Þjóðviljinn - 04.07.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.07.1961, Blaðsíða 12
natilpenin 11 ;,Mér þótti gaman að vera þarna; þetta var virkilega hátíðleg stund“, sagði Ottó N. Þorláksson, fyrsti formað- ur Alþýðusambands íslands, er fréttarnaður frá Þjóðvilj- anum hitti hann að máli i gær og spurði hann, hvern- ig honum hefði verið innan- brjósts við athöfnina í Lista- mannaskálanum á laugar- daginn, er hin stórhöfðing- iega málverkagjöf Ragnars Jónssonar var afhent Alþýðu- sambandi íslands. Um gjöf- ina sjálfa sagði Ottó: ,,Hún er svo mikils virði, að það er ekki hægt að meta hana til peninga. Það sem mestu varðar er sú hugsun, sem liggur að baki þessari gjö.f, hjá manni, sem ekki tilheyrir sjálfur erfiðis- mannastéttinni. —• Þetta er svo mikið traust, að það er alveg ómetanlegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Manni hlýtur að detta í: hug það regindjúp, sem er á milli slikra manna og þeirra, sem fremstir stóðu af atvinnu- rekenda hálfu í samningunum i kjaramálunum. Þeir báru ekki einu sinni svo mikið traust til forustumanna stærsta stéttarfélagsins í landinu, að þeir tryðu þeim fyrir styrktarsjóðum félaga sinna“. — Hvaða gildi heldurðu að þessi gjöf hafi fyrir fólkið í alþýðusamtökunum? ,,Iiún vekur fólkið tii með- vitundar um Það, að það er metið einhvers* virði. Þótt sumir séu kannski ekki mik- ið að hugsa um list. þá vekur þetta einnig þá. Þetta hefur bæði siðbætandi og ört'andi áhrif á fólkið.“ — Ekki hefur ykkur, sem stóðuð að stofnun Alþýðu- sambands Islands, órað fyr- ir því. að samtökin ættu eft- ir að eignast svona got.t lista- verkasafn? „Nei, onei, onei. Við vorum alltaf bjartsýnir, en að það færi svona, onei“. •— Þú varst að skoða sýn- inguna á laugardaginn sá ég var, hvernig leizt þér á hana? ' ,,Ég gat nú ekki skoðað allt, en það áem mér þótti skemmtilegasta myndin af því, sem ég sá, var Heslur á sundi í jökulvatni, Jítil mynd eftir Jón Stefánsson. Það er mikið líf í þeirri mynd. Ég hef aldrei haft neitt af lista- manni í mér, en ég hef alltaf haft mest yndi af myndum úr náttúrunni og lífinu. Það er ekki gott fyrir gamlan mann að meta þessi abstrakt eða nútíma málverk. En það eru margir hrifnir af þeim“. Ætla vsrðbólgubraskararnir að láta bæjcrstjórn Reykjavíkur RYÐJA BRAUTINA Gunnar Thoroddsen, hinn sjálfskipaði- foringi verðbólgubraskaranna, hefur nú krafizt þess af bæjarstjórnarmeirihlutanum og Geir Hallgrímssyni að bregðast strax viö og hækka útsvörin stórlega svo og gjaldskrár hinna ýmsu bæjarfyrirtækja sem andsvar við sigrum verklýðssamtakanna í nýafstöðnum vinnudeilum. Slíkt er ofstækið, að hækka á útsvörin áð- ui' en nokkur verkamaður hefur fengið kaup- hækkunina útborgaða. Þaö mun í ráði, að bæjarráð samþykki á fundi sínum í dag aö hækka útsvörin um 11 milljónir króna og kenna verkamönnum um. Þessi samþykkt, ef úr verður, mun koma eins og háðsmerki aft- an viö yfirlýsingar borgarstjóra um glæsileg- an fjárhag Reykjavíkur á síöasta bæjarstjórn- arfundi um reikninga ársins 1960. Þr'ðjudagur 4. júlí 1961 — 26. árgangur — 149. tölublað á laugardag tókust samn- ingar milli atvinnurekenda og níu félaga. iðnaðar- manna sem verið hafa í verkfalli. Báðir aðilar stað- festu samningana á fund- um um helgina og var verkföllunum síöan aflýst. Fjögur félög málmiðncðar- manna og fjögur félög bygging- ariðraðarmcnna höfðu samflot í samningunum hvor hópurinn um sig, en rafvirkjar voru ein- ir á báti. Hjá járniðnaðariíiönnum, þifvélavirkjum, blikksiniðum og skipasmiðam hækkar vikukaup úr kr. 1163.75 'í 1310 eða um 12,57%. Hjá öllum þessum fé- lögum verður eftiivinna greidd með' 69% 'álag I stað 50. Ör- lofsfé sem nemur 6% verður greitt af allii yfirvinnu, en áð- ur höfðu félögin þriggja vikna frí með fullu kaupi og helzt það óbreytt. Eftirvinnutími #tytt's?t í tvær stundir hjá þeim félaganna sem höfðu áður þrjár og vinnutími í septem- ber styttist um 41/é stund á viku. Auk þessara sameiginlégu á- kvæ'ða eru ýmsar breytingar á samningum hvers félags um sig. Bifvélavirkjar þurfa ekki lengur að leggja sér til nein verkfæri og á v’nnu við ol'íu- flutningabila og viðgei’ðir á vegum úti kemur 10% álag. Járniðnaðarmenn fá 10% á- lag á vinnu í sveifarhúsum og undir gólfi í vélsrrúmum og at- vinnui-ekendur lýsa yfir að þeir leggi til v'nnufatnað við c.þr’faleg verk. Hjá skipasmiðum hækka verkfærapeningar úr 2,6% í 3,3 og vinnuflokkum sem greið- ist með 10'% álagi á kaup fjölgar. Hjá blikksmiðum verður málmhúðun, stigavinna og vinna á pöllum í yfir sex m hæð greidd með 10% álagi. Kaup trésmiða, málara og múrara hækkar um 11%, en hjá pípuVgningamön.uum er kauphækkunin 12%. Verk- Framhald á 2. síðu. Kort af Iíuwait og nágrenni. ruga vopnum og Kuwait 5/7 — Bretar halda áfram liðsflutningum aín- um og vopna til olíuhéraðsins Kuwail viö botn Persa- fióa og 1-enda nú brezkar flugvélar á flugvellinum þar á fimm mínútna fresti, hlaðnar hergögnum og hermönn- um. Brezkir herbllar eru nú á öllum götum höfuðborgarinnar og brezkir hermenn eru á verði á öllum vegamótum og öðr- um hernaðarlega mikilvægum stöðum. Sagt er í Kuwait að verr horfi nú á írönsku lanúamær- unum og haft er eftir brezk- um heimildum að Irakar dragi saman Tlb í borginni Basra, um 50 km. frá landamærum. Kuwait. Brezk íhiutun í iniianríkis- mál Iraics Brezki sendilierrann í Irak ræddi á sunnudag við utan- rikisráðherra írönsku stjórnar- innar, en þær viðræður báru engan árangur. Fulltrúi Iraksstjórnar sagði Framhald á 2. eíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.