Þjóðviljinn - 19.03.1961, Side 3

Þjóðviljinn - 19.03.1961, Side 3
Sunnudagur 19. marz 1961 Þ J ÓÐ VILJINN (3 deildir háskólans í nýjum og hœttum húsakosti Háskólinn er fyrir all löngu orðinn of lítill og hefur t.d. ekki verið hægt að skapa raunvísindadeildunum þau skilyrði sem æskilegt hefði verið og sjálfsagt. mun þykja. Til að bæta nokkuð úr var byrjað á að byggia hæð ofan á austurálmu íþróttahúss há- skólans árið 1958 og er þetta húsnæði ætlað fyrir kennslu í eðlis- og efnafræði. Hús- næð ð sem er 130 fermetrar Læknancmi á 1. ári að gera tilraunir — aðstaða lækna- nema er nú stérbætt frá því sem áður var. var tekið í notkun á árinu 1960 og útbúið með það fyrir augum að verkleg kennsla fari fram í þessum grein- um. Efnafræðikenns1an er aðal- iega fyrir læknanerna, en auk þess njóta kennslunnar tann- læknanemar, verkíræðingar og þeir er hafa val'ð efna- fræði sem námsgrein til BA prófs. Eðlisí'ræðikennslan er fyrst og fremst fyrir verk- fræðinema, en auk þess einn- ig fyrir þá sem leggia stund á eðlisfræði til BA prófs. Kennslan í efnafræði fór áður fram : Atvinnudeild há- skólans en kenns’a í eðlis- fræði í háskólanum. Með háskólalögum var svo fyrir mælt, að stofna skyldi til kennslu við háskólann í lyfjafræði og lyfsala og jafn- framt skvldi lyfjafræð'nga- skóli íslands hætta starfsemi sinni, en hann tók til starfa haustið 1940- Samfara þessari skipulagsbreytingu var nám- inu talsvert bre.ytt, og var þá nauðsynlegt að skapa sér- staka aðstöðu til ýnvssa verklegra námskeiða fyrir lyfjafræðistúdenta. Er það gert með þessari nýju kennslustofnun, sem tekin var í notkun þegar haustið 1958, þótt ýmislegt hafi verið unnið að henni síðan. í þess- ari stofnun fer einnig fram nokkur kennsla fyrir lækna- nema í lyfjagerðarfræði. ívar Damelsson er dcsent \ið Rannsóknar- og hennslu- stofnun í lyfj.airæði lyfsala og tók við því starfi 1957. llann kcnndi áðnr við Lyfjafræðin.gaskóla Islands, frá því árið 1948. . ívar er fertngnr að a'.dri sonur Danícls Halldórssonar, kaup- manns. Ilann er stúdent frá Menntaskólannm ; Reykjavik. Myndin er tekin í hinum nýju húsakynnum deildarinnar í háskólanum. Steingrímur Baldursson, doktor í efnafræði, er 31 árs að aldri. Hann er stúdent frá álen.ntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í Síkagó í Bandaríkjunum í 9 ár. Stein- grímur er scnur Baldurs Steingrímssonar er starfar hjá sakadómáraembættinií. Steingrímur hefði getað valið úr stöðum í Bandaríkjunum, en liann kaus að koma hejm og starfa hér. Steingrímur er hér að leiðbein.a læknanema á 1. ári, en beir eru um 4.0 í ár sem taka próf í efnafræði, það er fyrsta prófið á Iöngum og erfiðum námsferli. Frank Franken framseldur Frank Franken, Vesturþjóð- vcrjinn sem dómsmálastjómin hei'ur ákveðið að framselja vegna þjtVlnaðarákæru. verður’ sendur utan fiugleiðis á morgun. Munu tveir íslenzkir rannsóknar- _]ögreg]u'.xiónar fylgja honuin utan. Mtrgir Bretar ieita hafnar í Seyðisfirði Siðan svikasamningurinn við Breta gekk í gildi haia margir brezkir togarar leit- að hafnar á Seyðisíirði með veika menn, og ti viðgerða. Einnig haía þeir legið ínni á firðinum í skjóli iyrir veðri. Brezku togararnir toga nú við 6 mílna mörkin. en bátar Seyðt'irðinga stunda allir sjó fyrir sunnan. Þetta er ljóti „ósigurinn" fjmir Breta: aukin fiski- mið og fyrirgreiðsla í land; eftir þörfum. Brezkur togeri til Norðfjíirðar Neskaupsiaður 18/3 — Hing- að kom í gær þr:ðji enski tog- crinn frá því að þeir fengu sakaruppgjöf vegna landhelgis- brota. Hann hafði stutta viðdvöl en skildi eftir slasaðan mann sem lagður var á sjúkrahúsið. Hafði maðurinn hlotið slæmt höfuðhögg og var rænulaus þegar hann kom. Togarirn heitir Benella frá I-Iull og er 800 lesta dís’ltogari, 2 ára gamall. I morgun kom m.b. Ha.falda af veiðum með 20 lestir af þorski, sem veiddist í net á Hornafjarðarveiðisvæðinu og m.b. Reynir hefur lagt hér upp 15 lestir af fiski úr tveim- ur veiöiferðnm, en hann hef- ur net’.n norður við Langanes. Fréttaritari. Björn Jóhannsson lögregluþj. i Keílavík, hefur beð.ð Þjóð- viljann að birta oftirfarandi at- hugasemd við yfirlýsingu fra Jens B. Þórðarsyni lögreglu- varðstjóra. Herra ritstjóri. Vegna yfirlýsingar er hr- Jens Benjamín Þórðarson lög- regluvarðstjóri í Keflavík, birti í blaði yðar nú fvrir skömmu, bið ég yður að birta eftirfar- andi athugasemd. í yfirlýsingu hr. varðstjórans, er að minnsta kosti hvað mig varðar, hallað réttu máli það mikið, sýnilega í því augna- miði að draga sannleikann í skugga ósannra fullyrðinga, að ekki er hægt að láta kyrrt liggja. Umrætt kvöld kom ég ð vörð' kl. 20 00 og frá þeirn tíma til kl. 3.00 um nóttina, bað hr. varðstjórinn niig aðéins einu sinni að koma með sér í 40 mínútna eftirlit. Var þvi lokið kl. 21 20. í því eftirliti var aðeins ein bifreið, sem er í eigu varnárliðsmanns, skoðuð, og þá bifreið skoðuðum við að sjálfsögðu báðir sameiginlega. í þcssu eftirliti bað hr. varð- stjórinn mig að ná fvrir sig í hr. Sva,var G. Tjörfason, eig- anda Voivobifreiðarinnar Ö-385, en seinna varð ljóst að sú bifreið hafði valdið umrreddu dauðaslysi. Fór ég og gerði boð fyrir hann og kom hann eins og frá er greint með mér út í bifreiö hr. varðstjórans, þar sem hann lagði nokkrar spurn- ingar fyrir hann varðandi ferð- ir hans þá um kvöldið, og lét þar v'ð sitja. Eftir að hr. Svav- ar G Tjörvason fór úr bifreið hr- varðstjórans, ók hann af stað án frekari aðgerða. Sannleikurinn er í yfirlýs- ingu hr. varðstjórans, msð- höndlaður af meiriháttar gá- leysi, þar sem að segir orðrétt: „Eg hafði enga ástæðu til að ætla annað en lögreglumað- urinn hefði skoðað þennan bíl eins og aðra, sem hann skoðaði 'einn þetta kvöld“. Hr. varðstjórinn hefði átt að vita það mæta vel, að ég fór beint inn í húsið að gera boð fyrT bíleigandann, cins og hann bauð mér að gera, og hafi hann ekki séð þar sem hann sat undir stýri bifreiðar sinnar að ég fór a’drei að bif- reið'nni Ö-385,- þá er athyglis- gáfu hans meira en lítið á- bótavant. Þá skal ennfremur frarn tek- ið að ég var viðstaddur þegar hr. yfirlögregiuþiónn spurði hr. varðstjórann Jens Benjamín Þórðarson hvort liann hefði skoðað bifreiðma Ö-385. Hr. varðstjórinn svaraði því til að hann heí'ði athugað bæði mann og bíl, og þyrfti ekki að athuga það frekar- Enguni spurningum var beint til mín um þetta atriði og taldi ég af svörum hr. varðstjórans full- víst að hann hefði farið seinna og skoðað bílinn. Gerði ég að sjálfsögu enga athugasemd við svör hr,- varðstiórans, af fram- angreindum orsökum, enda ó- v'ðeigandi að ég stjórni verk- um minna yfirmanna eða skipti mér af þeim. Varðandi yfirlýsingu hr. Svavars G. Tjörfasonar skal það fram tekið, að það er með öllu rangt að ég hafi rætt við hann einslega um bifreið hans, né annað og minntist hann aldrei á framrúðu bifreiðar sinnar í nvnni áheyrn. Maður þessi, sem er uppvís að yfir- hylmingu á glæpsamlegu at- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.