Þjóðviljinn - 01.10.1960, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.10.1960, Qupperneq 1
Sjávarútvegsmálaráðuneytið liefur ákveðið í samráði við Fiskifélag Islands og fiskideilcl atvinnudeildar háskólans, að veiðitími dragnótabáta i Faxa- flóa framlengist til októberloka með sömu skilyrðum og áður. Laugardagur 1. október 1960 — 25. árgan.gur — 220. tbl. SVORUM ÁSÆLNI BRETA Á ÚTIFUNDINUM Á LÆKJARTORGI KLUKKAN FIMM I DAG í dag heíjast opinberar viðræður milli ríkis- stjórna Bretlands og íslands um landhelgismálið, og klukkan íimm í dag heldur Alþýðusamband íslands útiíund á Lækjartorgi til að leggja áherzlu á kröíu íslendinga um að í engu verði látið und- an ásælni Breta. Brezkir aðilar haía kunngert að markmið brezku fulltrúanna í viðræðunum sé að íá islenzku ríkisstjómina tii að veita brezk- um togurum heimild til veiða innan tólf mílna fiskveiðilögsög- unnar sem ísland hefur haft í rúm tvö ár. Það væri óafsakanlegt glap- ræði að láta undan brezku of- beldismönliunuin einmitt nú þeg- ar Ijóst er að alger uppgjiif þeirra er á næsta leiti ef íslend- ingar láta engan bilbug á sér finna. Þjóðin stendur saman um tólf mílna fiskveiðilögsöguna og tel- ur að undanhald komi ekki tii mála, því þá er framtíðarhags- munum þjóðarinnar, möguleik- unum til enn frekari útfærslu, fórnað. Á útifundinum, sem hefst á Lækjartorgi klukkan fimm í dag tala fjórir menn. Fundarstjóri verður Hannibal Valdimarsson, íorseti Alþýðusaipbandsins, en ræðumenn Gils Guðmundssóh rithöfundur, Karl Sigurbergsson skipstjóri, Einar Ágústsson spari- sjóðsstjóri og Lúðvík Jósepsson alþingismaður. son deildarstjóri í utanrikisráðu- neytinu, Engholm og Savage, deildarstjórar í sjávarútvegs- málaráðuneytinu, ungfrú Gutt- eridge lögfræðilegur ráðunautur, Hetherington írá Skotiands- málaráðuneytinu og sjávarút- vegsmálaráðuneytinu. íslenzku nefndarmennirnir eru Hans G. Andersen sendiherra, ráðuneytisstjórarnir Henrik Sv. Björnsson og Gunnuaug'ur Bri- em, Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri og Jón Jónsson fiskifræð- ingur. Viðræður nefndanna fara fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hefjast í dag, að líkindum fyrir hádegi. Næsti viðræðufundur verður tæplega fyrr en á mánudag. Þarf aðhahl Það hefur valdið ugg að is- lenzka ríkisstjórnin heíur ekki fengizt til að láta uppi hvað hún hyggst fyrir með viðræðunum við Breta, og látið málgög'n sín ! Framhald á 5. síðu. Bre/.ka samninganefndin kom til Keykjavíkur með flugvél Flugfélags íslands laust eftir klukkan 11 í gærkvöld. Myndin af nefndarmönnum var tekin, er þeir höfðu sti.gið út úr flugvélinni. Annar maður frá vinstri R. H. Mason, næstur honum á vinstri liönd er Sir Pat- rick Keilly formaður brezku sendinefndarinnar, þá ungfrú J. Gutteridge. Lengst til hægri á myndinni er Hendrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri, sem tók á móti Bretunum á flugvell- inum, við hlið hans er Stewart ambassador. I baksýn sést Brian Holt, vararæðismaður Breta hér á landi. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Bannsókn miðstjórnar Alþýðusambands Islands leiðir í ljós: Skipt um formann Nefndin sem brezka stjórnin sendir til viðræðnanna kom með áætlunarflugvél Flugfélagsins í gærkvöld. Formaður Bretanna er Patrick Reilly, fyrrverandi sendiherra í Moskvu. Var hann skipaður í fyrradag', en áður hafði verið tilkynnt að Stewart, sendiherra hér, yrði formaður. Auk þeirra eru í neíndinni Ma- Undirskriftirnar voru markleysa 141 nafn ógilf, nokkur þeirra sannanlega fölsuB - MiSsfjórn A.S.Í. vifir harSlega misfellur og falsanir Miðstjórn Alþýöusambands íslands h.efur nú lokiö rannsókn á kæru vegna fulltrúakjörs í Dagsbrún og leiddi rannsóknin í ljós aö undirskriftirnar undir áskor- unina um allsherjaratkvæöagreiöslu í Dagsbrún voru markleysa ein þar sem 141 af þeim er skrifuöu undir voru ekki löglegir félagsmenn Dagsbrúnar og sum nöfn- in fölsuö. Segir m.a. í ályklun miöstjórnar um máliö: „Miöstjórnin kemst ekki hjá aö átelja harölega þær margvíslegu misfellur er komiö hafa í ljós viö undir- skriftasöfnun þessa.“ Hannibal Valdimarsson for- seti Aiþýðusambands íslands og Snorri Jónsson starfsmaður Alj ýðusambandsins kvöddu blaðamenn á fund s'nn í gær Sir Patrick Kcilly, formaður og skýrðu frá máli þessu. For- brczku samninganefndarinnar. seti Alþýðusambandsins vék Myndin var tekin á Reykja- fyrst að ofsalegum skrifum víkurffugvelli í gærkvö'.d. Mbl. og AB. um kosainguna (Ljósm. Þjóðv. A.K.). í Dagsbrún og kvað aðdróttan- j ir cg brigzlyrði þessara biaða í garð Dagsbrúnarstjórnarinnar j óviðurkvæmileg og ekki sam- j rýmast heiðarlegri biaða- mennsku. I sambandi við lýs- ingu Vísis á miðstjórna rfundi A.S.Í. kvað Hannibal alla mið- stjórnarmenn hafa lýst yfir og ; látið bóka á fundi í fyrrakvöld jað enginn þeirra hefði látið Vísi neinar upplýsingar í té!! Er frásögn Vísis því heila- spuni einn. Hinir alræmdu tví- menningar í Dagsbrún, Jón Hjálmarsson og Jóhann Sig- urðsson verkfallsbrjótur kærðu til Alþýðusambandsstjórnar að undirskriftasöfnun þeirra um allsherjaratkvæðagreiðslu í Dagsb.ún var ekki tekin gild. Kvað Hannibal miðstjórn Al- þýðusambandsins hafa tekið kæruna fyr'.r á næsta fundi sínum, 27. þm. og var þar tveim miðstjórnarmönnum fal- ið að rannsaka kæruna og öll skjöl varðandi málið og kveðja til að vera viðstadda þá Jón Hjálmarsson, annan ákærand- ann og fulltrúa Dagsbrúnar, til að útskýra sjónarmið sín. Rannsóknarnefndin tók til starfa að morgni 29. sept. sl. og skilaði skýrslu sinni á mið- stjórnarfund síðdegis þann Framhald á 5. síðu. Kjörskrárfals- anirnar í Tré- smiðafélaginu Á þriðju síðu er grein um kosningarnar í Tré- smiðal élá.gi Reyk javíku r þar sem rakin er ferill gömlu kjörskrárfalsar- anna í félaginu, sem nú ælla sér að Ieika sama leikinn aftur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.