Þjóðviljinn - 03.01.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1961, Blaðsíða 6
£} — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagair 3. janúar 1961 - ****"*“•*» ~ * ^nttrtfmiurrmn:: þlOÐVILJINN ÚtKefandl: Sameiningarflokkur alÞýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljai's. Jón Guðmundsson og frelsisbaráttan 51 « Ánægðir með kjaraskerðingu C*jaldan mun ríkisstjórn og ráðamenn á ís- landi hafa verið fjarlægari öllum þorra al- •þýðumanna en nú. Það er engu líkara en ráð- herrarnir og áróðursblöð ríkisstjórnarinnar séu í öðrum heimi en venjulegt fólk á íslandi. I heimi ráðherranna er allt í himnalagi, viðreisn- in mikía og marglofaða hefur tekizt með ágæt- um! Fólkinu í landinu líður prýðilega, allir eru ánægðir með sitt hlutskipti! Um er að gera að halda áfram á sömu braut. Gunnar Thórodd- sen orðaði það fagurlega í þingræðu nýlega að hann gæti efcki óskað þjóðinni sinni neins betra en áframhaldandi viðreisnar af sama tagi, allt ylti nú á því að ríkisstjórnin fengi frið og næði jtil að halda áfram að reisa við atvinnuvegi og fcjör fólksins eftir þessum sömu leiðum! ifjeir menn sem svona tala og skrifa hafa að , vísu fengið verulega uppbætta dýrtíðina sem ríkisstjórnin hefur skipulagt, þeir hafa haft að- stöðu til þess á Alþingi að hagræða þar skatta- og útsvarslögum svo að hátekjumenn fá þar af -uppbætur svo nemur tugum þúsunda króna ár- lega og auðbraskarar landsins hafa fengið marg- háttuð tækifæri að raka að sér gróða. En þeir eru furðulega langt frá því fólki sem orðið hef- ur að þola hina miklu kjararýrnun sem ríkis- gtjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur bakað þeim- Tal ráðherranna og skrum- skrif stjórnarblaðanna um viðreisnina eru eins og storkun við alþýðufólkið sem berst nú við að ihalda heimilum sínum á floti við síminnkandi tekjur vegna samdráttar atvinnunnar og hinnar gífurlegu dýrtíðar sem stjórnarflokkarnir hafa skipulagt. Þetta fólk hefur svo sannarlega fund- ið hvað viðreisn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins þýðir fyrir afkomu heimila þess, fyrir menntunarmöguleika barnanna, fyrir þá viðleitni að komast í sæmilegt húsnæði. Eigi fólk að trúa yfirlýsingum ráðherranna og stjórnarblaðanna að viðreisn Ólafs Thórs og Gylfa Þ. Gíslasonar hafi tekizt nákvæmlega eins og til var stofnað og til var ætlazt, felst í því hinn þyngsti áfellisdómur, ekki einungis um viðreisnarvitleysuna heldur einnig um þá stjórnmálaflokka er vitandi vits gera ráðstafanir til stórfelldrar kjaraskerðingar og árása á alþýðu landsins. Deiknað hefur verið út að kaupmáttur tíma- kaups íslenzkra verkamanna hafi verið 109 stig í janúar 1959 ef miðað er við 100 árið 1945 Þetta er í byrjun þess tímabils er núverandi stjórnarflokkar taka við. Þegar viðreisnin var lögfest í febrúar 1960 var kaupmátturinn kominn niður í 99 stig. En í desember 1960 var hann orðinn 85 stig og hefur aldrei komizt lægra í átján ár, nema árin eftir gengislækkunina næst- síðustu, 1951 og 1952. Kaupmáttur tímakaupsins er þó aðeins mælikvarði á nokkurn hluta kjara- skerðingarinnar. Hún felst ekki siður í stór- minnkandi atvinnutekjum. \7'iðreisnin hefur heppnazt nákvæmlega sam- " kvæmt áætlun, segja ráðherrarnir og stjórnar- blöðin. Samkvæmt því er hin gífurlega kjara- skerðing alþýðumanna beinn þúttur viðreisnar- innar og liður í velheppnaðri framkvœmd henn- ar. Það mál eiga alþýðumenn á íslandi eftir að gera upp við ríkisstjórnina og flokka hennar Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn. En varla mun lengur um það deilt að verkalýðsfélögin hljóti nú að hefjast handa, eins og mörg þeirra hafa þegar gert, til að draga úr sárustu kjara- skerðingunni með kauphækkunum og öðrum kjarabótum. mt uu Jón Guðmundsson al- þingismaður og ritst.ióri — Þættir úr ævisögu. Eítir Einar Laxness cand. mag. Útgeíandi ísafoldarprentsmiðja í samvinnu við Sögufé- lagið. Þrátt fyrir allálitlegan fjölda lærðra sagnfræðinga íslenzkra, er það engan veginn árviss at- burður, að einhver úr þeirra hópi sendi frá sér bók. Sann- leikurinn er sá, að ílestir þeirra neyðast til þegar að prófi aístöðnu að oihlaða sig unglingakennslu eða öðru brauðstriti, svo að vísinda- störi þeirra eru tiðum öll um ■ það bil, er þau ættu að íara að hefjast að ráði. En nú er svo fyrir að þakka ráðum hins mæta söguprófess- ors, Þorkels heitins Jóhannes- sonar háskólarektors, og dáð Einars Laxness, að mönnum gefur að líta ávöxtinn af próf- verkefni, umfangsmiklu og vel unnu. Er að vænta þess, að út- gáfa þessi tákni upphaíið á nýju blómaskeiði Sögufélags- ins, sem að undanförnu hefur barizt í bökkum. í>ess ber að gæta, að próf- ritgerðir kandidata eru yfir- leitt hvorki hæfar né heppi- legar til -útgáfu íyrir almenn- ing í þeirri mynd, sem þær eru lagðar fyrir hina vísu prófdóm- ’ur. Er því tæplega ofsagt, að Einar muni hafa þurft að endursemja ritgerð sína frá rótum og auka hana ríflega þeim þáttum, sem legið haía utan prófsviðsins. Hann hefur því í stað þess að leggja frá sér pennann og ýta frá sér doð- röntunum og bréfapökkunum að prófi loknu eins og því mið- ur er tíðast, snúið sér marg- efldur að rannsóknum á nýj- an leik. Þegar þessi^aðdragandi verks- ; ins er hafður í huga, er heild- arsvipur þess sérlega aðdáunar- ' verður. Samt hefðu margir kosið, að öllu meira hefði ver- ið dtaldrað við hina gagn- merku fjölskyldu Jóns ritstjóra | og heimi’islíf, og forgöngu í þeirra hjóna og skjólstæðinga ! þeirra í reykvískum — og’ þar í með íslenzkum — lista- og í menningarmálum um sína daga, ' svo að eitthvað sé nefnt. Hefði e.t.v. að skaðlitlu mátt gera það á kostnað stjórnmálasög- unnar, þar sem fátt nýtt kem- ur fram, nema hvað viðhorf Jóns Guðmundssonar eru betur og sumpart annan veg skýrð en áður hefur verið gert. Nú kann í fljótu bragði að virðast svo, að stjórnmálasögu þá, sem sögð er í sögu Jóns Guðmundssonar, megi auðveld- lega rekja á tæmandi hátt eftir Alþingistíðindunum með nokk- urri hliðsjón af blöðum og tímaritum frá þessum tímum. En við nánari athugun sést fljótt, að þannig verður sagan tæplega hálísögð. Við viljum sem víðast fá að skyggnast um að tjaldabaki, þar sem oddvit- arnir réðu ráðum sínum og báru saman bækur sínar, áð- ur en þeir stigu fram á sjónar- sviðið. Þá eigum við vart í önnur hús að venda en óprent- uð gögn, dagbækur, minnis- greinar, endurminningar eða sendibréf, sem allt eru við- sjárverðar og vandmeðíarnar gefa út dagbækur, minnisgrein- ar, bréf og önnur skjöl úr fór- um þjóðskörunga sinna (og raunar margra smærri spá- manna lika), fáum árum eða áratugum eftir fráfall þeirra. Síðan eru hæfir menn fengnir til að rita sögu þeirra, og þannig er þeim auðveldaður eft- irleikurinn, sem rannsaka vilja einstök tímabil eða þælti sög- unnar. — Þar og viða annars staðar eru störf sem þessi kostuð áf efnuðum einstakling- Jón Guðmundsson. heimildir, stundum óviðjafnan- lega nákvæmar og áreiðanleg- ar, en fullt eins oft háskalega villandi, ef ekki gagngert til þess gerðar ,að hylja gengna slóð, sem þeim er i hlut á var af einhverjum ástæðum í mun, að ekki yrði rakin. Hér við bætist, að íslenzk bréf, sem heimildargildi hafa, eru dreifð um v.ða vegu. Þorra þeirra mun að vísu að finna í handritasafni Landsbókasaíns- ins, en vitað er um mergð ís- Einar Laxness lenzkra bréfa í dönskum söfn- um. og ugglaust er þau víðar að íinna, t.d. i Vesturheinii. ★ Með öðrum menningarþjóðum er stöðugt unnið að rannsókn- um og útgáfu á skjölum og bréíum stjórnmálaskörunga og athafnamanna til þess að greiða götu sagnaritara. T.d. hafa um, fyrirtækjum eða stofnun- um, sem álíta slík útiát meira til álitsauka fallin en árlega öflun nýjustu gerða af stáss- vögnum eða byggingu skraut- hýsa á fárra ára fresti; en bór virðist slíkt álitið sáluhjálpar- atriði. Þegar frá eru talin hin fáu prentuðu bréf Jóns Sigurðsson- ar (frá 1911 og 1933), er það býsna lítið og handahófskennt, sem til er prentað af bréfum íslenzkra stjórnmálamanna. Því hafa þeir alltof fáu menn, sem að ráði hafa snúið sér að rannsóknum á sögu 19. aldar- innar, neyðzt til að brjótast gegnum kynstrin öll af óskrá- settum bréfum og skjölum og gjarnan kylfa ráðið kasti, hvort árangurinn svaraði á nokkurn hátt tímasóuninni og erfiðinu. ★ Eítir þennan útúrdúr er víst sæmst að snúa aftur að þvi, sem hér var til umræðu, bók Einars Laxness.. Undirritaður telur ekki um- talsvert, þó að hann sé ekki ævinlega samdóma um þær niðurstöður, sem höíundurinn dregur af heimildum sínum, því að þá er tíðast um ,að ræða atriði, sem skoðanir hjjóta að skiptast um, meðan ekkert kemur á daginn, sem úr sker. Þvert á móti má segja, að Einar gæti mjög hófs í á- lyktunum sinum, þó að ástin á söguhetjunni skíni eðiilega ávallt nokkuð í gegn. Helzt sakna ég nánari skýringa á Bretar mjög þann hátt á að Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.