Þjóðviljinn - 18.08.1960, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. ágúst 1960
Ifm innlend og erlend dægurlög
Framhald af 7. siðu.
frelsisskerðing. En hvað sem
því líður, verður fortakslaust
að krefjast þess af útvarpinu,
einni helztu menningarstofn-
un hins íslenzka ríkis, aðþað^-
útrými úr dagskrá sinni allri
hinni verri tegund dægurlaga
og slagara, útlenzkra jafnt
sem íslenzkra, og setji sér
ákveðið gæðamark, er alls
ekki verði farið niður fyrir,
foæði um lög, texta og flutn-
íng. Jafnframt er það krafa,
sem ekki má þagna, að her-
námsútvarpið á Keflavíkur-
flugvelli verði þegar í stað
látið hverfa af íslenzkri
grund.
Dægurlag nútímans er skil-
getið afkvæmi auðvaldsskipu-
ilagsins, gróðahyggju þess
og vanmenningar á andlegu
sviði, sem gerir jafnvel list-
ina að prangaravarningi og
iægir hana niður í versta
svaðið. Fyrr á tímum var
;þetta fyrirbæri með öllu
óþekkt. Þá var ekki til þessi
algeri klofningpir milli æðri
tónlistar og alþýðlegrar. Al-
þýðleg tónlist var að vísu
til, þjóðlög og danslög, en
þetta var tónlist í raunveru-
legum skilningi, jákvæð að
gildi samkvæmt eðli sínu og
tilgangi. Sú niðurlæging tón-
listarinnar, sem gerir úr
henni siðspillingar- og mann-
spillingartæki, er sem eagt al"
gert nútímafyrirbæri.
Tímabili þessa sjúklega fyr-
irbæris ætti nú að vísu senn
að vera lokið. Ennþá er slag-
araómenningin þó óumdeilan-
leg staðreynd, og á meðan
hún á sér stað, er hún mikið
vandamál víða um lönd. Hér
á landi er hún auk þess sér-
stakt vandamál að því leyti,
að hún er beinlínis háskaleg
íslenzku þjóðerni, eins og
hverjum manni má liggja í
augum uppi. Það er því
fyllsta ástæða til að gefa
henni gaum og íhuga, hvað
verða mætti til úrbóta. Stað-
reyndin er sú, að dægurlagið
er miklum fjölda fólks eins
konar nauðsynjavara, og isvo
mun að líkindum verða, þar
til er þjóðfélag sósíalismans
er komið í kring og alhliða
þjóðmenning hefur náð að
hefja listsmekk almennings
í hæðir æðri tónlistar. Þang-
að til hlýtur viðfangsefnið að
verða það, svo sem áður er
«agt, að svara eftirspurninni
á sem jákvæðastan hátt,
i stað þess að henni er nú
að miklu eða mestu leyti
svarað með fram'boði smekk-
spillandi, siðspillandi og
þjóðhættulegrar framleiðslu,
þar sem er þorrinn af dægur-
lögum þeim mestmegnis am-
erískum, sem hér eru flutt,
ásamt texta þeirra og flutn-
ingsmáta. Þó að dægurlög
vorra tíma séu einatt list-
vana samsetningur, smeðju-
legur eða ruddalegur eftir at-
vikum, mega unnendur góðr-
■ar tónlistar fyrir engan mun
gera það að skoðun sinni, að
svo hljóti óhjákvæmilega að
vera. 1 raun og veru ætti
dægurlag nútímans að vera
arftaki hins alþýðlega dans-
lags fyrri tíma, sem einatt
átti slíkt frjómagn í sér fólg-
íð, að upp af því gátu sprott-
ið ýmis helztu form hinnar
sígildu tónlistar. Að vísu
verður dægurlagið ekki metið
á mælikvarða æðri tónlistar,
dægurlagatextann. En hvort
tveggja verður þó, ef vel á
að vera, að svara kröfum
síns sérstaka mæ'ikvarða. Á
þeim kröfum má ekki siaka.
Því aðeins getur þessi list-
grain átt sér tilverurétt og
fremur en mælikvarða æðri Jafnvel orðið jákvæður þátt-
skáldskapar verður lagður á ur 1 menningarlífi þjóðar.
Tjaldbúðir í Graal-Múritz
Framhald af 4. síðu
og bellibrögð litsendara aft-
urhaldsins á mjög skemmti-
legan hátt. Leikur var með
miklum ágætum, ekki sízt
með tilliti til að leikendur
voru eingöngu starfsmenn úr
hinum ýmsu iðjuverum og
verksmiðjum bohgarinnar.
Ljósaútbúnaður ög sviðstækni
var svo fulUtomin að a betra
varð ekki kosið, enda starfs-
menrt margir og kunnu auð-
sæilega sitt verk. Lauslega
áætlað munu þeir, sem komu
fram í óperettunni hafa verið
um tvö þúsund.
, Ekki er hægt að skrifa svo
um Eystrasaltsmótið, að hina
þýzku vini okkar beri ekki
á góma. Fyrstan ber að telja
Horst þann er fyrr er nefnd-
ur. Hann var kátur, skemmti-
legur og duglegur, þ.e.a.s.
alveg eins og góður maður
getur beztur orðið. Hann var
oftast með okkur í för, og
það var ekki sízt honum
að þakka, að við lentum
aldrei í neinum vandræðum
né fórum vill vegar. Horst
hafði frítt föruneyti sér og
okkur til aðstoðar, fjórar
stúlkur, er hétu Ingrid, Doro-
thea, Karin og Edda. Ingrid.
hafði þá sérstöðu, að hún
hafði lært íslenzku hjá hin-
um velþekkta íslandsvini
Bruno Kress og inlaði hana
dálítið. Var það skemmtileg
tilbreyting fyrir okkur, sem
ekki töluðum þýzku, að geta
snúið okkur til hinnar við-
mótsþýðu Ingiríðar og spurt
hana á móðurmálinu um mál-
éfni, sem okkur lék hugur á
að vita um.
Ekki má heldur gleyma
hinum hressilega og snjalla
félaga, Hans, sem var hrókur
alls fagnaðar, hvar sem við
fórum.
Öllum þessum gcðu kunn-
ingjum kunnum við miklar
þakkir fyrir samstarfið.
Fyrr í þessari grein nefndi
ég pall þann eða leiksvið, þar
sem venja var að ýmislegt,
er þátttökuþjóðirnar höfðu
fram að færa, væri sett á
svið. Þarna voru haldin
skemmtikvcld og áttum við
þar oft ánægjulegar stundir
við að horfa á norska, pólska
og finnska þjóðdansa eða
rússneska steppdansa og
akrobatik.
Við Islendingarnir tókum
þátt í þessum sýringum eftir
beztu getu, sýndum t.d.
glímu, sem vakti mikla eftir-
tekt.
Einna vinsælast þeirra at-
riða, sem við komum þarna
fram með, var vafalaust gam-
ahþáttur. sem hinn ágæti fé-
lagi okkar, Óttar Guðmunds-
son, fór með. Hermdi hann
t.d. mjög listilega eftir út-
varpsstöð ameríska hernáms-
liðsins í KeflaVik og glímdi
japanska glímu við sjálfan
sig. Var atriði þessu svo vel
tekið að hann var kallaður
fram hvað eftir annað.
Þann 8. júlí fórum við, ís-
lenzki hópurinn, í heimsókn
til skipasmíðastöðvarinnar
,,Neptun“ í Rostock, en hún
átti 110 ára afmæli daginn
eftir. Þarna var fjöldi skipa
í byggingu, og m.a. eitt ekki
lítið, sem verið var að byggja
fvrir það ágæta land, Vestur-
Þýzkaland
Þarna vorum við nokkrar
stundir og ætla ég ekki að
leggja út í að lýsa þessarri
stórkostlegu skinasmíðastöð,
enda ekki fær um. En eitt
er víst: v;ð komum út full
aðdáunar á því stórvirki, sem
þarna hafði verið unnið af
einhuga, þvzkri alþýðu.
Rarnar ánægjustundir eru
flið+ar að líða og'svo var um
dvöl okkar íslendinganna í
Graal-Muritz. Þann 11. júlí
á+t.um við vináttufund með
hinum gcðu grönnum okkar.
Rússunum (Þeir voru ná-
grannar oVkar í tjaldbúðun-
um). oo- s'iðar sama dae með
gestgiötnm okkar, Þióðverj-
um. Ró<* *tr heasir fundir ein-
kenrdust. af þeim bróðurhug
oe fviðarvilia. sem við vild-
„m óo1r<> nð gæti orðið eign
allvq b->'óða heims.
Ov þega.r við ókum burt
daginn eftir. ómuðu kveð.iur
bessara félava. enn í evrum
okkar: Hittumst heil að ári I
Kennara-
skorturinn
Framhald af 7. síðu.
leg í ár. Eríiðismenn gresjunnar
eiga nú vísan afrakstur vinnu
sinnar.
— í>etta hlýtur að vera Kíeff.
Hvít húsin eru eins og fíla-
beinsm.vndir á grænu flosi,
garðarnir allir og trjágróður-
inn.
,.Ég kom í einn klefanna sem
múnkarnir í stóra Kíeff klaustr-
inu höfðust einu sinni við í.
Dimmt var bar. innibyrgt, ekk-
ert nema steinn og mold. Mér
komu i huc hrevsin, sem fólkið
varð að ílýja til, er borgin
haíði verið brennd ofan af
þeim. Og það lá við að ég
flýði upp í sólskinið. og varð
að hugsa: Mennirnir eiga að
lifa í sólskini. í góðu lofti og
milli grænna trjáa, við breiðar
götur, björt hús og stór torg“,
sagði við mig einn húsameist-
aranna, sem byggðu Kieff úr
rústum styrjaldarinnar.
Við flugvdllinn blasir við
rauður borði: „Hindi-Rússi,
Bhai. Bha'“ er áletrunin. „Ind-
veriar og Rússar eru bræður“.
Beðið cr komu indverska íor-
setans og við erum drifin af
stað. Næsti áfangi: Moskva.
• AIJGLÝSIÐ í
• ÞJÓÐVILJANUM
Landsmót UMFI é Laugum
Undirbúningsnefnd landsmóts
Ungmennafélags íslands að Laug-
um næsta vor kom þar saman
fyrir skömmu. Nefndin skipti
með sér störium og athugaði all- i
ar aðstæður til hát ðarhaldanna.
Þykir staðurinn mjög góður bæði
með tilliti til íþróttakeppni og
móttöku gesta. Þar er stór og
glæsilegur íþróttavöllur. sem ný-
búið er að stækka, en verið er að
byggja pall fvrir áhorfendur um-
hverfis íþróttasvæðið. Húsakynni
skólans að Laugum eru mikil og
verið að byggja við þau. í við-
b.vggingunni á að vera rúmgóður
matsalur og eldhús. Væntir lands.
mótsnefnd þess að viðbótarb.vgg-
ingunni verði lokið fyrir lands-
mótið. Aðstaða til starfsíþrótta
er góð. Keppt verður bæði úti og
inni.
Formaður undirbúningsneínd-
ar landsmótsins er Óskar Ágústs-
son. kennari að Laugum.
Laust prestsemb-
ætti á Akureyri
1 síðasta Lögbirtingablaði
auglýsir biskupinn laust til
umsóknar annað af tveim
prestsembættum í Akureyrar-
prestakalli í Eyjafjarðarpró-
fastsdæmi. Er þetta embætti
það sem séra Kristján Róberts-
son hafði, en honum hefur ver-
ið veitt lausn samkvæmt eigin
ósk.
- IÞRÖTTIR
Framhald af 9. síðu
af Snæfellsnesinu, eða nán-
ar tiltekið úr Grundarfirð-
inum. Jón et fæddur 19.
júli 1936, og er því 23 ára
gamall.
Jón ihóf íþróttaiðkun hjá
U.M.F. Snæfell, og náði
skjótt góðum árangri í há-
stökkinu, stökk á héraðs-
móti '1954, aðeins 17 ára
að aldri 1.80 m. Þessi ár-
angur barst fljótt til eyrna
íþróttafrömuða Reykjavík-
ur, sem vildu fá piltinn til
æfinga við betri skilyrði.
Hér 5 Reykjavík hefur Jón
síðan dvalið frá 1955 og
þjálfað íþróttir hjá KR.
1956—57 átti Jón við
meiðsli að stríða og náði
ekki af þeim sökum eins
miklum framförum og búast
mátti við. I fyrra og í ár
aftur á móti hefur hann
sýnt miklar framfarir og
öryggi Jóns í stökkunum
fer stöðUgt vaxandi. í sum-
ar hefur Jón tvíslegið metið
í hástökkinu —* fyrst 1.98
síðan 2.00, sem einnig gaf
Rómarferðina. Ekki er ó-
sennilegt að Jóni takist að
bæta metið enn í Róm, og
það jafnvel svo .um muni,
— Horfumar á að kom-
ast í aðalkepnniria eru ekki
svo slæmar. Til þess þarf
ég að stökkva 2 metra
slétta, eða sömu hæð og
metið, en við skulum fcíða
og sjá hvernig fer þ. 1.
september, þá er röðin kom-
in að mér á Olympíuleikun-
um.
DELVAC
SMURNINGSOLÍURNAR sem skortur hefur verið á
undanfarið, eru nú komnar til landsins.
Pantanir óskast sendar aðalskrifstofu vorri
'í Reykjavík.
OHuverzlun íslands h.f.
ÓDÝRT
300 PÖR kvenskór — aðallega í stærðum
nr. 35, 36 og 39. — Verð aðeins kr. 50.00 parið.
100 PÖR kvenskór á kr. 175.00.
Stærðir nr. 35, 36 ,og 37.
Smásala — Laugavegi 81
Vinningðr \ happdrætti
SJALFSBJARGAR
Vinningar féllu á eftirtalin númer er dregið var í
happdrætti Sjálfsbjargar — landssambands
fatlaðra — 1. ágúst s.I.
Bifreið nr. 6202, kæliskápur nr. .16186, strokvél
nr. 16731, hrærivél nr. 30704, bónvél nr. 17129.
SJÁLFSBJÖRG — landssamband fatlaðra