Þjóðviljinn - 01.07.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 01.07.1961, Side 4
&) — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. júlí 1961 r» Á fimmtudag komu liingað til lands með farþegaskipinu Heklu 15 útléndingar sem æt!a að byggja við barnaheimilið að Sóllieimum í Grímsnesi í sjálf- boðavinnu. Fclk þetta er frá Noregi, Sví- þjóð, Englandi, Þýzkalandi og Sviss. Það kemui' hingað á vegum hjálparstofnunarinnar „Service Civil Internationar* (SCI) sem er alþjóðleg samtök sem vinna að marínúðarmálum og hjálparstarfsemi viða um heim. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur vinnuflokkur á vegum þessarar stofnunar kemur hing- að til lands og ei- ætlunin að hann byggi tvö til þrjú svefn- hús fyrir bainaheimilið að Sólheimum í Gii'msnesi. Stjórn- andi flokksins er W. E. Sun- ough frá ^nglardi. Eins og kunnugt er, er barnn- heimilið að Sólheimum fyrir vangæf börn og ivgrnga, stofnað fyrir 30 árum r* Sess- elju H. Sigmundsdcttur. hið fj^rsta sinnar tsgundar hér á landi. Nú dveljast þar 36 börn og unglingar Aðalbygging heimilisirs er oröin alítof lítil Norræiiir gisti- húsaeigendur á fundi hér í bæ I næstu viku, 3. og 4. júlí, verður haldinn hér á landi árs- fundur Nordisk Hotel- og Rest- auranlforbund, en Lúðvig Hjálmtýsson formaður Sam- bards veitinga- og g;stihúsa- eigenda er forseti þessa nor- ræna sambands rú. Ársfundir, sambandsins eru haJdnir fimmta j hvert ár héi- á landi. og nauðsynlegt er að koma upp sérstckum svefnhúsum, bæði vegna rúmleysis og e'ns til að hægt sé að skipta börnunum niður eftir aldri. Service Civil International hefur aðalstöðvar í Sviss en auk þess sér.stakar deildir í mörgum öðrum löndum. SCI hefui' samvinnu við samskon- ar eða lík samtök um allan heim og hafa þúsundh' sjálf- boðaliða af ólíku þjóðerni og með mismumndi trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir unni'ð sam- an i vinnubúðum á þess veg- um. Samtckin hafa einkum hjálo- að til við uppbyggingu eftir stríð og náttúruhamfarir, v;ð vegalagningu, byggingu skóla og barnaheimila o.s.frv. Fyrstu vinnubúðii- SCI voru í Frakk- landi 1920 og var þar að verki lítill hcpur ungs fólks sem fanmst það verða að sýna frið- arvilja sinn í verki. Margir fengu áhuga á slíku hjálpar- starfi og breiddist starfsemi SCI cðfluga lit um Evrópu og til annarra heimsálfa. Meðal þeirrar hjálparstarf- semi sem SCI hefur siðan beitt sér fyrir, má nefna vinnubúðir i' Indlandi eftir jarðskjálftana þar 1934, a'ðstoð við flótta- menn frá Spáni í borgarastyrj- öldinni, alls kyns uppbyggirga- starfsemi i mörgum löndum Evrópu eftir síðustu heims- styrjöld og rekstur barnaheim- il;s í Túnis fyrir alsírsk flótta- börn. Samvinna SCI við lík samtök 'i öðrum löndum þar sem það hefur ekki deildir sjálft, er alltaf að aukast og hefur með þannig samvinr.m verið komið á fót vinnubúðum í Mexíkó, Póllandi, Sovétrikj- unum og Bandaríkjunum. Samtölfn hafa enga deild starfandi hér á landi. Vistlegur veitingasalur að Hvoli opinn í sumar Félagrhyimilið Hvoli á Hvolsvelli cr um þessar mund- ir að hefja daglega veitinga- sölu. Félagsheimilið var vígt í á- gúst sl. og var þá fullgert anddyri og snyrtiherbergi í því, leiksvið, aðalsamkomusalur hússins með áfastri veitinga- stofu og e'dhús. Allt, frá vigsludegi hefur húsið mikið verið notað til alls konar skemmtanahalds og félags- starfsemi og margir góðir geslir komið þangað, svo sem Sinfóníuhljómsveitin, Karla- kórinn Fóstbræðúr, ýmsir leik- flokkar og aðrir ágætir lista- menn, bæði á eigin vegum og félagssamtaka, er haldið hafa þar samkomur sínar. Enda er það almannarómur, að þetta sé eitt glæsilegasta samkomu- hús landsins utan Reykjavíkur. I apríl í vor var svo hafizt handa með að fullgera lítinn veitingasal í annarri álmu hússins. ög inngang í hann á- samt snyrlihsrbergjum. í kjall- ara hafa verið gerðar góðar matvælageymslur með allstór- um kæliklefa. Nú er þessum áfanga að ljúka og verður þá, eins og fyrr er sagt, hafin dagleg veitingasala í þeirri álmu, en úr henni er einnig gengið beint inn í hipn veit- ingasalinn, er tekur um 90 manns í sæti, og verður því þarna mjög góð aðstaða til að taka á móti stórum ferða- mannahópum í einu. Framkvæmdastjóri fyrir veitingasölunni og húsvörður hefur verið ráðinn Hermann Hermannsson, bryti ú'r Reykja- vík en matsveinn Guðjón Jóns- son, sem um nokkurt. árabil hefur rekið vinsæla veitinga- sölu á Hvolsvelli í mjög þröngu og ófullkomnu húsnæði, er nú verður tekið til annarra nota. Ætlunin er að hafa þarna jafnan á boðslólum sam fjöl- breyttastar veitingar og fljóta og gcða fyrirgreiðslu, en stærri hópum er þó ráðlegl að panta með nokkrum fyrirvara. Farðamannastraumurinn um Hvo’svöll hefur farið vaxandi frá ári til árs, enda eru marg- ir sögufrægir og fagrir staðir þar í nánd og má t.d. gsta | þess, að Þórsmörk hefur mjög | vaxandj aðdráttarafl, en. Hvols-. vö’lur er einm:tt heppilcgur Framhald á 10 síðu. | 37 íslenzkir URgiingar við nám á Norður- löndum í surnnr í sumar munu 37 íslenzkir unglingar dvelja í skólum á Norðurlöndum fyrir milli- göngu Nonæna félagsins, 22 í Danmörku og 15 í Sví- þjóð. 30 Islenzkir kennarar dvelja í Danmörku sér að kostnaðarlausu um 2ja vikna skeið síðari liluta ágústmán- aðar í boði NF í Danmörku. Á sl. ári hafði félagið milligöngu um skólav:st 92 íslenzkra nemenda i norræn- um skólum; 48 í Sv'iþjóð, 34 í Danmcrku, 7 í Noregi og 3 í Finnlandi. Gunnar Thoroddsen var- endurkjörinn formaður Nor- ræna félagsins á aðalfundi nýlega, eni aðrir í stjórn eru: Páll Isólfsson, Sveinn Ás- geirsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Ungur sjómaður sezt upp á fákinn — sæla silf- urgrárra nótta — stökur vel þegnar hér — eru milljón króna menn í hreppsnefnd Garðahrepps — lóðaverð í Arnarnesi — fyrirspurn til Hú(J- næðismálastjórnar. Selur vörur eftir pöntunarlistum ódýrar en í smásölúverzlunum Fg er sannfærður um a'ð 1" igun og viðle’tni Islerid- inga í öllum stéttum til að yrkja v'isur og ljóð vérður lífseigaii öllum stefnum og tízkuskáldskap. Og þetta er mérkur og einkennilegur þáttur íslenzks sálarlífs, ef nota má það misnotaða orð. En þó sumir séu skrattan- um duglegri að koma v'isum sínum og ljóðum á framfæri, eru aðrir sem kannski eiga miklu betri vísur í fórum sínum feimnari við það og hlédrægari. Erj það ættu 'þeir ekki að vera, og þeim er meir en velkomið að senda þessum dálkum vísur um lífið og tilveruna eða hvaða yrkisefni sem er. Því kemur mér þetta í huga, að fyrir nokkru h;tti mig ungur sjómaður og það kom þá upp svona í fram- hjáhlaupi að hann hefði gaman af að setja saman vísu. En þó ég fengi að heyra nokkrar fallegar stök- ur, var það ekki nema ein sem ég lærði, en hún er svorca: > , Syr.gur uin mig .sæluþrá silfurgrárri nóttu á. Líður máni um loftin blá. Lífsins gæðum vil ég ná. V:ldi ég ítreka við höf- undinn og aðra sem iðka þá eldgömlu og þjóðlegu íþrótt að setja saman vísu að ltoma þeim til þessara, dálka og verða þeir þá birtir við og við til bragðbætis. ★ Maður hitti mig á förn- um vegi og ræddi um hús- byggmgaimál og þá furðu- legu erfiðleika, sem fylgja svo sjálfsögðu máli að eign- ast skýli fyrir veðri og vindum. Meðal annurs tjáði hajm mér 'í fréttum, að þeir væru bÚEiir að skipuleggja svo- kallað Arnames í Garða- hrenpi og byrjuðu nú m;k- il hlaup með refskap um icðirnar á þeim stáð. En bitinn er ekki gefinn og munu lóðir þar kosta kr. 130.000.00 og mætti spyrja hina merkilegu nefnd, sem kallast Húsnæðismálastjórn og annast þessa lúsaúthlut- un, sem varið er til hús- byggmiga í landinu, hvort húu taki ekki með í reikn- inginn slík lóðakaup að við- bættum húsbyggingarkostn- aðinum. Það verður ekki annað sagt en snjallir fjármála- heilar séu á sveimi í kring- um hreppsnefnd Garða- hrepps, og kannski í nefnd- inni sjálfri og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efn- um og væri fróðlegt að þekkja nöfn þessara upp- rennandi sénía 'i fjáimála- heiminum. Þetta eru alla- vega milljón króna menn. Fóstverzlúnin „Hagkaup“ nefnist nýstofnað fyrirtæki hér í Reykjavík. Hér er um nýjung í verzlnnarháttum á ís- landi að ræða, en erlentlis ryðja póstverzlanir sér æ meir til rúins, enda þykja þær til hins mesta hagræðis, auk þess sem vöruverð í þeim er yfir- leitt lægra en í venjulegum smásöluverzlunum. „Hagkaup" 'hefur sinn eigin vörulager og hyggjast forráða- menn fyrirtækisins. hafa flest- ar algengustu vörutegundir á boðstólum við lægra verði en almennt 'tíðkast ,eins og sést, af nýútkomnum vörulista sem fáanlegiir er í flestum' blaða- og bókaútsölustöðum um land allt, en 2 slíkir ‘listar verða gefnir út árlega. Meðal vörutegunda má nefna allskonar kvenfatnað, innri1 og ytrí, barna- og ung- lingafatnað, karlmannaföt, vinnuföt, hlífðarfatnað, úlpur, kápur, frakka, prjónafatnað allskonar, kventöskur, ritvélar, sportvörur, svefnpoka, tjöld og annan ferðaútbúnað, allskonar húsgögn, 'gólfteppi o.m.fl. jafn- vel sælgæti og frímerki. Vör- urnar sendir fyrirtækið vænt- anlegum viðskiptavinum sin- um hvert á land sem er og burðargjaldsfrítt ef pantað er fyrir meira en 1000 kr. í einu. Staðgreiðsla ' er áskilin. Vörur pantaðar hjá fyrirtækinu eiga samkvæmt þessu að geta orðið imtn ódýraii, komnar í hendur viðskiptavinanna, en ella'— og þó fyllilega sambærilegar að gæðum. Loks hafa kaupendur þá tryggingu að mega skipta vörunni passi hún ekki. Innan fárra daga munu „Hagkaup" opna verzlun í sambandi við lager fyrirtækis- ins. Verða þar seldar vörur sem á vörulistanum eru og á lagerverði. ÚrhelEið heldur áfrem í kpan Tókíó 29. 6. — Úrhellisrign- ing er enn í miðhéruðum Jap- ans, fimmta daginn í röð, og flóðin færast enn í vöxt. Nú er talið að 150 menn hafi far- izt 1 flóðunum, en annai’ra 150 er saknað.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.