Þjóðviljinn - 16.08.1961, Qupperneq 7
þlÓÐVILJINN
ðtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar:
iíagnúa Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður .Guðmundsson. —
fréttarltstiórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
LíagnÚ8Son. — Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ckólavörðust. 19.
aimi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.í.
,Deig’ og ,huglaus’ stjórn
jþað brakar og briktir í stjórnarflokkunum þessa dag-
ana. Gengislækkunin bitnar ekki síður á alþýðu-
fól'ki sem fylgt hefur stjórnarflokkunum að máli en
öðrum, og Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðisflokks-
menn taka undir með stjórnarandstæðingum þegar
rætt er um gjaldþrot „viðreisnarinnar“, ofstæki og
dugleysi ríkisstjórnarinnar. Þetta ástand speglast glöggt
í Alþýðublaðinu í gær. Þar segir svo í forustugrein:
„Það hefði þurft að gera ráðstafanir fyrr á árinu til
að tryggja nokkra kauphækkun, sérstaklega fyrir hina
lægst launuðu, en fyrirbyggja þá kollsteypu sem síð-
an hefur gerzt.“ Og Hannes á horninu, sem venjulega
er manna viðkvæmastur fyrir öllum hræringum í
flokki sínum, segir að ríkisstjórnin hafi verið „deig“
og „huglaus" og „lifað eins og sauðkind í nokkra mán-
uði“: „Henni höfðu orðið á hrapaleg mistök. í fyrsta
lagi hafði hún ekki gert sér ljóst, að til átaka myndi
koma í sumar. í öðru lagi hafði hún haldið því fram,
að efnahagskerfið þyldi ekki neinar kauphækkanir, í
þriðja lagi hafði hún ekkert skipt sér af því þó að at-
vinnurekendur byðu 3 plús 3 plús 3, í fjórða lagi hafði
hún allt í einu stutt að því að boðið var upp á 6 plús 4
plús 3. ... Og ríkisstjórnin, eða Seðlabankinn ef menn
vilja heldur skella því á þá stofnun, ákvað gengislækk-
un. Það er önnur gengislækkunin á einu ári eða svo“.
jDeiðin sem ólgar meðal fyrri fylgismanna Alþýðu-
flokksins hefur þannig brotið sér farveg inn á
sjálfar síður Alþýðublaðsins. Og hinn þungi áfellisdóm-
ur bitnar auðvitað ekki sízt á forustumönnum Alþýðu-
flokksins í ríkisstjórninni; þeir hafa að sögn Alþýðu-
blaðsins hegðað sér eins og deigar og huglausar roll-
ur og gert ein mistökin öðrum verri unz þeir hafa
nú gert sig að algeru viðundri með því að leiða aðra
kollsteypu yfir þjóðina á rúmu ári. Þegar slík ummæli
komast á prent igeta menn gert sér í hugarlund hvern-
ig kraumar og sýður er fylgismennirnir ræða sín á
milli.
lafnframt þessum þungu áfellisdómum ítrekar Al-
" þýðublaðið fyrri kenningu sína um það að ríkis-
stjórnin hefði átt að lögbinda tillögu sáttasemjara og'
koma þannig í veg fyrir smán og óreiðu nýrrar geng-
islækkunar. Hér hefur áður verið rætt um það d for-
ustugrein hvers vegna sú leið var ekki farin; leiðtog-
ar auðmannastéttarinnar vildu fyrir alla muni áfram-
haldandi óðaverðbólgu, nýja kollsteypu. En 'krafa Al-
þýðublaðsins um þrælalög sýnir einnig hversu rang-
snúin eru viðhorf þeirra Alþýðublaðsmanna sem þó
geta ekki orða bundizt um niðurlægingu ríkisstjórn-
arinnar. Meinsemdin í stefnu ríkisstjórnarinnar er ekki
sú að hún beiti röngum aðferðum til þess að skerða
kjör almennings, heldur hin að hún lítur á það sem
meginverkefni sitt að skammta vinnandi fólki miklu
rýrari kost en það á rétt á og þarf sér til lífsviður-
væris. Slík stefna er ranglát og skammsýn og fær að-
eins staðizt stutta stund, hverjar svo sem aðferðir
þær eru sem reynt er að beita. Þótt Benedikt Grön-
dal og Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni hefði orðið að
þeirri hugsjón sinni að allt kaup væri bundið með
lögum, hefði sú dýrð aðeins staðið skamma stund;
verklýðshreyfingin hefði hrundið slíkum ofbeldislög-
nm með afli samtaka sinna. Á sama hátt munu al-
þýðusamtökin hrinda tilraun ríkisstjórnarinnar til
þess að ræna fólk smávægilegum kjárabótum með
nýrri óðaverðbólgu. Kjarni málsins er sá að engin
stjórnarstefna fær staðizt nema hún tryggi verkafólki
sæmilega réttlátan hlut af þjóðartekjunum og hafi
góða samvinnu við alþýðusamtökin. Sú-var tíð að
leiðtogar Alþýðuflokksins þóttust skilja þau sjónar-
mið, en þegar hugsjónir glatast kemst allt á ring-
ulreið og menn deila hverir á aðra fyrir að velja
ekki réttar aðferðir til þess að svíkja stefnu sína.
*Þ
m.
Söýétetjórnin heíur kunngert að hún geti ekki
lerígur horft á það með hendur í skauti að vest-
urþýzki herinn sé búinn kjarnavopnum samtím-
is því að í Vestur-Þýzkalandi vaða uppi þeir
menn sem heimta að beitt sé valdi til að breyta
núverandi landamærum Þýzkalands. Hún hefur
af þeim sökum ákveðið að hefjast handa um gerð
friðarsamninga yið Þýzkaland og býður vestur-
VESTÚRVELDIN
RÐA NEYDD
L AÐ SEMJA
UM BERLÍN
■^Tígorðið var áður „við semj-
" um ekki íyrr . en við stönd-
um betur að vígi“, en nú hljóð-
ar það, „við semjum ekki svo
að við stöndum ekki verr að
vígi“. En það er bara alls ekki
lengur um það að ræða hvort
samið verður eða ekki, heldur
hitt hvort samið verður áöur
eða eítir að komið er fram á
brún hengiflugsins. Samningar
sem áður væru gerðir þurfa
ekki endilega að hafa þann
algera ósigur í för með sér, sem
leiða myndi af þvf, að yfir
þjóðum Evrópu vofði sú hætta
að verða tortímt vegna Berlín-
ar, vegna þýzkra vandamála.
Enn einu sinni er ekki fyrir
mestu „að sýna karlmennsku"
eða „láta engan bilbug á sér
finna“. Fyrir mestu er að sjá
við andstæðingnum sem hefur
haldið' svo ágætlega á spilum
sínum og binda endi á leikinn,
sætta sig við að nokkuð hafi
tapazt til að verða ekki rúinn
inn að skinni. Standi allsherj-
arátök fyrir dyrum, vei'ður að
leggja. allt kapp á að koma í
veg fyrir þau.
SJtjórnmálamenn okkar í
^ Bonn hafa í sífellu kyrjað
þann söng að Sovétr.íkin hafi
í hyggju að brjótast vestur að
Atlanzhafi og troöa Evrópu
undir herstígvélum sínum. Þeir
hafa slegið ryki í sín eigin
augu. svo að þeir hafa ekki get-
að séð hin raunverulegu mark-
mið Sovétríkjanna, sem voru
glögg og ósköp auðskilin.
Stjórnmálamenn okkar í
Bonn hafa ekki litið á leið-
toga Sovétríkjanna sem menn,
heldur sem úrættaða djöfla.
Þeii' gátu því ekki gert sér
ljósan hugsunarhátt andstæð-
ingsins né spurt sig, hvað þeir
myndu sjálfir gera í hans spor-
um. Jafnvel slíkur ósvikinn
valdstefnusinni og Strauss ráð-
herra hefur jafnan vísað á bug
öllum spurningum um hvað
hann myndi gera í sporum
Krústjoffs sem móðgandi að-
dróttunum, eins og það væri
alls ekki hægt að hugsa sér,
að hann hefði í stað Miinchen
veldunum iað setjast við, samningaborðið. Haíni
þau því, hefur hún boðað, að hún muni semja
sérfrið við Austur-Þýzkaiand:, eigi síðar en í lok
þessa árs, ogújnuni austurþýzk stjórnarvöld þá
taka við þeim skyldum sem hingaðtil hafa hvílt
á Savétríkjíinum ^arðandi i.aðflutningsleiðir til
Vestur-Berlínar. Þessum ■-boðskap Sovétríkjanna
hefurú’verið'isvaraðn méð miklu vopnaskaki í
Bandaríkjunúm og hefur stundum mátt ætla að
heimsstríð væri á næstu grösum og iia^a,, fáránr
leg blaðaskrif um þetta mikla vandamál ekki
dregið úr þeim ótta manna. Vesturþýzka frétta-
ritið Der Spiegel birti fyrir skömmu grein um
Berlínarmálið eftir ákveðinn andkommúnista
(Jens Daniel: Geht Berlin verloren?) þar sem um
það er fjallað á nokkuð annan hátt en menn hafa
mátt venjast á vesturlöndum. Hún birtist hér
örlítið stytt.
Kort sem sýnir Austur- og:
Vestur-Berlín. Austurhlutinn
dekkri.
fæðzt í Kalinovka og komizt
frá "Úkraínu inn í forsæti rúss-
neska kommúnistaflokksins. En
frumskilyrði þess að haldið sé
rétt á spilunum er að setja sig
í spor andstæðingsins.
Hvernig lítur þá út í Evrópu
frá sjónarhóli sovézkra leið-
toga? Bandamenn háðu styrjöld
gegn Hitlers-Þýzkalandi með
því yfirlýsta markmiði að
skipta Þýzkalandi og halda því
skiptu. Skipting landsins í her-
námssvæði leiddi af þessu.
Sameiningu þess aftur ætluðu
hvorki vestur né austur nokkru
sinni að leyfa, nema yfirgnæf-
andi líkur væru til þess að
hirða mætti allt landið.
■W7"esturveldin með Adenauer
® Þangandi í frakkalafinu
tóku það upp hjá sér árið 1950
að nota hugmyndina um sam-
einingu Þýzkalands sem
sprengju gegn valdastöðu þeirri
sem Sovétríkin höfðu aflað sér
í Evrópu í stríðinu og treyst
eftir það. Það átti að „frelsa“
Austur-Þýzkaland, það átti að
hefja samninga við „frelsað11
Pólland um „afhendingu" hinna
glötuðu austurhéraða. Austur-
Prússum voru gefin fyrirheit
um að þeir myndu fá að snúa
aftur heim í „frelsaða“ átthaga
sína. Þetta voru yfirlýst mark-
mið Adenauers kanzlara; þeir
sem áræðnari voru horfðu enn
lengra austur og létu ekki einu
sinni staðar numið við Úral-
fjöll. Samkvæmt þessum hug-
myndum' var Berlín umsetin
útvarðsstöð, sem fyrr en varði
myndi bjargað úr umsátrinu af
sigursælum frelsishersveitum.
Hyersu litlar líkur sem menn
gátu talið á að sameining tæk-
ist, þá mætti öllum vera ljóst,
að svar Sovétríkianna við þess-
ari stefnu sem kölluð var „roll-
back“ myndi ekki vera tillögur
um sameiningu, heldur áttu
þau ekki annars kost en að
svara með því að beita sér af
alefli, bæði pólitískt og hernað-
arlega.
Hin almenna breyting á
styrkleikahlutföllum í heimin-
um austurveldunum í hag og
Jf
afrek Sovétríkjanna í hernaðar-
tækni bundu endi á „roll-back“-
stefnund á árunúm milli 1955
og 1957. Þá vaf komirin tími til
að hætta hinum tapaða leik og
reyna í staðinn að koma á
friðarsamningum í Mið-Evrópu
á grundvélli þeirfar meginreglu
ar yr.ðu þannig færir um að
hrifsa strfðsþráðina aftur úr
, höndum Sovétríkjanna.
Leiðtogar Sovétríkjanna hafa
. enga trú á því, að hægt verði
til lengdar að' koma í veg fyr-
ir. að Þjóðyerjar fái umráða-
fétt yli.f kjarnavopnum. Þótt
að bæði hefnaðarbandalögin : svarið sé og sárt við lagt að
hörfuðu með héri síija þaðan,
enda þótt ekki ýrði hgert ráð
fyrir að sameining Þýzkalands
yrði á næsta léiti."
En í stað þess gerðist furður,
legui' hlutúr, sérii %'f á hinn
bóginn ósköp skiljánlégur þeim-,
sem þekkir sögu Þýzkalands
síðustu huridfað árin. Stjórn-
málaménri okkar í Bonn drógú
ekki þá ályktun af hrakförum •
sínum, að þeir héfðu fylgt
rangri stefnu, heldur hina, að
þeir hefðu aðéins ekki verið
nógu harðvítugir og einbeittir.
öld Adenauers, -sehri'hafði þó
verið vesturveldunum' yfirleitt
hlýðinn og tryggur, var lokið og
þá hófst öld Strauss, .landvarna-
ráðherra sem hóf baráttu sína
fyrir að fá kjarnavopn í hend-
ur. Bandaríkiamenn myr.du
ekki fá rönd við reist í viður-
eign við Sovétríkin, nema takt-
ísk kjarnavopn væru höfö í
fremstu víglínu.
Það má ganga að , því vísu
að Sovétríkin gerðu sér strax
fulla grein fyrir því, sem rann
loks upp fyrir Bandaríkjamönn-
um fyrir skömmu og Vestur-
Þjóðveriar hafa enn ekki skil-
ið: 1 síðasta lagi árið 1905 verð-
ur vesturþýzki herinn orðinn
svo öflugur, að ef enn verður
þá deilt um landamærl getur
.hann flækt bandalag vestur- .
veldanna inn í átök. hvort sem
vísvitandi. hefur verið til þeirra
stofnað eða eklri. Evöl sovézks
hers á býzku • eða1 pólsku landi
væri: þá...komin. . undir vilja
Bonnstjnrnarinnar,'. og Þjóðverj-.
syo veröi ekki, trúa þeir því
allsn ekki, meðan vopnin sjálf
eru geymd á þýzku landi. Og
það er reyndar sannast sagna,
;ið þyir hafa litla ástæðu til að
trúa orðum þýzkra ráðamanna.
Sú hætta var því á næstu grös-
um að Þjóðverjar rændu Sov-
, étríkin sigurvinningum þeirra
og ógnuðu valdakerfi þeirra.
, Sigurinn árið 1945 var því í
bráðri hættu og hættan stafaði
einmitt ,af þeim sem þá höfðu
hafl lægra hlut.
'^f7'msir þeirra sem hingað til
hafa fylgzt með mér munu
nú segja: Þá það, það væri ekki
nema. gott, það. væri fagnaðar-
efni ef hægt væri að gera
Rússa aíturreka úr Evrópu inn-
an fimm ára! En þess var þó
vart að vænta að Sovétríkin
stöðvuðu ekki þá rás atburð-
anna sem myndi gera sigruð-
um andstæðimgum þeirra, Þjóð-
ver-jum, kleift að gera tilkall
til þeirrar stórveldisaðstöðu sem
þau höfðu aflað sér.
Ættum við að athuga stund-
arkorn hvað þau gætu gert til
þess? Ef Vestur-Berlín væri
ékki til, gætu þau lítið eða ekk-
ert. Varnarkerfi Atlanzbanda-
lagsins er nógu öflugt til að
standast beina árás á Vestur-
Þýzþaland. Sovétríkin hervæð-
ast líka, reyndar fyrst og fremst
þau. Walter Ulbricht þeirra má
gera hvað sem vera skal til að
látast vera mikill kall. Hveriu
sem Sovétríkin hafa hótað eða
• ógnað- til að fá Bandaríkja-
menn til að hætta við að vopna
vesturþýzka hei'inn og gera
hann að öflugasta her megin-
landsins utan þess sovézka, þá
hefur það verið eins og að
skvetta vatni á gæs. Austur-
Þýzkaland, afskræmd mynd
kommúnistísks ríkis, getur ekki
vegið upp á móti Vestur-Þýzka-
landi sem er að sprengja utan
af sér fötin vegna ofeldis.
Ekkert, ef ekki væri Vest-
ur-Berlín.
Er
^n Vestur-Berlín er til, borg
sem Bandaríkin hafa bund-
ið við heiður sinn og sóma sem
heimsveldi, og svo fast að þau
geta aldrei gefið hana upp á
bátinn; borg sem hvorki r
hægt að verja með kjarnavop’-
um né venjulegum stríðsvé'
um, borg sem verður að flyt
allt að um land sem kommú'
istar ráða. Berlínarborg v
viðeigandi þúfa til að ve1
hinu þýzka hlassi.
Það borgar sig ekki að fja’
nánar um réttarstöðuna. So
ézkir og bandarískir eru koir
ir til Þýzkalands og til Berh"
ar í skjóli eins og sama: ré*
ar sigurvegarans. Meðan Banr'
ríkjamenn voru kotrosknir
sigurvissir sögðu þeir Sovétr’”
in tengan rétt hafa til þess
vova í Austur-Þýzkalandi.
Þeir ættu bá ekki að furða r
á því að Sovétiíkin telji þá r
engan rétt hafa til að vera
Vestur-Berlín.
En hvað myndi þá vaka fv
ir Sovét.ríkjunum þegar h'
hrifsa til Berlínar? Það
þrennt en p.llt þó í raunir
hið sama: Þau vilja tryge
umráðasvæði kommúnisma
(réttara væri kannski Sovr
P.iisslands) gegn öllum vestur
þýzkum lanÖakröfuni. (Banda-
ríkjamenn l^ta nefnilega sann-
ast sagna aöeins í veðri vaka
kröfur sínar til tilkalls í Evr-
ópu, síðan „roll-back“ þeirra
fórst fyrir).
Stefna Sovétríkjanna er þrí-
spunnin en gengur öll í sömu
átt:
© Með stöðulögum skal skilja
Vestur-Berlín algerlega
frá Vestur-Þýzkalandi;
hvorki vesturþýzka þing-
ið né forseti Vestur-
Þýzkaland mega framar
koma opinberlega fram
þar.
© Austur-Þýzkaland skal
verða viðurkennt sem
ríki að þjóðarétti, fyrst de
facto, með stjórnaviðræð-
um um samgöngurnar til
Berlínar, síðan de jure.
© Taka skal af vestur-
þýzka hernum allt frjáls-
ræði til að hefjast handa
af sjálfsdáðum, hvort sem
það væri með því að
banna honum öll kjarna-
vopn eða með því að
taka þau aftur af honum.
Ekki einu sinni Sovétríkin
geta gert sér vonir um að fá
öllu þessu framgengt í einu,
eins og t.d. í friðarsamningum
sem stjórnir beggja þýzku ríkj-
anna undirskrifuðu. Þau myndu
á hinn bóginn tæplega sætta
sig við það eitt nú, að stöðv-
aður yrði kjarnavígbúnaður
vesturþýzka hersins, enda þótt
þar væri um að ræða mikil-
væga tilslökun. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar, að fyrir
þremur árum hefði verið hægt
að tryggja stöðu Vestur-Berlín-
ar með slíkri tilslökun. Hins
vegar er orðstír Krústjoffs og
Sovétríkjanna nú of mikið und-
ir því kominn að Berlínardeil-
an verði leyst. Auk þess hefur
flóttamannastraumurinn, þessi
mikla blóðtaka, lítið minnkað
síðustu þrjú árin.
Vandinn er ekki sá að gera
Sovétríkjunum Ijóst að Banda-
ííkin muni byrja kjarnastríð
vegna Berlínar, ef þau eiga
ekki annars kost. Leiðtogar
Sovétríkjanna trúa því ekki og
hafa fulla ástæðu til. Á því er
ekki minnsti vafi (þótt vestur-
þýzki landvarnaráðherrann ef-
ist stöðugt um það) að Banda-
ríkjamenn myndu slá frá sér
hvað sem af því kynni að
hljótast ef gerð væri ^bein á-
rás á þá, — og það á ekki ein-
ungis við um Berlín, heldur
hvern annan stað á hnettinum,
að Vestur-Þýzkalandi með-
töldu.
Nei, vandinn er miklu frem-
ur sá, að gera þjóðum vestur-
veldanna skiljanlegt, að Sovét-
ríkin munu ná markmiðum sín-
um, af því að í augum þcirra
cr Beriín éina þúfan sem gæti
stöðvað þá þróun mála í Þýzka-
Iandi sem þau óttast svo mjög.
Bmegar Iandamæri Póllands og
•*• Austur-Þýzkalands hafa
verið viðurkennd, þegar Vestur-
Berlín er ekki lengur áróðurs-
stöð gegn kommúnistum, þegar
þarafleiðandi skipting Þýzka-
lands í samræmi við stríðs-
markmið Bandamanna hefur
verið endanlega staðfest, þá
skiptir litlu máli hvort vestur-
þýzki herinn hefur kjarnavopn,
hvort hann má ráða yfir þeim
eða ekki. En mcðan allt er í
óvissu um þá takmörkun valda-
sviðsins sem gerð var 1945, get-
ur sovétstjórnin með engu móti
horft á það lengur með hend-
ur í skauti, að vesturþýzki her-
inn sé búinn kjarnavopnum.
Krústjoff gctur setzt við samn-
ingaborð og fallist á málamiðl-
un, en hann gctur ekki hörfað
án verulegra tilslakana af hálfu
vesturveldanna. Enginn eftir-
maður hans, sem sæti óstöðugur
í sessi, gæti hörfað.
Ég veit að ég verð kallaður
Moskvuagent, í bezta falli rót-
laus menntamaður, fyrir að
bæta við:
Krústjoff getur heldur ekki
beðið mikið Iengur. Hann hef-
ur gefið góðan tíma til samn-
inga.
Greinilegt var að samninga-
viðræður myndu erigan árang-
ur bera, nema vitað væri að
annars myndi skerast í odda.
Því varð hann fyrir tveimur
árum að :t tja fram úrslita-
kosti sína, nú getur hann ekki
hörfað.
JB/f hann biði lengur, myndi
sú hætta vofa yfir, að ekki
lengur tekið mark á orð-
lans, og þá myndi „roll-
back“-stefnan aftur standa í
fullum blóma. Biði hann enn
lengur, myndu Vestur-Þýzka-
land og Frakkland fá tíma til
að byggja upp kjarnastríðsveldi
á meginlandinu, enda þótt ég
eigi sjálfur dálítið bágt með að
skilja, að franski herinn myndi
vilja láta græða í Berlín og
vegna Berlínar þau sár sem de
Gaulle hefur valdið honum í
Alsír.
væri
um
Stjórnmálamenn okkar í
Bonn hefðu líklega á réttu að
standa, þegar þeir halda því
fram, að aðstaða Sovétríkjanna
versni með tímalum, ef leið-
togar Sovétríkjanna vissu það
ekki sjálfir. En af því að þeir
vita það, skjóta þeir einu
traustu lokunni fyrir dyrnar.
Stjórnmálamenn okkar í
Bonn hefðu einnig áður haft
á réttu að standa, þegar þeir
spáðu því, að Sovétríkin myndu
hörfa úr Mið-Evrópu, ef Sovét-
ríkin hefðu ekki einmitt gert það,
sem þau að áliti stjórnmála-
rhanna okkar í Bonn hefðu um-
Framhald á 10. síðu.
Það voru sovézkir hcrmcnn sem tóku Berlín í apríl-maí 1945 og bundu þannig endi á ríki naz-
ismans. Myndin er tekin meðan barizt var þá um ríkiskanzlarahöllina í Berlín.
>!■
6) — ÞJÓÐVÍLJINI? — Miðvikudagur 16. ágúst 1961
Miðvikudagur 16. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (í