Þjóðviljinn - 14.12.1960, Qupperneq 1
Viðreisnin hefur valdið sjávarút-
veginum gífurlegum erfiðleikum
Uppgjöf stjórnarstefnunnar viðurkennd með margþættum styrkjum
flakK
Orðser jing frá Sósíalistafé-*
lagi Reykjavíkur. Deildar-"
stjórnir cg félagar!
Ennþá hafa ekki verið nýtt—
ir allir möguleikar á að
koma happdrættisblokkum
til sölu í hendur vina og
velunnara Þjóðviljans. Notið
því tímann til helgarinnar
til þess.
Látið strax vita í síma 17510
eða 17500 þegar einhvern
vantar happdrættisblokk.
Sölumenn! Hraðið störfum-
Gerið skil í skrifstofu Þjóð-
viljans Skólavörðustíg 19
eða hafið samband við
skrifstofu félagsins Tjarnar-
götu 20.
• ,,Viðreisnin“, efnahagsráöstafanir ríkissticrnarinnar, f
hafa á nokkrum mánuðum komið sjávarútveginum í
gífurlega erfiðleika. Hefur ríkisstjórnin neyðzt til að
hefja víðtækt styrkjakerfi á ný til að forða algerri
stöðvun, og miklu meira þarf til eigi útgerð að hefjast
meö eðlilegum hætti um áramótin.
Þessi atriði komu skýrt fram
i umræðum ó fundi neðri deild-
ar Alþingis í gær, er nýtt stjórn-
arfrumvarp, um breytingu á
efnahagslögunum, að því er út-
ílutningsskattinn og útflutnings-
sjóð varðar, kom til 1. umræðu.
Lúðvík Jósepsson benti ó að
í írv. væru tvö meginatriði.
Annað er að ókveðið væri að
fella niður 2V£% útflutnings-
skattinn af framleiðslu næsta
árs. Hitt atriðið er að verja
megi eftirstöðvum útflutnings-
sjóðs til greiðslu á vátrygging?
ariðgjöldum fiskiskipaflotans
fyrir 1960.
★ Loforð — eda ekki
loforð!
Rakti Lúðvík basl þeirra ráð-
herranna Emils Jónssonar og
Gunnars Thoroddsen með Jof-
orðin um greiðsluna á vátrygg-
ingariðgjöldunum, en þar hafa
þeir margfarið gegnum sjálfa
sig til að reyna að fela þessar
stórfeildu nýju uppbætur, þvert
ofan í yfirlýsta stjórnarstefnu
um útveginn standandi á eigin
fótum vegna viðreisnarinnar.
★ Skuldaliali «íða tug-
milljónasjóður.
Bak við þetta eru hinar
Kristinn E. Andrésson
furðulegu yfirlýsingar um út-
flutningssjóðinn. Sérfræðingar
ríkisstjórnarinnar reiknuðu í
íyrra að þyríti 120 milljóna
skatt árlega í eitt til tvö ár til
að jafna ,,halla‘' útílutningssjóðs
Nú er búið, síðan viðreisn
hófst. að greiða togaraútgerðinni
.30 milijóna króna greiðslur
úr útflutningssjóði og nú er tal-
ið að 88 milljónir séu í honum
til ráðstöíunar. þegar lokið sé
öllum lögbundnum greiðslum
hans. Svo fjarri fer því að sér-
íræðingar ríkisstjórnarinnar
hafi reiknað rétt!
Kvaðst Lúðvík hafa fyrir ári
látið í ljós efasemndir um
hinn útreiknaða ,.skuldahala“
útflutningssjóðs, enda kæmi nú
i ljós i stað ..skuldahalda"
sjóður að upphæð 60 miiljónir
króna án nokkurra nýrra tekna,
en í kringum 120 milljónir með
nýju tekjunum.
Benti Lúðvík á þann skrípa-
leik ráðherranna að segja að
enginn eyrir yrði greiddur úr
ríkissjóði heldur allt úr útflutn-
ingssjóði; hægt væri að sjálf-
sögðu að láta tekjur buna inn i
útflutningssjóð til að fela að
hér væri um raunverulega rík-
ishjálp til útvegsins að ræða.
★ Viðreisnin þjarmar að
sjivarútvcginum.
En í því og öðrum aðgerðum
ríkisstjórnarinnar til að styrkja
sjávarútveginn sést að hún hefur
neyðzt ti! að viðurkenna stað-
reyndir um afkomu þess at-
vinnuvegar. Hún hefur orðið að
viðurkenna að kjörin sem hin
nýja efnahagsskipan ..viðreisn-
in“ býr sjávarútveginum eru
þannig að honum er um megn
að standa á eigin fótum. Það
Framhald á 3. síðu
Aðalíundur Sósíalista-
íélags Reykjavíkur
Munið affalfund Sósíalista-
félags Reykjavíkur í Tjarn-
argötu 20 annað kvöld kl.
8.30.
Hvað gerðisi á
„Esyniráðstefn-
unni“ í Moskvu?
De Gaulie kom lieim frá Alsír
í gær, reynslunni ríkari. För
hans þangað liafði verið farin
til að sýna alþjóð að Serkir og
Frakkar vildu lifa saman í sátt
og samlyndi, en annað kom á
daginn.
Þegar æstur borgarmúgur í
Alsír haíði sýnt sinn innri mann,
sýndu Serkir þar .lit með því
að flag'ga með fánum þjóðfrels-
ishreyfingarinnar, og hefur það
ekki komið áður fyrir síðan Als-
írdeilan hófst.
Sú ætlun de Gaulle og margra
fylgismanna hans að takast
myndi að fá verulegan hluta
Serkja til að sætta sig við tak-
markaða sjálfsstjórn hefur því
reynzt talvon ein. en hitt sann-
ast sem þjóðfrelsishreyfing
Serkja hefur ævinlega haldið
íram, að aðeins sárafáir sér-
hagsmunamenn úr hópi Serkja
væru henni andsnúnir.
Þau frönsk blöð sem fylgja
alinars de Gaulle að málum eru
flest sammála um að Alsírför
hans hafi verig hið mesta
— Sjá viðtal við
Kristin E. Andr-
ésson í opnunni,
6. og 7. síðu.
glappaskot, þótt þau Ijúki á
hann lofsorði fyrir karlmann-
lega framkomu. Hið óháða borg-
arablað le Monde er þó þeirrar
skoðunar að de Gaulle kunni
að hafa lært það af andstreym-
inu, að lausn sú sem hann hafði
fundið á Alsírdeilunni sé hvergi
nægjanleg, og hann verði því að
hugsa betur.
Ferhat Abbas, forsætisráð-
herra serknesku útlagastjórnar-
innar, hefur komið fram í sjón-
varpi í Bandaríkjunum. Þar
sagði hann að engar líkur væru
á því að stjórn hans gæti samið
um frið við stjórn de Gaulle.
Reynslan hefði sýnt að Frakkar
vildu ekki semja um annað en
uppgjöf.
Sá sem spurði hann út úr,
Winston Burdette,. spurði hvort
Serkir heíðu valið á milli aust-
urs og vesturs. Abbas svaraði:
,,Við eigum engra kosta völ.
Það á serkneska þjóðin ekki
heldur. Annars vegar vesturveld-
in sem með öllum ráðum hjálpa
hinum frönsku heimsvaldasinn-
um í stríði þeirra gegn okkur.
Hins vegar sósíalistísku löndin
sem hjálpa hinni serknesku
þjóð að öðiast sjálfstæði. Við
höfum tekið okkar kost.“
Abbas skýrði frá því að Serk-
ir myndu innan skarpms fá bæði
vopn og leiðbeinendur frá Sovét-
ríkjunum og Kína.
Þótt skiptai- séu skoðanir
á stefnu de Gaulle og fyr-
irætlunum í Alsírmálinu
frýr honum enginn hug-
rekkis. Hvað sem á hef-
ur gengið hefur hann lát-
ið sem ekkert væri. Mynd-
in er tekin af honum í
hópi bæjarbúa í Ain-
Temouclient, skammt frá
Oran í Alsír.
Happdiætti Þjóðviljjans
dagar eftir
Já, það eru aðcins tiu dagar
þangað til dregið verður í
happdrætti Þjóðviljans, Þjóð-
viljinn frestar aldrei drætti. Þcss
vegna ríður á, að allir sem hafa
miða undir höndum gangi nú
(itullega fram í að koma þeini
í verð sem fyrst og gera skil
íyrir þeim. Lá|lum þessa tí«
daga þangað til dregið verður
verða hvern öðrum glæsilegri
skiladag. Við getum það, ef við
leggjumst öll á eitt. Við höfum
áður látið liappdrættið skila
glæsilegum árangri, og við get-
uni það enn, ef allir eru sam—
taka. Tíminn er orðinn naumur,
og þess vegna áríðandi að nota
hann vel. Muum, að blaðið okk-»-
ar væntir drengilegs liðsinuisjB
okkar allra.