Þjóðviljinn - 04.07.1961, Side 7

Þjóðviljinn - 04.07.1961, Side 7
jSK^tJ&JÓÐWDDJINMOtíi- ÞjriSjúdagigBÍáti júIl 19öl l&tgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: = Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — == F'réttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir = fiúagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmíðja: Skólavörðust. 19. —= Bimi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. == Saimleikskom í Alþýðublaðinu l^ofckrir dagar eru síðan Alþýðublaðið var að mikl- g ast yfir því, að tekjur manna á íslandi heMu g örðið meiri árið 1980 en menn almennt hefðu búizt §n v:ð. -Þar sem þetta er aðalmálgagn annars stjórn- §|j arflokksins skyldi maður ætla að orsakanna til þessa j§ væri leitað í stjórnarstefnunni og framkvæmd henn- §§§ ar, þetta væri afleiðing af réttri stefnu í landsmál- §j§ unum og blessunarrík sönnun þess að Alþýðuflokkur- |j| inn og Sjálfstæðisflokkurinn stjórni landi og lýð til §= hagsbóta fyrir fólkið. = gn svo einkennilega ibrá við, að skýring Alþýðublaðs- m ins var einna helzt sú, að áhrifa stjórnarstefnunn- = ar, áhrifa hinnar marglofuðu viðreisnar, hafi ekki j§§ verið farið að gæta að ráði fyrr en á síðari hluta §§§ ársins 1960, þess árs sem „viðreisn“ stjórnarflokkanna |H yar lögfest! Og visssulega er talsvert til í þessari j§j S'kýringu annars stjórnarblaðsins. Viðreisnin, efna- í=j hagsmálastefna íslenzka afturhaldsins, framkvæmd af 11! Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum náði ekki = íullum tökum á efnhags- og atvinnulífi landsmanna H íyrsta árið, og voru af þeim sökum meiri framkvæmd- Hl ir, meiri atvinna og þá líka meiri atvinnutekjur það gg ér en búast hefði mátt við eftir að slík öheilla- og = samdráttarstefna var lögfest. En það kemur hins veg- Hj ar úr skemmtilegri átt að siá málgagn Alþýðuflokksins jj viðurkenna skaðvænleg áhrif stjórnarstefnunnar á §f§ framkvæmdir, atvinnu og vinnutekjur. = i'E’nginn mun nú sá í landinu, að hann trúi lengur |§| áróðri Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að j§ j,viðreisnarstefnan“, sem þessir flokkar fylgja, sé lei𠧧§ 1.1 bættra lífskjara og farsællar framtíðar. Sjálfstæð- §§! isflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa nú raunveru- |§i lega stjórnað landinu saman í hálft þriðja ár. Stjórn fH fteirra og stefna hefur fengið að sýna sig, hún hefur g fengið vinnufrið þar til í ár, þrátt fyrir skefjalausar §§| árásir hennar á lífskjör almennings, gengisfellingu og §H skipulagt dýrtíðarflóð. En þrátt fyrir slíkt næði sem §§§ nær mun eins dæmi, þetta einstaka tækifæri til að gj sýna hvað þessir flokkar geta, þá hefur „viðreisninni11 jg þegar tekizt að ganga sér til húðar og finnst nú varla §§| nokkur lifandi maður sem mæli henni bót. Og það ÍH er að mæla um hug sinn þveran þegar ráðherramir, §§§ sem 'hæst göspruðu um viðreisn'arstefnuna fyrir ári, §§§ eru enn við hátíðleg tækifæri að halda því fram svona §lj fyrir siðasakir, að allt sé í þessu fína lagi með við- H reisnina þeirra. En nú er bara brosað að þeim til- H burðum, einnig í stjómarflokkunum. Því íslendingar ||j hafa verið neyddir til að ganga um sinn þessa braut §§| Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins ,-,til bættra §§; lífskiara11 og það hefur reynzt braut meiri og meiri §1 kjaraskerðingar og vaxandi réttléysis alþýðu manna. §§§ ^iðreisnin hefur nú þegar gengið sér svo rækilega jHj til húðar, að enginn kraftur er í viðleitni stjórn- ^§ arflokkanna að ætla að kenna verkföllunum um hrak- §|§ íarir og vesaldóm þessarar stjórnarstefnu. Viður- §|f kenning Alþýðublaðsins, að það hafi helzt orðið til WM bjargar árið sem leið að stjórnarstefnan hafi ekki ver- WM 15 farin að njóta sín til fulls, þannig að óheillaáhrif §H 'nennar hafi það ár orðið minni en við hefði mátt §§§ búast er því eitt sannleikskorn mitt í moldviðri þess hasablaðs um þjóðmálin. = TRUNAÐUR Gjafabréf Ragnars Jónssonar Gjafabréf Ragnars Jóns- sonar. er Tómas Guð- mundsson skáld afhenti forseta Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdi- marssyni, fyrir hans hönd við opnun sýningarinnar á laugardaginn. ,.Herra forseti Alþýðu- sambands íslands, Hannibal Valdimarsson. Málverk þau, sem hér eru sýnd og' öU eru á meðfylgjandi myndaskrá, og önnur, sem ekki hef- ur verið rúm fyrir í skál- anum, en einnig færð upp á skrána (II.),'hef ég ákveðið að biðja yð- ur, herra forseti A.S.I., að veita viðtöku að sýn- ingu þessari lokinni, fyr- ir hönd Alþýðusambands íslands, sem vísi að al- þýðulistasafni. Reykjavík, 1. júlí 1961, Ragnar Jónsson.‘‘ „Mér veit'st sá heiður, í fjar- veru Ragnars Jónssonar og í hans umboði, að bjóða yður öll velkomin á þessa sýningu. Hún hefir að geyma stærsta og tvímælalaust einnig merki- legasta safn íslenzkra mynd- listarverka, sem til eru í einka- eign, og fer því samt viðs- fjarri, að þessi salarkynni hafi rúmað öll þau verðmætu myndlistarverk, sem heyra safninu til og eiga þar heima. Eins og sjá má af mynda- skránni tekur sýningin til sjö- tíu og sjö málverka, auk þess sem önnur fjörutíu og þrjú eru á viðbótarskrá og' munu á sín- um tíma verða hinum sam- ferða. Er þá fátt eitt sagt um það, sem gerir sýningu þessa minnisverða, og kem ég nán- ar að því síðar. Öll iist er persónuleg. Hún á uppruna sinn í hugarheimi ein- staklingsins og hvorki geta samtök e'nstaklinga né þjóðar- he'ldir skapað listaverk. En ríki og félagssamtök geta á hinn bóginn verið lifandi afl i listmenningu þióðanna með því að hlutast til um að lista- verkin verði arðbær þegnun- um Þetta geta ríki og félags- samtök gert með margskonar menningar’egri fyrirgreiðslu, svo sem starfrækslu listasafna og almennri listfræðslu. En jafnvel þótt ríki og fé- lagssamtök geti með slíkum hætti lagt fram mik;nn skerf til listmenningar, eru þau síð- ur til þess fallin að gerast brautryðjendur um nýjan skilning á listaverkum. Af þeim sökum er það næsta sjaldgæft, að hin lífvænlegustu verk samtímárstar leggi leið sína beint frá vinnustofu lista- mannsins og inn á opinber myndlistarsöfn. En um skeið má því gera ráð fyrir, að flest hin athyglisverðustu listaverk staldri við, langan eða skamm- an tíma, á heimilum og einka- söfnum, og eins má te'ia eðli- legt, að þar hljóti ný list eld- skírn sína og fyrstu viður- kenningu. Hitt ættj að vera jafnsjálfsagt, að opinber söfn og stofnanir, sem almenningur á greiðan gang að, dragi smám saman til sín hin verðmætustu listaverk. Og sú hefir einnig orðið reyndin í flestum menn- ingarlöndum. Segja má, að þessi þróun eigi sér rætur í þjóðfélagslegri menningarnauðsyn. í orði kveðnu að minnsta kosti væri ekkert til fyrirstöðu þeim möguleika, að áhugasamur og ötull safnari gæti lagt undir sig allt ævistarf mikils lista- manns, lokað það inni og jafm vel stungið því undir stól, en af augljósum ástæðum er myndlist flestum listgreinum varnarlausari gagnvart slíkri hættu, Það, að þetta hefir samt ekki tíðkast, á sér um- íram allt þá orsök, að þeir, sem taka að umgangast lista-í verk og safna þeim að sér af ást og áhuga, öðlast við það menningarlegan tilgang, sem þeim var ef til vill ekki með- vitaður í fyrstu Nokkur ágæt- ustu lLstasöfn heims eiga upp- runa sinn að i’ekja til éinka- söfnunar áhugamanna, sem ná- in kynni af listaverkum hafa skuidbundið til menningarlegr- ar bjónusitu. Vér íslendirgar höfum á ein- um mannsaldri eignast ótrú- lega mikið af stórbrotinni mvndlist, sem sprottin er upp af innstu rótum lands og bióð- ar, og vér trúum því, að hún muni í vaxandi mæli ryðja sér til rúms í me'vitund heimsins. En listvísi a'menn- ings hefir líka fleygt ótrúlega Ræða Témcsar GuSmundsscnar ört fram á þessu tímabili. bæði ríki og einstaklingar hafa átt þar hlut að máli, og þess- ari þróun þarf að fylgja fast eftir, ef vel á að vera. Til þess liggja tvær meginástæður, og báðar augljósar. í fyrsta lagi er það smáu og fámennu þjóðfélagi ein hin brýnasta lífsnauðsyn að eign- ast ákvéðin menningarleg markmið. Vér getum naumléga vænzt þess að verða að sinni fotri j ti (þjc}5 í verklegri eða tæknilegri menningu, en vér getum orðið öllum heimi til vitnisburðar um það, að mað- urinn er umfram allt sál og andi og verður að le;ta ham- ingju sinnar þar — hjá sjálf- um sér. í annan stað má ætla, ef allt ræðst nokkurnveginn skaplega um heim vorn og þjóðfélag, að almenningi gef- ist æ fleiri tómstundir frá hinni eiginlegu lífsbaráttu. Þetta er auðvitað mjög æski- leg þróun, en hún leiðir samt hugann að því vandamáli fram- mm Það var margt skálda og listamanna samankomið ;í Listamannaskálanum sl. laugardag við opnun myndlistarsýningax Helgafells. Hér sjást þeir ræðast \ið meistari Þórbergur Þórðar- son og Nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxness. — Ljósm, Þjóðviljinn —, 404 ÞöðjiMagur iá.'cjáK 1961'44JÖÐýlLJINN.4-, (7 Niína Tryggvadóttir listmálaxi á tali við Ásmund Sveinsson ALÞYÐU tíðarinnar, hvernig þjóð og einstaklingum megi takast að gera þessar tómstundir að skapandi afli í stað tortíming- ar í lífi sínu. Að sjálfsögðu eru margar leiðir til að fullnægja slíkri . lífsnauðsyn, en hvort munu samt. önnur ráð nærtæk- ari til þeirra hluta en þau andlegu verðmæti, i rnynd, máli eða tónum, sem höfða sterkast til persónulegs þroska einstaklings''ns? Ef þjóðfélagið hefir ekki þessi sjónarmið sí- feldlega í huga, gæti svo far- ið, að nýjar kynslóðir yrðu því athvarfslausari í landi sínu^ sem þær ættu sér fleiri tóm- stundir og tækifæri. En list stendur einatt höllum fæti gagnvart dægrastytting- um, sem fjármunir og tækni hafa á tákteinum. Einmg af þeim sökum er það miög að- kallandi nauðsyn, að listinni sé sem víðast komið á framfæri við fólkið í landinu. Því að listin á ekki að vera mönnum munaður til hátíðabrigða, held- ur til daglegrar lífsnautnar, og er ég þá aftur staddur þar sem ég byrjaði — á þessari sýn- ingu. ’ Það er mörgum okkar kunn- ugt, að Ragnar Jónsson hefir í meira en 30 ár unnið að því af dæmafáum listrænum áhuga, árvekni og stórhug að safna að sér því bezta, sem fram hefur komið í íslenzkri mynd- list á þessu tímabili. Það er einnig alkunna, að enginn einn maður hefir keypt meira af verkum ungra listamanna og margir þe;rra hafa sótt til hans sína fyrstu viðurkenningu. Hitt mun samt verða mönnum enn meira undrunarefni á þessari sýningu, hversu margt er þar saman komið af stórbrotnustu verkum hinna elztu og kunn- ustu myndhstarmanna ís- lenzkra, svo að jafnvel þeir bæta hér enn við hæð sína. Mér liggur við að segja, að þetta gangi töfrum næst, og víst er um það, að í þessu til- liti getur aldrei framar neitt íslenzkt listasafn keppt við þessa sýmngu. Má af því marka, hvílíkt menningartjón það væri, ef þessi frábæru listaverk væru lokuð inni eða þeim stungið undir stól, eins og ég tók til orða í upphafi máls míns. En Ragnar Jónsson hefur víst aldrei haft slíkt í huga. Hann hefir áður fært Reykja- víkurbæ að • gjöf verðmætt safn málverka 'ef tir Ásgrím Jónsson, Kjarval og Jón Stef- ánsson, og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þeim verði komið með æskilegum hætti á framfæri við almenn- ing. En nú að lokum þessara orða, leyfist mér einnig að geta þess, að eigandi þessarar sýningar heíir þegar ráðstafað til almennings í landinu öllum þeim málverkum, sem hér eru sýnd, og þeim öðrum, sem ekki hafa komizt hér fyrir, en greind ^ru sérstaklega á sýn- ingarskrá. Hér er með öðrum orðum risið upp nýtt listasafn og fágætlega verðmætt, sem afhent, verður alþýðu þessa lands til varðveizlu, samkvæmt nánari fyrirmælum, og hefir þá einnig þótt eðlilegast að það væri sérstaklega tengt þeim félagssamtökum, sem telja stærstan hóp vinnandi fólks innan vébaiida sinna. Ég tel mig loks mega fullyrða, að þegar séu fyrirhugáðar ráð- stafanir, sem ættu að geta flýtt verulega fyrir því, að byggt verði yfir safnið innan tíðar. Þar sem ég er hér umfram allt komin í umboði vinar míns, Ragnars Jónssonar, ber mér ekki að fara mörgum orð- um um þá einstæðu rausn og menningarvilja, sem hann hefir hér sýnt. En um leið og ég bið yður, hr. forseti Alþýðu- sambands ísiands, að taka á móti heimildarbréfi fyrir þessu nýja safni, vil ég láta í ljós þá einlægu ósk, að sá trúnað- ur, sem íslenzkri alþýðu er sýndur með svo höfðinglegri ráðstöfun, og að það traust á hlutverki göfugrar listar, sem hún vottar, megi verða þjóð- inni allri fyrirheit um æ auð- ugra líf í þessu fagra en dálít- ið erfiða landi, sem við unnum öll.“ * Hannibal Yaldimarsson, forseti ASÍ, tekur við gjafabréfi Eagnars Jónssonar úr hendi Tóm- asar Guðmundssonar skálds. (Ljósm. Þjóðv.) TAKMARKIÐ ARA 0G „Herra fulltrúi Ragnars Jónssonar, Tómas Guðmunds- son, skáld! Hæstvirtu ráðherrar! Heiðruðu sýningargestir! Dagar mikilla og gleðilegra atburða ganga nú yfir Alþýðu- samband ísland: í fyrradag leyst'st hörð og langvinn deila Dagsbrúnar- verkamanna, er þeir höfðu háð fyrir auknum réttindum og bættup lífskjörum sínum og stéttafbræðra sinna. í dag standa vonir til, að deilur margra stéttarfélaga verði leyst- ar. Og á þessari stundu er Al- þýðusambandinu afhent stór- brotnari og dýrmætari gjöf, en mér er kunnugt um, að nokkru sinni áður hafi verið afhent nokkrum félagssamtökum á íslandi. Vonir manna stóðu til þess á þessu vori, að íslendingum yrðu afhent hin dýrmætu frumhandrit sinna fornu bók- mennta, og að boðskapur sá yrði birtur á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, Þessar vonir rættust ekki, svo sem kunnugt er. En það var einmitt á þjóð- hátíðardaginn, sem Alþýðu- sambandi íslands barst bréf frá Ragnari Jónssyni. í þessu bréfi stóð meðal annars: „Myndir þessar hefi ég á- kveðiff aff geía. samtökum ís- lenzkra erfiffismanna — fyrir þeirra hönd Alþýffusambandi íslands — í minningu Erlends Guffmundssonar, Unuhúsi.“ Að öðru leyti hefur Tómas skáld Guðmundsson nú rétt í þessu gert yður í snjöllu máli grein fyrir efni bréfsins, —- gjöfinni dýrmætu, sem hér má nú sjá — og þó aðeins hluta hennar — svo og hugsun gef- andans, er á bak við liggur, Ræða Hennibals Valdimarssoncr og lrugmyndum hans um, hvernig koma eigi listinni til fólksins og gera hana að mót- andi afli í Iífi þess. Á fundi miðstjórnar Alþýðu- sambandsins sétti menn hljóða, er frá þessu máli var skýrt og bréfið lesið. En er menn höfðu áttað sig, og málið verið hug- leitt og rætt, var mér falið að svara Ragnari Jónssyni með svohljóðandi bréfi: „I-Ierra Ragnar Jónsson, Unuhúsi, Reykjavík. Bréf þitt hið einstæða, sem þú ritaðir Alþýðusambandi ís- lands á þjóðhátíðardaginn, 17. Eins og frá hefur veriö skýrt hér 1 blaöinu hefur Ragnar Jónsson forstjóri fært Alþýöusambandi íslands aö gjöf hið mikla málverkasaín sitt, alls 120 málverk eftir frægustu listamenn íslenzku þjóöaxinnar. Formlega var tilkynnt um þessa gjöf sl. laugardag við opnun sýningar á nokkrum hluta málverkanna, sem Bókaútgáfan Helgafell, heldur nú í Listamannaskálanum. Flutti Tómas Guömundsson skáld opnunarræöuna og afhenti forseta AlþýÖusambandsins, Hannibal Valdimars- syni, gjöfina fyrir hönd Ragnars og svaraöi Hanni bal meö ræðu og þakkaöi Ragnari hina stórhöfö- inglegu og dýrmætu gjöf hans. Þjóðviljinn hefur fengið ræður þeirra beggja, Tómasar og Hanni- bals, viö þetta tækifæri og birtast þær hér á opnunni í dag ásamt myndum frá opnun sýning- arinnar. myndhöggvara og frú í Listaman.naskálanum á IaugaTdagiim. júní síðast liðinn, var lagt fram og rætt á fundi mið- stjórnar Alþýðusambandsins í gær, hinn 22. júní og var þar auðvitað samþykkt með öllum atkvæðum að þiggja hina stórhöfðinglegu og dýrmætu gjöf, sem í bréf- inu greinir. Miðstjórn Alþýðusambands- ins gerir sér ljóst, að vandi mikill fylgir þeirri vegsemd, að „samtök íslenzkra erfiðis- manna“ taki að sér varðveizlu og ávöxtun þessara dýrmætu listaverka, en það er von vor, að Alþýðulistasafninu verði um alla framtíð vel borgið í fóstri Alþýðusambands ís- lands. Fyrsta skylda verka- lýðssamtakanna er auðvitað sú að beita samtakamætti sínum til að stuðla að viðeigandi bygg- ingu safnhúss, svo fljótt, sem verða má. Samkvæmt uppástungu þinni um, að hvor að'li tilnefni lög- fræðing, til að ganga frá stofn- samningi listasafnsins, munum vér tilnefria Ragnar Ólafsson af hendi Alþýðusambands ís- lands. Með mikilli virðingu og kærum þökkUm. _ ,F.h. .Alþý.ðusamþands íslands 'Hannibal Valdimarsson.“ Samkyæmt ósk Ragnars og niðurlagsorðum þessa bréfs hafa nú lögfræðingarnir Árni Guðjónsson og Ragnar Ólafs- son gert drög að skipulagsskrá sjálfseignarstofnunar, sem fara skal með málefni safns- ins. En heiti þess verður: Listasafn Aiþýffusambantls ís- lands. (Gjöf Ragnars Jónsson- ar). Fyrir því hefði sjálfsagt fáa órað í upphafi, en nú hefur það gerzt, að samtök ísknzkra erfið- ismanna Alþýffusambandiff, er orðið milljónamæringur í feg- urðarverðmætum, sem halda munu fullu gildi, þótt gengið falli, og nálega á hverju sem veltur. Eitt málverk eftir einhvern af höfuðsnillingum íslenzkrar málaralistar er mikil gjöf — þjóðhöfðingjum samboð'n. Hví- lík stórgiöf er þá ekki þau 77 listaverk, sem hér hefur nú verið komið fyrir á veggjum - listamannaskálans og þau 43 engu síðri, sem ekki var rúm fyrir i þessum húsakynnum? — Mig brestur orð t;l að lýsa verðmæti þessarar gjafar, en um gefandann leyfi ég mér að viðhafa orð Njálu, höfð eftir Flosa Þórðarsvni um afreks- Framhald i 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.