Þjóðviljinn - 01.10.1960, Qupperneq 12
þlÓÐVIUINN
Laugardagur 1. október 1960 — 25, árgangur — 220. tbl.
Fjórir bílar í
árekstri
Um eitt-Ieytið í gærdag
myndaðist umferðarteppa
á Laugaveginum neðan-
verðum. I>ar hafði orðið
bifreiðaárekstur, fjórum
bifreiðum hafði lent sam-
an nálægt gatnamótum
Skólavörðustí.gs. Árekstur-
inn var með þessum hætti:
Vörubifreið var á leið nið-
ur Laugaveginn og fór
skammt á undan henni
sendiferðabíll og tveir
Fólksvagnar. Við gatna-
móf Skólavörðustígs
þurftu bílarnir að nema
staðar við rautt ljós um-
ferðavitanna, en þá reynd-
ust hemlar vörubílsins
óvirkir — afturhjól bíls-
ins öðrum megin höfðu
losnað á öxlinum og voru
nær dottin af, þegar heita
átti liemlunum Þar sem
ekki tókst að stöðva vöru-
bílinn rann hann á næsta
bíl fyrir framan sem var
sendiferðabíll. Sendiferða-
bíllinn rann síðan á volks-
wagen-bíl, sem rann á
annan bíl sömu gerðar.
Skemmdir urðu á öllum
fjórum bilunum, en mesfar
að sjálfsögðu á þeim sem
harkalegustu skellina
hlutu. — Myndirnar voru
teknar þegar lögreglu-
menn voru að mælingum
á árekstursstað í gær. Sú
minni sýnir glögglega
hversu litlu munaði að
afílurhjólin rynnu út af
öxli vörubifreiðarinnar.
(Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Frá og meö n.k. mánudegi munu matvöruverzlanir
hér í bænum hætta aö selja kartöflur í smásölu og
verða neytendur þá eftirleiöis aö kaupa kartöflur beint
frá Grænmetisverzluninni í heilum eöa hálfum pokum.
r #r
Arásir Morgunblaðsins á ASB
eru tilefnislausar með öllu
Viðtal við Birgittu Guðmundsdóttur, formann félagsins
— Árásir Morgunblaðsins á ASB eiga sér enga stoö
í veruleikanum og eru til þess eins fallnar að koma upp
pólitískri ,úlfúð 1 félaginu, sagði Bi'rgitta Guðmunds-
dóttir, formaður ASB, þegar Þjóðviljinn hafði tal af
henni í gær.
í félaginu hefur frá upphaíi
verið bezta samstarf án tillits
til stjórnmálaskoðana, en nú hef-
ur ein forustukona íhaldsins í
Hafnaríirði, sem gekk í félagið
á síðasta fundi, hafið þar póli-
tiskt sundrungarstarf.
Mér þykir rétt, sagði Birgitta,
vegna íramkomins óhróðurs og
■ósanninda í Morgunblaðinu, að
Skýra opinberlega frá þeim inn-
anfélagsmálum sem þar hafa
verið rangfærð á bly^gðunarlaus-
asta hátt.
Kom sama daginn
Mánudaginn 19. september
höíðum við með löglegum fyrir-
vara auglýst fund til að kjósa
íulltrúa á Alþýðusambandsþing.
Um hádegi sama dag var komið
4il mín með skjal undirskrifað
>78 nöfnum þar sem borin var
íram áskorun um að haí'a alls-
herjaratkvæðagreiðslu um full-
Irúaval.
Þann stutta tíma sem aflögu
■Var fram til fundar voru undir-
askriftirnar kannaðar eftir því
;Eem kostur" var. Þama kenndi
ftnargra grasa. Reyndust 35 strax
•vera fullgildar félagskonur,
Jirjár voru of ungar til að þær
gætu verið félagar, sex voru
aukafélagar, stúlkur sem yinna
yfir sumarið og greiða innan við
hálft gjald, 23 voru ekki i félag-
inu, en vafi lék á um 11 nöfn,
þar sem þau .fundust ekki á
manntali við fyrstu athugun.
Kosið með fyrirvara
Þegar leið að fundartíma var
rannsókn undirskriftanna alls
ekki lokið. Félagsstjórnin leit því
þannig á að úr því að ekki væri
að svo stöddu hægt að ganga úr
skugga um hvort áskorunin um
allsherjaratkvæðagreiðslu væri
iöglega fram borin. væri rétt að
halda fundinn eíns og auglýst
hafði verið lögum samkvæmt.
Á fundinum fór kosning- fram
með þeim fyrirvara að reyndist
áskorunin lögleg yrði fundar-
kosningin ógild en látin fara
fram allsher.iaratkvæðagreiðsla.
Á fundinum var skýrt frá
hvernig málin stóðu og skorað á
félagskonur sem að undirskrifta-
söfnuninni stæðu að gefa sig
fram og aðstoða við að upplýsa
eitthvað um nöfnin sem enn
ríkti vafi um, en engin gaf sig
fram þótt síðar kæmi í ijós að
þessar konur voru staddar á
fundinum.
Framhald á 2. síðu.
Birgitta Guðmundsdóttir
formaður ASI5
í fréttatilkynningu, sem Þjóð-
viljanum hefur borizt um þetta
mál frá kaupmannasamtökunum
segir, að ástæðan fyrir þessari
ákvörðun sé sú, „að af fjárhags-
ástæðum er dreifingaraðilum,
hvort heldur er kaupmönnum
eða kaupfélögum, gert ókleift að
dreifa þessari vöru, þar sem
þeim er beinlínis gert að greiða
með þeirri þjónustu. sem kart-
öflusalan annars er“. Er síðan
í tilkynningunni gerð nánari
grein fyrir bví, að kostnaður við
sundurvigtun og sölu kartafl-
anna í verzlununum, er svo
mikill, að álagningin nægir ekki
til þess að vega u'pp á móti
kostnaðinum. Stafar þetta m.a.
af því, að kartöílur eru greidd-
ar svo mikið niður af -ríkinu, að
dreil'ingaraðilar missa a.m.k.
helming þess, sem þeir myndu
fá. ef kartöflurnar væru óniður-
greiddar.
Af heilbrigðisástæðum er þess
krafizt, að sundurvigtun kart-
aflanna fari ekki fram í sölu-
búðunum sjálfum heldur í sér-
stökum herbergj>um. Haf'a verzl-
anirnar af þessum sökum gert
þá kröfu til Grænmetisverzlun-
arinnar, að hún tæki sjálf upp
pökkun á kartöflunum til neyt-
enda. Grænmetissalan mun hafa
haft hug á því, að koma sér upp
vélum og húsnæði fyrir slíka
dreiíingarmiðstöð, en aí því hef-
ur enn ekki orðið. Sagði for-
stjóri Grænmetisverzlunarinnar
í viðtali við blaðið í gær, að
hún hefði ekki aðstöðu til þess
að taka upp slíkar dreifingarað-
ferðir fyrst um sinn en myndi,
er sölubann smásöluverzlananna
skellur á afgreiða til neytenda
í hálfum og heilum pokum frá
verf Juninni sjálfri. Stæði sölu-
bannið lengi yf'ir yrði reynt að
koma upp útgölustöðum út um
bæinn.
Þjóðviljinn sneri sér í gær til
KRON og spurðist ívrir um.
I hvort það myndi halda áíram
i kartöí'Jusölu msð sama hætti og
I áður en fékk bað svar hjá kaup-
félagsstjóranum, að félagið
myndi standa með kaupmanna-
samtökunum í þessu máli og
hætta að selja kartöfiur í mat-
vöruverzlunum sínum.
Leitin að Rodney
ber eogan árangnr
í gær var haldið áfram Iteit-
inni að norska hvalveiðibátnum
Kodney, en án árangurs. Leit-
uðu fjórar flugvélar frá banda-
r.'ska hernámsliðinu á Keflavík-
urflugvelli auk norskrir flu.g-
vélar og norska ef irii'sskips-
ins Garm
Bobby Fi
1 gær kom hingað til lands
á vegum Skáksambandsins og
Upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna handaríski skákmeistarinn
Bohby Fischcr. Upphaflega va-r
svo ráð fyrir gert, að Fischer
5æmi hingað og tæki þátt í
Gilfermótiiiu, sem nú er að
ljúka, en af því gat ekki orð-
ið. Er í ráði að efna til nýs
móts með 6 keppendum eða
svo, þar sem ihann tefli ásamt
sterkustu skákmönnum ok'kar.
Fischer mun dveljast hér á
landi 10—12 daga. Er íslenzk-
um mikill fengur að komu hans
hingað.
Barn fellur út um
glisgga á 2. hæð
1 gær varð það slys að Berg-
staðastræti 45, að tæplega 2já
ára drengur, Þórihallur Stein-
arsson, féll út um glugga af
annarri hæð og slasaðist á
hcfði. Var drengurinn fluttur
á slysavarðstofuna og síðan
í Landakotsspítala.
Undirskriftalistarnir með
nöfnum 1030 kjósenda á Akra-
nesi,, sem hafa krafizt þess að
núverandi bæjarstjórn segi af
sér svo að nýjar bæjarstjórn-
arkosningar geti farið fram,
voru kynntir bæjarfulltrúum
á fundi bæjarstjórnar Akra-
ness í gær. Bauðst þá Sigurð^
ur Guðmundsson, bæjarfulltrúi
Sósíalistaflokksins, til þess að
lesa upp fyrir bæjarfulltrúa
undirskriftirnar, en Jón Árna-
son, bæjarfulltrúi og alþirgis-
maður íhaldsins, baðst vægðar
fyrir hönd stjórnarsinna og
óskaði ékki eftir þeim lestri.
Voru það heldur framlágir
menn, bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins, sem sátu fundinn
undir rökföstum ræðum og
gagnrýni fulltrúa Sósíalista-
flokksins og Framsóknar-
flokksins xit af iþessari máls-
meðferð allri.
Bæjarfulltrúar Sósíalista-
flokksins og Framsóknar-
flokksins báru í lok umræðna
fram tillögu hess efnis. að
bæjarstjórnin óskaði að dóms-
málaráðuneytið tæki ákvörð-
un um nýjar bæjarstjórnar-
kosningar á Akranesi hið
fyrsta, þar eð riflegur meiri-
hluti kjósenda í kaupstaðn-
um hefði staðfest þann vilja
sinn með undirskrift, enn lægi
éljki fyrir samstaða um kjör
bæjarstjóra og haan hefði
enn ekki verið kjörinn. Bæj-
arfulltrúar stjórnarflokkanna
báru fram frávísunartillögu,
sem samþykkt var með 7 at-
kvæðum gegn 2.