Þjóðviljinn - 28.04.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.04.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur Í2§.' api'íl ÍÓ61 ÞJÓÐVJLJINN — (11 Útvarpið í dag er íöstudagur 28. apríl. Köngj'boeudadiinur. TuiikI í há- KÚffri );1. -23.l!8. Arde^isliáfUeÖi , 3.5il.: S ödegisIiátUeöi klukk- an ÍG.15. Næturvarzla vikuna 23.—29. apríl er í Iðunarapóteki, sími 17911. Blysavaröstofan er opin alIaD sól- arhringinn. — Læknavörður L.R er á sama stað kl. 18 til 8, sími 1-50-30 Bókasafn Dagsbrúnar Freyjugötu 27 er opið föstudaga kl. 8—10 e.h. og laugardaga og sunnudaga kl. 4—7 e.h. ÚTVARPIÐ 1 BAG: 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Um starfsfræðslu. 18.40 Við vinnuna: Tónleikar. 18.30 Tón- leikar: Harmonikulög. 20.00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Bj. Guðmundsson). 20.30 Úr tónleika- sal: Sinfóníuhljómsveit Berlínar- útvarpsins leikur. Stjórnandi: K. Masur. a) Forleiikur að óperunni Aiceste eftir Gluck. b) Fiðlukons- ert i E-dúr eftir Bach (Einleik- ari: Sashklo Gavriloff). 21.00 Ljóðalestur: Sigurður Jónsson frá Brún les frumort kvæði. 21.10 Is- lenzkir píanóleikarar kynna són- ötur Mozarts; VI.: Rögnvaldur Sigurjónsson leikur sónötu í D- dúr (K284). 21.30 Útvarpssagan: Litli-Brúnn og Bjössi, eftir Stef- án Jónsson; II. (Gísli Halldórs- son leikari). 22.10 Ferða.þáttur: Þvert yfir Suður-Ameriku; síðari hluti (Vigfús Guðmundsson gest- gjafi). 22.35 Þjóðlög og létt tón- list ýmiskonar frá ungverska út- varpinu. 23.05 Ðagskrárlok. Útvarpið á morgun. 12.55 Óskalög sjúklinga. 14.30 Laugardagslögin. 15.20 Skákþátt- ur (Guðm. Arnlaugsson). 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. 20.00 Höndin styrka, ein- Ieiksþáttur eftir Steingerði Guð- mundsdóttur (Höf. les). 20.15 Frá fónlistarháUðum ' austnn hafs og- ýestan:> .a) Forleikur :Cð. Don Gio- van-ni eftir. Mozart ■ JSinf'óníu- hljómsveit Bostonar leikur; C. Munch stjórnar). b) Sjö lög fyr- ir píanó eftir Ghavez (William Masselos leikur; George Gaber trumbuleikari aðstoðar). c) Leon- tyne Price syngur ariur eftir Hándel og Verdi. d) Hafið, þrjár sinfónískar myndir eftir Debussy (Fílharmoníusveit Berlínar; D. Mitropoulos stjórnar). 21.10 Is- lenzkt leikrit; VI.: Fé og ást, gaman’eikur eftir Jón Ólafsson ritstjóra, saminn 1866. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. Þorfinnur Karlsefni væntanlegur frá N. Y. klukkan 6.30. Fer til Lúxemborgar kl. 8. Kemur til baka frá Lúxemborg klukkan 23.59. Fer til N. Y. kl. 01.30. Snorri Sturluson er vænt- anlegur frá N.Y. kl. 9. Fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10.30. Leifur Eiriksson er vææntanlegur frá Stafangri og Ósló kl. 23.00. Fer til N.Y. klukkan 0.30. GuIIfaxi fer til Glas- gow og Kaupmanna- hafnar kl. 8 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22.30 í kvöld. Cloudmaster leiguflugvél Flugfé- lags íslands fer til Oslóar, Kaup- ma.nnahafnar ki. 10 í fyrram. Inn- anlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhóls- mýrar, Horna.fjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarkl. og Vestmannaeyja. Á rnorgun er áætlað iað fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Egilsstaða, Húsavikur, Isafjarðar, Sauðár- króks og Vestmannaeyja. Brúarfors fer frá N. '' « Y. 5. maí til Rvikur. ^Jpl \ Dettifoss kom til R- £_____J v'kur 25. apríl frá Hamborg. Fjallfoss kom til Hamborgar í gær; fer þaðan til Rostock, Ventspils, Kotka og Gdynia. Goðafoss fór 'frá '• ékájtaströnd' í fyrradag til Seyðistjai'ðaT, Norðfjarðar, Eski- fjarðar og Fáskrúðsfj. og þaða.n til Halden, Lysékil og Gautaborg- ar. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 22 í kvö'd til Thorsliavn, Kaup- mannahaínar og Hamborgar. Lagarfoss fór frá Rotterdam í gær til Grimsby, Hull og Ham- borga.r. Reykjafoss kom til Rvik- ur í fyrradag frá Hull. Selfoss kom til Rv kur 24. apríl frá N. Y. Tröllafoss fór frá Reykjavík í gærkvö:d til N. Y. Tungufoss kom til Rvíkur 22. apr.il frá Gautaborg. Hvassafell fer vænt- anlega í dag frá Malmö til Aarhus. Arnarfell er væntan- legt til Reykjavíkur í dag frá Þorlákshöfn. Jökulfell fer. frá Odda í dag áleiðis til R\ víkur. Dísarfell er í Kcflavik. Litlafell er i ol'uflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór 26. þ. m. fi'á Þorlákshöfn áleiðis til Vent- spils. Hamrefell fór 19. apríl frá Aruba áleiðis til Hafnarf jarðar. Laxá fór i gær frá Malmö til Aahus. ,_4 Ventspils. Stúkan Baldur heldur fund i kvöld lc'ukkan 20.30. Flutt vei'ð- ur erindi um dulræna reynslu er nefnist: „Ávöxtur æðri opinber- ana“. Kaffiveitingar eftir fund. Gestir velkomnir. Pre,ntarakonur, munið sumarfagn- aðinn i félagsheimilinu í kvöld. Meðal skemmtiatriða eru skugga- myndir frá Grænlandi. Kvenfélag I.angholtssóknar held- ur bazar 9. maí n.k. Skorað er á félagskonur og aðrar konur í sókninni sem vildu gefa. að koma mununum á þessa staði: Skipa- und 37, Karfavog 46, Sólheima 17, Langholtsveg 2 og Bókabúð- ina Langholtsvegi 51. — Allar upplýsingar í símum 35824 og 33651. ðhapp á kvik- myndcsýet. Ó. K. gestir fá ispplét Á s.'ðustu sýningu litkvik- mynda Gsvalds Knudsen í Gamla bíói vildi það óhapp til, að sýningarvélin bilaði. þegar verið var að sýna næstsíðustu myndina, og reyndist ekki unnt að gera við vélina á skammri stundu. Sýningargestum var þá tjáð, að þeim yrði síðar boðið að sjá niðuriig sýningarinnar (Refurinn gerir greni í urð og' Græníandsmyndina). Verður sú sýning á laugardaginn ki. 3. Til uppbótar fyrir þetta leiða óhapp verða einnig sýndar við sama tækiíæri þrjár aðrar kvikmynd- ir Ósvalds: Heklugosið 1947, Skálholt og Ullarband og jurta- litun. Eru allir gestir á síðustu sýningu vinsámlega beðnir að þiggja þetta bóð. Orðsending frá Knrólímis.jóðs- nefnd Kvenfélags sósíalista. Kaffi verður framreitt eins og venjulega 1. maí í Tjarnargötu 20. Ennfremur verður kvöldvaka. Þær konur, sem ætia að gefa kökur, geri svo vcl að láta vita í einhvern af þessum símum: -— 17808 — 22248 — 13081 — 33586. Nefndin. Ásgrímssafn Bcrgstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðiudaga og fimmtudaga klukkan 1-30 til 4. Minmngarsjóður Landspitalans. Minningarspjöld sjóðsins fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. öcúlus, Austurstræti 7. Verzl. Vik, Lauga- vegi 52 og hjá Sigríði Bachmann forstöðukonu, Landakotsspítalan- urn. Samúðarskeyti sjóðsins afgreið- 1 ir Landsiminn. Minningarkort .kirkjubygginga- sjóðs Langholtssóknar fást á eft- irtöldum stöðum: Kamb=vegi 33c, Goðhéimum 3, Álfheimum S50 Éfstásundi 69, Langholtsvegi 163* Bókabúð KRON Bankastræti. B ELDIlCSSETT 13 SVEFNBEKKIH Q SVEFNSÓFAR H II 0 T A H h úsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Smurl brauð snittur ! fyrir ferminguna. Miðgarður Þórsgötu 1 — Sími 17514- Ullargarn við allra hæfi ! > i Lister’g Lavender Prjónagarn Tuckygarn Nakergarn Carogarn Golfgarn Bandprjónar Trúlofanir Giftingar | Afmœli Margery Allingham: '..... Vofa fellur frá 14. DAGUR E morto! cosa posso fare? II mio marito é morto — ucciso!“ Hún hætti við ítölskuna og fór að hrópa á ensku. „M.vrtur! Myrtur! Beint í magann. Með skærunumý Max var ekki nema þrjár sekúndur að komast yfir sal- inn til hennar og grípa um handlegginn á henni og á alla viðstadda sló skelfingarþögn. Max taiaði lágt og mjúkjega við stúikuna á móðurmáli 'henn- ar. Hún fór að kjökra með háu snökti. Nokkrir gestanna héldu áfram að ræða saman í hálíum hljóðum og létu sem þeir hefðu ekki tekið eflir þessu. en þok- uðu sér um leið nær útgöngu- dyrunum. En flestir gieymdu sér og stóðu þöglir og gap- andi meðan Max fyigdi stúlk- unni inii um Jitlu dyrnar aft- ur. Um leið birtist sir Gordon Woodthorpe, hinn írægi tízku- læknir sem hafði verið meðal gestanna. Hann kom á hraðri ierð út litla ganginn, hvítt hár- ið var úfið og tveir eldrauðir flekkir sáust á hálsi hans og hann sleikti varirnar í sífellu. Hann flýtti sér yfir til Bellu, sem stóð enn á sínum stað við dyrnar. virðuleg og að því er virtist ósnortin af öllu sem fram hafði farið. Hann tajaði við hana góða stund í lágum hljóðum og enginn gat stillt sig um að-horl'a forvitnislega í áttina til þeirra. í fyrstu var eins og sir Gord- op væci að deila. vig gömlu könuna. hann virtist vera að bjóðast til að létta einhverju af henni. en hún afþakkaði. Hún tók um handlegg hans, studdist við hann og tók til máls og rödd hennar var enn mjúk og skýr, þrátt fyrir aldur hennar og geðshræringu. „Kæru 'gestir," byrjaði hún, en svo fór rödd hennar að titra og hún þagnaði og horfði kring- um sig og varir hennar skulfu. Það var dauðaþögn í salnum. Þeir sem höfðu haldið að Rósa- Rósa hefði fengi. móðursýkis- kast eða verið dauðadrukkin. fundu nú að það var eitthvað alvarlegt á seyði. „Kæru vinir,“ sag'ði Bella dapurri röddu. „Það hefur dá- lítið komið fyrir. Það hefur -— það hefur — orðið slys.“ Rödd hennar titraði og þetta var aiit ósköp átakanlegt. Hún hélt áfram, studdi sig við lækn- inn og gestirnir hlustuðu á hana með vaxandi kv.'ða. „Ung'ur maður sem var rétt áðan í fullu fjöri á meðal okk- ar, er nú dáinn. Hann dó hér inni rneðan ljósin voru slökkt. Sir Gordon telur réttast — að — að enginn fari héðan fyrr en lögreglan kemur. Hún leit í kringum sig með biðjandi augnaráði eins og hún vildi sárbæna gestina um að skilja þétta. Hún bar furðu- lega mikla persónu þessi feit- lagna gamla kona í síða svarta kjólnum og með kniplingahett- una. „Auðvitað get ég ekki skip- að ykkur að vera ef þið viljið fara.“ hélt hún áfram. „Það væri fráleitt. Eins og á stendur get ég' aðeins beðið ykkur. Þetta er allt og sumt sem ég veit.“ Hún þagnaði og sir Gordon sem hafði tekið að sér að vera verndari hennar. leiddi hana að stól út við. vegg. Önnur gömul kona. lafði Brain. gömul vinkona Bellu. flýtti sér yfir til hennar, og sir Gordon greip tækiíærið fegins hendi, gleymdi að afsaka sig' og flýtti sér inn um dyrnar undir balkoninum og forðaðist augnaráð kunningja sem hefðu annars gefið sig á tal við hann Það var margt undarlegt í sambandi við morðið i Litlu Feneyjum. Eitt var það hve margir úr yfirstéttunum voru viðstaddir þegar það gerðist. Á Englandi eru að meðal- tali framin hundrað og firnrn- tíu morð á ári. Flest eiga þau sér stað meðal fólks með lága greindarvísitölú.' En hér í Litlu Feneyjum . var samankominn hópur fólks sem flést hafði sér til ágætis nokkuð. .Þegar í'regn- in barst um að- harmleikur hefði átt sér stað, voru við- brögðin ofur eðlileg, karlmenn- irnir þjöppuðu sér saman þýð- ingarmjklir á svip, meðal ann- ars í þeim tilgangi að . vernda kvenfólkið, og kvenfólkið stóð álengdar i smáhópum og mas- aði í hálfum hljóðum og horfði niður fyrir sig. Strax og það kom á daginit að fórnariambið var ungur- maður og fáum kunnur, meira að segja í sjón, fóru sérein- kenni þessarar samkomu að sýna sig. í flestum tilfellum höfðu á- hevrendur Bellu heyrt inni- haldið í því sem hún sagði. en ekki orðin sjálf: með öðr- um orðum. þeir gerðu sér ljósfc að morð hafði verið framið„ ennfremur að það væri dular- fujlt morð sem átt hefði sér stað í næsta nágrenni og~ fiestir fóru að íhuga málið ífá eigin bæjardyrum, athuga á hvern hátt það snerti þá sjálía. Sumum óx í augum væntan- legt umtal, aðrir urðu eftir— væntingarfullir og ótal hjól fóru að snúast í hugum margra og smáskopleikir áttu sér stað. Þrekni, hörundsdökki og dá- litið héralegi ritarinn amb- assádorsins hafði fengið blik í augun meðan Bella var að tala,. enda fljótur að átta sig á ýms- um mögul. sér til framdrátt- ar. Nú fór hann að velta því fyrir sér, hvort ekki gæti kom- ið fyrir að fávís lögregluþjónn legði óheppilega spurningu fyr- ir hans tign, móðgaði- hann jafnvel, og aðeins snilld og ráð- kænska ritarans kæmi í veg~ fyrir óþægilegt atvik. Hinum megin í salnum s’töff hermannlegur maður og horfði á ritarann. Hann var í utan- ríkisþjónustunni ómetanleguir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.