Þjóðviljinn - 26.07.1960, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.07.1960, Qupperneq 4
4)! —- ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. júlí 1960 ðhroður um r Morgunblaðið us. mál” um minni heldur en í fyrra Þrátt fyrir sæmilegt veiðiveður var síldaraflinn. í vik- unni sem leið aðeins 88.658 mál og tunnur en var 250. 277 mál og tunnur á sama tíma í fyrra, Hæstu skipin um helgina voru Eldborg 6944, Guðrún Þorkelsdóttir 5846, Víðir Eskifirði, 5594, Einar Hálfdáns 5138, Þor- björn 5063 og Sigurður Bjarnason 5033. I fyrri viku staðhæfði Morg- unhlaðið, að Kaupfélagið Dags- brún í Ólafsvík greiddi vinnu- laun með vöruávísunum, Leið- réttingu frá kaupfélagsstjóran- ;um og vottorð stjórnar Verka- lýðsfélagsins Jökuls og trúnað- armanns á vinnustað sem hröktu þennan atburð birti folaðið bæði seint og illa, stakk til dæmis vottorðum undir stól. Hér fer á eftir bréf kaupfélags- ratjórans til Morgunblaðsins og vottorðin sem því fylgdu: Hr. ritstj. Morgun- blaðsins, Reykjavík. I blaði yðar 16. júlí s.l. ibirtið þér grein, „hasarfrétt“ á áberandi stað, sem ber yfir- skriftina „Háþróaðir“ við- skiptahættir í SÍS-kaupfélagi, ásamt mynd af vöruávísun frá Kaupfélaginu Dagsbrún. Vér viljum hér með tjá yður að skrif þessi eru raka- lahis lygi frá rótum. Kaupfé- lagið hefur aldrei greitt vinnulaun með vöruávísunum, né sett slíkar ávísanir í vinnulaunaumslög verkafólks. Ekki einn einasti verkamaður né launþegi hjá Kf. Dagsbrún gæti haldið slíku fram, og er þessi lygafregn yðar fordæmd af öllum í Ólafsvík og ná- grenni. Fylgja hér með yfir- lýsingar frá trúnaðarmanni verkalýðsfélagsins á vinnu stað, stjórn Verkalýðsfélags- ins Jökuls og gjaldkera kaup- félagsins. Til upplýsinga fyrir fá- fróða en illgjarna blaðamenn skal upplýst að vér notum vöruávísanir aðallega á eftir- farandi hátt: 1. Nokkuð margir við- skiptamenn vorir kaupa þessi vöruávisanahefti þar sem þeir telja sig og fjölskyldur sín- ar fylgjast betur með eyðslu til vörukaupa á þann hátt. 2. Einstaka viðskiptamenn vorir er skulda oss meira í vörukaupum en framleiðsla þeirra kemur til með að geta greitt upp, semja við oss um úttektarlán, og í stað nótu- skrifta í deildum félagsins fá þeir vöruávísanahefti til að taka út á. 3. Allmargar fjölskyldur þurfa oft á aðstoð að halda, t.d. fá ekki útborgað á rétt- um tíma hjá bát eða fyrir- tæki, t.d. Hraðfrystihúsi Ól- afsvíkur h.f. Þetta fólk leit- ar gjarnan til vor um vöru- lán meðan ofangreint ástand varir. Ef við hjálpum þessu fólki, sem er æði oft, heim- ilast því vöruúttekt í verzl- unardeildum vorum með vöruávísunum. Vér viljum að lokum taka fram, að Kaupfélagið Dags- brún hefur frá fyretu tið reynt eftir megni að stuðla að sem beztri verzlunarþjón- ustu við fólkið í Ólafsvik og nærsveitum, ennnfremur að byggja upp sem blómlegast atvinnulíf í Ólafsvík með beinum afskiptum og hefur hér náðst töluverður árang- ur, sem betur fer, það geta allir séð sem vilja sjá. T.d. greiddi kaupfélagið rúmlega 7 millj. i vinnulaun árið 1959. En því miður eru alltaf til menn sem eru haldnir hvöt- um til að draga slíka upp- byggingu niður i svaðið, slík- ir ne-’ii eru óþurftarmenn, niður-'fsr.icnn í þjóðfélaginu, venjidegast menn sem minnst gagn gera, hver á sínum stað. Ef til vill hefur ein- hver slíkur komið á ritstjórn Morgunblaðsins til að birta þessa frétt. Vér viljum skora á yður, hr. ritstjóri, að birta þetta foréf vort ásamt yfirlýsingum meðfylgjandi á forsíðu blaðs yðar. Ennfremur að þér biðj- ist afsökunar á þessu frum- hlaupi, ,á sama s1(að, eða foirtið oss heimildarmann fyrir fregninni. Af öðrum kosti munum vér leita til dómstóla til að fá þessa lyga- fregn ómerkta. Virðingarfyllst, Alexander Stefánssbn. Yfirlýsing Ég undirritaður trúnaðar- maður Verkalýðsfélagsins Jökuls, Ólafsvík, á vinnustöð- um Kaupfélags Dagsforúnar, Ólafsvík, votta að aldrei hef- ur þess orðið vart við vinnu- launaútborgun hjá félaginu, að það greiddi vinnulaun með vöruávísunum. Þetta er mér ljúft og skylt að votta. Ólafsvík, 18.7 1960. Einar Kristjánsson. Yfirlýsing Ég undirritaður gjaldkeri hjá Kaupfélaginu Dagsbrún, Ólafsvík, lýsi yfir að aidrei hafa verið notaðar vöruávís- anir við greiðslu vinnulauna til verkafólks og starfsfólks kaupfélagsins, síðan ég varð gjaldkeri félagsins. Ölafsvík 18.7 1960. Þorsteinn Kristinsson Yfirlýsing Vegna skrifa í Morgunblað- inu þann 16. júlí s.l. út af vinnulaunagreiðslum hjá Kf. Dagsbrún Ólafsvík, telur stjóm Verkalýðsfélagsins Jökuls sér skylt, að votta, að aldrei hefur þess orðið vart að vinnulaunagreiðslur hjá ofangreindu fyrirtæki til verkafólks og launþega í Ól- afsvík hafi farið fram á þann hátt sem staðhæft er í nefndri grein í Morgunblað- inu. Ólafsvík 18. júlí 1960 Kristján Jensson Kjartan Þarsteinsson Hinrik Davíðsson Samgöngumála- nefnd Norður- landa á fundi Norræna samgöngumálanefnd- in sat á fundi í gær og aftur í dag. Nefnd þessi, sem starfar á veg- um Norðurlandaráðs, er skipuð 9 þingmönnum Norðurlandaþóð- anna, skipuðum af ríkisstjórnum viðkomandi lands, tveimur frá hverju landanna fjögurra, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finn- landi og einum frá fslandi. Nefndin fjallar um þau sam- göngumál á sjó, landi og í lofti, er varða Norðurlöndin almennt og vinnur að samræmingu á ýmsum reglum um samgöngu- mál á Norðurlöndum. Sl. laugardagskvöld var heild- araílinn sem hér segir: Tölum- ar í svigum eru frá sama tíma í íyrra. í salt 74.739 upps. tunnur (125.429) í bræðslu 423.717 mál (440.417) í frystingu 8.451 uppm. tunna (11.334) Útfl. ísað 834 uppm. tunna. Samtals: 507.741 (577.180) Vitað var um 250 skip (217), sem fengið höfðu afla, en 233 skip (212) voru búin að fá 500 mál og tunnur eða meira og fylgir hérmeð skrá yfir þau, sem fengið höfðu yfir 2000 mál og tunnur. Mál og Skip tunnur Ág'úst Guðmundss., Vogum 2390 Akraborg, Akureyri 4414 Álftanes, Hafnarfirði 2303 Andri, Patreksfirði 4645 Arnfirðingur, Reykjavík 3181 Árni Geir. Keflavík 4348 Ársæll Sigurðss., Hafnarf. 4227 Ásgeir. Reykjavík 3742 Áskell, Grenivík 4191 Askur, Keflavík 3578 Ásmundur, Akranesi 2410 Auðunn, Hafnarfirði 3951 Bergur, Vestmannaeyjum 4013 Bergvik, Keflavík 4091 Bjarni, Dalvík 3964 Björg, Neskaupstað 2067 Björgólfur. Dalvík 3001 Björgvin, Keflavík 2484 Björgvin, Dalvík 4072 Björn Jónsson, Reykjavík 4353 Blíðfari, Grafarnesi 3467 Brag'i, Siglufirði 4641 Dalaröst, Neskaupstað 2987 Einar Hálfdáns, Bolungav. 5138 Eldborg, Hafnarfirði 6944 Fagriklettur, Hafnarfirði 2010 Faxaborg, Hafnarfirði 3254 Fjarðaklettur, Hafnarfirði 3300 Fram, Hafnarfirði 2627 Freyja, Garði 2558 Fróðaklettur, Hafnarfirði 2499 Glófaxi, Neskaupstað 2492 .Gnýfari, Grafarnesi 3633 Grundfirðingur II, Grafarn. 2045 Guðbjörg, Sandgerði 2554 Guðbjörg, ísafirði 4072 Guðbjörg, Ólafsfirði 4162 Guðfinnur, Keflavík 2783 Guðm. á Sveinseyri, Sv.eyri 3281 Guðm. Þórðars. Rvík 4215 Guðrún Þorkels, Rvík 5848 Gullfaxi, Neskaupstað 4182 Gullver, Seyðisfirði 4951 Gunnar, Reyð.arfirði 2409 Gunnhildur, ísafirði 2539 Gunnvör, ísafirði 2186 Gylfi II, Rauðuvík 2758 Hafbjörg, Hafnarfirði 3141 Hafnarey, Breiðdalsvik 3056 Hafrún, Neskaupstað 3068 Hafþór, Reykjavík 2140 Hafþór, Neskaupstað 2163 Hagbarður, Húsavík 2680 Hannes Hafstein, Dalvík 2395 Hávarður, Suðureyri 2429 Heiðrún, Bolungavík 3808 Heimaskagi, Akranesi 2423 Heimir, Keflávík 2745 Heimir, Stöðvarfirði 2571 Helga, Reykjavík 3984 Helga, Húsavík 1 2560 Helgi, Hornafirði 2229 Helgi Flóventsson, Húsavík 4270 Hilmir, Keflavík 4506 Hrafn Sveinbj., Grindavík 2940 Hringur, Siglufirði 2023 Hrönn II, Sandgerði 2406 Huginn, Vestmannaeyjum 2370 Hvanney, Hornafirði 2857 Höfrungur, Akranesi 3716 Höfrungur .II, Akranesi 2280 Jón Finnsson, Ga.rði 3963 Jón Guðmundsson, Keflavík 2713 Jón Gunnlaugss., Sandgerði 2386 Jón Jónsson, Ólafsvík 2582 Jón Kjartansson, Eskifirði 2441 Júlíus Björnss., Dalvík 2355 Kambaröst, Stöðvarfirði 2668 Kópur, Keflavík 3745 Kristbjörg, Vestmannaeyjum 4144 Leó, Vestmannaeyjum 4259 Ljósafell, Búðakaupstað 3975 Magni, Keflavík '2252 Ófeigur II, Vestmannaey. 2867 Ólafur Magnússon, Keflavík 4119 Páll Pálsson, Hnífsdal 2218 Pétur Jónsson, Húsavík 2310 Reynir, Akranesi 3030 Seley, Eskifirði 3165 Sigrún, Akranesi 3198 Sigurður, Akranesi 2103 Sigurður, Siglufirði 2762 Sig. Bjarnas., Akureyri 5033 Sigurfari, Akranesi 2227 Sigurfari, Hornafirði 2357 Sigurvon, Akranesi 3166 Smári, Húsavík 2814 Famhald á 5. síðu. „Vilhjálmur Þó“ Jæja nú er Villi Þór oltinn úr sínum tignarsessi. Já, en nafn hans er stimplað í sögu landsins. Og á nýju peningáseðlana, maður. Svo maður tali nú ekki um ósköpin. Skyldu þeir breyta þeim nokkuð? Það skil ég ekki í, en það mætti breyta þeim á einfaldan hátt. Hvernig meinarðu? Strika bara yfir aftasta staf- inn, „Vilhjálmur Þó!!!“ Slæmur vegur Moskóviti skrifar: Mig langar aðeins að minn- ast á veginn hér um Mosfells- sveitina. Hann hefur undanfarið verið í einu orði sagt ófær. Þeir sem stjórna viðhaldi á vegi þessum, sem er einhver sá fjöl- farnasti á landinu, virðast alls ekki hafa samstarf við veðrátt- una. Vegurinn verður geysiiega harður í þurrkum, og er þá næsta ógerlegt að hefla hann. En um leið og rignir mýkist hann og er þá hægur vandi að hefla hann. Um þennan veg liggur leiðin norður, vestur, austur og einnig til Þingvalla. Um þetta leyti árs er því um- ferðin gífurleg á þessum vegi og því eðlilegt að hann þurfi meira viðhald en aðrir vegir. Maður gæti því haldið að veg- urinn væri heflaður um leið og eitthvað rignir. Stundum er það jú gert en skammarlega oft er það trassað. Eg er einn af mörg- um, sem fara þennan veg dag- lega, og veit því hvernig þess- um málum er háttað. Ef hlut- áðeigandi myndu taka meira til- ur verzlun þeirra vakið svo mikla athygli að sum dagblöð bæjarins hafa birt af þeim at- burðum stórar myndir. Þessum sjóliðum hefur verið sýnd sjálf- sögð kurteisi. enda eru þeir hin- ir prúðustu. Það er af sem áður var, með kurteisisheimsóknir þýzkra sjóliða. Fyrir síðari heimsstyrjöld, voru þessar heimsóknir ekki sjaldgæfar, en þá báru sjóliðarnir sig öðru vísi, þá vissu beir af veldi sínu, og plömpuðu hér um göturnar með hanagrobbi. En blessaðar stúlkurnar okk- ar eru alltaf samar við sig, þær gera sjóliðunum lífið bærilegt þegar kvöldar. Hvort sem þeir koma fyrir eða eftir stríð. lit til veðráttunnar og hefla veg inn um leið og möguleikar eru á því, myndu margir vera þakklátir fyrir. En eins og mál- um er nú háttað eru menn sár- óánægðir sem ekki er að undra. Af sem var Þar eru blessuð börnin frönsk með borðalagða húíu .... Þessar hendingar eru úr kvæðinu Borðbæn, eftir Jónas Hallgrímsson. Síðan þetta var ort hefur margt breytzt. Nú eru blessuð börnin ekki frönsk leng- ur, og' ekki hafa þau lengur borðalagða húfu. Kúrekahatt- arnir hafa tekið við af borða- lögðu húfunum, og skammbyss- an hangir nú við beltið. Undanfarna daga hafa Reyk- víkingar mátt sjá fjölda sjóliða á götum bæjarins. Þeir hafa verzlað einhver ósköp, enda hef-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.