Þjóðviljinn - 09.11.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.11.1960, Blaðsíða 9
-— Miðvikudagur 9. rióvember 1960 — ÞJOÐVILJINN r-r- (9 iiiiiiilliiiiiiiiiiilililiiiiiiii .1 Þó ekki sé svo langt síðan) að keppnin hófst um réttinn til ^ þess að taka þátt í lokakeppn- inni- í HM í knattspyrnu í Chile 1962, hefur þegar komið í ljós, að þar er barizt af miklum ákafa og áhuga fyrir því að ^ komast í lokakeppnina. Þegar eru erlendir sérfræðingar farnir að spá um það hvaða lönd muni vinna hina ýmsu keppnishópa. | sem nú reyna með sér inn- byrðis. j í hcp 1 er svo komið að ^ Svíþjóð er spáð ferð til Chile og að Svíarnir muni sigra 'i sínum hóp. Hefur sigur Svía yfir Belgum 2:0 ýtt undir þá f skoðun. Að vísu eru þeir með , Sviss, en Sviss vann Frakkland | með 6:2 fyrr í haust, og vakti það mikla athygli. I hóp númer 6 er England ] talið langlíklegast til þess að sigra. Portugal er af mörgum talið vera það landslið sem getur gert það ótrúlega, ef svo ber undir, en samt er England talið sigurstranglegra. Þý/.kaland talið öruggt Vestur-Þýzkaland er af flestum talið vera öruggur sig- urvegari í sínum hópi. Það hef- ur þegar sigrað Norður-írland með 3:4 í Belfast og er tal- ið vera öruggur sigurvegari heima. Sjálfur Sepp Herberger hefur látið svo um mælt að hann haldi að Þýzkaland hafi möguleika eftir að Norður-ír- land hefur tapað einu sinni. Knattspyrnumað- ur ársins 1960 í VÞ Ihve Seeler, miðherjinn sem lék hér í sumar með þýzka landsliðinu, og vakti athygli fyr- ir skemmtilegan leik, hlaut um daginn þann heiður að vera val- inn Knattspyrnumaður ársins 1SG0. Voru það 379 sem gáfu honum atkvæði sitt af 445 b'.aða- mönnum sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslunni. Næsti maður fékk aðeins 19 atkvæði, en það var Helmuth Kahn. Sýna tölur þessar hvílíkra vinsælda Uwe nýtur í Þýzkalandi. Hann er 24 ára gamall. I leiknum við Norður-Irland var það minnsti og yngsti leik- maðurinn sem vakti mesta at- hygli í þýzka liðinu, en það var vinstri útherjinn Gart Doerfel, en það var hann sem skoraði mark Þjcðverjanna þeg- ar leikstaðan var 2:1 fyrir Irana, en þá snérist leikurinn við fyrir Þjóðverjana. Þess má geta að írsk blöð sögðu að sigur Þjóðverjanna hefði verið verðskuldaður og þýzka liðið hefði leikið það vel að írarir margir hverjir hefðu Hjálpsamur démari ! Þetta kom fram á knattspyrnu- kappleik í litlum bæ í Vestur- Þýzkalandi: Hægri íramvörður- inn tók af sér annan knatt- spyrnuskóinn og hélt áfram leiknum skólaus. Dómarinn bað leikmannin að láta á sig skóinn aftur, þar sem leikmenn yrðu að hafa skó, en leikmaðurinn neitaði. þar sem hann færi svo ilia með fótinn. Dómarinn stöðvaði þá leikinn. fór úr skónum sínum og lánaði leikmannir.um, og þá gat leik- urinn haldið. ófram. Dómarinn var 22 ára og yngsti maðurinn á vellínum! Höfðu ekkert að lœra sýnzt eins og byrjendur í leikn- um. í öðrum hópuni tvísýnna I hóp 2 er talið líklegt að baráttan milli Frakklands og Búlgaríu verði mjög hörð og tvísýn. Sama er að segja um Tékkóslóvakíu og Skotland í hóp 8, og eru Tékkarnir ekki öfundsverðir að leika á Hamp- den Park í Glasgow. Bæði þessi lcnd eru talin örugg að sigra írland. I hóp 4 er talið að keprm- in milli Austur-Þýzkalands, Ungverja og Hollands verði mjög tvísýn. Ungverjar eru í öldudal í augnablikinu og eru ekki taldir líklegir eins og ei að sigra, þó svo kunni að fara að þeir geti orðið skæðari en gert er ráð fyrir. I hóp 9 eru Spánverjar tald- ir líklegri sigurvegarar í leikj- um sínum við Wales, svo það eru litlar líkur til þess að Bretlandseyjar verði með 4 landslið í Chile eins og síðast 'i Svíþjóð. Vann 100 km göngu Sá á hjólinu er hinn gleiðasti,. enda stendur liann ekki í nein- um stórræðum. Sá, sem er á gangi, er brezki o 1 ympíumethaíin:» i göngu, Don Thomson, en Iiann tók nýlega þátt í 100 knv göngu frá smábænum Bollate í .grennd við Milano og vann á bezta tjma sem liefur verið skráður á þessari vegalengd: 8 klst. 19 mín. og 37 sek. Er Thomson haiði geugið 50 km hafði hann einnig náð be/.ta tíma á þeirri vegalengd: 4 klst 1 mín.. og 5 sek. Myndin er tekin á meðan 100 km gangan stóð yfir„ Frakkar gera áœtianir um íþróttamál Erska knattspyrnusambandið bauð á s.l. hausti hinum íræga kn attspyrnuleiðtoga frá Ung- verjalandi Gustav Sebes, sem skapaði hið íræga Ungverska lið Puskas og Co., að halda iyr- irlestur um nútíma stjórn knatt- spyrnuliða. Af hir.um 92 framkvæmda- stjórum í enskum knattspyrnufé- lögum komu innan við tólf til að hlusta á þennan fræga mann. Hinir höfðu ekkert að læra! Frammistaða franskra iþrótta- manna í Olympiuleikunum, héí- ur orðið roikið umræðuefni ífþ frönskum blöðum og manna ó meðal. Þykir sem frönskum íþróttum hafi hnignað uppá síðkastið, og að ekki megi á það horfa án þess að eitthvað sé gert. Það hefur kveðið svo rammt að þessu að sjálf stjórn de Gaulles hefur tekið málið til meðferðar. í íréttum írá Frakk- landi um mál þetta segir að sjólf stjórn FrakkJands hafi eytt næstum heilum degi til þess að ræða óstandið og gera áætlanir um framtíðina. Kennslumálaróð- herrann, Louis Joxe, gaf þingir.u skýrslu um þær áætlanir sem í ráði er að senda út til fram- kvæmda. Kvað ráðherrann að vor.ir stæðu til þess að íþróttafólkið franska mundi m.a. koma með fleiri verðlaunapeninga frá Tokio 1964, en það gerði er það kom frá Róm í sumar. í þessari ,,Joxe-áætlun“ er þess m.a. getið að lögð verði meiri áherzla á likamlegt upp- eldi i skólunum, og lögð verði til meiri íþróttaáhöld fyrir skójaæskuna. Þá verður stofnað- ur sérstakur sjóður til að efla þjáiiun efnilegs íþróttafólks. í þessu sambandi má minna & áætlun þá sem Bretar nafa gert um íþróttamál og getið hefur verið hér á Íþróttasíðunni. Löfilaksúrskurður b Hérmeð úrskurðast lögtök fyrir gjaldföllnum en ó- greiddum útsvörum 1960 til bæjarsjóðs Kcpavogs- kaupstaðar, auk dráttarvaxta lögtakskostnaðar svo- og vatnsskatti 1960, fasteignaskatti 1960 og öllum ógreiddum stofngjöldum til vatnsveitu Kópavo-gs, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar svo og öllum sams- konar gjöldum frá fyrra ári og fer lögtakið fram aS liðnum átta dögum frá dagsetningu þessa úrskurðar- ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. 'Bæjarfógetinn í Kópavogi, 2. nóvember 1960 ! Sigurgeir Jónsson. Uwo Seeler í keppni — margir munu minnast hans er hann lék hér með Þjóðverjum í sumar. Tékkar eiga að leika á Keflavík- urflugvelli N.k sunnudag kl. 15 fer fram leikur í handknattleik á milli Tékkanna og Suðvesturlands og verður hann háður í íþróttahúsi hersins á Keflavíkurflugvelli, en þar er stærri handknatt- leiksvöllur heldur en handknatt- leiksmenn okkar eiga að venj- ast. Minningarspjöld í minningiarsjóði dr. Þorkels Jó- hannessonar fást i dag klukkan 1-5 í bóksölu stúdenta í Háskól- anuni, sími 15959 og í aðalskrif- stofu Happdi-ættis Háskóla Is- lands, I Tjarnargötu 4, eími 14365, og auk þess kl. 9-1 í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og hjá Menningarsjóði, Hverfisgötu 21. Bókari ] Óskum að ráða bókara á skrifstofu vora. Aðeins æfður maður kemur til greina. | Upplýsingar hjá skiifstofustjóra næstu daga, (ekki I síma). MJÓLKURSAMSALAN. Þjóðhátíðardagur Svía 1 I tilefni af þjóðhátíðardegi Svía hefur sænski amb* assadorinn. Sten von Euler-Chelpin og kona hans móttöku í sænska scndiráðinu, Fjólugötu 9, föstu- daginn 11. nóvembev frá kl. 5 til 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.