Þjóðviljinn - 16.08.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.08.1961, Blaðsíða 10
L' Neyðast til að semja um Berlín ( Framhald af 7. síðu. fifam allt ekki átt að gera eða mátt gera: Þau urðu jafnokar Bandaríkjanna í hernaði, og heldur betur, þau fengu yfir- burði á meginlandi Evrópu. Ef ég og mínir líkar eiga að kallast Moskvuagentar og rót- lausir menntamenn, þá vaeri kannski ekki úr vegi fyrir stjórnmálamenn okkar í Bonn að spyrja slíka agenta og bókabóusa einhverntímann um styrkleikahlutföll og markmið Sovétríkjanna. Það er að minnsta kosti svo, að lausn þýzka vandamálsins sem Sovét- ríkin hafa kunngert kemur á dagskrá þegar Sovétríkin eru cjílugri en þau hafa nokkru sinni verið síðan árið 1950. Ef hægt væri að rýma Vest- ur-Berlín eins og Alsír, þá væri hægt að verjast brögðum Sovét- ríkjanna; þannig væri þúfan jöfnuð og Sovétríkin gætu ekki notað Vestur-Berlín til aö koma frarn áformum sínum. En af ástæðum sem ekki þarf að rekja er slík aðgerð ekki einu sinni hugsanleg. Við verðum að leita að öðrum lausnum og þá kemur strax í ljós hvaða at- riði það er í afstöðu vesturveld- anna sem ekki fær staðizt: Austur-Þýzkaland mun knýja fram de-facto-viðurkenningu. pp úr áramótum munu austurbýzk stjórnarvöld ráða yfir öllum aðflutningsleið- Um til Berlínar. Þau munu þá ásamt Sovétríkjunum geta haft á takteinum hin margvíslegustu ráð til að gera vesturveldunum lífið leitt. Hægt er að gera sér í hupnr- lund að vesturveldin tæk.iu þann kost að hleypa af stað nýrri heimsstyrjöld fremur en að viðurkenna Austur-Þýzka- land. F.n í rauninni kemur þet*a atls ekki til mála. það verða menn að gera sér algerlega ljóst. Þegar á reynir, munu hvorki Bretland né Frakkland vilja grípa til vopna, og Banda- ríkin munu einnig vera á báð- um áttum, svo að ekki sé talað um önnur aöildarríki Atlanz- bandalagsins. Þjóðverjar munu sjálfir öðrum fremur veina um frið. Stríð vegna Berlínar, stríð án undanfarandi árásar af hálfu Sovétríkjanna er óhugs- anlegt. Stríð með venjuleguni vopnum er óhugsanlegt, vegna 1 þess að í þeim vopnabúnaði eru kommúnistar langsterkastir. En vesturveldin og Atlanzbanda- lagið geta ekki byrjað stríð með kjarnavopnum. Krústjoff sem engan þarf að spyrja ráða getur ævinlega hætt sér þrem fetum nær hengifluginu en fimmtán ríki Atlanzbandalagsins, sem yrðu að skjóta fyrsta skotinu. Því e.ðeins er hægt að tefla þessa skák. að menn geri sér full- komlega ljóst aö vésturveldin geta ekki gripið til vopna vegna Berlínar. Við megum ekki álpast með lokuð augu og í blindu trausti á Stóra Bróður út í forarvilpu sem við gætum ekki b.iargað okkur aftur úr. Vesturveldin verða ?ð semja áður en Krústj- off lætur skcrast í odda. Það er beizk staðrevnd, en hún verður ekki umflúin. Nú má binda endi á allar deilur um bað. hvr»,t hæet hefði verið að halda Þýzka Rík- inu við lýði eftir stríðið. Það tórði ekki og við petum held- ur ekki skotið okkur undan reikningsskilunum. 'M7estur\eldin nuinu verða að táta imdan í Þýzkalands- málinu, ekki vegna kiarkleys- is eða dugleysis. heldur vegna þp=s að bau hafa látið stiórn- m,álarppr,n okkar tevma sig út á ófæru. Kiarnavígbúnaðnr vesturþýzka hersins mátti ekki Sigurjón Jóhonnsson óttrœður Sigurjón Jóhannsson er fæddur 16. ágúst 1881 að Gný- stað í Seyðisfjarðarhreppi, sonur Jóhanns Sveinssonar, fá- tæks útvegsbónda. Jóhann flutti síðar til Ameriku ásamt þremur börnum af síðara hjónabandi, en Sigurjón varð eftir og er nú einn lifandi af börnum hans af fyrra hjóna- bandi. Sigurjón ólst upp á Seyðisfirði á þeim árum, er ekki virtist annað l’klegra en að Seyðisfjörður yrði höfuð- staður landsins, svo mikill var uppgangur bæjarins og menn- ingarbragur og var það að þakka síldinni og Wathne hin- um norska, einhverjum merki- legasta athafnamanni sem uppi hefur verið á íslandi. Frá æsku stundaði Sigurjón verzl- unarstörf á Seyðisfirði, var eitt ár í Kaupmannahöfn á verzlunarskóla, árið 1905, en fór svo. aftur til Seyðisfjarðar og dvaldi þar til 1923, er hann varð að fara þaðan vegna þes að bærinn var nú ekki lengur með þeim blóma og áður hafði ríkt þar. Þetta voru erfið ár á Austfjörðum. Sigurjón flutt- ist þá tjl Akureyrar og var um eins árs skeið í þjónustu Ás- geirs Péturssonar útgerðar- manns, en þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur dvalið þar síðan. Það kom brátt í ljós, að Sigurjón var óvenjusnjall end- urskoðandi og fékk hann brátt vinnu bæði hjá Skattstofunni og Brunabótafélaginu. Varð hann fyrst gjaldkeri Bruna- bótafélagsins, s:ðar skrifstofu- stjóri og loks um stundarsak- ir forstjóri þess, unz hann lét af störfum 1951, þá sjötug- ur að aldri. En því fór fjarri að hann settist í helgan stein. Hinir gömlu Seyðfirðingar hætta ekki að vinna þótt þeir séu komnir á elliiaunaaldur. Alla stund siðan hefur hann unnið endurskqðunarstörf hjá Fiskimálasjóði, R'kisskip og Skattstofunni og annazt bók- hald bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Nýlega komst hann svo að orði, að verst væri að hann hefði ekkert að gera, en þó hafði hann von um að fá eitthvað. Gamlir Seyðfirðingar eru eins og Prússakonungar: Þeir deyja standandi. Sigurjón Jóhannsson kvænt- ist Helgu Arngrímsdóttur árið 1910, en hún andaðist 1947, og var Sigurjóni það mikill harm- ur, því að Helga heitin' var hin ágætasta kona og hjóna- band þeirra farsælt. Þau eign- uðust 4 börn, og eru þrjú á lífi. Sigurjón Jóhannsson er hinn ernasti, fullur lífsgleði og starfsorku, og það er ósk mín á þessu afmæli hans, að hann eigi mörg starfsár framundan og kerling elli fái seint fellt hann í þeirri glímu, sem við allir heyjum. S. K. eiga sér slað, nema samtímis væru viðurkennd landamærin í Mið-Evrópu. Báðar púðurtunn- urnai;, hið órólega Þýzkaland og kjarnavopn í þýzkum hönd- um, gátu menn ekki sætt sig við. Skyssur eru afsakanlegár, en það verður að borga fyrir þær. Engin leið er því hugsanleg: úr ófærunni, ef ekki verður hórfið frá núverandi stefnu j vesturþýzku stjórnarinnar sem j hljóðar svo: Kjarnavopn og biotti'ekstur kommúnista úr Austur-Beriín, Austur-Þýzka- landi og Póllandi. Það ætti að j vera hægt að tryggja að íbú- ar Vestur-Berlínar fái enn um þó nokkurn tíma að búa við núverandi skipuiag. Það eru ekki samningarnir í sjnlfum sér sem eru erfiðastir viðfangs, þegar viðurkennt hef- ur verið að vesturveldin verða að slaka til á kostnað Þjóð- verja. Það er miklu heldur hitt að báðir aðilar hafa gert Berlín að ,,hic Rhodus, hic salta“ sinni, þann stað sem vegna legu sinnar gerir vesturveldunum erfiðara fyrir en nokkur ann- ar á allri jarðarkringlunni. Þing WFTU Framhald af 4. síðu misbeita þcir ríkisvaldinu frek- legar en nokkru sinni til að viðhalda tökum sínum í efna- hagslífinu, og a öðrum sviðum þjóðlífsins. Það ýtir undir vígbúnaðar kapphlaupið og reynir að við- halda arðránsaðstöðu sinni hjá. þjóöum, sem skemmra eru á veg komnar, undir yfirskyni efnahagslegar aðstoðar. 11) Þessar tilraunir leiða til vaxandi mótsetninga innan sjálfs auðvaldsskipulagsins, vax- andi arði'án á verkaiýðnum skerpir stéttabaráttuna. Útrým- ingarherfcrð stórauðvaldsins á smærri atvinnurekendur og versnandi hagur bænda eykur enn á mótsetningar. 12) Auðvaldsskipulagið sýnir sig æ berar að vera vanmáttugt að leysa vandamál Hðandi stundar. Það getur ekki fullnýtt vaxandi framleiðslugetu og merkustu framfarir í vísindum og tækni, sv'o sem sjálfvirknin, verða í höndum þess bölvaldur verkalýðsins. Jafnvel í háborg auðvaldsins, Bandaríkjunum, fer hagur vinnandi fólks versnandi, vegna vaxandi atvinnulevsis. Einræðistilhneigingar ráðandi stéttar, í himim ýmsu löndum verða æ meir áberandi og birt- ast í ýmsum myndum. en eru þó allar tákn um það sama, vanmátt auðvaldsskioulagsins. 13) Allt þetta verður til að þjappa verkalýðnum fastar sarnan gegn árásum auðvaldsins á lífskjör hans oe lýðréttindi. í baráttunni fyrir friði og fyrir algerri afvopnun. 14) Amerísku auðhringarnir eru þeir sterkustu og voldug- ustu, og um leið þeir herská- ustu, og það eru þeir er marka stefnu voldugasta auðvaldsrík- isins. .... ■ Það eru þeir sem standa á bak við hefvæðingarbrjálæðið er færir þeim óhemiu gróða. Það eru þeir sem alls staðar berjast gegn þjóðlegu sjálfstæði og eru verstu féndur allra þeirra er þrá frið og vaxandi velmegun allra þjóða. 15) Verkalýðurinn verður þess vegna að herða baráttu sína gegn einokunarauðvaldinu og á- rásarfyrirætlunum þess. Barátt- an fyrir friði er því í dag eitt allra þýðingarmesta verkefnið. Voldug barátta hefur verið háð víða um heim, fyrir friði og Einhver mesta ógæfa, sem hent getur bridgesveit í keppni, er það þegar and- stæðingarnir vinna úttektar- sögn á sama spil ,á báðum borðum. Eitt þannig. spil gfet- ur gert út um leikinn. Þessi spil eru þannig jöguð, að báð- ir aðilar hal’a góð spil og mikla skiptingu, langa liti, einspil og eyður. Hin venju- lega regla um þessi spil er sú, að bjartsýni kosti minna en svartsýni. Sé gæfan hlið- holl er hagnaðurinri töluverð- ur, en sé hún það ekki. er tapij venjulega tiltölulega Ht- ið. Eftírlárandi spil kom fyrir á landsmóti Englendinga. 1936. Áttust f>ar við sveitir H, St. Ingrams og R. Leder- ers. Fyrrnefnda sveitin vann mótið með 2.300 stigum (í þá daga var spiiuð total- skor) og komu þau öll úr þessu eina spili. nema 60. S: x H: D-G-9-x-x T: 10-x-x L: K-x-x-x S: A-K-D-G-10-x H: A-10-x T: D-G L: x-x S: x-x-x-x H: K-x-x-x-x T: ekkert L: G-10-x-x S: x-x I-I: ekkert T: A-K-x-x-x-x-x-x L: A-D-x BORÐ 1. Vestur Norður Austur Suður 4 spaðar pass pass 5 tíglar pass pass 5 spaðar pass pass dobl BORÐ 2. 2 spaðar pass 3 spaðar 4 tíglar 4 spaðar 5 t:glar pass pass dobl pass 5 spaðar 6 tíglar pass pass dobi Sveit Ingrams vann 5 spaða dob’.aða á einu borði og sex tígla doblaða á öðru og hagn- aðist um samtals 2240 stig. Það er erfitt að ímvnda sér hvers vegna allir vildu dobla alla, á báðum borðum. Norð- ur, við borð 1.. hafði enga ástæðu til bess að halda að hann gæti sett niður 7 spaða, hvað þá fimm. Vestur. við borð 2, gat varla ímyndað sér að hann ætti nokkra vörn gegn 5 tíglum, eftir að féiagi hans halði tekið undir spað- ann. Þetta spil, sem réð úrslit- um í landsmóli, lagði grund- völl að lögmáli fyrir blið- stæðurn spilum. Það lögmál hefur hinn heimsfrægi bridge- spilari og rithöíundur S. J. Simon sett fram í einfaldri setningu: ,,Þegar þú ert í vafa, þá skallu segja einurn hærra“. StarfsstúEka oskast: Starfsstúlka óskast í eldhús Vífilsstaðahælis sem fyrst. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 50332 frá kl. 1 eftir hádegi. SKRIFSTOFUR RÍKISSPÍTALANNA. lýðræði, on óvíða hefur sú bar- átta risið hærra en á Kúbu, þar sem alþýðan kom í veg fyrir órásarfyrirætlanir bandaríska auðvaidsins. 16) Þjóðfrelsisbaráttan hefur á undanförnum árum unnið glæsilega sigra. Endanlegt hrun nýienduskipulagsins er nú á næstu grösum. Síðan á 4. þing- inu hefur 21 þjóð brotið af sér nýlendufjötrana og fengið sjálf- stæði. Með hetjulegri baróttu hafa milljónir manna í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku haf- ið uppbyggingu sinna eigin sjólfstæðu ríkja og notið til þess aðstoðar íriðarstefnu sósí- ölsku ríkjanna og samúðar allra friðelskandi manna. Sigrar jieirra eru svo hvöt til hinna sem enn hafa ekki brotið aí sér fjötrana. 17) Hinn ört vaxandi styrkur sósíölsku ríkjanna, alþjóðlega verkalýðshreyfingin, þjóðfrelsis- hreyfingin og aðrir aðilar er berjast fyrir friði og framförum í heiminum hafa gjörbreytt hinu alþjóðlega ástandi verka- lýðnum í hag. 18) Við þessar hagstæðu kringumstæður sem opna verka- lýðnum undraverða möguleika, telur Alþjóöasambandið það höíuðverkefni sitt aö vinna markvisst að því að skapa ein_ ingu innan verkalýðssamtak- anna. Eining verkalýðsins um hcint allan gcrir það mögulegt að sigra afturhaldsöflin, öfl stór- vcldastefnu og styrjalda, gcrir mögulegt að vernda og viðhalda friði og lýðræði, sækja fram til aukins þjóðfrclsis og vaxandí eclmcgunar fyrir allt mannkyn. Framh. Vr.p*. íIáFÞÓIZ ÓOPMUmsON Uesiu.’ujcíta.I7iv,m, iSóní 25')7o INNHEIMTA LÖGEfíÆtl-ÍTðfíF ~ <■> io) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. ágúst 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.