Þjóðviljinn - 27.07.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.07.1961, Blaðsíða 10
Afmælishappdrætti Þjtötfiljans Framhald af 1. síðu. láreltur vé'.akostur cg ófull- aiægjandi húsnæði bæði prent- Ætniðjunnar og ritstjórnarinnar. Hefur þetta allt hindrað nauð- «ynlegar skipulagsbreytingar á ritstjórn og efni blaðsins. Flokkurinn hefur nú sett sér J>að mark að ráða bót á þess- ■um annmörkum öllum og þess vegna snýr hann sér nú til cllra flokksmanna sinna og velunnara blaðsins með beiðni vtm stuðning og hleypir af étokkunum Afmælishappdrætti Þjóðviljans í því skyni að afla íjár til þess að standa straum ®f fyrirhuguðum framkvæmd- um. Treystir hann því, að allir bregðist þeir vel og drengilega ndð og leggi hapiDrættinu og íjáröflun blaðsins það lið sem J>eir mega, hver eftir sinni .getu. 'Framkvæmdir þær, sem ílokkurinn hyggst nú ráðast í, j eins fljótt og unnt er, til þess að skapa Þjóðviljanum nýjan og betri starfsgrundvöll i fram- j j tíðinni, eru þessar helztar: j Gerbreyting á húsnæðinu að Skólavörðustig 19, þannig að; ■ ; I prentsmiðjan og ritstjórnin fái aukið og hagkvæmara húsnými en nú er. Þá er einnig ákveðið að kaupa nýja hraðpressu til prentunar á blaðinu í stað gömlu prentvélarinnar, sem nú er orðin meira en hálfrar ald- ar gömul og bæði siitin og úr- elt- Einnig á að endurnýja ann- an vélakcst prentsmiðjunnar svo sem letur hennar. Hefur miðstjcrn flokksins skipað sér- staka framkvæmdanefnd til þess að annast breytingar þess- ar og vinnur Teiknistofa Sig- valda Thoixlarsen nú að því að skipuleggja breytingarnar á; húsnæðinu að Skólavörðustíg 19. Við brautinc r Framhald af 4. síðu ans virðast hafa bilast alger- ' lega á blaðamannafundinum aneð Gagarin. Matthías ritstjóri gengur troðjúra fram á ritvöllinn í "Vettvangi Moggans, og „spek- in“ flæðir úr hinni andlegu tjppsprettulind hans. Þau ein- íföldu og augljósu sannindi, að hið samvirka skipulag sósíal- ismans er grundvöllurinn að ■vísindaafrekum Rússa hafa farið sérstaklega í taugarnar á blaðamönnum Moggans. En Þeir þyrftu nú ekki annað en -að líta vestur til „guðseigin- lands‘‘ og kynna sér sögu geimrannsókna þar. Þegar Eússar voru komnir langt fram úr öðrum á þessu sviði, sáu Kanar sitt pvænna og settu sameiginlega yfirstjóm fyrir Þessar tilraunir hjá sér. Já. auðvaidið getur margt lært af sósíalismanum. Ejaðamönnum íþaldsins þótti forvitnilegast að grennslast •sftir því hjá geimfaranum, hvort hann límdi myndir af kveníólki á veggi í vistar'er- \Jm sínum og hvort hann hefði beðið til guðs, áður en hann íór í geimferðina. En Gagarin .gerði bara gr n að þeim fyrir að vera að spyrja um guð og kvenfólk. Nú er þvi ekki annað að gera fyrir Matthías og Co. ■en senda skeyti tij AlJa Smala (AJan Shepherd) og hins elsku- Kanans og spyrja þá um guð og kvenfólk. Vonandi verða þeir ánægðir með svörin frá þeim. Þeir leggja orðið svo mikið upp úr bænalestri á Mogganum, .að ég vildi nú eig- inlega biðja þá að komast líka eftir því, hvort Frakkar báðu ekki fyrir sér, áður en þeir hófu morðöldina í Biz- erte og Kanar, áður en þeir sendu innrásarliðið til Ivúbu. Vafalaust fær Matthías not- ið velþóknunar einhverra auð- valdskerlinga fyrir vaðal sinn um guðleysi kommúnista. Honum gremst það ákaflega, að íslenzka kirkjan skuli ekki vera opinbert áróðurstæki í- haldsins og segir berum orð- um: . .. “Ég hef ekki ýkjamik- inn áhuga á viðbrögðum ís- len-ku kirkjunnar EINS OG NÚ ER HÁTTAГ, .. Það var og. íhaldsritstjórarnir hafa raunar löngu sannað það, að þeir eru í hópi þeirra manna, sem „hálofta guðsneistans hátignar- vald og hei‘ast um manngöfgi tala, en átt hefur skríðandi undir sinn fald hver ambátt, sem gull kann að maja.“ Alþingi Framhald af 1. siðu. o. fl. — gerðu það brýnt að Alþingi yrði kvatt saman þegar í stað. Áður hafa full- trúar Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins í utan- ríkismálanefnd krafizt þess að þing yrði kvatt saman til þess að fjalla um þá heimildarlausu samninga sem nú hafa verið gerðir um landhelgina. Ólafur Thors forsætisráð- herra fór fram á það að fá kröfu Alþýðubandalagsins rök- studda bréflega en gaf að öðru leyti i skyn að rikisstjórnin myndi ejcki telja sér henta að kalla saman Alþingi. heimilisbáttur Smávegis- hancflogni og flíkin er sem ny Myndirnar sem hér fylgja eru teknar úr frönsku tízkublaði og sýna, hve litlum breyting- um tízkan hefur tekið frá i íyrra. Á hverri mynd er sýnd fl’k, sem var í tízku í fyrra og fyrir framan hana er sama ijík örlítið lagfærð á ódýran og auðveldan hátt, þannig að hún er enn nýtízkuleg, sem væri hún ný. 1. Ermalausa blússan með V-hálsmálinu er mjög vinsæl núna og einnig stóru vasarn- ir. Ef óskað er eftir að ná alveg réttu sniði, eru saum- aðir nokkrir saumar neðst í blússuna til að fá klukkulag- ið á hana. 2. Enginn vandi er að fá klukkulag á sumarkjólinn frá í fyrra, ef sett er röð af þrí- hyrningslöguðum stykkjum í pilsið og saumaðir grunnir lóðréttir saumar niður í pils- ið, eins og sýnt er á mynd- inni, og beltið flutt niður á mjaðmir. 3. Köflótta dragtin verður sem ný, ef kraginn er tekinn af, jakkinn styttur litillega og hornin framan á honum klippt þvert af. 4. Allskyns tilbúnir ávaxta- kiasar eru hengdir á sumar- i'atnaðinn í ár. Á kjólnum hafa ekki orðið aðrar breyt- ingar en þær, að hann er hafður einhnepptur og notað er mjótt hnýtt belti úr sama efni. 5. Eins og' dragin er kápan kragalaus. Ennfremur á hún helzt að vera hnappalaus, sem þó er ekki sérlega heppi- legt fyrir okkar veðurfar. en hvaða um það. Kápan verður „hæstmóðins‘‘ ef saumuð er brydding í hálsmálið, niður kápubarmana og framan á ermarnar. 6. Göngudragtin á helzt að vera með plíseruðu pilsi, svo ef nokkur tök eru á því að fá samskonar efni í nýtt pils, þá er dragtin sem ný. Með víðu pilsi er fallegast að hafa mjótt hnýtt belti á jakkanum. JK'" — ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 27. júlí 1961 Framhald af 1. s:ðu. 4 En allt þetta kostar niikið fý og nú seni fyrr reynir á alþýðu Islands. J Sósíalistaflokkurinn skor.ar á alia veluimara Þjóðviljan.s að 1 g.'fa honum myndarlega afmælisgjöf, liver eftir getu sinni, <ui ]>á er líka tryggt að grettistakinu verður lyft og blaðinu , ,gert kleift að rækja betur hið mikilvæga hlutverk sitt. Með |>ví afmælishappdrætti, sem nú er hleypt af stokkunum, svo ; og með hlutafjársöfnun í Prenlsmiðju Þjóðviljans hf„ á að vinni, þetta verk. J Fram til starfa! 1 SÓSÍALISTAFLOKKURINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.