Þjóðviljinn - 23.07.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Útvarpiö S Flugferðir
★ 1 dag er lauífardafíili'imi 23.1
júlí — Appolinaris — Tungl í
hásuðri kl. 12.21 — Nýtt tungl
kl. 17.31 — Árdegishi’lflæði
kl. 5.18 — Síðdegisháflæði kl.
17.45.
Næturvarzla vikuna 23.-29. júli er
í Laugavegsapóteki, sími 2-40-46.
Slysavarðstofan er opin allan
sólarhringinn — I.æknavörður
L.B. er á sarrra stað klukkan 18—
8 s!mi 15030.
Holtsapótek og Garðsapótelc eru
opin alla virka daga klukkan 9—
7 og á. sumnudögum klukkan 1—4
8.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir.
— 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veð-
urfregnir). 12.50 Óskalög sjúkl-
inga. 14.00 Laugardagslögin. 20.30
Leikrit: „Djöfullinn og Daníel
Webster“ eftir Stephen Vincent
Bennett. (Þýðandi og leikstjóri
Lárus Pálsson). 21,10 Valsar
eftir Waldteufel. (Hljómsveitin
Fílharmonía“ í Lundúnum leik-
ur. — Constant Lambert stjórn-
ar). 21.35 Upplestur: „María“
smásaga eftir Jón Björnsson rit-
stjóra frá Dalvík (Snorri Sig-
fússon les). 22.10 Danslög —
24.00 Dagskrárlok.
—
Leifur Eiríksson er
væntanlegur kl. 6.45
frá New York. Fer
til Osló og Helsing-
fors kl. 8.15 Edda er væntan-
leg kl. 19.00 frá Hamborg,
Kaupraannahöfn og Gautaborg
Fer til New York kl. 20.30.
Leifur Eiriksson er væntanleg-
ur kl. 01.45 frá Helsingfors og
Osló. Fer til New York kl. 3.15.
Millilandaflug: Milli-
landaflugvélin Gull-
faxi fer til Glasgow
og Kaupmannahafnar
kl. 8,00 i dag. Væntanleg aftur
til Reykjavíkur kl. 22,30 í kvöld.
Kaupmannahafnar kl. 8.00 í
fyrramálið. MilfilandafjUgvélin
Hrímfaxi fer til Oslóar, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar kl.
10.00 í dag. Væntanleg aftur til
Reýkjavikur kl. .16.40 á morg-
i<n.
Innanlandsflug: í dag er áætl-
að að fljúga til Akureyrar (2
ferðir), Egilsstaða, Húsa.víkur,
Inafjarðar, Sauðárkróks, Skógar-
sands og Vestmannaeyja (2
ferðir). Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir).
ísafjarðar, Sigiufjarðar og Vest-
ma.nnaeyja.
^^^33^1611 er væntan-
H legt til Kolding 25. þ.
m. Arnarfell er vænt-
an'egt til Swansea 25.
þ,m. Jökulfell er i Reykjavik.
Dísarfell er í Stettin. Litlafell
er á leið til Reykjavikur.
He’gafell er væntanlegt til Fá-
skrúðsfjarðar annað kvöld.
Hamrafell fór 17. þ.m. frá
Hafnarfirði til Batum.
Laxá losar sement á Vestfjarða-
og Norðurlandshöfnuttn.
Langjökull er i
Riga. Vatnajökull
fór frá Akureyri í
gær til Grimsby.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer frá Reykjavík klukkan
18 í kvö'd til Norðurlanda. Esja
er á Austfjörðum á norðurleið.
Horðubreið var væntanleg til R-
víkur í gær frá Austfjörðum.
Skjaldbreið er á Skagafirði á leið
til Akureyrar. Herjólfur er í
Vestmannaeyjum.
ir 1 Dettifoss fór frá
■h V) Liverpool í gær til
^______j Grimsby, Gauta-
borgar, A>'hus og
Gdynia. Fjallfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss kom til Gdansk
21. þ.m. fer þaðan til Gulifosis
fer fr!V Kaupmannahöfn á há-
degi í dag til Leith og Reykja-
víkur. Lagarfoss fer frá New
York um 27. þ.m. til Reykja-
víkur. Reykjafoss kom til Ábo
20. þ.m. fer þaðan til Ventspils
Hamina. LeningrEnl og Riga. Sel-
foss’ fór frá Reykiavtk i gær,
titl Keflavíkur, Patreksfjarðar,
Sauðárkróks, Siglufjarðar, Ak-
ureyu-ar, Isafjarðar, Flateyrar,
Faxaflóahafna og ReykjaJvíkur.
Tröllafoss fór frá Keflavik 16.
þ.m. til Hamborgar, Rostock,
Ystad, Hamborgar, Rotterda.m,
Antwerpen og Hull. Tungufoss
fór frá ísaf. 21. þ. m. til Sauð-
árkróks, Sigluf jarðar, Hú: tuvík-
ur Dalvíkur og Akureyrar.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
fer í skemmtiferð þriðjudaginn
26. júli i Þórsmörk. Upplýsingar
3 simum 14442 og 15530.
Bústaðaprestakall. Messa í Foss-
vogskirkju kl. 11. Séra Gunnar
Árnason.
Kópavogsbúar. Þeir, sem vi’du
gjöra svo vel og vinna í sjálf-
boðavinnu við kirkjubygginguna,
hreinsun timburs og fleira, eru
beðnir um að gefa sig fram við
Siggeir Ólafsson, Skjólbraut 4. —
Byggingarnefndin.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra
Jón Auðuns.
Minningarspjöld Sjálfsbjargar fási
Bókabúðinni Laugarnesvegi 52
1 á eftirtöldum stöðum: —
Bókabúð ísafoldar, Austurstræti 8.
Reykjavíkurapóteki, Austurstrætl
16. Verzl. Roða, Laugavegi 74,
ÆFB
Farið verður í Þórsmörk um
verzlunarmannahelgina. Tryggið
ykkur. far í síma 1-75-13, milli
8 30 og 9,30 síðdegis.
Læknar íjarverandi:
Arinbjörn Kolbeinsson fjarv. frá
21. jú ii til 2. ágúst. Staðg.:
Bjarni Konráðsson.
Björgvin Finnsson fjarv. frá 25.
júií til 22. ágúst. Staðg.: Árni
Guðmundsson.
Esra Þétursson fjarv. frá 25. júlí
til 30. júlí. Staðg.: Halldór Arin-
bjarnar.
Ólafuir Jónsson fjarv. fri't 23. júlí
til 8. ágúst. Staðg.: Tryggvi Þor-
steinsson.
Jóhannes Biörnsson fjarv. frá 23.
júlí til 20. ágúst. Staðg.: Emil Ais,
Hverfisgötu 50 viðtalstími 1.30 til
2.30 sdmi 15-7-30.
Björn Guðbrandsson fjarv. frá
18. júli til 16. ágúst. Staðg.: Ghð-
mundur Benediktsson.
Bergþór Smíri, fjarv. 24. júní —
5. ág. Staðg.: Árni Guðmundsson.
Bjarni Jónsson fjarv. í ó kveðinn
tíma. Staðg.: Björn Þórðarson.
Friðrik Björnsson fjarv. frá 11.
júlí um óákveðinn t ma. Staðg.:
Viktor Gestsson fyrstu vikuna,
Eyþór Gunnarsson eftir það.
Guðmundur Björnsson fjarv. til
2. ágúst. Staðg.: Skúli Toroddsen.
Grímur Magnússon fjarv. frá 15.
júií til 22. ágúst. Staðg.: Gunnar
Guðmundsson Klapparstíg 25,
viðtalstími frá 5—6.
Gunnar Cortes 4. júlí til 4. ágúst.
Staðg.: Kristinn Björnsson.
Hannes Þórarinsson fjarv. frá
18. júlí í eina til tvær vikur.
Staðg.: Haráldur Guðjónsson.
Halldór Hansen fjarv. frá 11. júlí
til ágústloka. Staðg.: Karl S.
Jónasson.
Henrik Linnet 4.—31. jú’í. Staðg.:
Halldór Arinbjarnar.
Kristján Hannesson fjarv. frá 19.
júlí til 15. ágúst. Staðg.: Krist-
ján Þorvarðarson.
Kristján Jóhannesson til 30. júlí.
Staðg.: Bjiarni Snæbjörnsson.
Karl Jónsson fjarv. frá 20. júlí til
30. ágúst. Staðg.: Jón Hjaltalín
Gunnlaulgsson.
Oddur Ólafsson 4. júlí til 5. ág.
Staðg.: Árni Guðmundsson.
Ólafur Tryggvason fjarv. til 27.
ágúst. Staðg.: Haraldur Svein-
bjarnarson.
Ólafur Helgason tii 7. ág. Staðg.:
Karl S. Jónasson.
Pá’l Sigurðsson yngri fjarv. til
7. ág. Staðg.: Emil AIs, Hvg. 50.
Ragnhildur Ingibergsdóttir verður
fjarv. til júliloka. Staðg.: Bryn-
júlfur Dagsson. héraðslæknir í
Kópavogi.
Richard Thors verður fjarverandi
til 8. ágúst.
Stefán Björnsson fjarv frá 14. júlí
í óákv. tíma. Staðg.: Magrnús Þor-
steinsson sími 1-02-69.
Stefán Björnsson læknir fjarv.
frt 14. júlí í óákv. t’ma. Stpðg.:
Magnús Þorsteinss. Sími 1-97-67.
Sigilrður S. Magnússon iæknir
verður fjarverandi um óákv. tíma.
Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson.
Snorri Hallgrímsson til júlílöka.
Stef! in Öafsson, fjarv. 23 júní
tii 1. ágúst. Staðg.: Ólafur Þor-
st'einsson.
Valtýr Bjarnason, frá 28. júní I
óákv. tíma. Staðg.: Tryggvi Þor-
steinsson.
Víkingur Arnórsson til 1. ágúst.
Staðg.: Axel Blöndal.
Victor Gestsson fjiarverandi frrl
18. júlí til 22. ágúst. Staðgengill:
Eyþór Gunnarsson.
Þórarinn Guðnason fjarv. til 1.
ágúst. Staðg.: 'Árni Björnsson
Þórður Möller júlímánuð. Staðg.:
Gunnar Guðmundsson.
Þórður Þórðarson fjarv. frá 20.—
27. júlí. Staðg.: Tómas Iónssou.
Listasafn Einars Jónssonar opið
daglega frá klukkan 1.30 til 3.30.
Trúlofanir
Giftinqar
C A M E R O N H A W L E Y :
stiorinn feiiur
8. DAGUR.
um, ekki sízt ef þær stóðu í
sambandi við Avery Bullard og
flest geðhrif hennar stóðu í ein-
hverju sambandi við Bullard.
Hún hafði verið einkaritari
hans í næstum sextán ár.
Átján ára gömul hafði Erica
Martin ekki verið sérlega lag-
leg stúlka. Sem þrjátíu og átta
ára kona var hún falleg. Þegar
hún var unglingur hafði hún
verið hávaxin og sterklega
byggð og andlitsdrættir hennar
höfðu verið of festulegir til að
samrýmast kröfum þeirra tíma
um kvenlega fegurð. Sem full-
þroska kona fékk hún nokkra
sárabót þótt seint væri, með
því að hljóta sífellda aðdáun.
Kárlmenn hrósuðu henni eins
og bezt er hægt að hrósa konu
með því að segja að hún hugsaði
eins og karlmaður. Konur, eink-
um konur á aldur við hana,
litu á hana sem hina sterku,
sjálfstæðu persónu, sem þær
hefðu sjálfar getað verið, ef
þær hefðu ekki fórnað sér
fyrir húsverk, bameignir og
úmönnun eiginmanns með allrl
hans sérvizku og smánöldri.
Og þó var sannleikurinn sá,
að líf Ericu Martin var ekki
svo feikilega ólíkt lífi giftu
kvennanna. Enda þótt samband
hennar við Avery Bullard væri
algerlega platóniskt og bæri
engan keim af hlýjum tilfinn-
ingum, var það ekki ókeimlíkt
sambandi greindrar og hjálp-
samrar eiginkonu og dugandi,
ráðr’ks og kröfuharðs eigin-
manns hennar. Henni var sýnd
ögn meiri virðing en tíðkast
í hjónaböndum yfirleitt.
Hvað snerti erfiðleika og
smánöldur eiginmannsins, þá
höfðu fæstar eiginkonur fengið
að kenna meira á slíku en Eirca
Martin, og það hafði komið fyr-
ir að húri hafði átt erfitt með
að sýna umburðarlyndi. Avery
Bullard gat verið mjög þreyt-
andi. Hið versta var að þá var
einlægt um smámuni að ræða.
Dag eftir dag gat hann tekið
mikilvægar ákvarðanir, næstum
jafnóðum og hún lagði vanda-
málin fyrir hann. Betra sam-
starf var ekki hægt að hugsa
sér. En svo kom eitthvað smá-
vægilegt á dagskrá og alveg að
tilefnislausu varð hann þrár,
eins og hann reyndi vitandi vits
að gera henni gramt í geði.
Hverja einustu viku síðan Fitz-
gerald dó hafði hún gert sitt
ýt.rasta til að fá Bullard til að
afgreiða málið „aðstoðarfor-
stjóra'1. Einu sinni hafði hún
meira að segja borið fram beina
spurningu, en þrátt fyrir það
hafði hann ekki gert neitt.
Meira gat hún ekki gert. Ef
Avery vildi vera þrjózkur, þá
var ekkert við því að gera.
Hún gat ekki skrifað á minnis-
blaðið hans: „Velja aðstoðarfor-
stjóra“ eins og hún skrifaði á
hverjum mánudagsmorgni:
„Klipping". Avery hafði aldrei
haft fyrir því að skilja hvað
þessi vanræksla hans gerði
henni erfitt fyrir. Það var hún
sem þurfti að kalla á undirfor-
stjórana á fundi. En auðvitað
hvarflaði það aldrei að honum.
Hún leit niður og símskeytið
í hendi hennar minnti hana
strax á að mínúturnar liðu.
Enginn undirforstjóranna vissi
að herra Bullard var á leið
heim frá New York. Það var
föstudagur. Verið. gat að einn
þeirra eða fleiri hefðu hugsað
sér að taka helgarfrí snemma.
Hún yrði strax að hafa sam-
band við bá. Avery myndi
dansa striðsdans ef einhvern
þeirra vantaði á fund og það
þyldi hann ekki .... blóðþrýst-
ingur hans hafði orðið alltof
hár síðast þegar það kom fyrir.
Hún flýtti sér út um skrif-
stofudyrnar og lagði af stað
niður miðaldalega stigann sem
tengdi saman þessar tvær
efstu hæðir. Um leið og hún
kom niður leystist vanda-
málið sjálfkrafa, því að beint
fyrir framan hana var hurð
sem á var letrað: Frederick W.
Alderson, undirforstjóri og
gjaldkeri. Það var því ofureðli-
legt að hún færi þangað inn
fyrst.
Frederick Alderson sat tein-
réttur í skrifborðsstólnum sín-
um; hvítt hár hans var vand-
lega greitt yfir háu enninu og
rjóðu, sléttu andlitinu. Það var
eins og úlit hans væri sniðið
fyrir snyrtilega skrifstofuna.
Bros hans var jafn notalegt og
snyrtilegt.
„Komið innfyrir, ungfrú Mar-
tin.“
,,Eg var rétt í þessu að fá
boð frá herra Bullard um að
hann sé á heimleið frá New
York. Hann hefur boðað fund
klukkan sex.“
Brosið dofnaði andartak, en
komst svo fliótt í hið uppruna-
lega horf að hún tók varla eftir
því.
„Eg vona að það sé ekki ó-
þægilegt fyrir yður, herra Ald-
erson.“
,,Nei.“ Með þesu eina orði
tókst honum að láta. í ljós, að
ekkert í einkalífi hans skipti
máli þegar Avery Bullard var
annars vegar.
„Eg er viss um að það er
éitthvað áríðandi á dagskrá,“
sagði hún. „Annars hefði hann
ekki beðið ykkur alla að mæta“.
„Alla?“ spurði herra Alder-
son varfærnislega.
„Stjórnina.“
„Já, auðvitað. Þökk fyrir,
ungfrú Martin.“ Hann stöðvaði
hana í dyrunum. ,,Þér vitið
náttúrlega ekkert um hvað
fundurinn verður langur?“
„Nei, því rniður ekki.“
„Jæja, það gerir svo sem ekk-
erf til. Við hjónin erum boðin
í kvöldmat klukkan sjö, en ég
er viss um að gestgjafar okkar
fyrirget'a okkur, þótt við kom-
um örlítið of seint.
Um' leið og hún lokaði dyr-
unum, sá hún að hann tók ný-
yddan blýant og teygði sig eftir
minnisblokkinni. Það gerðist
aldrei neitt. án þess að herra
Alderson sk.rifaði um það at-
hugasemd með þéttri bókstafa-
skrift, sem leit út eins og prent.
Á leiðinni fram ganginn var
Erica Martin að velta fyrir sér,
hvort Avery Bullard hefði
nokkurn tíma gert sér Ijósa
hina dæmalausu tryggð Frede-
ricks Aldersons .... það \Tæri
mjög smekklegt af honum að
gera Alderson að meðforstjóra
s'num ..... þa.ð var engin á-
stæða til þess að hann gerði það
ekki, allt mælti með því. Herra
Alderson var elztur undirfor-
stjóranna. Það myndi ekki
valda neinum straumhvörfum í
skipulagningunfd og hann
mjmdi auk þess draga sig í hlé
eftir fjögur ár; hann var orðinn
sextíu og eins árs.
, Hún gekk framhjá hurð sem
ekkert spjald kæmi á fyrr en
búið væri að útnefna nýjan
varaforstjóra. og kom að hurð
sem á stóð; Jessie Grimm, uhd-
irforstjóri framleiðsludeildar.