Þjóðviljinn - 05.05.1961, Side 1

Þjóðviljinn - 05.05.1961, Side 1
Föstudagur 5. maí 1961 — 26. árgangur — 102. tölublað. Mun flesri en i fyrra hafa þegar tilkynnf þáfftöku Útifimcliir við Miðbæjarskól- ami í göiigiilok í lok Keflavíkurgöng- unnar k]. 9 á sunnudags- kvöld verður útifundur við Miðbæjarskólann. Ræðu- menn verða: Bergur Sigur- björnsson, Einar Bragi, Stefán Ögmundsson, Ör3yg- ur Hálidánarson og Hall- dór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Fundarstjóri verður Ragnar Arnalds. í gær höfðu nær tvöfalt fleiri gefið sig fram til aö ganga Keflavíkurgönguna á sunnudaginn en tóku þátt í göngunni í fyn-a, og fólk er sífellt að láta skrá sig. Forvígismenn Samtaka her- námsandstæðinga skýrðu frá þessu í gær. þegar tilkynnt var fy.rirkomulag göngunnar. Hún er farin 7. maí vegna þess að þá eru 10 ár liðin síðan Bandar'kja- her kom öðru sinni til landsins. Nú eins og í fyrra er gangan hugsuð sem táknræn mótmæla- aðgerð til að gefa fólki kost á að leggja nokkuð á sig til að láta í ljós andúð sína á hinum erlendu herstöðvum á íslandi. A'.iir með síðasta spöl'iin. Fólk úr öllum landsfjórðung- um kemur til að taka þátt í Keflavíkurgöngunni, til dæmis frá Hornafirði. úr Reykhóla- sveit og af Siglufirði. Hernáms- andstæðingar eru hvattir til að f.ylgjast með göngunni einhvern spöl þótt þeir gangi ekki alla leið. og aljir sem vettlingi geta ■valdið þuría að koma og fylla ílokkinn síðasta sprettinn. Hcfst k'ukkan 7.30. Arla á sunnudagsmorgun verð- ur ekið suður að flugvallarhliði. í blaðinu á morgun verður b'rt skrá um staði þar sem bílar nema staðar til að taka göngu- fólk. Við hliðið flytur Pá'I Berg- þórsson veðurfræðingur ávarp, en lagt verður af stað í göng- una klukkan 7.30. Menn eru hvattir til að fjölmenna við hliðið þótt þeir geti ekki fylgzt með göngunni alla leið. Um dag- inn verða stöðugar ferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkur, svo menn geti komið í gönguna og fylgt henni milli einhverra án- ingarstaða. Frá Reykjav'k eru þessar áætlúnarferðir, en áætl- unarbílarnir nema staðar hjá göngunni allan daginn: Frá Steindóri kl. 9.30 og 11; frá BSÍ kl. 13.15 og 15.15; frá Steindóri kl. 17 og BSÍ kl. 19. Framhald á 3. síðu. ÆWRANÐi Hturtf ASI Kciiavíkurgangan í fyrra. Myndin er tekin skömmu eftir að göngufólkið lagði af stað frá flugvallarhliðinu Alvarleg breytíng á hernámi Islands Njósnastarfsemi þegar filkyimf — IlæÉta á að hér verði komið upp bækistöðvum fyrir kafbáta Á fundi miðnefndar Samtaka hernámsandstæðinga í fyrra- kvöld var rætt um breytingar þær á hernáminu sem nú hafa verið boðaðar. Var eftirfarandi ályktun samþykkt í einu hljóði: ' „Bandarísk og íslenzk stjórn- arvöld hafa tilkynnl, að banda- ríski flolinn taki við stjórn herstöðvanna á Is’.andi, að yf- irstjórn allrar „könnunarstarf- semi“ fjptans á Norður-At- landshafi verði á næstunni flutt frá Kanr.Ua til íslands og' hingað fluttar langfleygar „könnunarflugvélar". Þetta er yfirlýsing um það, að á íslandi verði bækistöðvar fyrir bandarískar njósnaflug- vélar, og að hér skuli Banda- ríkin fá aðstöðu til að stunda þiað njósnaflug, sem aðrar bandalagsþjóðir þeirra hafa neitað þeim um, síðan kunn- ugt varð njósnaflug Bandaríkj- anna yfir Sovétrikjunum 1. maí 1960, og liótanir Sovét- ríkjanna um yægðarlausa eyði- leggingu slíkra bækistöðva þegar í stað. Þetta eru voveifleg tíðindi, Tiigangur njósnaflugs er að afla upplýsinga um hernaðar- lega mikilvæga staði sem yrðu fyrstu skotmörk i óvinalandi ef til styrjaidar kæmi. Njósna- flug er þvi undirbúningur und- ir sókn eða gagnsókn í iiugs- anlegri styrjöld, en getur aldrei veilt þeirri þjóð vörn í slyrjöld, sem flugið er rekið frá, he’i'.ur þvert á móti. Sú breyting, sem hér hefur verið tilkynnt á herstöðvunum, er því algjör breyting á eðli þeirra frá því, sem verið hef- ur, og því skýlaust brot á hinum svokallaða varnarsamn- ingi milli íslands og Banda- ríkja Norður-Ameríku. Með þessari breytingu er enn á ný verið að tefla ís- landi fram á skákborð kalda stríðsins og magna hættuna á Framhald á 9. síðu. KAUP FER HÆKKANDI UM ALLA V-EVR0PU Að undanförnu hafa vinnu- laun hækkað veruiega í ýmsum löndum Vestur-Evrópu. Öllum er kunnugt um verkföllin miklu í Danmörku sem þegar hafa tryggt talsverða hækkun á kaupgjaldi, enda þótt þó nokkrar kjarabætur hefðu fengizt þar í landi á s.l. ári með skæruhernaði. I Noregi er nú framundan kauphækkun samkvæmt vísitölu, en þar í landi þ.ykja vísitölugreiðslur sjálfságt réttlætismál. Sömu sögu er að segja frá ýmsum öðrum löndum. Þannig birti bandariska tímaritið U.S. Neávs aud lVurkl Iíeport 3. april yfirlitsgrein um kaup- hækkanir í ýmsum löndum, Þar komu m.a. fram þessi al- riði: ★ Verkamannakaup í V.- Þýzlialandi hækkaði á s.l. ári að meðaltali nm 9%. Nú liafa verlialýðssamtökin krafízt þess að 12% kaupliækkun í viðbót komi til framkvæmda á þessu ári. * f Bretlandi hækkuðu laun iðavérkafólks um 7y2% að jafnaði á sííasta ári. Verka- ljpðssamtökin þar í iandi beita sér nú sérstaklega fyrir því að tryggja konum sömu laun og körluin. ★ I Frakklandi hækkuðu vinnuJaim á s. 1. ári einnig um 71/2%. ★ I ftaliu, þar sem efna— hagsástardið hefur sannarlega ekki verið talið til fyrirmynd- ar, kom til framkvæmda 3,2% kaupliækkun á s. 1. ári. Þannig er kaupið að hæklv-a. allt umhverfis okkur. Og svo ímynda stjórnarvöldin og at- vinnurekendur sér að unnt sé að fá verkafólk hér til þess að sætta sig við sískert kjör^.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.