Þjóðviljinn - 19.07.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.07.1961, Blaðsíða 12
Gina í Moskvu Meðal „stjarna", sem sótt liafa aðra alþjóðlegu kvikmynda- liátíðina í Moskvu er hin fræga ítaiska k\ ikmyndaleikkona ■Gina Lollobrigida. Hefur hún að sjálfsögðu vakið mikla athygli ausiur þar og blaðamenn þyrpzt um hana til að spyrja hana spjörunum úr. Er myndin liér að ofan einmitt tekin á blaðamanriafundi j Hótel Moskvu 12. þ. m. Á sunnuda.ginn hittust þau Júri Gagarín og hún á blaðamannafundi og lét Júri þá þau orð falLa, að er hann hefði farið út í geiminn hefði litið út fyrir, að hann kæmist aldrei til stjarnanna en nú væri liann í návist einnar. Að launiun fyrir lirósið rak Gína, lionum rembingskoss, svo að geiinfarinn roðnaði út undir bæði eyru. Eyi ó/ fu r l <o nr áð 1 \ krefst g jal d- Þ rc )ÍS c i / ísf jai fli A xels i í i R afl na Seyöisfirði 18/7 (Frá frétta- ritara) — Hæsta dagsöítun einn- ar stiiðvar var hér í gær, en þá var sa’tað í 1109 tunr.ur hjá Ströndinni (Sveini Guðmunds- syni). Tunnuskorturinn er enn hinn sami þótt hingað kæmi norskt skip með tunrur í dag, því að svo naumt er skammtað, að Ströndin fékk í sinn hlut að- 830 tunnur. Söltunarstöð Sveins Benedikts- sonar, Hafaldan. fékk öllu meira í sinn h'ut, eða 1200 tunnur, og var látið heita svo að þar væri verið að borga tunnuskuld sem hann hefði átt inni hjá söltun- arstöð á Raufarhöfn. Á 20 tíina törn í gæv söltuðu tvær stúlkur, Sigrún Vidalín frá Akureyri í 45 tunnur og Gunna S. Kristjánsdóttir frá Seyðisfirði í 40 turnur. Hér er enn égætt veður og mikil veiði og meira en nóg berst að af söltunarhæfri síld. Mannskap vantar heldur ekki. en tunnuskorturinn hamlar sölt- un. Sagt er að von sé á fleiri tunnuskipum. Alls heí'ur verið saltað hér í 11.555 tunnur. 6.300 hjá Strönd- inni ,og -5.255 hjá Haföldunni. ræðisr undirbúnsr Moskvu 17/7 — í dag'hófúst hér undirbúningsviðræður f ull- trúa Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna undir afvopnunarráð- stefnu sem fyrirhuguð er í Genf. Er þetta framhald slíkra viðræðna sem áður háfa farið fram í Washington. © * þlÓÐVIUINN Þau tíðindi hafa nú gerzt, að fram er komin krafa tim gjaldþrot á Ásfjalli h.f. í Hafnarfiröi, og er það raun- ar ekki vonum seinna. Er hér um pólitískt hneykslismál að ræða, sem forvitnilegt verður að fylgjast með. Ef fyrirtækinu verður ekki forðað frá þessu gjaldþroti má ibúast við opinberri rannsókn á viðskiptum Axels í Rafha og fjármálaráðuneytisins, en ýmsum andstæðingum ■Cunnars Thor. innan Sjálfstæðisflokksins er ósárt um, aö þau mál verði upplýst. Bæjarfógetánum í Hafnar- firði barst í gær krafa frá Eyjólíi K. Jónssyni og Jóni Magnússyni um gjaldþrotaskipti í hlutafélaginu Ásfjalli Hafnar- firði. Sem kunnugt er stofnaði Axel Kristjánsson hlutafélag þetta til kaupa á togaranum Keili. hlutafé var aðeins 100 þús. krónur en togarinn kostaði 5,4 Þessa mynd af Axel í Rafha (ók ljósmyndari Þjóðviljans af honum í vor, er hann var að sniglasl utan í Keflavíkurgöng- unni og lél alldólgslcga eins og hans er háttur. milljónir, og hafa allar afborg- anir lent á ríkissjóði. en það er vitað mál að Axel hefur sjálfur haft drjúgan gróða persónulega af öllu þessu braski með þennan gamla og ónýta togara, víst er um það að Axel heldur sig ærið ríkmannlega og berst svo mikið á, að sl.'kt er ekki á þeirra færi sem einungis lifa af launum fyr- ir vinnu sina. Má til dæmis nefna að Axel á þrjá dýra einkabíla til heimilhinota, o.g einkabílstjóra hefur hann til þjónustu hvenær sem er. Á sl. vetri bar Geir Gunnars- son fram tillögu á Alþingi um að skipuð yrði nefnd til að rann- saka öll viðskipti fjármálaráðu- neytisins við Axel Kristjánsson í sambandi við kaupin á Keili og útgerð togarans Brimness, sem Axel hafði með höndum á Framhald á 2. siðu. Grissom fsr sömu leið og Shepard Canaveralhöfðo, 18/7' — Banda- r'ikjamenn frestuðu í gær ann- arri tilraun sinni t'l að senda mann út í háloftin vegna veð- urútlits. Ætlunin harði verið að Virgil Grissom, höfuðsmaður í flughernum, færi sömu le:ð og Shepard á mánudag, en því var frestað og hefur nú verið á- kveðið að gera tilraunina kl. 13 eftir íslenzkum tíma á morgun, miðvikudag, Enn er lágskýjað yfir tilraunastöðinni, en menri gera sér vonir um að létti til með morgninum. Túnisborg 18 7 — Meira en 5.000 sjálfboðaliðar höfðu á þrifjudagskvöld slegið hring um flotastöð Frakka í Bizerte, sem Bouruiba forSeti hefur krafizt að þeir rými þegar í stað. Sjálfboðaliðarnir eiga að vera til reiðu ef nauðsvp reynist og Frakkar rjúfa herkvina sem Túnisstjófn hefur ákveðið að setja stöðina í frá morgni mið- vikudags. Þeir hafa þegar kom- ið sér fyrir í skotgröfum við vegi 'sem liggja til stöðvarinn- ar. Búizt er við að átökin milli Frakka og Túnisbúa um flota- stöðina í Bizerte muni hefjast fyrir alvöru á miðvikudag. U m 6—8.000 franskir hermenn munu vera í flotastöðinni. Frakkar hafa sagt að þeim sé hægt um vik að halda uppi að- flutningum til stöðvarinnar sjó- leiðina. í dag voru haldnir útifundir víða í borgum í Túnis til stuðn- ings kröfum Bourguiba um að Frakkar rými stöðina. Málverkcsýning- unni lýkur í dag Málverkasýmngin í Lista- mannaskálanum á gjöf Ragnars Jónssonar til Alþýðusambands- ir-s hefur verið vel sótt, og lýk- ur lienni í kvö'.d kl. 10. Þannig eru nú síðustu for- vöð að sjá þessa fjölbreyttu sýn- ingu í þetta sinn, og eru menn eindregið hvattir til, að láta hana ekki fram hjá sér fara. Sérstaklega ættu félagsmenn stéttari'élaganna í Reykjavík og Hafnarfirði að leggja leið s'na í Listamannaskálann til að sjá hin fögru listaverk. sem frajn- vegis verða varðveitt sem ein heild sem Listasafn Alþýðusam- bands íslands. Ágóðanum af þessari ' sýn- ingu verður varið til styrktar ungum listamönnum. I a Þessi mynd er tekin á söltunarstöðinni liorgir kl, 6 að morgni síðastliðinn föstudag. Stúlkurn,- ar tvær, sein sjást á myndinni eru báðar úr Reykjavík og heita Lilja o.g Margrét, nánari deili veit blaðið ekki á þeim. Þegar myndin var tekin voru þær búnar e,ð vaka alla nóttina við söllun. Fréttamaðiir Þjóðviljans, er tók mynd- ina spurði j>ær m.a. um hvað þær væru að hugsa þessa sturdina og svarið var: „Hvað pabbi og mamma hafa, það gott núna í bólinu.“ — Já, það er svo sém ekki með sældinni úttekið að veita síldinni móttöku og breyta heúni í gjakl- eyri handa þjóðarbúinú og við höfum það auð- vitað þægiiegra, sem þar koinum hvergi riærri og getum leyft okkur að „sofa úl“ á morgna.na, en á síldarstöðvunum liggur en.ginn á liði sínu, þar leggja allir saiiian nótt og dag, konur jafnt sem karlar I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.