Þjóðviljinn - 16.08.1961, Síða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1961, Síða 1
i Út í bláinn í kvöld ÆFR cfnir í kvöld til ferð— ar „út í bláinn". Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 20.00 stundvíslega. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu ÆFR í síma 17513. Lokun landamæranna milli Austur-Berlínar og Vestur-Berlínar hafa vak- ið æsingail í Vestur-Þýzka- landi og hjá forráðamönn- um Vesturveldanna. Vestur- veldin virðast eiga erfitt með að ná fullri samstöðu um mótaðgerðir. Sýnt þyk- ir að Bretar vilji fara var- lega í sakirnar, hvað snert- ir viðskiptabann við Austur- Þýzkaland og bann við feröalögum Austur-Þjóð- verja til vestrænna landa. Bretar álíta að slíkar mót- aðgerðir kunni að leiöa til enn alvarlegri átaka. Herstjórar vesturveldanna priggja í Berlín lögðu í gær fram mótmæli gegn stöðvun um- ferðar á mótum borgarhlutanna og töldu það freklegt brot á samningi fjórveldanna. Búizt var við mótmælaorðsendingu frá stjórnum Vesturveldanna til stjórnar Sovétríkjanna og einn- ig svari við síðustu orðsend- ingu stjórnar Sovétríkjanna um Berlínarmálið. Umferðarbanni svarað með viðskiptabanni. Margir aðilar i Vestur-Þýzka- landi hvetja til að umferðar- banninu í Berlín verði svarað með viðskiptabanni. Austur- Þjóðverjar segjast geta verið ón viðskipta við Vestur-Þýzkaland, en þeir benda einnig á að ef Vestur-Þjóðverjar taki upp við- skiptabann. muni þeir um leið missa réttinn til flutninga frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur- Berlínar. Vesturveldin á báðum áttum. Vesturveldin gera sér enn ekki ljóst hvort lokun landa- mæranna er gerð til að hindra Austur-Þjóðverja í að flytja til Vestur-Berlinar, eða hvort þetta sé liður í úthugsaðri ráðagerð. sem eigi að kollvarpa aðstöðu Vesturveldanna í Berlín. Þar af Jeiðandi séu Bretar ófúsir til hatrammra mótaðgerða, þar sem erfitt sé að gera sér ljóst hvað af þeim myndi leiða. Framh. á 11. síðu. Sklptzt á sendinefnt um við Sovétrikin Sovézka verkalýðssendinefnd- in í fundarsal Alþýðusam- bands íslands i Alþýðuhús- inu. Myndin var tekin í gær- morgun. Frá vinstri: Vladimír Púsikoff, Vassilí Bézfamiljní og Zoja Kortsagína. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Sovézka verkalýðssendinefnd- in, sem dvalizt hefur hér á landi undanfarinn hálfan mán- uð í boði Alþýðusambands ís- Kanzdísk herskip til Reykjavíkur Þessi mynd er af kanad- ísku freigátunni Fort Erie. sem er ein af fjórum skip- um í flotadeild, er kemur liingað til Reykjavíkur í hcimsókn á morgun. Frei- gátan er 17 ára gömul og var tekin í notkun í stríðs- lok. Siðan hefur liún verið endurgerð og er nú í sjö- undu kanadísku flotadeild- irini. Hin þrjú skipin, sem liingað koma, eru einnig úr þeirri flotadeild, allt freigátur af svipaðri stærð og á líkum aldri og Fort Erie. — Sjá frétt um flota- heimsóknina á baksiðu. lands. lieldur heimleiðis í dag. Samferða Rússunum utan verð- ur þriggja manna sen.dinefnd frá Alþýðusambandi Norðurlands. sem heimsækir Sovétríkin í boði verkalýðsssamtakanna þar. Formaður sovézku sendinefnd- arinnar er Vassilí Bézfamiljní, sem á sæti í miðstjórn Verka- lýðssambands Sovétríkjanna og er einn af forystumönnum verkalýðssamtakanna í borginni Kaliningrad við Eys'trasalt. Zoja Kortsagína starfsmaður miðstjórnar sovézka verkalýðs- sambandsins og Vladimír Púsí- koff, fulltrúi byggingarverka- manna í Moskvu. Heimboð endurgoldin Einn sovézku nefndarmann- anna, Zoja Korsagína, hefur komið hingað til lands áður. Átti írúin sæti í nefndinni. sem A.S.Í. bauð sovézka verkalýðs- sambandinu að senda hingað til lands árið 1956, en báðar þessar sendinefndir, sú er kom 1956 og þessi sem nú er að hverfa heim, hafa komið á vegum Al- þýðusambandsins, sem hefur viljað endurgjalda mörg heim- boð íslenzkra verkalýðssendi- nefnda til Sovétrikjanna á und- anförnum árum. Sovézka sendinefndin kom til landsins 4. þ.m. og hefur ferð- azt nokkuð um landið síðan, skoðað mannvirki, rætt við for- ystumenn verkalýðssamtaka o. s. frv. M.a. fór sendinefndin til Akraness, um Borgarfjörð, til Akureyrar. Láta nefndarmenn hið bezta af íslandsförinni, sbr. viðtal á 3. síðu. Hálfsmánaðar ferð Sendinefnd Alþýðusambands Norðurlands, sem heimsækir Sovétríkin, er skipuð þeim Benedikt Sigurðssynj frá Siglu- firði, Þorgerði Þórðardóttur for- manni Verkakvennafél. Vonar á Húsavík og Jóni Helgasyni vara- formanni SjómannaféJags Akur- eyrar. Gert er ráð fyrir að íslend- ingarnir dveljist Um hálfsmán- aðar skeið í Sovétríkjunum og ferðist þar nokkuð um. Hefndar-verShœkkanir rikisstjórnarinnar: OLIA, SYKUR Áhrií gengislækkunarinnar birtast nú í nýj- um verðhækkunum, og eiga þær smátt og smátt að stela öllum þeim kjarabótum sem verkafólk hefur samið um. • í dag hækkar benzínlítrinn í verði úr kr. 4.00 í kr. 4.20. • í dag hækkar gasolía einnig í verði. Kost- ar lítrinn nú kr. 1.55 heimkeyrður en kostaði áður kr. 1.42. Nemur sú hækkun 13 aurum á lítra og er mjög tilfinnanleg fyrir alla þá sem nota olíu til upphitunar. • Ýmsar aðrar verðhækkanir eru nú komnar til framkvæmda; t. d. hefur sykur sumstaðar hækkað úr kr. 6.00 í kr. 6.75 kílóið. Keilir frá Akra- nesi missti nóta- bátinn, nótinni var bjargað Neskaupstað í gær — Sú frétt flaug hér fyrir að Keilir frá Akranesi heíði misst nótabát er hann var á ferð hér skammt undan. Keilir var á siglingu í svarta þoku og á radar sáust fjögur eða fimm skip í grennd. Eitt skipanna hefur siglt á nóta- bátinn, sumir álita brezkur tog'- ari, en Keilismönnum tókst að bjarga nótinni. f kvöld var svo auglýst að nótabátur hafi sést á hvolfi út af Glettinganesi. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.