Þjóðviljinn - 12.10.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.10.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. október 1960 > 1 Athugasemdir viS miSvikudagsgrein Miðvikudaginn 28. f.m. birt- ist í Tímanum greinarkorn um islenzkan framburð eftir Ævar R. Kvaran leikara. Nefnist greinin Mælt mál. Telur höfundur óreiðu ríkja í framburðarmálum okkar og átelur í því sambandi skóla- ana og islenzka málvísinda- menn. Kemur hér fram áhugi leikarans á mæltu máli, og er grein hans að því leyti lofsverð. Á hinn bóginn virð- ist hann ekki hafa hirt um að afla sér nauðsynlegrar þekkingar á máli því, er hann tók til meðferðar, enda er greinin gloppótt og gefur ranga hugmynd um skerf skólanna og ýmissa annarra til framburðarmálanna. Skulu því hér gerðar nokkrar at- hugasemdir. Leikarinn virðist gera ráð fyrir að fagur framburður sé ekki kenndur „í einum ein- asta skóla á íslamdi.“ (Leik- listarskólar ekki undanskild- ir!) Hér er mikið fullyrt, og maður skyldi ætla, að grein- arhöfundur hafi náin kynni af starfi skólanna. Ekkert í grein hans bendir þó til þess. Þvert á móti virðist forsenda þessarar staðhæfingar vera sú ein, að Ævari hafi ekki verið kenndur framburður, þá ' er hann var í skóla endur fyrir löngu. Eg skal fúslega játa, að ég geri ráð fyrir, að sumir kenn- arar sinni framburðarkennslu of litið. Hinu er tilgangslaust að neita, að mikil framburð- arkenns’a fer fram í öllum barnaskólum í sambandi við venjulegt lestrarnám.. Hvert barn, sem lærir að lesa skýrt og greinilega með. þe:m f-rarn- burði, sem íslenzk alþýða hef ur varðveitt um aldir, hefur notið tilsagnar í fögrum framburði, svo framarlega sem íslenzk tunga má kallast fögur. Þetta er aðalatriði málsms þótt hinu megi ekki gleyma, að lítils háttar mun- ur er á framburði f.ólks eftir landshiutum og að sum fram- burðarafbrigði eru óæskileg, jafnvel röng. Er þá einkum um að ræða hljóðvilluna (flámælið). Hafa kennarar löngum strítt við þennan hv’mleiða málgalla, einkum í stafsetningarkennslunni, en hin síðari ár hefur við'eitni kennara beinzt meira og meira sð þvi að le’ðrétta framburðinn, þvi að revnsla hefur sýnt, að það er kleift, ef rétt er að unnið. Skal nú vikið að þessu nokkru nánar. lEftir að dr. Björn Guð- finnsson hafði lokið fram- þurðarrannsóknum sínum hafði hann námskeið í hljóð- fræði og framburðarkennslu fyrir barnakennara í Reykja- vík. Námskeið þetta var mjög vel sótt og hafði mikil áhrif. Hófust a.m.k. sumir skólar í Reykjavík þegar handa um útrýmingu flámælis með sk'pulegri aðgerðum en áður. Veit ég um svipaða starfsemi víðar, t.d. við Barnaskóia Ak- ureyrar. 1 Laugarnesskólan- um í Reykjavík hafa um margra ára skeið öll 9 ára börn verið hljóðkönnuð og þeim þeirra, sem hljóðvillt hafa reynzt, kenndur réttur framburður, en einnig haft eftirlit með 10, 11 og 12 ára börnum sem alast upp við flámæli i heimahúsum. Hefur mikill árangur orðið af þessu starfi, og almennt mun flá- mælið nú talið á undanhaldi, en á því vantar þó nákvaema rannsókn. 1 nýrri námsskrá, sem menntamálaráðuneytið gefur út, er kennurum fjTÍr- skipað að leiðrétta hljóðvillu ef þörf gerist, enn fremur eru þar auknar kröfur um talæf- ingar og framsögn, , En víkjum nú að annarri samræmingu framburðar. Á árinu 1955 lét fræðslumála- stjórnln taka saman reglur um íslenzkan framburð. Unnu málfræðingar að samningu þeirra i samráði við Heim- spekideild Háskólans. Hér er ekki hægt að birta þær regl- ur í heild né rekja til hlítar, en eftirfarandi meginatriði mætti nefna: 2. grein .h.ljóðar svo: Rangiir framburður er hljóðvilla (flámæli) og skal vinna á móti henni af aleflL 3. grein: Réttur telst ann- ar framburður íslenzkur, þó að mismunandi sé eftir hér- uðum, enda sé hann vandað- ur og eðlilegur. 4. grein: Meðal þeirra fyr- irbrigða, sem teljast til rétts framburðar, sbr. 3. gr., eru sum æskilegri en önnur: a) Harðmæli hljóðanna p, t, k, á eftir löngum sérhljóð- um er æskilegra. en linmæli. b) Æskijegri framburður er hv en ky i upphafi orða, þar sem svo á að vera samkvæmt venjum og uppruna málsins. Þessar greinar, sem hér voru tilfærðar, miða i sömu átt og tillögur Bjöms Guð- finnssonar um samræmingu framburðar, þótt hér sé, skemmra gengið. Eigi að síð- ur er hér grundvöllur, sem byggja má málvöndunarstarf- semi á. Skiptir þá auðvitað meginmáli, að allir þeir, sem aðstöðu hafa til að móta framburð almennings leggist á eitt. Ef breyta skal framburði fólks, er áreiðanlega bezt, að það sé gert á unga aldri. Þetta kemur því í hlut barna- kennara, svo að þeir verða að hafa alltrausta undirstöðu- þekkingu á íslenzkum fram- burði. 1 Heimspekideild Háskóla Islands (íslenzkudeild) er hljóðfræði (fonetik) sérstök grein, sem stúdentar taka próf í. Svo er og í Kenn- araskólanum, og eru kennara- nemar látnir æfa harðmælis- framburð og hv-framburð auk réttmælisframburðar og ganga undir framburðarpróf. Hefur nú verulegur hluti bæði eldri og yngri kennara í landinu sæmilegan grund- völl til að byggja framburðar- kennslu á. En hyggjum nú aftur að áðurnefndri Tímagrein. Á einum stað víkur Æ.R.K. að erlendum stúdentum, er vilja læra íslenzku, og segir svo: „Það er satt að segja ekki efnilegt fyrir erlendan stúd- ent, sem kemur hingað til Is- lands til þess að læra að tala málið. Af kennslubókum í ís- lenzku fyrir útlendinga er tæplega um annað að ræða en bók dr. Stefáns Einarsson- ar annarsvegar og hinsvegar bók Sigfúsar Blöndals bóka- varðar. 'En guð hjálpi þeim stúdent, sem ætlar að notfæra sér báðar bækurnar, því að þá Stefán og Sigfús greinir á um aðalatriði þessa máls. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ó- samræmið og óreiðuna, sem ríkir i þessum efnum á ís- landi.“ Hér er sýnilega verið að reyna að tala stritt. Og þetta hefðu verið orð í tíma töluð fyrir rúmum áratug. En seint á 5. tug þessarar aldar var hafizt handa um að bæta úr þessu., Var það gert með út- gáfu linguaphone-námskeiðs í islenzku, sem nú er fáanlegt hér og hefur raunar verið um nokkurra ára skeið. Þetta eru 16 hljómplötur með íslenzk- um texta, sem lesinn er með samræmdum framburði sam- kvæmt framburðartillögum Björns Guðfinnssonar, og æfði hann lesarana. Er textinn prentaður í 'meðfylgj- andi kennslubók. Þetta var hið þárfasta framtak, og þeir sem að því stóðu eiga meiri þakkir skild- ar en svo, að maklegt sé að að láta eins og ekkert hafi gerzt. Og í annan stað má geta þess, að Háskóli Islands hefur í mörg ár haldið uppi kennslu í íslenzku fyrir er- lenda stúdenta og valið til þess hina hæfustu menn. Þeir, sem kynnu að vOja breyta framburði sínum til samræmis við tillögur mál- fræðinga, ættu ekki að gera vþað- án tÚsá'gnarsérffóðs manns. Af hv-framburði eru til ýmis afbrigði misfögur. Við heyrum stundum hv í orðum eins og hver borið fram með sterkum ú-keim, svo að jafnvel nálgast enskt w. Þessa afkáraskapar gætir einkum í framburði þeirra, sem hafa verið að reyna að temja sér hv-framburð, en ekki notið réttrar tilsagnar. Loks vil ég endurtaka, að fagur má framburður svo að- eins kallast, að hann sé skýr, eðlilegur og tilgerðar- laus, áherzlur séu réttar og málhreimur íslenzkur, þ.e.a.s. alþýðumál eins og það gerist bezt. Til þess hafa íslenzkir málfræðingar löngum sótt í leit sinni að réttmæli í víð- tækri merkingu. Óskar Halldórsson. Tromp-kastþröng hefur ávallt verið eitt ai eríiðustu við- íangsefnum bridge-sérfræð- inga og ekki sízt vegna þess hve erfitt, er að uppgötva hana . og verjast henni. í eftirfarandi spili sjáið þið kunnan stórmeistara útf æra. þennan óvenjulega spilamáta. Norður og suður voru á hættu og suður gaf. S: A-K-9 H: A-10-9-4 T: 10-6-5 L: A-K-D S: 8-6-4-3 H: D-3 T: A-K-D-9-3-2 L: 5 N S: 5 H: K-G-8-7-5-2 T: 7 L: G-9-7-4-3 S: D-G-10-7-2 H: 6 T: G-8-4 L: 10-8-6-2 Vestur opnaði á einum tígli, norður doblaði, austur sagði eitt hjarta, suður einn spaða, norður þrjá spaða og suður fjóra. Útspil vesturs var tígul- kóngur. Hann tók síðan ás og S: ekkert H: 10-9-4 T: ekkert L: A-K-D drottningu í tíglí og lét síðan út hjartadrottningu. Suður tók með ásnum og spilaði fjárum sinnum trompi Er hann Spi'íaði fjórða trompinu yar staðai. eft- irfarandi: S: 8 H: 3 T: 9-3-2 L: 5 N V A S S: ekkert H: K-G T: ekkert L: G-9-7-4 S: D-2 , H: ekkert T: ekkert L: 10-8-6-2 Sólknúinn bíll Bíll franitíðarinnar verður sólknúinn, segir Dani nokkur, og til að sanna það hefur hann siníðað á skrjóðinn sinn útbúnað sem breytir sólarorkunni í rafmagn og lætur það síðan knýja bílinn. Platan yfir bilþakinu er sólarrafhlaða sem framleiðir 100 vatta straum. Ekki nægir hann þó til að knýja bílinn, heldur verður fyrst að hlaða rafgeymi, og á straumnum frá honuin er hægt að aka bilnum nokkurn spöl. Ef austur .fleygir- dau.fi., eru þrír hæstu í laufi .teknjr o-g. þá. stendUr laultían og trompið en hendi hann hjarta spilar suður sig inn á lauf i borði og fríar hjartað með Því að frompa annað þeirra. Það er af, þassu tromp-mómenti, sem tromp- kastþröngin dregur naín sitt. Nú skulum við aðeins athuga vörnina. Við nána athugun sjá- um við brátt að hælti vestur við tíguhnn eítir að hafa tekið einn eða tvo slagú i honum getur suður ekki unnið spi’ið. Hugsum okkur að vestur spili hjarta í þriðja slag, þú verður suður til þess að koma austri í kastþröng að gefa vestri tíg'- ul.slaginn en hefur þá um leið tapað spilinu þar eð hann verð- ur að nota síðasta trompið til að trompa: annað hvort tígul eða hjarta. Þá nægir austri að halda hæst.a hjartanu og gos- anum fjórða í laufi. H,itt er svo annað mál að það j>arf sannan stórmeistara . í, sæti vesturs til að sjá það, að e-kki má taka alla tígulslagina strax, ef foana á sögninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.