Þjóðviljinn - 01.10.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1960, Blaðsíða 4
é) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. október 1960 Sýning Waistels í Sýningarsal Ásmundar við Freyjugötu ig íólk, sem kann að meta hina einföldu fullkomnun í formi góðra leirmuna, hvort heldur þeir eru til nota eða skrauts. Þessi hópur fagnar af heilum huga hinni fágætu sýningu Waisteis Cooper, sem nú stend- ur yfir i Sýningarsal Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu. Waistel er í hópi fremstu leirkerasmiða á Vesturlöndum, og það er skemmtilegt til þess að vita, að hann skuli einmitt hafa byrjað sinn leirsmíðafer- il hér á ísjandi. Hvað er það, sem hefur gert Eins og málið Ijáir skáldinu orð til þess að tjá innlifun sína, þannig gefur leirinn pottasmiðnum sveigjanleik sinn, svo að formið megi vera hans tjáning. Þessvegna er ekki hægt að skýra ljóð skálds- ins með Ieirkrús, né heldur form kersins í orðum. Þau áhrif, sem ég varð fyr- ir, þegar ég horfði og þreiíaði á steinkrúsum Waistels Cooper, leggja mér ekki orð á tungu. Ég get aðeins tekið undir með japanska leirsmiðnum Kawai frá Kyoto. Hann var eitt sinn spurður að því, hvernig menn gætu þekkt gott leirker frá slæmu, og hann svaraði: ,,Með líkamanum“. Austurlandamönnum er leir- keraíistin í blóð borin, enda hafa þeir metið skrautker til jafns við blóm í 5000 ár ög .drykkjarskálin verið höndum þeirra og huga jafn mikilvæg og maganum tevatnið. Hér á norðurhveli eru það aftur á móti fáir, sem skilja list leir- kersins, eða láta sér yfirleitt tíl hugar koma að í leirkeri geti falizt listsköpun. Senni- lega stafar þetta af því, að Vasi og skálar á sýningu Waistels^ eftir iðnbyltinguna má heita að að hugmyndum hans um sam- ræmi forms og efnis. Og leir- ■ inn, ’ sem. lielúr sig upp af hverfihjólinu milli handa lista- mannsins, á samsvörun í sjálf- um honum. Á meðan hrjúf á- ferð kersins ertir fingur hans á óendanlegri hringferð um sjálfa sig, sameinast efni og andi í formsköpun, sem á ræt- ur sínar í jarðbundnum faéti þess og endar óslitna spennu sína í loftinu ofan við karm- inn. Hann keypti ékki glerunga sína í verksmiðju, heldur sló korn og annan jarðargróður, brenndi til ösku og blandaði öskuna öðrum steinefnum. Hann notaði náttúrleg efni, iit- uð mikromálmum í eðlilegum samböndum, sem ein hæfa «>■ L.jósm.: Þjóðv. A.K.). öll persónuleg sköpun leirmuna yrði að víkja fyrir gljáandi, áferðarlausum leirpúlversvarn- ingi verksmiðjanna, þar sem svefnlausar stúlkukindur líma prentaða pappírsmiða á akk- orðssteypta óskapnaði. Fyrstu kynni fslendinga af leirnum, eftir að þeir gátu leyft sér að éta úr öðru en trédölium, urðu því af þessum útlenda gljá- varningi. En á síðari árum hafa hér eins og annars staðar risið upp ieirbrennslur iistiðn- aðarmanna, og því er hér einn- þennan skozka málara að slík- um snillingi leirsins? Var það kannski alltaf þetta, sem í hon- um bjó, eða hefði hann ef til vill getað orðið hvað sem var með jafngóðum árangri? Því verður erfitt að svara, en hitt er víst, að hann hefur tekið leirkerasmíðina þeim tökum, sem ein eru vænleg til árang- urs. Hann byrjaði í jörðu. Undan rökum sverði gróf hann mjúkan leir, með eigin hönd- um. Hann leitaði að efni og fann það sem í eðli sínu féll skreytingu steinleirs. hins ævaforna Við hverja brennsiu vakir Waistel yfir ofninum sínum í 14—18 klukkustundir og opnar loftgöt eða brennir viðarlurk- um, til þess að breyta and- rúmslofti ofnsins, eftir því sem við á, þar til brennsjan hefur náð hámarki sínu við 1320 gráðu hita. Það er ekki að ástæðulausu, að mörg merkustu iistasöfn Evrópu hafa keypt ieirmuni Waistels, sem dæmi um það bezta, ,L J.eirkeralist vofra .tima, Með óvenjulegri listgáfu ,si,nni. afdráttarlausri gagnrýni og vísindalegri nákvæmni, hefur hann skipað sér á bekk meðal örfárra, útvalinna meistara leirkerasmiðanna. Sýningunni lýkur um þessa helgi og það eru því síðustu forvöð að sjá þessa fögru og einstæðu leirmuni. Á sýningunni eru einnig hús- gögn, sem Sveinn Kjarval, hús- gagnaarkitekt hefur teiknað. Svein þarf ekki að kynna fyrir Reyk.vikingum. Hann hefu^ þegar.hlotið viðurken.ningu,. ^epi. einn okkar fremsti listamaður á sínu sviði. Flestir bæjarbú- ar hafa daglega fyrir augunum einhverja hluti, sem gerðir hafa verið eftir teikningu hans. Húsgögn þau, sem Sveinn sýn- ir að þessu sinni, eru gott dæmi upp á hina næmu til- finningu hans fyrir að láta efn- ið halda eiginleikum sínum £ meðíerðinni, og samræma ólík efni á smekklegan hátt. Gustiar. Aðalf undur Prentsmiðju Þjóðviljans h.f. verður lialdinn í skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 19, laugardaginií 8. október n.k. klukkan 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN v_7 Carls tJ'onalanssonar Kennsla hefst þann 3. oktáber n.k. Get bætt viS nokkrum nemendum. Upplýsingar veittar alla virka daga frá klukkan 1—3. — 80 bassa hantionika til sölu. — heppileg fyrir byrjendur. KARL JÓNATANSSON, Hofteigi 18 — Sími 34579, ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 121. þáttur 1. október 1960 Lanc’frœðíheiti á íslenzku Stöðugt berast okkur íregnir um útvarp og blöð utan úr heimi, þar sem sagt er frá atburðum á hinum fjarlægustu stöðum. Marga þessa staði höf- um við aldrei áður heyrt nefnda á nafn; þau koma úr margvíslegustu tungum, en ílest þeirra heyrum við fyrst i fréttum þýddum eða endur- sögðum úr ensku. íslenzkum fréttamönnum hef- ur því löngum hætt til að nota enskar myndir paínanna, er venjulega fara verr í íslenzku en aðrar. Þó hefur mönnum nú í seinni tíð aukizt dirfska með að staísetja slík nöfn meira og minni eftir ísienzk- um íramburði. Dæmi þess er m.a. landsheitið Kongó, en á ensku er það ritað Congo. Önn- ur landfræðiheiti hafa komið ný undanfarið, svo sem Malí ;(ríkjasamband), Ghana o.fl. Einn þáttur slíkra ókenni- legra orða sem skera verður úr um íslenzkan rithátt á eru rússnesk nöín, en um stafsetn- ingu þeirra í íslenzku hefur ríkt hinn mesti glundroði. Rússar nota sérstakt stafróf sem er Jagað eftir þeirra máli, og má til dæmis nefna að í því eru sjö mismunandi s-hljóð, sem hvert hefur sinn sérstaka bókstaf í ritmáli þeirra. En í íslenzku höfum við aðeins tvo stafi til að tákna s-hljóð, það er s og z. Það sem á vantar verðum við því að stafsetja með einhverjum stafasambönd- um, eins og sj, zj, ts, tsj og þess háttar, því að ekki er unnt að rita nöfn úr sh'kum málum með sama hætti og þjóðin gerir er notar þau. Til dæmis má taka nafnið Tsjaj- kovskíj, heiti tónskáldsins. Þessi ritháttur er sá sem helzt leiðir íslending í átt til rétts framburðar og fellur því bezt við okkar tungu. En í öðr- um málum er þetta nafn ritað með öðrum hætti, í ensku Chaikovsky, þýzku Tschai- kowskij, sænsku Tjajkovskij, norsku Tsjaikovskij — a.m.k. venjulega nú orðið. Nafn for- sætisráðherra Sovétríkjanna er oft í blöðum hér ritað Krúsjev, og, er einföldunin þá orðin nokkuð mikil. Norður- Jandabúar margir rita Hrust- jov, enskumælandi menn gjarnan Kruchev, Þjóðverj- ar Chruschtschow, og þannig mætti lengi telja. Fyrir íslend- ing er vill halda sér við heitið á Irummálinu, eftir því sem stafróf íslenzkrar tungu leyfir, er ritháttur eins og Khrúst- sjov eðlilegur. Þetta vandamál snertir að sjálfsögðu langtum fleiri nöfn en rússnesk, þótt ég tæki sér- staklega dæmi um þau, af því að ég er kunnugastur vandan- um i sambandi við þau. Sami vandinn er um nöfn úr arab- ísku; þar hefur ýmist verið notuð frönsk eða ensk umrit- un, og ef til vill fleiri gerðir. Kínversk nöfn hafa verið mjög á reiki í islenzkum ritum. Um önnur fjarskyld mál má svipað segja. Um játhátt grískra nafna má þó oftast fara eftir gam- alji hefð, því að venjulega mun mega finna samsvaranir t.d. hjá Sveinbirni Egilssyni um rithátt þeirra. En þegar um er að ræða nöfn úr málum sem rituð eru latinuletri eins og íslenzka, er auðvitað sjálf- sagt að halda rithætti frum- málsins, jafnvel þó að sleppa þurfi ' .einstaka ókennilegu merki við suma stafi sökum íátæklegra ieturbirgða prent- smiðju, svo sem eins og þegar útlendingar prenta d í staðinn fyrir ð í íslenzkum orðum. Annars er umritun erlendra nafna almennt víðtækara efni en s,vo að því verði gerð nokk- ur skil í stuttri grein, og skal það ekki rætt hér frekar nú. Aðeins skal á það minnt að íslenzkar kennslubækur í landafræði hafa hingað til verið næsta ilia unnar af þessu leyti, en þess ætti að mega vænta að íslenzka kortabókin sem nú mun vera í undirbún- ingi, komi með viðhlitandi og islenzkulega lausn á þessu máli, því að varla þarf að óttast það að sérfræðingar þeir sem opinberir aðilar kveðja til slíks verks lcastr svo höndunum til þess að til engra bóta sé frá útlendum bókum er hingað tii hafa ver- ið notaðar. En fleira þarf athugunar við en ritháttur í sambandi við út- lend landfræðiheiti, svo sem myndun lýsingarorða af þeim. Algengasta ending slíkra lýs- ingarorða er nú -iskur eða -skur: japanskur af Japan, portúgalskur af Portúgal, arg- entínskur af Argentina, ítalsk- ur af Ítaiía o.s.frv. Nú finnst flestum kanadiskur eðlilegt lýsingarorð af Kanada (og við erum alveg hættir að rita Canada eftir enskri venju). Af Kongó er dregið kongóskur, af Kórea kóreskur (kórversk- ur hefur líka verið notað og er í samræmi við þjóðarheitið Kórverjar, sbr. Kinverjar), af Ghana er eðlilegt ghaniskur, af Katanga katangiskur, af Asía asískur (en asíatiskur er að sjálfsögðu engin íslenzkun orðsins), af Ameríka amerísk- ur og af Afríka afrLskur, Hér má minna á að endingin -ansk- ur er ekki í sambandi við ís- lenzka málvenju, nema heitið sjálft endi á an (sbr. japansk- ur af Japan), og ekki heldur endingin -anar um íbúa lands- ins eða álfunnar. Hóti nær væri -ánskur og -ánar, sbr Indíánar (af Ind'a) og indí- ánskur, t.d. Ameríkáni og am- eríkánskur. En allt hjal um slíkt er raunar hégómi, þegar við höfum jaíngóða lýsingar- orðsendingu og -(ijskur og getum við kallað íbúa -menn eftir heiti svæðisins: Ghana- menn, Kongómenn, Ameríku- menn, o.s.frv. Látum svo þetta nægja að sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.