sem ekki hafa þá grundvallar-
æfingu sem æskileg væri, en til
þess að árangur náist þarf að
æfa regjubundið og markvisst.
í hlaupunum voru það Hrólfur
Jóhannsson frá HSH og' Þorvald-
meiri kraft. Eyjólfur er kröft-
ugur, en of þungur.
í spjótkastinu áttu utanbæjar-
menn 4 fyrstu menn með Kristj-
án Stefánsson frá Hafnarfirði
sem sigurvegara. Sama kom fyr-
ij; í kúluvarpinu og var Kristján
þar fyrstur líka.
Kristján er mjög fjölhæfur
íþróttamaður og má mikils af
honum vænta í íramtíðinni. Þátt-
taka utan af landi var góð, og
voru skráðir keppendur alla leið
norðan úr Eyjafirði.
Að loknu mótinu átti að af-
henda verðlaun þeim keppendum
sem til þeirra höfðu unnið, en
það gat ekki farið fram veg'na
þess að Frjálsiþróttasambandið
hafði verðlaunapeningana ekki
tilbúna, en það er viðtekin regla,
að það leggur til verðlauna-
peninga á landsmót í frjálsum
íþróttum. Vonandi koma verð-
launin síðar. Þetta er miður far-
ið hjá sambandinu, því það er
nú svo, að það er stór stund í
huga ungs manns þegar hann
stígur á verðlaunapall og veitir
mótttöku verðlaunum fyrir unn-
in afrek.
Frjálsíþróttadeild Ármanns sá
um mótið.
Úrslit urðu þessi; (Fyrri d.)
100 m hlaup:
Hrólfur Jóhannsson, HSH 11,8
Þ'orvaldur Jónasson, KR 11,9
Lárus Lárússon. ÍR 12.0
Kristján Eyjólfsson, ÍR 12,0'
800 m hlaup:
Eyj. Æ. S. Magnússon. Á 2.08.6-
Friðrik Friðriksson, ÍR 2.09.2
Hermann Guðm.. HSH 2.09.0
Valur Guðmundsson, ÍR 2.17.0
200 m grindahl:
Kristján Eyjólfsson, ÍR 27.7
Lárus Lárusson, ÍR 28.T
Eyjólfur Æ. S. Magnúss., Á 28.3
Þorvaldur Ólafsson', ÍR 29.5
4x100 m ldaup:
A-sveit Ármanns 48. í
Sveit KR 51.L
A-sveit ÍR 51.(5
Framhald á 10. síð .
Kristján Eyjólfsson
Landslið hurstaði hlaðalið 9:1
GuSmundur skoraði 5 mörk,
Þórólfur átti góÖan leik
Það var margt um manninn
á Valsvellinum í fyrrakvöld,
þegar Landsliðið og „Pressan"
leiddu saman hesta sína, enda
veður með afbrigðum gott til
þeppni.
Yfirburðir Landsliðsins
Landsliðið hafði mikla yfir-
burði yfir lið blaðamanna,
enda vart hægt að búast við
góðum árangri frá svo blönd-
uðu liði sem „Preesan“ var.
Tvær breytingar urðu á liðun-
um frá því sem valið hafði
verið. Gunnlaugur Hjálmars-
son lék vinstri bakvörð í stað
Kristins Gunnlaugssonar með
landsliðinu, en Guðmundur
Elíasson úr Val lék á v. kanti
í stað Gunnars Guðmannsson-
ar.
Guðmundur Óskarsson skor-
aði fyrsta markið fyrir lands-
liðið snemma leiks. Hann bætti
einnig öðru markinu við
skömmu síðar. Þá tók Þórólf-
ur við og skoraði önnur tvö,
og þannig var staðan í hálf-
leik, 4:0. í síðari hálfleik hélt
markaflóðið áfram. Guðmund-
ur Óskarsson skorar þá tvö
mörk í röð, 6:0. Þórólfur skor-
ar örugglega úr vítaspyrnu„
7:0, og Sveinn skoraði það
laglega úr aukaspyrnu frál
vítateig. Ingvar skoraði fyrir
„Pressuna“ úr vítaspyrnu, en.
Guðmundur skoraði 9. markið>
fyrir landsliðið.
Þórólíur lék sér að
„Pressu“-vörnínm
Þessi níu mörk, sem skoruðí
voru m. a. flest að þakka sér-
lega góðum leik Þórólfs Bec’:
miðherja. Það var oft unun að
horfa á Þórólf í leik þessum.
I vörn landsliðsins var
Hörður mjög sterkur. Fram-
varðalínan, Sveinn og Guðjón
báðir mjög góðir. I framlin-
Framhald á 10. síðu