Þjóðviljinn - 19.07.1961, Blaðsíða 10
^ ÞJÓÐVILJINN — Miðviiíudagiir 19. júlí íðé'l
Kommúnisfahatur
, Ftamhald aí 7. síðu.
; b.úinga. Það segir: „Enda
; þótt lög muni banna merki ís-
lenzku Þjóðernishreyfingar-
innar, þá mun það koma að
jafn litlu haldi og barsmiðar
og svikráð kommúnista. Æsk-
an í landinu er vöknuð til
starfa og til dáða. Merki
Þ jóðerni; hreyfingar íslend-
inga er borið af hundruðum
“ brátt þúsundum —
manna um land allt. (leturbr.
Þjcðv.). Og siðar í greininni:
„Alþingi geiur bannað hið
ytra merki Þjóðernishreyfing-
arinnar en hið innra merki
mun vinna sigur. Ef æskan í
landinu iná ekki bera merki
Þjóðernishreyfingarinnar —
merki um nýtt og betra ííma-
bil i sögu þjóðar vorrar —
þá á hún á sama tíma að
sýna í verki hið sanna merki
sitt. íslard fyrir Islendinga
er kjörorð þeirra manna, sem
vilja vinna fyrir land og
þjóð, hvort sem > merki þeirra
verður bannað með lögum eða
ekki“.
Brjálæðisleg hræðsla ís-
lenzka afturhaldsins er þráð-
urinn í gegnum allar þessar
greinar. Vonir þess um að
geta hneppt þjóðlíf íslendinga
i sömu fjötrana og gert var
í Þýzkaiandi bærist í brjósti
þess og það, sem sannar það
bezt, er hin ákafa barátta
Sjálfstæðisflokksins fyrir
stofnun rikislögreglu á þess-
um tíma. Jón Þorláksson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, er átti sæti í fjárhags-
nefnd alþingis, barðist mjög
heiftarlega fyrir stofnun þe-ss-
arar ríkislögreglu og öflugu
varaliði til verndar þjóðskipu-
laginu. Aðdáun Morgunblaðs-
ins á lýðveldishetjunni Hitler
leynir sér heldur ekki, en
þann 16. maí birtir það grein
undir fyrirsögninni: „Hitler,
Hindenburg og Stálhjálms-
menn“, og er hér úrdráttur
úr henni: ,,Þýzk-nationalir“
eru ketsarasinnar, en nazistar
Iýðveldissinnar. Nokkur um-
mæli í nazistablöðunum
skömmu eftir (þ. e. stjórnar-
myndun) voru víða skilin
þannig, að nazistar ætluðu sér
að eróurreisa keisaradæmið.
Þeita reyndist að vera mis-
skiiningur. I ræðu í þinginu
sagði Hitler að erdurreisn
keisaradæmisins komi ekki til
mála sam stendur. Önnur
nazistaummæli sýna að naz-
istar eru stððugir lýðveldis-
menn. Markmið þeirra er
vafalaust að gera Hitler að
ríkisforseta, þegar Hinden-
burg fer frá. Nazistar eru
flestir menn úr millistéttum
eða verkamenn cg að sumu
leyti jafnaðarmenn".
Greinin „Bréf frá Berlín"
4. júní 1933 undir fyrirsögn-
inni „Hið nýja Þýzkalantí",
sýnir bezt þær miklu vonir
sem Morgunblaðið og flokkur
þess yfir höfuð hefur tengt
við framgang nazismans“.
Þjóðernissinnar hófu baráttu
sína árið 1919 og nefndist
flokkurinn þá „Þýzkur Verka-
mannaflokkur". Adolf Hitler
var 7. maðurinn sem gekk í
þennan flokk. Við seinustu
kosningar fékk flokkurinn 17
milljónir atkvæða, eða 44,1%
af öllum kjósendum í ríkinu.
Þennan mikla kosningasig-
ur átti flokkurinn aðallega
því að þakka, að hann hafði
frá upphafi unnið eftir fast-
ákveðinni stefnuskrá. Það er
fyrsl og fremst lögð áherzla
á að sameina þjóðina og láta
eingöngu Þjóðverja gegna op-
inberum embættum. Og flckk-
urinn tók afstöðu gegn al-
þjóðahreyfingum í pólitik, svo
sem Liberalisma, Marxisma
og Bolsivisma.
Þess vegna var það fyrsta
verk stjórnarinnar, að svipta
áhangendur þéssara stefna
opinberum embættum. Kom
þetta niður á mörgum Gyð-
ingum. „En allir þeir, sem j
sviptir voru stöðum símun, fá
ettirlaun“.
Síðar segir: „Þýzka ríkis-
stjórnin mun kappkcsta að
lifa í sátt og samlyndi við
umheiminn. En hún er jafn-
framt einráðin í því að gera
Þýzkaland aftur voldugt á
sviði stjómmála, viðskipta og
menningar.
Og aðrar þjóðir verða að
láta sér það líka, að minnsta-
kosti næslu fjögur árin, að
í Þýzkalandi sé framkvæmda-
söm og þjóðleg stjórn“.
Hvað er fjarstæðukenndara
en að þeir sem að sviptir hafa
verið stöðum sínum hafi feng-
ið áframhaldandi laun fyrir
þau störf sem búið var að
banna þeim að vinna?
Hvernig var hægt að leyfa
sér að halda því fram að
þýzka ríkisstjórnin ætlaði sér
að lifa 1 sátt og samlyndi við
umheiminn 1933 eftir fram-
komu Hitlerstjórnarinnar á
afvopnunarfundinum ?
Skrif Morgunblaðsins á
þessum tíma eru hin sóðaleg-
ustu í sögu b’.aðsins. Ofsaleg-
ar varnir sem það hélt uppi
um stefnu Hitlers, er sá
svartasti tungubletfur á blað-
inu, sem aldrei verður af því
þveginn.
Reykiav'k í iúlí 1961,
Borgþór S. Kjærnested.
GangstéftcrspfaSl
Framhald af 4. sfðu
minn var að fara og var fljót-
ur til svars: „Til þess sé ég
aðeins eina leið og hún er
sú, að við launþegar snúum
bökum saman tjl að skipta um
ráðamann og bvggja —
bygg’a upp þióðfélag, sem
við launbegar ráðum sjálfir".
,,Já, það held ég lika“,
sagði kunningi minn, „það er
eina leiðin“.
Grímur.
KRANh-
og klósettkassa-viðgerðir
Sími 1-31-34.
Vatnsveita
Reykjavíkur
Saumavélaviðgerðir
fyrir þá vandláíu.
SYLGJA
Laufásvegi 19,
Sími 1 - 26 - 56.
Á stofnþing;! Alpjóða-
sauibantlsiiis í l'arís
1945: Loiuis Saillant,
aðalritari Alþ.jóða-
sambandsins og Itus-
netsoff forseti sov-
é/.ka AIJij ðusani-
bandsins.
AlþicðasambandiS W.F.T.U.
Framhald af 4. síðu
arinnar, vildi nú fresta stofn-
un sambandsins. að minnsta
kosti fram á næsta ár. Hann
taldi þátttöku T.U.C. vera und-
ir því kómna að viðunandi
samkomulag næðist við Amst-
erdamsambandið og gömlu
fagsamböndin, en til þess
þyríti langan tíma. Vítti hann
þá tithneigingu nýlendufulltrú-
anna, einkum Dange frá Ind-
landi, að teng.ia stofnun al-
þjóðasambandsins við frelsis-
báráttu nýlendnanna, taldi það
vera að draga pólitík inn í
má!ið, sem óhjákvæmilega yrði
tii að sundra. Þá taídi hann
hinn öra vöxt verkalýðshreyf-
ingarinnar í löndunum, sem
nýlega voru laus undan oki
fasismans, vera grunsamlegan
og gefa ástæðu til nánari at-
hugunar. Fleira t.'ndi hann til
í sama dúr.
Aðeins tveir af kjörnum full-
írúum á ráðstefnunni urðu til
þess að taka undir úrtölur Sir
Citrine, þeir Conrog frá Kan-
ada og Lindberg frá Svíþjóð.
Auk þeirra voru svo starís-
menn Amsterdamssambandsins,
þeir Schevenels og Oldenbroek.
sem reyndu að spilla fyrir
samkomulagi eftir meani, en
varð að vonum lítið ágengt.
ÁKVEÐIN SVÖK
Hver eítir annan mótmæ’tu !
fujltrúarnir ræðu Sir Citrine,
Bandaríkjamaðurinn Hillman,
frá C.I.O., Lombardo Toledano,
frá C.T.A.L., Kusnetsov frá
Sovétr.'kjunum, Frachon frá
C.G.T.. Saliant og Tornton frá
Ástralíu, sem spurði: „Er það
ástæða til tortryggni að brezka
verkalýðssambandið hefir auk-
ið meðlimatölu sína úr 4 í 7
milljónir s.l. tvö ár? . . Er sú
staðreynd grunsamleg í okkar
augum að ítalska verkalýðs-
hreyfingin er frjáls að skipu-
leggja sig í fyrsta sinn í 20
ár? Ættum við ekki að fagna
því að verkalýðsleiðtogár í
Rúmeníu, Ungverjalandi og
annarsstaðar hafa nú losnað
úr fangelsum eftir margra ára
fangelsisvist? Er ekki einmitt
brýn þörf fyrir skipulögð
verkalýðssamtök, geta þau ver-
ið ástæða til tortryggni? Eftir
tveggja daga fjörugar og
stundum harðar umræður, var
r.áðstefnunni breytt í stofn-
þing alþjóðasambandsins.
ALÞJCÐASAMBANDIÐ
OG STEFNUSKRÁ ÞESS
Hinn 5. október 1945 er Al-
þjóðasamband verkalýðsft'laga.
W.F.T.U., stofnað með um 70
mi’lj. meðlima úr ölum heims-
á’fum. Aðalritari þess var ein-
róma kjörinn Louis Sai’lant og
hefir hann gegnt þv' starfi síð-
an. Forseti var kjörinn Sir
Walter Citrine.
W.F.T.U. telur þessi höfuð-
verkefni sín:
a) Að skipuleggja og sameina
innan sinna vébanda öll
verkalýðsíélög veraldar, án
tillits til kynþátta, þjóðern-
is, trúar eða pólitískra skoð-
ana.
b) Að aðstoða ef þörf gerist,
verkalýð þeirra landa, er
skemmst er á veg kominn
til að koma á stofn verka-
lýðsfé’ögum.
c) Að halda áfram baráttunni
gegn fasismanum, og öllum
fasistískum stjórnarformum
í hvaða mynd og undir
bvaða nafni sem þau birtast.
d) Að berjast gegn styrjöldum
og orsökum þeirra, en fyrir
traustum og varanlegurti
friði, — með því að stuðla.
að myndun sterkrar alþjóða-
stpfnunar. sem hafi vald og
myndugleika til að koma í
veg fyrir árásir og viðhalda
að mjög v'ðtækri alþjóð-
legri samvinnu í fé’.ags- og
fjármálum og íullkominni
nýtingu auð'.inda þeirra
landa er skammt eru. á veg:
komin, — me-3 markvissri
baráttu gegn aíturha’di. og'
fyrir fu'ikomnum lýðrétt-
indum og frelsi allra þjóða.
e) Að vera fulltrúi heims-
verkalýðsins á vettvangi
allra alþjóða-iiðstefr.a og
samtaka, er hafa það verk-
efni að leysa vandamá’.in á
grundvelli samkomulags.
f) Að skipulegg.ja hina al-
mennu baráttu verkalýðsfé-
laganna um a’lan heim gégn
allri ágengni á félags’egan
o.g fárhagslegan rétt verka-
lýðsiná og lýðræðisréttindi
hans, fyrir fu’.lnægjandi ör-
yggi gagnvart atvinnuleysi,
fyrir , bæt’um launum,
styttri vinnutíma og batn-
andi vinnu og lífsskilyrð-
um, fyrir þjóðíélagstrygg-
ingum er veiti verkalýðnum
öryggi gegn atvinnuleysi,
slysum, sjúkdómum og elli,
fyrir a’memium umbótum
er miða að bví að bæta hag
almennings.
g) Að skipuleggja fræðslu fyr-
ir meðlimi ve'-kalýðsfélag-
anna um alþjóðlega sam-
vinnu og vekia ábyrgðartil-
finningu einstaklingsins fyr-
ir hlutverki verkalýðshrej'f-
ingarinnar.
friði, — með því að stuð’.a
Laugúrdalsvöllur
í kvöld (miðvikudag) kl. 8,20. !
FRAM - AKRANES
Dcmari Grétar Norðfjörð.
Tekst Fram að sigra á heimavelli?
Lokað vegna sumcrleyfa
24. júlí til 6. ágúst.
Ath.: Tæknibókasafnið verður opið eins og venju-
lega kl. 13—19 mánud,—föstud.
Iðnaðarmálastofnun fslands.