Þjóðviljinn - 20.05.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.05.1961, Blaðsíða 6
ð) — ÞJÓÐVILJINN - ■' -'in.r ■ Langardagur 20. maí 1961 ÞlÚÐVILimN étgefandl: Sameiningarnokkur alþýðu - Sósialistaflokkurinn. - Rítstjórár: Masnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson. Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjórl: Guðgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. nrentsmiðja: Skólavörðust. 19. Blmi 17-500 (5 lín-J ' Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiöja Þjóöviljans h.f. Hingað og ekki lengra ^Jverjum eru ætluð æsingaskrif Morgunblaðsins, Vísis og Alþýðublaðsins gegn verkalýðsféiögunum og kjarabaráttu varkamanna og annarra launbega? Hverjum er ætlað að taka mark á því, að það gangi glæpi næst ef verkalýðsfélag hyggst beita verkfallsvopninu til að bæta kjör félaga sinna. eftir að al!ar aðrar leiðir hafa verið þrautreyndar? Skyldu þeir sem úthluta þessum blöðum sameiginlegum áróðri gegn verka- iýðsfélögum og kjarabaráttu standa í þeirri trú, að þeir séu ósýnilegir, að verkamenn sjói ekki að það eru sömu menn- .irr.ir sem lokað hafa mánuðum saman öllum jeiðum til „kjarabota án verkfal!a“ í afturhaldsklikunni sem ræður sam- íökum vinnukaupenda, í ríkisstjórninni. Nei, íslenzka þjóð- féiagið er svo fámennt, svo gegnsætt, að afturhaldsklíkan þekkist hvar sem hún fer, alltaf sama sinnis, alltaf jafn for- aert gegn sanngjörnum kjarabótum og auknum réttindum alþýðunnar. Sömu dagana cg Morgunblaðið, Vísir og Alþýðu- felaðið eru látin birta hræsnisgreinar um kjarabætur án verkfalfa eru Morgunblaðsmenn og toppkratar að loka Jeið- um til friðsamlegrar lausnar kjaradeilunnar, sem verið hef- ur á samningastigi mánuðum saman, í samtökum vinnukaup- enda, í ríkisstjórninni. i ( þar hefur verkalýðshreyfingin ekki mætt öðru en hroka- fullri óskammfeilni, óskammfeilnum hroka. I>essir menn neita nú verkamönnum um kjarabætur, neita jafnt hinum sanngjörnustu og hóflegustu kauphækkunarkröfum verkalýðs- félaganna og tilmælum þeirra um ráðstafanir gegn dýrtíð- ínni, Og þú neyðast vinnukaupendur til að játa hinni ein- földu staðreynd sem liggur til grundvallar kröfum verka- manna: Það er ekki liægt að Iifa sómasamlegu lífi af núver- andi verkamannakaupi. Hvað eftir annað hefur Þjóðviljinn mælzt til þess að róðherrar afturhaldsins og hagspekingar þess, sem vilja skammta verkamönnum þessi lífskjör ófram, geri grein fyrir því hvernig fjölskylda á að lifa sæmilegu lífi af launum Dagsbrúnarverkamanns. Hinir aðspurðu hafa látið skömmustulega þögn skýla sér, en halda áfram eftir sem áður að japla á því í blöðum sínum að það gangi glæpi næst, ef verkamenn geri ráðstafanir til að knýja fram kauphækkun. ^ rum saman hefur afturhald landsins tönnlast á því, að kaup mætti ekki hækka nema þjóðarframleiðslan ykist, verkamenn mættu ekki fá meira í sinn hlut nema meira væri til skiptanna í heild. Að vísu er þetta falsröksemd, þv: hún gengur út frá því að nú þegar sé þjóðartekjunum réttlátlega skipt. En þeim sem veifað hafa röksemdinni um að kauphækkanir eigi að vera í samræmi við framleiðslu- aukningu hefur orðið svarafátt þegar bent hefur verið á að undanfarinn óratug hefur þjóðarframleiðslan í heiid nær tvöfaldazt, og að framleiðsluaukningin á hvern einstakling í landinu nemur hvorki meir.a né minna en 70% ef tekið er tillit til fólksfjölgunarinnar. Og þeim hefur líka verið sýnt iæmi úr opinberum skýrslum, um að fjögra manna fjöl- skylda væri nú talin þurfa hærri upphæð til lífsnauðsynja árlega, án þess að nokkur húsnæðiskostnaður væri meðtal- inn, en allt kaup Dagsbnínarverkamanns fyrir dagvinnu árið um kring nemur. Og hvað þá um stærri fjölskyldur, fjöl- skyldur sem hafa nær eingöngu kostnað af börnum sínum? Hvernig á fólk með svo lág laun að lifa sómasamlegu lífi? jfc.essi bágu kjör eru bein .afleiðing „viðreisnar“ Sjálfstæðis- r flokksins og Alþýðuflokksins. Þannig hafa þeir flokkar efnt áróðurssönginn um „leið til bættra lífskjara“. Og sá maður sem ætlast til að verkalýðsféiögin horfi lengur á það aðgerðarlaus að kjörum verkamanna sé þrýst neðar og neð- ar, samtímis því að þeir framleiða síaukin verðmæti handa þjóðfélaginu, hlýtur að vera úr skrítnum steini og skilning- ur hans á íslenzkri verkalýðshreyfingu á slðari hluta tuttug- ustu aldar æði bágborinn. — s. QALDRABÓK Lofts Sigurðs- sonar Þetta er galdrabók Lofts Sigurðssonar, Lbs. 977, 4to. Eins og myndin sýn.ir er bókin jí skinnbandi og með spennum, hin álitlegasta að ytra úíliti. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Fyrír nokkru, er frétta- maður og ljósmyndari frá Þjóðviljanum komu í Lands- bókasafnið, sýndi einn bóka- varðanna þeim 140 ára gam- alt. handrít er á voru dregin kostuleg teikn og stafir á- samt meðfylgjandi skýringum um notkun þeirra og tilgang. Er þeir félagar fóru að glugga í skræðuna komust þeir að raun um, að þetta voru galdrastafir, bæði til góðra og illra h’ufa nytsam- legir, og hefði sá áreiðanlega verið brenndur í eina tíð, sem slíkt samsafn galdrastafa hefði fundizt hjá. En nú ©r öldin önnur sem betur fer. Galdrar og kukl teljast til biátrúar og hindurvitna en þóttu áður ægileg vopn í höndum þeirra, sem með kunnu að fara. Nú trúir eng- inn lengur á galdra og þar með er máttur þeirra þirotinn. Með vaxandi þekkingu og raunsæi samfara dvínandi trú á djöfulinn, — og þá um Ie;ð mótaðilann, guð. — hafa hjá- trú og hégi’jur orðið að víkja. galdrar og giörningar g’atað áhrifamætti sínum. En allt um það þótti blaðamann- inum og liósmyndaranum bókin forvitnUeg og fengu að blaða svolítið í henni og taka myndir af nokkrum stöfum, og mvkium til þess að birta í Þjóðviljanum les- endum b’aðsins ti' skemmtun- ar en ekki nytsemdar. 'Handrit þet'a. sem ber númeríð Lbs. 977, 4to, er bundið í skinn og læst með speunum og nefnist bókin Galdrabók Lofts Sigurðsson- ar. Er hún kennd við þann, sem hefur ritað bókina, Loft Sigurð-son úr Dö'um. Bókin er skrifuð á árunum 1818—- 1820. Eigi vissi bókavörður- inn deili á Lefti þeim Sig- urðssyni, er bók þessa hefur ritað, en vafa'aust mætti grafast fyrir um það, hver það hefur verið, úr því bók- in er ekki eldri. Efni bókar- iimar er býsna margvíslegt og segir Páll Eggert svo um það í handritaskrá Lands- bókasafnsins: „Ga’drar, grasafræði, steinafræði, lækn- ingar, handlínulist o.fl. hjá- trúarkennt.“ Blaðamaðurinn gaf aðeins gaum galdraþætt- inum en margt fleira er þarna að finna af vafasöm- um fróðleik að nútíðar mati, sem gaman er þó að lesa. Nefna má, að í bókinni er rúnaletur, sem höfundur eignar Ara presti fróða, en hætt er við, að þar hafi hon- um skeikað í ættfærslunni. Bókin ber það með sér, að hún er skrifuð . eftir eldri handritum, enda segir ritar- inn sjálfur, að efnið sé út- dregið úr ritum lærðra manna. Páll Eggert nefnir sem dæmi í handritaskránni, að sumt í bókinni sé tekið úr ritum Jóns lærða, en yíðar hefur ritarinn leitað fanga og er sjálfsagt hægt. að ætt- færa margt fleira af efni hennar en það, sem frá Jóni lærða er tekið, ef rannsókn væri á því gerð. Til Lands- bókasafnsins var bókin keypt 23. desember 1902 af Þor- láki Vigfússyni Reykdal og er stimpill hans á bókinni. Að sjálfsögðu vannst b’aðamanninum ekki tími til á stuttri stund að lesa margt í bókinni. Með því að blaða í gegnum ga'drakafl- ann þóttist hann þó fljótt komast að raun um, að í henni er meira af hvítagaldri að finna en svartagaldri, sem var mildu rammari og djöf- Þessir tveir gitdrastafir eru harla nytsamlegir. Efri stafn- um fylgir þessi skýring: „Þessi stafur er til að koma að sér kvenfólki hversu (hvörsum) sem maður vill og látist í koðda hennar.“ Með neðri stafnum er þessi skýring: „Þessi stafur (á surtarbrand ristur) gjörir ólán á Ianda- merkjum og brenn ( og lát reykinn liggja yfir landið) um hámessutíma“. Neðst er skýring með staf á næstu ,síðu bókarinnar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.