Þjóðviljinn - 22.01.1961, Síða 4
— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22; janúar 1961
Sveitakeppnin mikla, sem í
daglegu tali er nefnd firma-
keppnin er nú hafin á nýjan
ieik. Hefur enn íjölgað þeim
fyrirtækjum, sem þátt taka í
henni, þannig að alls tei'la nú
48 sveitir, en samanlagður þátt-
takendaíjöldi að varamönnum
meðtöiduin mun losa þrjú
hundruð. Er raunar furðulegt
að unnt skuli að virkja svo
marga menn til þátttöku í
einni keppni, og sýnir fátt bet-
ur hinn mikla áhuga íyrir
skáklistinni, sem hér er ríkj-
andi.
Þarna mún margt öflugra
meistaraflokssmanna kiða sam-
,an hesta sína. Má nefna
nöfn eins og Baldur Möller,
Guðm. Pálmason, Arinbjörn
Guðmundsson, Jón Pálsson,
Gunnar Gunnarsson, Rúnar
Sigurðsson og Ilauk Sveinsson
þessu til staðfestingar.
Er ekki að efa að almenning-
ur mun fylgjast af áhuga með
k^ppni þessari enda má búast
við safni fjörugra skáka þaðan.
Þátturinn væntir þess að fá á
næstunni tækifæri tii að birta
eitthvað af skákum þaðan. Vill
hann á þessu stigi málsins ekki
láta hjá líða að lysa velþókn-
un á þeirri röggsemi sem Skák-
samband íslands hefur sýnt
varðandi framkvæmd þessarar
keppni. Er þess að vænta að
keppnin verði með engu ó-
myndarlegra sniði nú í vetur
cxb4 7. Rb5, bxa3ý 3. c3 'o.s.
ffv.)
7. Dg4, Re7; 8. bxa5, dxe3;
9. Dxg7, Hg'8; 10. Dxli7, Rb-c6;
11. Rf3.
(Báðir keppendur hafa fylgt
teoríunni. Staðan er tvíeggjuð
með möguleika á báða bóga)
11.------Dc7; 12. Bb5. Bd7
(12 — Hxg2 hugðist Fischer
svara með 13. Kíl og síðan
Hgl og skipta upp á hrókun-
um á kóngsarmi. Tal ætti þá
í vanda með völdun reitsins
17)
13. 0-0
(Fischer sjálfur gagnrýndi
þennan leik sinn og áleit 13.
Bxc6 sterkara. Tal var ekki
sömu skoðunar og taldi Fischer
hafa leikið rétt).
13. -----0-0-0
(Petrosjan taldi svartan geta
leikið 13. — Rxe5 14. Rxe5,
Dxe5 15. Bxd7ý, Kxd7 16. Dd3,
De4 o. s. frv. En Tal er nokkur
vorkunn, þótt hann vilji ekki
gefa upp hrókunarréttinn)
14. Bg5, Rxe5
(Fischer, sem hai'ði leikið 14.
Bg5 án umhugsunar, sökk nú í
djúpa þanka. Það skyldi þó
ekki vera að honum hafi sést
yíir svar Tals?)
15. Rxe5, Bxb5
(Eftir 15.-----Dxe5 16. Bxe7,
Ilh8, bjargar hvítur sér með
17. Hf-el!)
Hvítt: Fischer
(0
*
N
16. Itxf7
(Nú hei'st skálmöld mikil á
taflborðinu. Fiseher hefur held-
ur undirtökin. Hann hei'ur séð
allt nákvæmlega fyrir)
16. -— — Bxfl; 17. Rxd8,
Hxg5; 18. Rxe6, Hxg2t; 19.
Khl
(19. Kfl?; Hxh2!)
19. — — De5
(19. — Dc4 yrði svarað með
20. Dxe7 Hg8 21. Rf4, d4 22.
De4 og svartur er í vanda)
20. Ilxfl. Dxe6
(20.------Hg6; 21. Dxe7, Hxe6;
22. Dc5ý, Kb8, 21. a6 leiðir
sennilega einnig til jai'nteflis)
21. Kxg'2, Dg4t
Jafntefli með þráskák.
Við getum því sagt, að þetta
hvassa einvígi haíi hlotið
..happy end“.
Stuðzt við skýringar sovézka
stórmeistarans Salo Flohr.
Sveinn Kristinsson.
Er hægt að græða upp niegin-
hlutann af háleudi Idáiids?
Sumarið’ 1956 hóf Atvinnudeild Háskólans í samráði
við Sandgræðslu ríkisins tilraunir meö uppgræðslu beiti-
lands á fjórum stöðum á hálendinu í námunda við Lang-
jókul. Er sagt frá tilraunum þessum, sem báru góðan.
árangur, í desemberhefti Árbókar landbúnaöarins.
Greinina um lilraunirnar I
ritar Slurla Friðriksson, mag.
seient. Segir hann, að lil til-
raunanna hafi verið valdir
fjórir staðir mislangt frá sjó
og mishátt yfir sjávarmáli.
Syðsli lilraunastaðurinn var
Gullfoss á grónu landi í 200
m hæð yfir sjó. Næsti staður
var sunnan við Bláfell á upp-
blásnum og örfoka mel i 300
m hæð. Þriðji staðurinn var á
Tjarnarheiði rétt. austan við
skálann hjá Hvítárvalni, gróið
landsvæði í 430 m. hæð, og
fjórði staðurinn lijá Hveravöll-
um í 600 m. hæð, gróið land í ]
norðurbrún Kjalhrauns.
Á þessum stöðum var sáð
fjórum tegundum grass; ís-
lenzkum túnvingli, vallarsveif-
grasi, vallarfoxgrasi og finnsku
háliðagrasi. Var borið árlega á
reitina og uppskeran mæ!d og
vegin og borin saman við gróð-
ur utan reitanna og á láglendi.
Frá athugunum þessum skýrir
Sturla rækilega í greininni og
eru ekki tök á því að rekja það
efni hér heldur verður aðeins
drepið á helztu niðurstöður,
sem af þessum tilraunum feng-
ust.
Stur’a telur, að aihuganir
þessar bendi lil þ?ss að rækta
megi algengustu túngrös á af-
rétlarlöndum og öræfum Is
lands, því að þær hafi sýnt,
að grastegundir, sem venjulega.
eru notaðar i sáðsléttur á lág-
lendi, geta þrifizt og gefið dá-
góða uppskeru í 600 m. hæð
yfir sjáyarmáli. Hann bendir á,
að ræktun þessi sé ekki framT
kvæmanleg í köfnunarefnis-
og fosfórsnauðum jarðvegi
nema með áburði, en rannsókn-
irnar hafi líka sýnt, að verk-
ana átaurðarins gæti efi.ir á,
þ.e. einnig næsla sumar, þannig
,að e.t.v. sé ekki þörf að hera
á árlega eftir að gróðurinn hef-
]úr náð verulegri fótfestu.
Um einstakar grastegundir
segir Sturla, að það sé eftir-
tektarvert, hve háliðagrasið og
vallarfoxgra.sið, sem ekki sé
sérlega harðgerð jurt, hafi
dafnað vel á hálendinu. Telur
þann, að staðviðrið á þessum
svæðum valdi miklu þar um.
Vallarsveifgrasið reyr'list. mið-
ur þolið, segir Sturla, nema
helzt í Hvítárnesi, þar sem
jarðvegur hæfði því bezt, en
túnvingullinn var hins vegar
mun harðgerðari og óvandari
að jarðvegi. Hann var aftur
á móti seinsprotlnari en hinar
tegundirnar. Einna mesta upp-
gkeru gaf vallarfcxgrasið að
Framh. á 10. síðu
ASKELSSQN
en í fyrra.
Dýrmæt reynsla er fengin,
sem á að geta varðað veginn.
Fischer - Tal
Fyrir þessum slórmeisturum
(að ógleymdum heimsmeistara-
titlinum) skjálfa flestir skák-
menn heimsins. En hvernig fer
þegar þessum tveimur ber-
serkjum týstur saman. Það fá-
um við að sjá í eftirfarandi
skák, sem tefld var á Olymp-
íuskákmótinu í Leipzig.
Hvítt; Fisclrer (Bandaríkin)
Svart; Tal (Sovétríkin)
FRÖNSK VÖRN
1. e4
(Fischer leikur oftast kóngs-.
peðínu í fyrsta Jeik, enda hent-
ar það vel hinum hvassa
sóknarstíl hans)
1.-----<;6
(Það er hinsvegar sjaldgæft að
sjá Tal bregða fyrir sig
i'ranskri vörn. Venjulega leikur
hann Sikileyjarvörn og teflir
hana allra manna bezt)
2. d4, d5; 3. Rc3, Bb4
(Þessu varna-kerfi, sem Bot-
vinnik ieikur svo oft eru fæstir
stórmeistarar hrifnir af en 3.
— RfS. Biskupsleikurinn leiðir
til flóknari afbrigða).
4. e5, c5; 5. a3, Ba5
(Hér fcregður Tal út af algeng-
ustu leiðinni, sem er 5. —
Bxc3ý 6. bxc3, Dc7 eða 6. —
JRe7)
6. b4, cxd4
KEkki hagnast svartur á 6. —
Jóhannes Áskelsson, jarð-
fræðingur og menntaskóla-
kennari, varð bráðkvaddur á
heimili sinu mánudagskvöldið
hinn 16. þ.m. Morguninn eft-
ir barst hin sviplega andláts-
fregn um allan bæ með kenn-
urum og nemendum Mennta-
skólans, annað var ekki kennt
þar þann dag. Banamein Jó-
hannesar var hjartasjúkdóm-
ur, sá hinn sami er hann
veiktist haslarlega af fyrir
fáum árum, og gekk hann
ekki heill til skógar eftirþað.
Jóhannes Áskelsson fæddist
3. ágúst 1902 í Austari-
Krókum, í Fnjóskadal. For-
eldrar hans voru Áskell Frið-
riksson og Laufey Jóhanns-
dóttir, og bjuggu þau síðar á
Skuggabjörgum í Dalsmynni.
Að loknu stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík
1925 sigldi Jóhannes til náms
i náttúrufræði við Hafnarhá-
skóla. Aðalgrein hans var
jarðfræði, en aukagreinar
ídýrafræði og grasafræði.
Jóhannes hafði bremtandi
áhuga á jarðfræðinni, og þeg-
ar á fyrstu hásltólaárunum
mun irann hafa lagt meiri
stund á þá grein en heppilegt
var vegna aukagreinanna.
Sjálfur háskólinn leiðbeindi
ekki um námstilhögun. Slíkar
leiðbeiningar var að sækja til
eldri kollega, og þar stóðu
útlendingar verr að vígi en
innbornir. Þessi reynsla varð
Jóhannesi dýr, en til bless-
unar okkur sem á eftir kom-
um. Ég kynntist Jóhannesi
i Kaupmannahöfn veturinn
1930—’31, síðasta háskólaárið
hans, en hið fyrsta mitt við
samskonar nám. Hann réð
mér heilt: „Láttu jarðfræðina
eiga sig þangað til þú hefur
lokið af aukagreinunum". í
þessu og öllum skiptum okk-
ar síðan hefur Jóhannes
reynzt mér eins og eldri og
reyndari bróðir. Þegar á
Hafnarárunum fékkst Jó-
hannes við jarðfræðirannsókn-
ir í sumarleyfum sínum.
Fyrsta vísindaritgerð hans,
um hvarfleir austur í Hrepp-
um, birlist í ritum Jarðfræði-
félagsins í Stokkhólmi 1930.
Auk náms og fræðistarfa
vann Jóhannes óskylt starf
á skrifstofu konungsritara
í Amalíuborg til að hafa of-
an af fyrir sér.
Vorið 1931 kom Jóhannes
heim og hefur siðan verið bú-
settur í Reykjavík. Ævistarf
hans var tvíþætt: kennsla í
ýmsum greinum náttúrufræði
cg jarðfræðirannsóknir. Hann
var frá.bær eljumaður lil verka
og starfsþrekið ótrúlegt.
Fyrstu veturna eftir heim-
komuna var Jóhannes stunda-
kennari í ýmsum framhalds-
skólum. Hann gerðist náttúru-
fræðikennari við Mennlaskól-
ann 1932 og við Kennaraskól-
ann 1935 og kenndi við báða
þessa skóla til dauðadags,
varð yfirkennari við Mennta-
skólann 1950. Jóhannesi var
Ijóst mikilvægi kennslustarfs-
ins og gegndi því með aívöru
Jóhannes Áskelsson
og festu, en var þó ljúfmann-
legur og einkar nærgætinn við
nemer.dur sína. Ég hef nú
lengi verið i>rófdómari hjá
honum á stúdentsprófum og
hef jafnan hrifizt af þeim hlý-
hug, uppörvun og velvild, sem
kom fram í viðmóti hans við
hvern einasta nemanda við
græna borðið. Nemendur Jó-
hannesar elskuðu hann og
virtu. Haitn var sjálfsagður
fararstjóri í „fimmtabekkjar-
ferðina" á vorin, hvenær sem
hann gat því við komið. Og
hann tókst á liendur þetta
skemmtilega, en erilsama hlut-
verk, jafnvel nú siðastliðið
vor, farinn að heilsú o g
hvíldar þurfi.
Flest eða öll sumarleyfi og
önnur tækifæri sem buðust <
notaði Jóhannes til jarðfræði-
rannsókna. Sérgrein hans á
því sviði voru steingervmgar
(að meðtöldum foriv?keljum)
og sú jarðsaga sem af þeiiri
verður rakin. Fyrstu sumurin
eftir heimkomuna fékkst hann
einkum við ungar sjávar-
minjar á Suðurlandi og við
Tiörneslögin, Snemma vors
1934 kom upu eldur í Vatna-
jökli og fékk Jóhamesi ann-
að að starfa. Hann kom fyrst-
ur að gosstöðvunum, fanri
þær þar sem síðan heita
Grímsvötn. En Jóhannes hef-
ur raunrr sýnt fram á að
svo hafði staðurinri heitið
löneu áður, 'en verið týnd-
ur um aldir. Með þessari iferð
hófust Vatna iökulsrannsóknir
Jóhannesar Áskelssonar. Þær
voru ekki síður landkömvirt
en iarðfræðirannsóknir og
leiddu í liós margt merkílegt,
m.a, um Grænrlón qg jökul-
htaupin, sem úr því koma x
Súlu á Skeiðarársandi Síðari
hafa farið fram miklar og
merkilegar runnsqkýlr á:
Vatnaiökli, eing og öllum er
kunnuat. en har voru og eru.
enn cðrir að verki; braut'
rvðjandinn, Jóhanr,es Áskels*
son. dró sig í hlé.
Hann hafði nógu öðru að
sinna. Snæfellsnesið hefur
Jóhanjvps kannað rækilega,
ekki sizt hin fróðlegu stein-
Framh. á 10. síðu