Þjóðviljinn - 09.12.1960, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. desember 1960
• *
amenn
Saga íslendinga 4 fyrri-
liluta 18. aldar er rakin í t'ormi
samtíma fréttablaðs í nýút-
kominni bók. Jón Helgason
liefur tekið bókina saman og
liún nefnist „Öldin átjánda“.
Áður hefur sami útgefandi,
Iðunnarútgáfan, gefið út sögu
fyrra helmings tuttugustu
aldar og nitjándu aldar í bók-
unum Öldin okkar og Öklin
sem leið. Þessar bækur hafa
hlotið miklar vinsældir, ekki
sízt hjá ungu fólki. Veldur
þar miklu að þær eru sagðar
í fjörlegum blaðamennskustíl
með fyrirsögnum sem ganga
Straumur
bóka eftir
Blyton
Barna- og unglingabækur
eftir enska höfundinn Enid
Blyton halda áfram að
streyma frá Iðunnarútgáf-
unni. Nýkomin er út fimmta
bókin um félagana fimm og
nefnist þessi Fimm á ferða-
lagi. Önnur í flokki leynilög-
reglusagna sama höfundar
handa unglingum er Dular-
íulla kattarhvarfið. Báðar
bækurnar eru með myndum
og Ardrés Kristjánsson þýðir
þœr. Þriðja Blyton-bókin sem
kemúr á markað á þessum
vetri er Iíaldintáta kemar
aftur.
íslandssagahanda
yngstunemendnm
Sagan okkar nefnist bók
með teiknuðum myndum og
rásögnum úr Islandásögu,
itluð til átthagafræðikennslu
níu ára bekkjum barnaskól-
anna.
Þarna er stiklað á stóru í
íslenzkri sögu, aðalefnið er
myndir, mjög margar þeirra
úr atvinnusögu, sem líklegar
‘■ru til að vekja forvitni nem-
enda og gefa kennara tilefni
til skýringa og frásagna.
Vilbergur Júlíusson hefur
valið efni í bókina, Bjprni
Jónsson teiknað myndirnar og
Ólafur Þ. Kristjánsson eamið
textann.
í augun, og lesmálinu fylgir
fjöldi mynda. Siíkt safn
mynda úr sögu íslar.ds síð-
ustu aldirnar er hvergi ann-
arstaðar samankomið i einu
ritverki.
Bindið sem út er komið af
Öldinni átjándu nær yfir
tímabilið 1700 til 1760. Þessa
iiRnr
átjðnda
Sogulcg skaldsaga | Doktorsritgerð um þýðingar
Sveinbjarnar á Hómerskviðum
eftir Elínborgu
Söguleg skáldsaga eftir El-
ínborgu Lárusdóttur er komin
út hjá Norðra. Nefnist bókin
Sól | hádegisstað.
Sagan gerist á 18. öld á
æskuslóðum höfundar. Koma
þar fram sögulegar persónur
og fjallað er öðrum þræði um
sögulega viðburði í skáld-
skaparformi.
Það er nýstárlegt að sjá
íslenzka bók þar seni tölu-
verður hluti af lesmáli er
gríska, en slík bók er ný-
komin út lijá Bókaútgáfu
Menningarsjóðs.
Bók þessi heitir Hónierþýð-
ingar Sveinbjarnar Egilssonar
og höfundurinn er Finnbogi
M I SMISVÉf!® TIOJMDI 1701,-1700
Kápa „Aldarinnar átjándu".
Atli Már teiknaði eftir gain
alli tréskurðarmynd.
áratugi var enginn skortur
stórra tíð'nda og heimild-
ir eru það glöggar að
unnt er að rekja þau allná-
kvæmlega.
Jsland í máli og mvndiim1'
eftir kunna höfunda
í sambandi við útgáfu bókaflokks sem nefnist ..ísland
í máli og myndum" hefur Helgafell ákveðið að efna til
sýningar á litljósmyndum.
Bækurnar verða safn rit-
gerða þar sem menn víðsveg-
ar að af landinu skrifa um
átthaga sína eða aðra staði
sem þeim eru sérstaklega hug-
stæðir. Litprentaðar myndir
eiga að fylgja lesmálinu. Gert
er ráð fyrir að ein bók í safn-
inu komi út á ári næsta ára-
tuginn.
Fyrsta bókin í flokknum er
væntanleg í bókabúðir næstu
daga. Þar skrifar Alexander
Jóhannesson prófessor um
Ný strákabók og ný Árnabók
Fjórar nýiar barnabækur,
þrjár þeirra eftir íslen/.ka
höfunda, era koinnar út hjá
,'Bókaíorlagi Odds Björnsson-
ar á Akureyri.
Ljáðu mér vængi heitir
bók eftir Ármann Kr. Einars-
son, og er hún viðbót við
flokk Árna-bókanna eftir
sama höfund. Eru þd komn-
ar út átta bækur um þau
Árna og Itúnu í Hraunkoti.
Halldór Pétursson hefur
teiknað myndir í bókina.
Þá hefur Ármann sent frá
sér aðra bók ætlaða yngri
lesendum, einnig mynd-
skreytta af Halldóri. Hún
nefnist Ævintýri í sveitinni og
segir frá dvöl Reykjavíkur-
telpunnar Möggu hjá skyld-
fólki sínu í sveit.
Höfundur sem kallar sig
Gest Hansson hefur þegar rit-
að tvær bækur af bræðrunum
Gáka og Gesti, með myndum
eftir bróður sinn. Nú er kom-
in sú þriðja, Vort strákablóð,
og segir þar frá nýjum ævin-
týrum sem þeir rata í.
Loks hefur forlagið gefið
út irdíánasöguna Valsauga
eftir Ulf Fuller í þýðingu Sig-
urðar Gunnarssonar.
Skagafjörð, Davíð Stefánsson
skáld ritgerðina ,,1 haustblíð-
unni“, Einar Ól. Sveinsson
prófessor „Úr Mýrdal“, Gísli
Guðmundsson alþingismaður
,,Á norðurslóðum“, Helgi
Hjörvar ,,Um grængresið“, Jó-
hann Briem um Þjórsárdal,
Jchann Gunnar Ólafsson bæj-
arfógeti ,,Ef staður finnst á
Fróni“, Kristján Karlsson um
Mývatnssveit, Páll ísólfsson
um Stokkseyri, Tómas Guð-
mundsson „Austur við Sog“
og Guðbrandur Magnússon
„Landnám einstaklingsins".
1 þessu bindi verða yfir 30
litmyndir, og til að kynnast
betur litljósmyndum sem völ
er á efnir Helgafell til sýn-
ingar á þeim, þar sem 10
myndum verða veitt verðlaun,
hin hæstu 10.000 krónur.
Guðmundsson cand. mag. Hef-
ur heimspekideild Háskólans
tekið ritið gilt til doktors-
varnar, sem mun fara fram
í janúar.
Þarna er á 370 blaðsíðum
fjallað um aðdraganda þess
að Sveinbjörn tekur að þýða
Hómer, síðan rakinn ferill
þýðinganna, greint frá er-
lendum þýðingum og bóka-
kosti Sveinbjarnar. Síðan
kemur meginþáttur ritsins,
athugun á þýðingunum sjálf-
um, og þar koma grískukafl-
arn'r til sögunnar. Loks eru
í viðauka birtir bréfakaflar
Sveinbjörn Egiisson
sem þýðingarnar varða og
eldri þýðingar Sveinbjarnar
á köflum úr Hcmerskviðum í
bundið mál, sem ekki hafa áð-
ur verið prentaðar.
Ármann Kr. Einarsson
Heiða, Amia Fía Sjáifsœvssaga
og Sesselja skurÓlœknis
Sesí.elja síðatalikur, hin vin-
sæla norska telpnasaga, r
komin út hjá Setbergi í þýð-
ingu Freysteins Gunnarsson-
ar skólastjóra.
Sapna útgáfa hefur sent frá
sér bók fyrir ungar telpur,
Fríða fjörkálfur, eftir Marg-
arethe Haller. Þá er komin
út þriðja bókin í þeim flokki
sem 'hófst með sögunni af
Heiðu og Pétri og nefnist
þessi Heiða í heimavistarskóla.
Endurútgáfa bókanna af
Önnu Fíu lieldur áfram og
Anna Fía í höf'uðstaðnum er
komin.
Þýzkur skurðlæknir, tlans
Killian, hefur-ritað sjálfsævi-
sögu sína, og er hún nýkom-
in út í íslenzkri þýðingu hjá
Sétbergi.
Bókm nefnist Læknlr segir
frá og þýðandinn er Frey-
steinn Gunnarsson skólastjóri.
Dr. Kil’ian skýrir í bókinni
frá reynslu simii í löngu
læknisstarfi og gerir sér far
um að veita ólækningafróðum
lesanda sem gleggsta mynd
af því sem í skurðstofunni
gerist, en lýsir jafnframt
samferðamönnum sínum á
lífsleiðinni.
NÝTT BLAÐ — NÝTT
VINDHÖGG
Um daginn 'keypti ég nýtt
blað. Það heitir ,,Nútíminn“,
útgefandi Stórstúka íslands,
ritstjóri, Gunnar Dal, Mér
skilst, að blaðinu sé ætlað að
ver.a einskonar málgagn bjór-
.andstæðinga og eru 10 menn
látnir vitna um það, að þá
langi ekki í bjór. Ritstjórinn
hefur gripið til þess ráðs, að
hluta sundur útvarpserindi,
sem hann ilutti fyrir skömmu
og birta sem sjálfstæðar
greinar. Treystir því senni-
Iega, ,að enginn háfi hlustað
á hann.
Tónninn í blaðinu er slík-
ur, að maður hefur á tiliinn-
ingunni að maður sé að lesa
„Herópið“, eða „Aftureld-
ingu“. Það eitt ætti að nægja
blaðinu til aldurtila.
Ekki get ég að því gert,
að mér finnst öll barátta
templara vera við vindmyll-
ur. Allt þeirra starf er unn-
ið fyrir gýg, á meðan vlnið
flýtur, enda einkennist það af
algjöru-j fálmi. Hversvegna
eiga templarar t.d. þótt í setn-
ingu áfengislaga, annara en
bannlaga og hversvegna
þiggja þeir brennivinsstyrk?
Þeir tala um víntízku eins og
einhverja nýja bólu. Vínið
hefur íylgt manninum frá
upþhafi og trauðla finnst svo
írumstæður þjóðflokkur að
hann kunni ekki að gerja
vökvá, allt frá trjásafa til
kaplamjólkur.
Annar hópur manna kallar
sig hófdrykkjumenn og vill
kenna fólki að drekka, skapa
áfengismenningu. Þeir vilja
helst upphefja allt víneftirlit
selja vín úr hverri búð, eins
og hverja aðra matvöru og
svo ákalla þeir bjórinn, sem
eitthvert .allsherjar bjargráð.
Hvílík blekking og sjálfs-
lygi. Fólk lærir aldrei að um-
gangast áfengi.
Áfengisbölið er augljóst
hverjum manni. Frumorsök
þess er auðvitað vínið. Önn-
ur aðalorsökin ér slappleiki
í framkvæmd áfengislaganna.
Það er vitað mál, að hver sem
er getur fengið vín í útsölum
ríkisins, að sprúttsalar selja
börnum áfengi ekki síður en
fullorðnum og prósentuglaðir
veitingaþjónar spyrja ekki
nærgöngulla spurninga.
Á meðan brennivln fæst ó-
mælt, er vitanlega hlægiieg
sérvizka, að leyfa ekkí áfeng'-
an bjór. Ál'engisbölið er stað-
reynd, bjórinn breytir þar
engu, hvorki til né fró. En
bjórinn yrði auðvitað að
heyra undir sömu lög og ann-
,að áfengi. Ég er því ekki með-
,mæltur, að selja slíkan varn-
ing úr hverri búð.
Templarar hafa misst sjón-
ir af upphaflegu marki sínu
og lokað sig inni í klúbbum
sínum, við kreddudýrkun og'
\
sálmasöng og hófdrykkju-
prestarnir ljúga bæði að sjálf-
um sér og öðrum. En hvar er
þá lausnartnnar að leita?
spyrja menn. Ég myndi svara:
Hjá ríkisvaldinu. Það verður
að beita sér fyrir tafarlausu
og skilyrðislausu banni, með
einhliða lagasetningu. Þjóðar-
atkvæði um þetta mál er jafn
heimskulegt og ef börn væru
látin greiða atkvæði um
brjóstsykursbann,
En væri sú leið farin, að
spyrja þjóðina, þá get ég lýst
því yfir að þó að mér þvki
gott í staupinu og meti bjór-
inn mest allra drykkja og
hafi jafnvel á stundum verið
nokkuð brokkgengur í brenni-
vínsmálum, þá gæti ég aldrei
varið það fyrir samvizku
minni að greiða atkvæði gegn
banni.