Þjóðviljinn - 24.07.1960, Blaðsíða 4
4) jÞJÓÐVILJINN — Sunnudagoir 24. júlí 1960
Svœðamót
í Evrópu hafa nýlega verið
haldin tvö svæðamót til að
velja keppendur til milli-
svæðamótsins, sem fram fer
næsta ár. (Það mót verður
sambærilegt við Portoroz 1958).
Hvort mótið fyrir sig var skip-
að 16 þátttakendum og skyldu
3 efstu menn fara í milli-
svæðakeppnina.
IdiXtJýixi: SWvvw.
En vinningar féllu svo i
mótum þessum, að enn verður
að tefla til úrslita í þeim báð-
um, á öðru þeirra er meira að
segja enginn einn keppenda
öruggur með að ganga áfram!
Það er á mótinu í Madrid, þar
sem 4 urðu jafnir efstir. Það
voru þeir Pomar, Spáni, Port-
isch, Ungverjalandi, Gligoric,
Júgóslavíu og Donner, Hol-
landi. Hlutu þeir allir 10%
vinning (af 15). Næstir komu
Þjóðverjinn Lehmann og Belg-
inn O’ Kelly með 9 V2 vinning
hvor. Það vakti athygli að
skákfræðingurinn Pachmann
varð að láta sér nægja 8—9
sætið með 8V2 vinning og
Búlgarinn Nejkirch varð 10.
með W2.
Síðar á árinu munu hinir
fjórir umgetnu taflmenn tefla
til úrslita um réttinn til þátt-
töku í millisvæðakeppninni,
og fellur þá einn þeirra niður.
Hver þeirra sunkar, er erfitt
að segja um, en líklega verður
það annaðhvort Donner eða
Pomar.
Hitt svæðamótið var haldið í
Búdapest. Þar urðu úrslit að
því leyti hreinni, að Ungverj-
inn Barcza varð einn efstur
með IOV2 vinning. Síðan komu
h'nsvegar fjórir, jafnir að
vinningum. Það voru Júgósiav-
arnir Matanovic og Bertok,
Ungverjinn Bilek, svo og Hol-
lendingurinn van Schelting.
Þessir fjórir verða því að
tefla til úrslita um tvö sæti
og þátturinn vill spá því, að
Matanovic haldi velli, Schelt-
inga falli, en áhöld geti orðið
um þá Bertok og Bilek.
En sem sagt, af þeim 6
mönnum sem þessi tvö svæði
áttu að velja, er aðeins einn
kominn í gegn. Það er Ung-
verjinn Barcza.
Lítum nú á skemmtilega
skák frá mótinu í Búdapest.
Þar eigast við þýzki skák-
meistarinn Tröger og Búlgar-
inn Popov. Skákin ber yfir-
skriftina: Gagnsóknin er bezta
vörnin.
Hvítt: Ponov.
Svart: Dr. Tröger.
BREMER-BYRJUN.
1. c4, e5 2. Rc3, Rc6 3. g3,
7. — — Rd8! 8. d3, c6 9.
Rc3, d5 10. Rf3, f6 11. b3, Rf7
12. 0—0, Hd8 13. Bb2, g5!
(Svartur gengur hvatlega til
verks. Hvítur hyggst gjalda í
sömu mynt, er hann leggur
grundvöll að komandi fórn. En
einmitt á þeim vettvangi er
Dr. Tröger í essinu sínu).
14. cxd5, cxdð 15. d4!?, e4
16. Rel, g4 17. Bxe4!?, dxe4
18. Rxe4------
Svartur virðist nú í allmik-
illi hættu, en hann lætur ekki
„blöffa" sig).
18.------Rd5 19. Rd2, b6
20. Rd2, f5 21. Hel, Bg7 22.
e4, fxe4 23. Rxe4, 0—0 24.
Re—c5!?-------
(Að þessu stefndi hvítur.
Hið hugvitssama svar svarts
var ekki auðvelt að sjá fyrir).
24.-----bxc5 25. Rxc5------
d6 4. Bg2, Be6 5. Rd5, Rg—e7
6. e3, Dd7 7. a3-
(Betra 7. Da4).
Svart: Dr. Tröger
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvítt: Popov
25. --Rg5!
(Ljómandi! Svartur fær þrjá
menn fyrir drottninguna auk
sóknar).
26. Rxd7, Rh3t 29. Kg2,
Framhald á 10. síðu
bœjarpósturinn
Féþúía
R. H. hringdi í Póstinn
og gaf honum eftirfarandi
upplýsingar. Danska dag-
blaðið Politiken sem hér
hefur verið auglýst af
kappi, undanfarið, kostar í
Danmörku 50 aura með
ókeypis fylgiriti. Hér á landi
er blaðið þrátt fyrir aug-
lýsingu um ókeypis fylgi-
rit, selt á átta krónur, þrátt
fyrir það að innflutningur
blaða er tollfrjáls. Venju-
lega er þetta blað selt á
sex krónur og fimmtíu
aura. Auglýsingar af þessu
tagi eru svik við kaupend-
ur og tilefnið (aukablað um
Island), notað sem féþúfa.
Þetta finnst mér ástæða að
minnast á, þetta er ósvífni
sem á ekki að eiga sérstað.
Erum við ekki eammála
R. H. í þessu efni, ef rétt
er frá skýrt?
Friðleysi
Heyrðu, mega ; sjómenn
hvergi vera, þegar þeir
koma í land og fá sér eina
flösku til að drekka í róleg-
heitum ?
« Ja, ég veit það ekki, en
af hverju spyrðu?
Ég var nefnilega suður i
Nauthólsvík á fimmtudag
og sá þar nokkraj sjómenn.
Þeir sátu þarna - sex sam-
an í mestu makindum, og
voru með eitthvað af víni
með sér. Þeir voru hinir
prúðustu og nutu sólarinn-
ar í ríkum mæli eins og aðr-
ir gestir.
Nú, og hvað svo?
Þá kom lögreglan skyndi-
Framhald á 8. síðu.
EIGNIZT BÆKUR A AUÐVELDAN HÁTT
Nú geta allir eignazt útgáfubækur vorar með
AFBORGUNARKJÖRUM
Við mðttöku bókar skal greiða 20% af verði
hennar cg eftirstöðvarnar skal greiða á einu ári
með mánaðarlegum afborgunum eins og þið sjálf
óskið.
Lægsta afborgun í Reykjavík og nágrenni er kr.
25,00 og skal greiðast í ÍBókabúð Máls og menn-
ingar eða til innheimtumanna forlagsins.
Lægsta afborgun úti á landi er kr. 50.00 á mán-
uði og innheimtist gegn póstkröfu, yður að kostn-
aðarlausu.
Þeir, sem hug hafa á að kaupa bækur vorar með
afborgunum, geta fyllt út meðfylgjandi áskriftar-
samning og sent til Bókabúðar Máls og menn-
ingar, eða snúið sér beint til ibókabúðarinnar og
undirritað áskriftarsamning þar.
Ennfremur geta menn gerzt áskrifendur hjá sölu-
mönnum vorum, sem þegar hafa fengið gögn
[ hendur.
Allar fáanlegar bækur vorar er hægt að
á meðal nýjustu bækurnar
Rltgerðir I.—II. eftir Þórberg Þórðarson. Inn-
gang skrifar Sverrir Kristjánsson sagnfr
Islenzk mannanöfn eftir Hermann Pálsson
lektor
Milljónaævintýrið, ljóð og laust mál eftir
Dag Sigurðarson
Uppruni lífsins eftir A. I. Oparin. Örnólfur
Thorlacíus þýddi.
Hendur og orð, Ijóð eftir Sigfús Daðason
Byr nntlir vængjum, ferðabók frá Kína eftir
Kristin E. Andrésson. Með fjölda heilsíðu-
rnynda
Fjögra manna póker, skáldsaga úr islenzku
nútímalifi eftir Halldór Stefánsson
I töfrabirtu, smásögur eftir færeyska rithöf-
undinn William Heinesen, í þýðingu Hann-
esar Sigfússonar
Kris'tur nam staðar í Ebóli, Þjóðlífslýsing frá
suður ítalíu eftir Carlo Levi. Jón Óskar
þýddi.
Ritgerðir I. eftir Mao Tse-tung. Þýðendur:
Ásgeir Blöndal Magnússon Brynjólfur Bjarna-
son og Gísli Ásmundsson
Jónas Hallgríinsson, Ijóð og sögur
Kvæðasafn Guðmundar Böðvrarssonar
Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum
fá með afborgunum, þar
ób. 370.00 rex. 450.00
skb. 520
áb. 130.00 íb. 160.00
ób. 75.00 íb. 100.00
ib.. 85.00
ób. 100.00
ib. 360.00
ób. 145.00 ib. 175.00
ób. 120.00 ib. 150.00
ób. 145.00
ób. 145.00
skb. 300.00
ób. 128.75
ib. 175.00
ib 175.00
ib. 154.50
ib. 185.40
I Skólavörðust’íg 21
HEIMSERINGLA • MÁL OG MENNING ‘
Askbiftabsxmninchb
Ég undirritaður óska að gerasl áskrijandi aií neðanskráðri bók og
loja að greiða hana með ajborgunum á eftirfarandi gjalddögum:
Nafn: .......
Heimili: ....
Vinnustaður:
Sími:........
Dags.
/
196
— Sími 15055. i
Við móttöku........ kr.............
Janúar............. — .............
Febrúar............ — ..............
Marz............... — .............1
Apríl............ — ................
Maí ............... — ...............
Júní .............. — ..............
Júlí .............. — ..............
Ágúst.............. — .............
September..........— ...............
Október............ — ..............
Nóvember...........— ..............
Desember ..........— ...............
Samtals kr.
j Afborganir í Reykjctvík greiðlst i BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR. Simi 15055