Þjóðviljinn - 30.07.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.07.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júlí 1960 Iþróffir Framhald aí 9. síðu snortir hefur hann oft ráðið mciru á miðju vallarins. Bakverðirnir voru ekki eins öruggir og æskilegt væri, að vísu kom Einar Sigurðsson inn í staðinn fyrir Rúnar, sem gat ekki verið með vegna meiðsla. Kristinn virtist ekki njóta sín í stöðu bakvarðar, eins og í miðvarðarstöðunni. Hörður átti fullt í fangi með Stein- grím, og varð undra oft að láta í minni pokann fyrir hon- Um. Helgi í markinu átti ágætan leik. Blað-aliðlð bifra en búizt var við Blaðaliðið mun hafa komið flestum á óvart í þessum leik, og þar komu einnig einstakir menn mjög á óvart. Má þar nefna hinn unga efnilega Ak- ureyring, Steingrím Björnsson sem var miðherji. Þessi maður býr yfir mikilii knattspyrnu- leikni og skynjar mjög vel hvað knattspyrna er, og það sem maður ef til vill veitir tíiesta athygli, er, hve skemmtilega hann stendur að þvi sem hann gerir, og hversu jákvætt það er. Vissulega fær landsliðsnefnd svolítið að hugsa hvernig hún geti notað þennan ágæta mann. Árni Njálsson sýndi einnig, að við liöfum ekki annan betri í þá stöðu, og verður erfitt að ganga fram hjá honum, þegar landsliðið verður endanlega valið. Gunnlaugur í markinu átti einnig mjög góðan leik og er að verða einn af beztu mark- mönnum okkar. Jón Stefánsson frá Akureyri sýndi, að hann er mjög sterkur miðvörður og með meiri keppni ætti hann að geta orðið mjög sterkur, og fór hann yfirleitt vel út úr viðureign sinni við Þórólf. Guðjón átti ágætan leik sem framvörður og skot hans var. frábært. Svipað má um Ormar segja, sem skyggði Guðmund ágætlega. Baldur lék nú utar en hann er vanur og fékk meir út úr leik sínum fyrir það. Var sam- leikur hans og Bergsteins oft góður, stundum að visu of þröngur. Ingvari hættir til að sækja fullmikið inn á völlinn og er það ekki óeðlilegt, þar- sem liann leikur venjulega sem miðherji. Helgi Björgvinsson hafði greinilega það vanþakk- láta verk að hi. j’ra Svein Teitsson í að byggja upp og tókst honum það, auk þess sem hann tók góðan þátt í sókn liðsins. I liði blaðamanna var mikill baráttuvilji, sem hélzt allan leikinn út, og eins og fyrr seg- ir, voru það vonbrigði að iandsliðið skyldi ekki ná tök- um á leiknum/ en það verður vonandi til þess að það herð- ir sig upp, og að við fáum að sjá lið á miðvikudaginn, sem gengur til leiks með baráttu- Wlja, og því hugarfari, að leika leikandi knattspyrnu, með hugsun og vilja, þar sem knötturinn verður látinn vinna og ganga frá manni til manns. Ennfremur lið, sem kemur til leiks með fullan skilning á því hvað skipulag í leik er og hverja þýðingu það hefur; það hafði landsliðið í kvöld ekki í pærri ncgu ríkum mæli. Framhald aT- þ siðu þess að eiginmaðurinn muni brátt hætta störí'um utan Vallar- ins, og þá taki fyrir slíka að- drætti. Hermaðurinn hefur starf- að á bandaríska herskipinu Crownblock sem hér er í flutn- ingum fyrir herinn. Skýrsla Gunnlaugs Briem er á þessa leið (milliiyrirsagnir Þjóð- viljans): Auglýsti smyglið. ..Þriðjudaginn 19. júlí sl. fór tollgæzlustjóri þess á leit við sakadó’mara, að hafin yrði rann- sókn vegna þess að þann dag höfðu birzt i Morgunblaðinu og daginn áður í dagblaðinu Vísi auglýsingar um bað. að ame- rískir skóV og fatnaður væri til sölu í húsi einu hér í bæ. Ekki var tilgreint í auglýsingunni um sölustaðinn, en aðeins getið um símanúmer. Við athugun kom í ljós, að sölustaður varnings þessa var Barónsstígur 57. mið- hæð. en þar er búsettur varnar- ^ liðsmaður kvæntur íslenzkri konu. Var íramangreindan dag j kveðinn upp úrskurður í saka- dómi Reykjavíkur um, að lög- reglunni væri heimilað að fram- kvæma húsleit á íramangreind- um stað í því skyni að kanna, hvort þar væri að finna ólögleg- an innl'Iuttan varning. Sitt af hverju. Franikvæmdu rannsóknarlög- reglumenn og tollgæzlumenn síð- an húsleit á staðnum. Við hús- leitina fundust í íbúðinni 131 par áf bandariskum kvenskóm, 73 peysur, 36 kjólar, 3 blússur, 1 kápa, 3 pils, 3 dragtir og 173 stk. af ýmis konar plastvörum Þá voru í -geymslu íbúðarinnar, í kiallara, allmikið magn af nið- Santein. þjóðirnar Framhald af 7. síðu. að þær geti sent hjálparsveit- ir til hinna, austlægu landa, þar sem plágurnar herja og strádrepa fólkið niður, svo hægt sé að senda lækna og hjúkrunarlið, með lyf og full- komin tæki til að ráða niður- lögum hinna ýmsu sjúkdóma, sem þar herja. Til að hægt sé að byggja upp sjúkrahús, og þá fyrst og fremst til að kenna fólkinu að varast hinar skæðu drepsóttir og vinna jafnhliða að aukinni menningu í í hinum menningarsnauðu; lön.dum. Ég vil efla Sameinuðu þjóð-1 irnar til að efla vísindin, til að mennta visindamenn, sem vinna að uppgötvunum, sem miða til góðs og til heillá og blessunar fyrir ókomnar kyn-; slóðir. Ég vil efla Sameinuðu þjóð-j irnar til þess að. þær geti byggt unp allt, sem brotið, hefur verið niður, græða allt. j sém var í sárum, vinna að j uppbyggingu þjéðanna í heil-! brigðu samstarfi, til að tryggja vináttu þjóða í milli. Enginn þjóð drottni yf:r ann- ari, enginn stéttarmunur verði og enginn munur verði á hvítum mcrnum og svört- um. Þá fyrst mun siást, að ha'd. ið er 'I rétta átt. að skapa | guðsríki hér á jörðu. á Keflavíkurvellí ursuðuvörum, hreinlætiSyörum, sælgæti, áfengi, áfengum bjór. tóbaki og fleiri varningi. Var allur þessi varningur tekinn í vörzlu tollgæzlunnar.í íbúðinni voru tveir útvarpsgrammófónar. Kom í Ijós, að annar var notað- ur og ekki í lagi, en hinn var nýr og samkvæmt skilríkjum, sem sem voru í vörzlu hjónanna var hann íluttur út af Kefla- víkurflugvelli, með leyfi yfir- valda þar í sl. mánuði. Piintunarlistar. Við leitina fundust pöntunar- li-tar fvrir skófatnaðinum frá Bandaríkjunum og tók toll- gæzlan þá í sína vörzlu. Fram- kvæmdi tollgæzlan athugun á þeim og kom bá í Ijós, svo nokkum vegin víst megi telja, að sögn tollgæzlunnar, að hingað til lands hefðu verið fluttir frá sl. áramótum á nafni varnar- liðsmannsins, sem þá var skip- verji á U.S.S. Crownblock, 281 par aí kvenskóm fyrir 1496 doll- ara og 75 cent. Skórnir voru sendir hingað til lands, að því er fram hefur komið í málinu, um pósthús Bandaríkjamanna á Keflavikurl'lugvelli. Að auki höfðu hjónin flutt inn ýmsar vörur. skv. listunum fyrir 144 dollara og 79 cent, á þessu ári með sama hætti. Að því er fram kemur á listunum hafa skómir aðalleg'a verið afgreiddir í smá- sendingum með nokkurra daga millibili, einkum í apríl, maí og júní á þessu ári. Engin tollskoðun. Ekki hefur komið frarn, að nein tollskoðun hafi verið gerð á varningnum, enda er póstur, -sem kemur til varnarliðsmanna í pósthús Bandaríkjamana á Kel'lavíkurflugvelli, ekki toll- skoðaður. Af Keflavíkurflugvelli fluttu skipverjar á U.S.S. Crown- block pakkana með vamingnum heim til varnarliðsmannsins að Barónsstíg 57, að þvi er þau hjónin hafa borið. Að þv: er ráða má af fram- burðí konu varnarliðsmannsins var fatnaðurinn að nokkru leyti fluttur inn með sama hætti og skórnir, en sumt hafði verið í farangri hennar, er hún kom hingað til lands á sl. ári. Plast- vörurnar voru hinsvegar að sögn þeirra. fluttar hingað til lands í farangri þeirra, að mestu, en smávegis var i'Iutt i pósti með framangreindum hætti, síðar, og var þar um gjöf að ræða. Skellir ö!Iu á konuna. Eiginkona varnarliðsmannsins kvað nokkuð af skónum og fatn- aðinum hafa verið ætlað til sölu, en eiginmaður hennar neitar al- veg að haía vitað nokkuð um það, að kona sín í'lytti inn varn- ing frá Bandaríkjunum til sölu hér í bæ. Kvaðst hann ekki hafa vitað um það. að hún ílytti inn várning umfrarií bað, er hún þyríti til pers.ón ilegra þarfa þeirra. Rannsókn er ekki lokið. að því er varðar innfluthing: á niður- suðuvörunum, hreinlætisvörun- um, tóbakinu, sælgætinu og áfenginu. en að þvi er skýrslur. sem fundust í fórum hjónanna, bera með sér. haf'a þau flutt út slíkar vörur aí . Keflavíkurflug- velli frá bví á sl. ári, með leyfi íslenzkra yfirvalda. til eigin þarfa. Samkvæmt skýrslunum og framburði þeirra, fluttu þau meginið af varningi þeim, sem fannst í geymslunni, út af flug- vellinum á sl. 3—4 mánuðum. Skýrðu þau frá þvi í þessu sam- bandi, að þau hefðu verið að safna sér birgðum, þar sem valnarliðsmaðurinn mundi senn hætta störfum utan Keflav'kur- í'Iugvallar og þá mundi taka al- gjörlega í'yrir sb'ka flutninga þeirra út af Keílavíkurflugvelli.“ Rannsókn í málinu verður haldið áfram, og hefur lögreglu- stjórinn á Keflavíku.rflugvelli verið beðinn að athuga þræði málsins sem þangað liggja. Vegaþjónusta Framhald af 12. síðu. Einnig verða í umferð bif- reiðar frá Slysavarnafélaginu pg flugbjörgunarsveitinni, bún- gr nauðsynlegustu hjúkrunar- gögnum og mannaðar fólki vönu hjálp í viðlögum. Þá getur F.Í.B. einnig skýrt vegfarandum frá, að á Selfossi og í Borgarnesi verða mögu- Jeikar á bifreiðaviðgerðum yfir alla helgina. Hefur samstarf tekizt við bifreiðaverkstæðið Stefni h/f á Selfossi og Bif- reiða- og trésm.verksmiðjuna í Borgarnesi um að hafa opið alla helgina, og má vænta þar hinnar beztu fyrirgreiðslu. Möguleikar eru einnig á að verkstæðið geti sent menn til viðgerða, ef óskað er. Félagar í F.l.B. eru minntir á það, að þeir eiga rétt á að láta draga bifreið sína með kranabifreið til bæjarins — ef þeir eru staddir innan 50 km frá Reykjavík — og verður sú þjónusta endurgreidd skuld- lausum félögum, þó aðeins einu sinni á ári fyrir hvern félaga. Þessa aðstoð þurfa menn samt að útvega sér sjálfir. í þessu sambandi bendir F-I.B. á það, að löggæzlan hef- ur á sínum vegum a.m.k. tíu flokka manna víðsvegar um landið, og munu þeir veita veg- farendum allar upplýsingar og aðstoð, sem hægt er, m a. f.yrstu sjúkrahjálp, og eru menn hvattir til að leita að- stoðar þeirra i vandræðum. Keflvíkingar sig- ursælir í yngri flokkunum Sl. sunnudag, Unglingadag- inn, fóru fram leikir í yngri flokkunum milli Njarðvíkinga. og Keflvíkinga og Hafnfirð- inga og Keflvíkinga. NjarðVíkingar og Keflvík- ingar kepptu í IV. flokki B, Keflavík vann 6:1. Keflvíkingar og Hafnfirðing- ar kepptu í V. IV. og III- flokki. I V. flokki vann Kefla- vík 7:0, Hafnfirðingar unnu IV. flokk 1:0. III. flokk vann. svo Keflavík 5:1. Einnig fór fram leikur milli Reynis úr Sandgerði og Kópa- vogs lauk honum með jafntefli 3:3. Synti 200 m undir 2 mín. Bandarikjamaðurinn Jeff Varr- el frá Wichita í Kansas varð fyrstur til þess að synda 200 m skriðsund undir 2 mínútum. Tími hans varð 1,59,4. Met þetta var sett í 25 m sundlaug, svo það hefur ekki íengið staðfestingu sem heims- met, en það verður staðfest sem bandarísk met. Hann setti einnig í sama sundi met á’200 jördum, þar sem hann synti vegaleng'd- ina á 1.47,9. Þórsmörk Framhald af 12. síðu anna kom það fram meðal annars, að Reýkvíkingar, bæði unglingar og fullorðnir, haga sér yfirleitt bezt o'g sýna betri umgengni en þeir, sem búa í næstu sveitum. Oft vill brenna við að fólk úr nærliggjandi sveitum komi ríðandi inn á Þórsmörk og aðra þá staði sem fjölsóttir eru um verzl- unarmannahelgina, láni hesta sína fyrir vín og standi síðan fyrir áflogum og öðrum ó- spektum. Um 30 langferðabílar munu fara inn í Þórsmörk og með þeim kringum tvö þúsund manns. Yfir nokkrar torfærur er að fara og verður krana- bill til reiðu og hjálpar bílum yfir árnar og veitir alla þá aðstoð sem unnt er. Líkur eru á að læknir verði á staðnum, og mun harn hafa aðsetur sitt i skála Ferðafélags íslands í Langadr.I. Látið okkur mynda barnið. Laugavegí 2. S:mi 11-980 Heimasími 34-890 Norðurlandaráð Framh. af 12. siöu og sagði sögu staðarins, en i'ull- í trúar hinna Norðurlandanna íluttu ávörp. í gærkvöld var fulltrúunum og öðrum gestum boðið til veizlu i Valhöll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.