Þjóðviljinn - 28.04.1961, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.04.1961, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. apríl 1961 Þjóðfrelsisbaráttan er höfuðverkefnið segir Finnur Hjörleifsson i viSiali.viÖ ÆskulýSssiÖuna Aðalfundur ÆFR var hald- inn þriðjudaginn 18. apríl í Tjarnargötu 20. Helzta málið. sem lá íyrir fundinum, auk -venjulegra aðalfundarstarfa. var lagabreytingar. ísak Orn Hringsson gerði grein fyrir íillögum laganefndar. og voru 'hin nýju lög ’ ÆFR samþykkt «inróma eins og laganefnd gekk frá beim. Formaður, Finnur Hjörleifs- son, l’lutti síðan skýrslu frá- farandi stjórnar. og kom í Ijós, að starfsemin í vetur hafði verið bæði öflug og fjöl- "breytt. Fundurinn kaus sumarstjórn ÆFR og var Örn Erlendsson valinn formaður. Með honum í stjórn eru: Ólafur Einarsson, Guðmundur Jósefsson. Einar Örn Guðjónsson, G'sli Svan- ■bergsson, Guðni Kárason og Sigríður Jóhannsdóttir. Fréttamaður Æskulýðssíð- ■unnar hefur rætt við þá for- juennina. þann fvrrverandi og núverandi, og innt bá eftir ýmsu varðandi starfsemi ÆFR. Hér fer á eítir það, sem þeir sögðu: Við snúum okkur fyrst að E'inni og spyrjum: «s Hvað hefur þú setið lengi í formannssæti. Finnur? ■— Ég tók við þann 6. maí. i fyrra. Hvaða verkefni hefur ÆFR heht glímt við í þinni stjórn- artíð? , •— í fyrrasumar stóðum við iyrir mjög margþættri ferða- starfsemi. og hefur Æskulýðs- fylkingin aflað sér mjög mik- >llar vjrðingar (vegna starfs síns í þágu ferðalaga og land- skoounar. Margt fólk utan ÆF R tekur þátt í ferðalögum okk- ar, sem eru rómuð fyrir bind- indissemi og’ íjör. í fyrrasumar fórum við í fjórar stórar ferð- ir og einna vinsælust þeirra varð ferð í Breiðaf jarðareyjar. En vetrarstarfið í vetur? — Meginverkefni Æskulýðs- fylkingarinnar er að ala unga fólkið upp í anda sósíalism- ans, hvetja það til að kynna sér sósíalistísk fræði og taka. þátt í sósíalistísku starfi. Þettal höfum við reynt að gera íj vetur á svipaðan hátt og und- Loftur Guttormsson anfarin ár með því að skipu- leggja fræðslustarfsemi: lés- hring'i og erindi og svo með kvikmyndasýníngum. Við reyn- um einnig að sjá ungu fólki fyrir heilbrigðu og æskilegu tómstundastarfi, t.d. með því að starfrækja skíðaskálann og lelagsheimilið, með því að skipuleggja ýmsa hópa eins og þjóðdansaflokkinn. Þá leggj- um við einnig mikla áherzlu á að félagar ÆFR séu virkir meðlimir í stéttarfélögum sín- um, og inna þeir þar af hendi allmikið starf. Þú varst starfsmaður ÆFR í vetur, Finnur. Er það ekki erilsamt starf? — Jú, vissulega. Vinnutím- inn er ekki einskorðaður við 8 tíma. Starfsmaðurinn er mið- punktur félagsstarfsins, hann verður að hafa samband við lélagana, fá þá til að taka að sér verkefni, vinna féiagslega að ýmsum málum, og' einnig verður starísmaðurinn að taka að sér ýms störf fyrir félag- ana. Ilvernig líkaði þér starfið? — Vel. Það býður upp á mikla tilbreytingu. Mér þykir og gaman að umgangast ung- linga. Hver sá sem finnst að hann sé farinn að eldast um of. ætti að taka að sér svona starf til að yngjast upp. Hvernig finnst þér æsku- lýðurinn núna, betri eða verri en þegar þú varst að aiast upp? — Það er alrangt að tala um góða og slæma unglinga. Þeir eru ekki til. Það eru að- eins til góð eða slæm uppeld- isskilyrði. Að þeim má vissu lega ýmislegt finna. Peninga- hyggjan færist stöðugt í auk- ana, og skemmtanirnar. sem unga fólkinu er boðið upp á, miðast við það helzt að á þeim sé hægt að græða sem mest. Það er gróðavænlegt að skírskota tii lægstu hvata mannsins og efla þannig alls kyns ómenningu í stað þess að efla hið góða. Fylkingin hef- ur ætíð tekið eindregna afstöðu gegn gróðahyggjunni i öilu fé- lags og skemmtanalífi. Þetta hefur komið íram í ályktun- um ÆF-þinga. Síðasta þing samþykkti einmitt ályktun um tómstundastarf. Hvaða verkefni telur þú, að séu nú helzt framundan? — Að kenna æskulýðnum að hafna ameríkanismanum, að- laga sig að Jojóðlegri menningu og skapa hana. Það er almennt viðurkennt, og jafnvel ýmsir borg'aralega hugsandi menn fallast á það, að við lifum nú á síðasta hrörnunarskeiði hins kapitalistíska þjóðfélags. í síðustu ðauðateygjum íhaldsins verðurn við inniimuð í blökk auðvaldsríkjanna æ frekar en orðið er. Ég tel það mikil- vægt. að koma æskunni í skiln- ing um þessa staðreynd. hvetja hana til að berjast gegn þessu. svo að við getum staðið sem frjáls og óspillt þjóð upp úr rústum kapitalismans. Annað höfuðvei-kefni er að sporna gegn því, að íhaldið rugii með áróðri sinum dóm- greind og stéttarvitund æskunn- ar. samanber kjörorð ihaldsins ,,stétt með stétt". Við verðum að sýna æskunni. og ekki sízt verkalýðsæskunni fram á stöðu hennar innan stéttaþjóðfélags- ins, sem við lifurn í. Önnur verkefni miða að ár- angri i þessum efnum. Höfuð- verkefnið undanfarið hefur Ritnefud: Arnór Hannibalsson Einar Sverrisson einmitt verið i sambandi við hina nýju þjóðfrelsisbaráttu. og höfum við styrkt Samtök þer- námsandstæðlnga eftir mætti við undirskriftasöfnun gegn hernáminu og við undirbúning Keflavíkurgöngunnar. Ég vil ijúka máli mínu, seg- ir Finnur. með því að gefa Fylkingarfélögum eitt heilræði: Gerið ykkur það ljóst. að með því að vinna fyrir ÆF eruð þið ekki að vinna fyrir sjálfa ykkur beint. heldur til þéss að styrkia ÆF. sem forvstusveit í öllum framfara- og hags- munamálum íslenzks æskulýðs í heiid. Við kunnum Finni þakkir fyrir þessi greinargóðu svör hans og látum í ljós einróma álit allra ÆFR-félaga er við þökkum honum og fyrir allt það mikla og óeigingjarna starf sem hann hefur unnið í þágu félagsins undanfarið ár og ósk- um honum allra heilla í fram- tiðinni. „Snmarstarfið þrétfmikið"8 Við snúum okkur þá að hin- um nýkjörna formanni. Erní Erlendssyni og spyrjum hann um hvaða verkefni stjórn hans hyggst setja efst á blað í fé- iagsstarfinu í sumar. Örn þarf ekki að kynna fyrir ÆFR-fé- lögum, hann var formaður frá því vorið 1959 til vors 1960 og auk þess starísmaður ÆFR í eitt og hálft ár. — Mér finnst það mjög ánægjulegt að fá að eyða kröftum minum í þágu' ÆFR. segir Örn, og ég vona að starf- ið í sumar verði ekki þrótt- minna en það var í vetur. Eins óg hann Finnur var að segja, þá eru verkefnin, sem hæst ber núna, undirbúningur að Kefla- víkurgöngu og framkvæmd undirskriftasöfnunarinnar gegn Framhald á 10. síðu. Orn Erlendsson llllllllllEíMllllllllllllIlllllllllllMllllllliilllllIlliliilllllllllllimi9IiilIIIIIIi:illimilIliIIIIIIIIIIIIIII!9lli!IIIMIIIIIIIIIIIilllEIIIIIII ÍTeykvísk húsmóðir heíur orðið í dag — mánaðar- reiknlngar Raíveitunnar dularfullir — er heim- ilj. hennar hlunnfarið — spyr sá sem ekki veit — Rafveitan gefur skýringar um nýtt fyrirkomulag — fyrirspurn frá húsmóður í Teigunum — er heita vatnið" óhætt til matseldar — skrifstofa Borgarlæknis svarar þessari fyrirspurn Við birtum hér bréf frá reykviskri húemóður í dag: „Mikið þykir mér einkenni- legt þetta nýja fyrirkomu- sástr lag Rafveitunnar á inn- heimtu og mælaaflestri, sem ríkt hefur nú um skeið hjá þessari stofnun. Tortryggni mín er orðin mikil og ég hef það á til- finningunni, að heimili mitt sé hlunnfarið í viðskiptum mínum við þessa herra. Ég hef gert lítilsháttar samanburð á mánaðarreikn- ' ingum þessa nýja fyrir- komulags og hinna með gamla fyrirkomulaginu og komist að þeirri niðurstöðu, að þeir eru stundum eitt hundrað og tvö hundruð krónum hærri en heimili mínu ber að greiða. Útgjöldin eru nóg nú til dags, þó að svona lúmsku- iegar hækkanir komi ekki tii viðbótar öðrum heimilis- útgjöldum hins daglega lífs. Varðar ekki svona fram- koma við lög og rétt? Fátæk kona spyr jarðnesk máttarvöld“. Við hringdum í einn af for- stöðumönnum Rafveitunnar og leituðum okkur upplýs- inga um þetta nýja fyrir- komulag og eru þær í stuttu máli þessar: Áður fyrr var lesið af og innheimt mánaðarlega og hefur þetta form ríkt um fjörutíu ára skeið. Það var ltinsvegar orðið viðamikið og þunglamalegt og krafðist óeðlilega margra innheimtu manna eftir þvi sem bærinn stækkaði og er nýja fyrir- komulagið tilraun til þess að bæta úr þeim ágöllum. Nú fer aflesturinn fram ársfjórðungslega og eru 2 mánuðir áætlaðir af þremur og er þriðji mánaðarreikn- ingurinn ógreiddar eftir- eftirstöðvar ársf jórðungs- ins. Því miður hefur stundum sprottið upp misskilningur hjá fóllri, þegar það fær í hendur hina áætluðu mán- aðarreikninga, sem þó er reynt að miða við rafmagns- neyzlu samsvarandi tímabils á síðasta ári. 1 fyrra reyndist aðeins 1,66% notenda, sem áætlað hafði verið of hátt hjá og er það ekki há prcsentutala. Við spörum hinsvegar kr. 800.0C0.00 í mannahaldi og vélavinnu á þsssu nýja fyr- irkomulagi og ætti það að hafa áhrif á rafmagns- verðið. Það væri hinsvegar ákjós- anleg þróun, að sem flestir tækju upp ársfjórðungs- greiðslu og kæmu sjálfir niður á skrifstofu cg borg- uðu þar. Þá er hér fyrirspurn frá húsmóður í Teigunum: „Hún spyr hvort gagnrýni hafi komið fram um notkun heita vatnsins til matseld- ar ?“ Okkur er ekki kunnugt um slíka gagnrýni, en sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Borgarlæknis eru tekin bakteríusýnishorn öðru hvoru og leiða þau ekkert misjafnt í Ijós enda mun notkun heita vatnsins vera algeng hér í bænum. Hinsvegar eru slíkar ábend- ingar teknar hér með þökk- um.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.