Þjóðviljinn - 22.01.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1961, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1961 rc; plOÐVILJINN Útgeíandl: Samelnlnga'rflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Toríi Ólafsson, Slg- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýslngastjóri: Guðgeir Magrússon. — Rltstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljaps. Kjarabætur eða sár fátækt ]t/|orgunBlaðið er dálítið seinheppið með leiðara sinn í gser. Hann nefnist „Verkfallsvitleysan í Vest- mannaeyjum“, og hneykslast forráðamenn blaðsins mjög á því að Vestmannaeyingar skuli vera að þeirri fásinnu að boða verkföll! Ætti þó meira að segja Morgunblaðið að vita, að í Vestmannaeyjum hafa ver- ið háð hörð og átakasöm verkföll, og hefur alþýða ‘Vestmannaeyja sízt verið eftirbátur stéttasystkina sinna ^nnars staðar i baráttunni fyrir bættum kjörum. Að sjálfsögðu hefur verkafólk í Vestmannaeyjum ekki leikið sér að þvi að heyja hörð og fórnfrek verk- föll til að fá kröfum sínum framgengt frekar en verkafólk annars staðar á landinu. En þegar skiln- ingssljóir og hrokafuilir atvinnurekendur hafa ætlað að setja því stólinn fyrir dyrnar og neitað öilum kjarabótum hafa verkamenn og sjómenn í Vestmanna- eyjum neyðzt til að gripa til verkfallsvopnsins. Og vandamenn Morgunblaðsins i Vestmannaeyjum ættu að hafa lært sitthvað í þeim harða skóla.. Þeir ættu að hafa lært hve vel verkamenn standa saman og hve vonlaust það er til lengdar að ætla að þver- skallast við kröfum alþýðunnar um bætt kjör, hversu vonlaust það er að ætla sér á okkar tímum að þrýsta líískjörum fólksins niður á það hörmungar- og hungurstig sem var á kreppuárunum fyrir 30 árum. En að því virðist stefnt af hallærisstjórn Ólafs Thórs og Guðmundar í. Guðmundssonar og klíkunni í stjórn Vinnuveitendasambandsins, sem heldur að nú sé tím- inn kominn til að jafna um verkamenn og þrýsta þeim niður í sára fátækt, svo enn meiri gróði megi hlað- ast upp hjá afætum þjóðfélagsins. Hvað sem einsíökum æviatriðum .líður svipar þeim ekki hót ,saman Þorvaldi á Þorvaldseyri og Birni á Leirum í „Paradísarheimt" Halldórs Laxness, segir Magnús Á. Árnason í þessari grein um Þor- vald írænda sinn. tm U3 Þjóðviljinn hefir farið þess á leit, að ég segði lesendum blaðsins frá kynnum minum af Þorvaldi bónda Björnssyni á Þorvaldseyri, vegna þess þáttar er hann átti í sögu Eiríks á Brúnum og fram kem- ur í hinni nýju skáldsögu Hall- dórs Laxness, Paradísarheimt. Ég skal fúslega verða við þess- um tilmælum, þó að ég geti ekki fallist á, að Þorvaldur eigi nokkuð skylt við Björn á Leirum annað en það, að hann átti barn með dóttur Eiríks. Með Birni á Leirum hefir Lax- ness skapað allt aðra manngerð en Þorvaldur var. Þorvaldur Jónsson (1749— 1831) er maður nefndur, bóndi í Stóra-Klofa á Landi. Frá hon- um er svokölluð Stóra-Klofa- ætt komin, en hún er dreið um allt land og reyndar víða um heim. Hans synir voru meðal annarra Björn (1795—1851) faðir Þorvaldar á Eyri; Halldór afi Jóns Hermannssonar og Halldórs prófessors, einnig afi Halldórs Sigurðssonar úr- smiðs; og Magnús, afi þess er þetta ritar. Út af viðtali sem ég átti við blaðamann frá Vísi í vetur, samansettur karakter, harður og bljúgur, allra manna kurt- eisastur, persónuleiki mikill og hafði ótakmarkaða gamansemi. Slíkum mönnum fyrirgefst mik- ið. Þorvaldur fæddist í Stóra- Dal undir Eyjafjöllum árið 1833, en ólst upp á Bergþórs- hvoli. Hann var lítt hneigður til bóknáms í bernsku, en las þó á unga aldri öll lögfræðirit, sem hann komst yfir og aflaði sér staðgóðrar þekkingar í þeim fræðum. Hann þurfti líka oft á þeirri þekkingu að halda til sóknar og varnar bæði fyr- ir sjálfan sig og aðra, sem voru minnimáttar. Enda byggð- ist auðsöfnun hans á þeirri þekkingu að nokkru leyti. Fara af því margar sögur, en eríitt er nú að henda reiður á þeim, því hann átti marga vini og fylgjendur, en ef til vill fleiri óvildarmenn. Sögurnar vilja litast af bessum andstæðum og verða því góðar eða slæm- ar eftir því hvaðan þær eru upprunnar. Annars hefir Brynj- úlfur Jónsson á Minna-Núpi skrifað ágrip af æfisögu Þor- valdar (Lbs. 1934.8°) og skaði að það hefir ekki verið birt á Þorvaldur Björnsson mun hafa verið um áttræ'.t þegar þessi mynd var telún. *u: r.tí 3*U é s fti H gs J* M slvi 17n þá kemur að því, hve Morgunblaðið var sein- ^ heppið að birta einmitt þessar hugleiðingar s.'nar um verkföll í Veetmannaeyjum í blaðinu í gær, en í leiðaranum var klykkt út með því að blaðið taldi það firn mikil að ekki skyldu takast samningar í Vest- imannaeyjum, án þess að til verkfalls kæmi. En ein- mitt í gær var það upplýst, að það er stjórnarklíkan í Vinnuveitendasambandinu hér í Reykjavík, sem bein- Iínis bannar atvinnurekendum í Vestmannaeyjum að semja við verkaiýðsfélögin þar og afstýra þannig vinnustiiðvun! Nú vita allir að Morgunblaðið túlkar einungis vilja þessarar klíku Vinnuveitendasambands- ins, sem einmitt nú hyggst þverskallast við sanngjörn- um kröfum verkalýðsfélaganna í skjóli íhaldsstjórnar, sem fjandsamleg er alþýðusamtökunum. En það kem- ur óneitanlega dálítið háðulega út, að sömu dagana sem þessi íhaldsklíka Vinnuveitendasambandsins bann- ar atvinnurekendum í Vestmannaeyjum með öllu að semja við verkalýðsfélögin þar á staðnum, skuli Morg- unblaðið birta leiðara, þar sem býsnast er yfir að ekki skuli nást samningar í vinnudeilunum í Vest- mannaeyjum án þess að þær séu látnar síga út í verkfallsátök! Sömu mennirnir sem eru að reyna að banna samninga í Vestmannaeyjum látast vera stein- hissa í Morgunblaðinu að samningar skuli ekki tak- ast í Vestmannaeyjum! '17'erkamenn og sjómenn, sem nú krefjast nokkurrar ” leiðréttingar kjaramála sinna, eiga samúð þjóðar- innar vísa, nema þröngrar hagsmunakljku auðburgeisa landsins. Alþýðusamtökin hafa reynt og eru að reyna allar friðsamlegar leiðir til lausnar kjaradeilunni. Sjó- mannaverkföllin og önnur er verða kunna, í Vest- mannaeyjum og annarsstaðar, eru á ábyrgð hinnar steinrunnu afturhaldsklíku . Vinnuveitendasambandsins og íhaldsstjórnar Ólafs Thórs og kumpána, sem virð- ist halda að íslenzkir verkamenn láti bjóða sér hina sáru fátækt sem áður var. — s. m trt pt 53 rr.k F-- eii cni: 53 ína 33 a skrifaði ég eftirfarandi lýsingu á Þorvaldi; Ég var hjá Þor- valdi sumartíma þegar ég var fimmtán ára. Það féll sérlega vel á með okkur og er mér ó- hætt að segja að við urðum aldavinir, þrátt fyrir aldurs- muninn enda héldum við kunningsskap okkar upp frá því. Kom þar til bæði frænd- semi og andlegur skyldleiki. Þorvaldur var stór maður og svaraði sér vel, höfðingleg- ur og bjartur yfirlitum, orði inn hvítur fyrir hærum, þegaij ég kynntist honum, og sló á' silfurslikju, með alskegg hvítt og mikið, augnhvass undir brún að sjá, þó sjónin væri þá farin að daprast, augun ljósblá eða grá og fremur lítil, ennið hvelft og hátt, nefið stórt og beint, sem er kynfylgja Stóru- Klofaættarinnar, meö skap- mikla nasavængi. Af sögusögnum og prentuð- um heimildum og af því sem hann sagði mér sjálfhr, vissi ég að hann var ribbaldi í aðra röndina, en ég vissi einnig, bæði af sömu heimildum og af eigin reynslu, að hann var brjóstgóður og hjálpsamur og mátti jafnvel ekkert aumt sjá. jHatitl var þannig einkennilega prenti. Styðst ég að mestu við það ágrip í þessari ritsmíð. Þorvaldur missti föður sinn þegar hann var sautján ára og var eftir það í vinnumennsku í nokkur ár, en hafði jafnan op- ið auga fyrir því sem hagnast mætti á, einkum á uppboðum og á kaupum og sölu. Um þritugt eignaðist Þor- valdur part í Steinatorfunni undir Eyjafjöllum, en Núpa- kot heyrði þá undir þá eign. Þar hóf hann búskap með svo að segja tvær hendur tómar, eina leigukú og nokkrar kind- ur, en meri átti hann mós- ótta, kostagrip, því útaf henni fékk hann sitt ágæta hesta- kyn. Nokkru síðar kvæntist Þorvaldur Elínu Guðmunds- dóttir frá Drangshlíð. Hún var nokkrum árum eldri en Þorvaldur, hin ágætasta mann- eskja og búkona mikil og blómgaðist hagur þeirra vel. En eigi varð þeim barna auð- ið. Síðar þjáðist hún svo af gigt, að hún varð að ganga við hækjur. Þorvajdur varð þá að hafa ráðskonur, þó hún réði enn öllu innanhúss. Með einni þeirra, Sólveigu Unadóttur, átti hann þrjú börn. Þau voru: Þorbjörn (1885), fyrrum bóndi í Núpakoti, síðar símamaður í Reykjavík; Karólína (1886— 1957), giftist Guðmundi J/ Hlíðdal póst- og s'mamála-. stjóra; og Sigurjón (1891— 1959), bóndi í Núpakoti. Elín kona Þorvaldar lét sér þetta vel líka, enda ólust börnin upp á heimili þeirra hjóna. En þetta gerðist síðar en komið var frá- sögn minni. Fyrir austan lækinn hjá Núpakoti var býli, sem hét Svarðbæli (Svaðbæli). Þorvald- ur keypti þá jörð og nytjaði í fyrstu, jók við túnið að mikl- um mun og byggði síðan stór- hýsi nokkum spöl fyrir norð- an gamla bæinn," breytti nafn- inu á jörðinni og kallaði Þor- valdseyri. Húsið var 24x14 álnir, með skúr meðfram allri norðurhliðinni 8 álna breið- um. Auk þess byggði hann heyhlöðu fyrir 3000 hesta, aðra við fjárhúsin í Svarðbæli og þá þriðju inni í dal. Þá byggði hann og baðstofu upp á gamla móðinn. Og nú settist hann -að á óðalsjörð sinni og búnaðist vel. Hann virtist hagnast á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Skip og skútur voru alltaf að stranda öðru hverju. á sandströndum Suðurlandst; Var þá allt selt á uppboði á strandstaðnum, vín, brauð, salt og fiskur, og loks skúturnar sjálfar. Gerði Þorvaldur þar oft góð káup, þó stundum kost- aði það erjur. Segir Brynjúlf- ur margar sögur af því. En líkjéga hefir hann hagn- azt einna mest á hrossasölu. Hann komst í samband við brezka hrossakaupmenn og varð einkum handgenginn John Coghill, sem treysti honum í hvívetna. Stundum keypti hann hrossin sjálfur og seldi síðan kaupmönnunum með góðum hagnaði. Meðan Þorvaldur var enn í Núpakoti, setti hann upp verzlun á bænum, en Coghill útvegaði honum varning til að byrja með og lánaði honum 5000 kr. til þess. Hann flutti vörurnar á skútu frá Reykja- vík og upp í Eyjafjallasand og síðan heim á bæ sinn. Gekk það allt slysalaust, og verzlun- in gekk vel framanaf, en þá íóru Eyjakaupmenn og jafnvel Lefoli á Eyrarbakka að keppa við hann, svo að lokum varð hagnaðurinn lítill. Þorvaldur vildi ekki setjast í hreppsnefnd, þó gengið væri eítir1 honum með það, var hræddur um að hann mundi þykja ráðríkur. því hann hefði mörgu viljað breyta. Aftur á móti var hann mörg ár í sýslu- nefnd. Hann var kjörinn þing- maður Rangæinga 1886, en sat að eins tvö þing, 1887 og 1889, en sagði þá af sér þing- mennsku, fannst hann koma litlu fram af :áhugamálum sín- um, átti erfitt. með að tala fyr- ir þeim, þó hann hefði jafnan svar á reiðuni höndum í sam- ræðum. Þegar Þorvaldur var orðinn hálf-sjötugur, var hann farinn að lýjast á búskapnum og vildi breyta til, en jörð hans var svo dýr, að enginn gat keypt, met- in á 28.000 kr. Þá stóð í samn- ingum að Sigurður Þórólfsson búfræðingur tæki jörðina á leigu, en hann missti þá konu sína um það leyti og gat því ekki sezt þari að. Þorvaldur virðist hafa lagt mest af því sehi honum áskotn- aðist í jarðakaup, því um það leyti er hann hætti búskap, átti hann átta jarðir auk Þor- valdseyrar ogt parta í sjö jörð- um öðrum. Á sama tíma var búpeningur h$ns: 20 nautgrip- ir, þar af llt mjólkurkýr, um 200 ær og 100 sauðir, 4 hrútar og 2 gemlingar og næstum 100 hross. í Reykjavík átti hann þá stærsta húsið sem þar var, Glasgow, en það brann 1903, og var bálið svo mikið, að ég sá það suður í Njarðvíkur þar sem ég var þá drengur. Fyrir milligöngu Einars Benediktssonar skipti Þorval'd- ur á Þorvaldseyrinni og Bjarnaborg í Reykjavík við Bjarna Jónsson trésmið, en varð þó að gefa 15000 kr. í milli. Einar keypti síðan hús- ið á Þorvaldseyri af Bjarna og „lét draga það í sundur“ eins og Brynjúlfur orðar það, og flytja út að Stóra-Hofi. Það hús brann síðar eftir að Guð- mundur Þorbjarnarson var seztur þar að. Þorvaldur fluttist til Reykja- víkur 1905 og settist að í Bjarnaborg. Ekki þurfti hann nema fimmta part af húsinu fyrir fjölskyldu sína en aðrir íbúar voru hundrað, að sagt var. Þar bjó hann í 4—5 ár. Um þetta leyti mun Þor- valdur hafa átt drjúgan þátt í kaupum og útgerð á fyrsta togaranum, sem íslendingar eignuðust og hét „Seagull“, Meðeigendur hans voru Eyjólf- ur Ófeigsson, Guðmundur Einarsson steinsmiður, Bene- dikt Stefánsson kaupmaður og Bjarnhéðinn járnsmiður. Út- gerðin gekk illa og endaði með því að togarinn strandaði. Munu þeir félagar hafa skað- ast á fyrirtækinu. Fjárhags- lega rétti Þorvaldur aldrei við úr því, þó hann væri engan- veginn á flæðiskeri staddur. 1910 ílutti Þorvaldur austur aftur undir Eyjafjöll og hóf búskap að nýju með sonum sínum Þorbirni og Sigurjóni — á þeirri jörð sem hann hafði fyrst byrjað búskap, Núpa- koti. Fór ég austur með þeim feðgum þá um vorið og var þar um sumarið. Eftir það hittumst við Þor- valdur árlega unz ég fór af landi burt 1918, því hann reið til Reykjavíkur á hverju sumri, og vildi þá jafnan hafa mig með sér meðan hann var í bænum. Hann sagði mér margt af fortíð sinni og braski og einhverju sinni, þegar mér fannst hann hafa gengið of langt, sagði ,ég við hann, að svona væri ekki hægt að haga sér nú á tímum. „Meðan nýj- um tímum koma ný ráð“, sagði gamlf maðurinn. Þorvaldur iðraðist eftir margt sem hann hafði gert um sína daga og hafði stund- um orð á því við mig Að eins einu sinni heyrði ég hann hælast um. Það var almennt álit, ,að Þorvaldur heíði haft gamla sýslumanninn í Rangár- þingi í vasa sínum, því honum gengu öll mál í vil. Það þarf þó ekki að hafa verið, hitt er sönnu nær, að Þorvaldur fór alltaf að lögum. En nú hugs- aði landsstjórnin sér að brjóta veldi Þorvaldar á bak aftur þar í héraðinu og setti þar ungan og röggsaman lögfræð- ing í þeim tilgangi. Sýslu- maður sat í Odda, en dómþing hafði verið auglýst vissan dag og átti fram að fara á Hrútafelli, sem er talsvert fyr- ir austan Þorvaldseyri. Um morgúninn ríður sýslurhaður um hlaðið á Þorvaldseyri og er Þorvaldur þar fyrir til að -----Suimudagur 22. janúar taka á móti honum, býður honum inn og taka þeir tal saman, borða og fá sér aðra hressingu. Um eftirmiðdaginn varð að senda hraðbóða aúst- ur að Hrútafelli og tilkynna ,að dómþingi yrði frestað. Sátu þeir þann dag allan og langt fram á nótt, „og gat ég ekki að því gert, þó sýslumaður hugsaði eins og ég upp irá þvl,“ bætti gamli maðurinn við. Ég sagði hér að framan, að Þorvaldur hefði átt marga ó- vildarmenn. Til dæmis um það er þessi saga: Það var í svo- kölluðu þjófnaðarmálum þeirra Austur-Eyfellinga, þegar hver bóndinn á fætur öðrum sakaði nágranna sinn um þjófnað, svo að næstum enginn var undan- skilinn • í hreppnum. Seinast báru þeir á Þorvald, að hann hefði stolið af reka, en hann gat auðveldlega sannað sak- leysi sitt. Páll Briem, síðar . amtmaður, var þá sýslumaður 1961 — ÞJÓÐVILJENN — (7 í héraðinu. Dómþing var þá sett á Þorvaldseyri og var Þor- valdur dómvottur. Urðu bænd- ur svo æstir útaf hrakförum sinum, að t»eir höfðu samblast- ur um að ráðast um nótt áð þeim Þorvaldi og Páli. Ekki var vitað hvort þeir ætluðu sér að brenna bá inni, eða kúga þá til að hætta mála- rekstrinum. Sagt var að allir fullorðnir karlmenn í hreppn- um hefðu verið í þeim samtök- um, en sumir þó nauðugir. Einn þeirra varaoi Þorvalc] við og gerði hann sínar ráð- stafanir til varnar; annar fór á 'íund prestsins, séra Kjart- ans Einarssonar í Holti. Séra Kjartan fór til fundar við samsærismennina þar sem þeir voru samankomnir á tún- inu milli Rauðafells og Rauí- arfells, og tókst honum að tala um fyrir þeim og fékk þá ofan af þessu ráðabruggi. Eiríkur á Brúnum segir sína Framhald á 10. síðu. Brjóstmynd Ií.íkarðar Jónssonar af Björgvin Guðmundssyni. í minningu 'fjörepfisis 6uðmundssonar tónskálds Nú er til eilífðar stilltur þinn strengur, stórláti, tónglaði drengur. Þú höföaöir aldrei til meöalmanns kynna, né mældir skref þín viö fótmál himia. í snerrum áttir þú snarastan þáttinn og snöfurlegasta andlitsdráttinn. í gleöi og sorg varst þú heill — ekki hálfur, og hafðir kjark til aö vera þú sjálfur. Þótt svanurinn flugþreytti falli til jaröar, þá ferst ekki hitt, sem mestu varöar:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.