Þjóðviljinn - 30.07.1960, Blaðsíða 9
r
Laugardagur 30. júlí 1960
ÞJÖÐVILJINN — iQ
góðan samléik sem endar með
skoti frá Steingrími en lendir
í hæl Helga þar sem hann lá
á jörðinni. Guðmundur Óskars-
son. á gott færi í lok leiksins,
en skotið fór í þverslá af
markteig.
í síðari hálfleik lá heldur
á blaðaliðinu til að byrja með,
án þess þó að landsliðinu tæk-
ist að skapa sér veruleg tæki-
færi. Þó skall hurð nærri hæl-
um er Gunnar Gunnarsson var
kominn einn innfyrir, en Gunn-
laugur hljóp út á réttu augna-
bliki og skotið fór í hann og
til baka.
Áhlaup blaðaliðsins tóku að
verða tíðari og úr einu á-
hlaupinu skorar Steingrímur
með mjög góðu skoti af vita-
teig óverjandi fyrir Helga.
Um þetta leyti var leikur-
inn mjög jafn og eftir tæki-
færum hefði blaðaliðið átt að
hafa yfir.
Þegar um það bil 8 mínút-
voru eftir veifar línuvörðurinn
ugt verið að einleika í tíma og
ótíma. Þórólfur, Gunnar,
Schram og fleiri gerðu sig
seka um þetta. Þeir góðu
herrar eiga að vita að góð
vörn notar þennan tíma til
þess að taka-hver sinn mann.
En þetta gengur svona til á.
meðan leikmenn yfirleitt skilja
ekki og skynja ekki hvað muní.
gerast næst og eru ekki á
hreyfingu samkvæmt því.
Landsliðið sýndi ekki, að það
réði yfir þessum eiginleikum í
þessum leik.
Þrátt fyrir einleik sinn átti.
Þórólfur oft góðar sendingar,
og hann og Örn voru beztu
menn framlínunnar. Guðmund-
ur féll ekki inn í KR-Knuna
að þessu sinni, enda fékk hann.
ekki að leika lausum hala.
Svipað er um Ellert að segia.
hann naut sín ekki, enda gætti
Guðjón hans vel.
Framverðirnir, nafnarnir
Teits og Jónsson, byggðu lítiit
upp að hvað Svein Teitsson
Ja, hann er inni. Gunnlaugur teygir sig eftir boltamiin, Þórólfur horfir spenntur á og
Njálsson situr inni í markinu og fær ekkert að gert. (Ljósm. B. G.)
Árni
Landsliðið náði ekki tökum á
blaðaliðinu og átti að tapa
Vonandi gengur //ð/S fil leiks á móti
ÞjóSverjum meS baráttugleÓi og vilja
Það verður engan veginn
sagt að landsliðið hafi lofað
miklu í lokaæfingunni undir
leik þess við Þjóðverja á mið-
vikudaginn kemur. Það náði
aldrei tökum á liði því, sem
blaðamenn höfðu valið, og
HSjjép 400 m é
Karl Kaufmann ein stærista
Olympiuvon Þjóðverja setti
nýtt Evrópumet í 400 metra
hlaupi á sunnudaginn, hljóp
vegalengdina á 45,4 sek, en
fyrra metið var 45,8 sek.
Kaufmann segist vonast til
að geta sett nýtt heimsmet í
greininni innan skamms, en
heimsmetið er 45,2 sek og var
sett af Afrikumanni, Louis
Jones að nafni.
Gunnlaugur er að verða okk-
ar bezti markvörður. Hér gríp-
u r liann boltann áður en Guð-
mundur Ósliarsson hefur færi
á honuin. — (Ljósm. B.G.)
sýndi aldrei þann leik sem
landsliðið þarf að sýna, ekki
sízt þegar leika á við eins
sterkt lið og Vestur-Þjóðverj-
ar tefla fram hér eftir þelg-
ina. Blaðaliðið náði góðum
samleiksköflum, sérstaklega í
fyrri hálfleik þegar það lék
undan nokkrum virndi, sem oft
enduðu með skoti eða tæki-
færum sem ekki notuðust, og
var Helgi í markinu þá oft
vel staðsettur, og varði hvað
eftir annað 'mjög vel. Einnig
bjargaði Kristinn á línu eftir
að Helgi hafði dregið svolítið
úr ferð knattarins inn í mark-
ið.
Það var þó svo að lands-
liðið skoraði fyrsta markið. Að
visu vildi svo óheppilega til,
að dómari veitti því ekki eftir-
tekt að markið var skorað af
manni, sem kom úr rangstöðu
og vár því ekki löglega skorað,
þótt hann hefði á því augna-
bliki, "sem hann skallaði, menn
fyrir innan sig. Það var Gunn-
ar Gunnarsson sem skallaði í
mark, ■ og það var dæmt gilt!
Gerðist þetta á 17. mínútu
leiksins. Siðan jafnar blaða-
liðið með frábæfu skoti Guð-
jóns Jónssonar, af 22 m færi
uppundir stöng, og virtist
Helgi ekki fá við þetta ráð-
ið.
Landsliðið tekur enn forust-
una, og var það Örn Steinsen
sem einlék frá miðju vallarins
og inn undir markteig, og
fékk skotið framhjá Gunnlaugi
í markinu.
Litlu síðar eiga þeir Berg-
steinn, Ingvi og Steingrímur
og gefur merki um að knött-
urinn sé útaf endamörkum, en
dómarinn skeytti því ekki og
rétt í því er knettinum leikið
fyrir markið og hrekkur hann
af höfði varnarmanna í mark-
ið, og við það sat. Það má
þvi segja að blaðaliðið hefði
átt að vinna 2:1 og var það
ekki fjærri lagi.
Landsliðið olli Vonbrigðum
I heild verður ekki annað
sagt en að landsliðið hafi
valdið vonbrigðum.
Leikur þess var alltof sund-
urlaus og þeir náðu of lít-
ið saman í virkum leik. Það
verður líka þannig meðan
knötturinn er ekki látinn
ganga viðstöðulaust, en stöð-
Framhald á 10. síðu
Þrír kaupstaðir
keppa um bikar
í Norrænu sundkeppninni
er nú háð innbyrðiskeppni
milli Reykjavíkur, Akureyr-
ar og Hafnarf jarðar ura
bikar, sem vinnst til eignar
af þeim kaupstaðnum, sem
hæstu hundraðstölu hefur
Um síðustu helgi var stað-
an þessi:
Hafnarf j. 1.01 þáttt. 16.0'",
Reykjavík 8.500----12.0
Akureyri 1.000-----11.0
Þátttakan i Hafnarfirðí
er þegar orðin meiri en.
1957.
Jeffrey hljóp
100 á 10,1 sek.
Suður-Atrikumaðurinn Ed-
ward Jefírey, sem fyrir nokkru
var valinn til þess að keppa fyr-
ir Suður-Aíriku í Róm, jafnaði
fyrir stuttu síðan heimsmetið á
100 m, en gildandi heimsmet er
10.1. Hann átti einnig suður-af-
ríkanska metið á 10,2, og setti
hann það í fyrra.
Tími þeirra Armin Hary og
Harry Jerome hefur enn ekki
fengið afgreiðslu hjá alþjóða-
sambandinu, en það eru 10
,,sléttar“ sem kunnugt er.
HVERJiR
VINNA Á
OL Í RÓM?
Hér höfum við þrjá fræga
mefin, sem eru séffræðingar á
sviði íþrótta og þeir liafa spáð
hverjir lireppi fyrsta sæti á
OL í Róm og bir'tist þessi skrá
í brezka blaðinu World Sports,
ágústhefti.
íþróttagrein Meisl Quereetani Stiles
100 m Hary (Þ) Norton (USA) Norton
200 m Norton (USA) sami sami
400 m Spence (SA) Singh (Inidl.) Kerr (V-Indíur)
800 m Moens Kerr Kerr
1500 m Elliot (Ástr.) sami eami
5000 m Krzyzkowiak (P) Halberg (N-Sjál) Halberg
10.000 m Halberg sami sami
Maraþon Popoff (Sov) Popoff Rhadi (Marokkó)
4x100 m Þýzkaland; USA USA
4x400 m V-Indíur USA VTndíur
110 m grhl. Lauer (Þ) Calhoun (USA) Calhoun
400 m grhl. Davis (USA) sami sami
Hindrunarhl. Krzyzkowiak sami sami
Hástökk Thomas (USA) sami sami
Stangarstökk Bragg (USA) sami sami
Langstökk Boston (USA) sami sami
Þrístökk Schmidt (Póll.) sami sa"mi
Kúluvarp O’Brien Lang (USA) Long
Kringlukast Szecenyi (Ung.) Oerter (USA) Oerter
Sleggjukast Connolly (USA) Zsivotzky (U) Connolly
Spjótkast Alley (USA) Sidlo (Pól.) Sidio
Tugþraut Johnson (USA) Kuznetsoff Johnson