Þjóðviljinn - 16.08.1961, Síða 11
[ Budd Schulberg:
O O
(The harder they faU)
14. ÐAGUR
vera úti um Hudson. Izzy kál-
aði honum með vinstri hendi,
og vinstri hönd hans var eins
og fallöxi. Þrjátíu sekúndum
íyrir lok lotunnar lá Hudson.
Izzy dansaði yfir í hornið sitt,
deplaði augunum til Danna.
kinkaði kolli ,til vinanna, veif-
aði gyðingunum sem höfðu
fjöimennt og fögnuðu honum
ákaft. Hann var tilbúinn að
'fara út og skipta um föt. Og
Danni var farinn að hirða á-
góðann. En hvernig sem- á því
stóð, var Hudson >allt í einu
kominn á lappirnar og kom nú
séðandi. Hann kunni ekki
meira í hnefaleikum ðn kjöt-
hamar eins og Ketchell og
Papke. Allt sem hann vissi um
box var að hann átti ,að risa
upp aftur þegar hann hafði
verið laminn í gólfið og sveifla
lúkunum. Izzy mætti honum
hinni rólegasti, steig fimlega
fram á fótinn og beitti snöggu
vinstrihandarhöggi tii að halda
Hudson frá sér. En Hudson
bar það af sér, otaði tryll-
ingslegu vinustrihandarhöggi
að búknum og hjó síðan eftir
kjálkanum með hægri hendi.
Izzy var . meðvitundarlaus í
tuttugu mínútur og kjálkinn
var tvíbrotinn. Það var blaða-
maður í búningsherberginu og
hann sagði mér seinna að
Danni hefði grátið eins og
barn. Hann ók með Izzy á
sjúkrahúsið og svo fór hann
út til að fá sér drykk. í það
sk'fp'ti var hann fullur í þrjú
ár. ‘ ■ '
En svo situr Danni einn
daginn í æfingasal í Aðal-
stræti í Los Angeles, likastur
lúsugum förumanni og þá kem-
ur hann aug'a á annan pilt-
ung, Kvik Sencie. Og svo end-
urtekur sagan sig. Danni fer í
líiakkurmn!
Mjög áríðandi fundur mcð
formönnum deildanna verður í
kviíJd kl. 9 að Tjarnargötu 20.
Sósíalistár.
Vegna sumarleyfa verður
skrij/s.tofg,, , Sósíalistafélags
fteykjayi^ur,... aðeins opin kl.
6—7 síðdegjsu.vdaglega alla
virka daga nema laugardaga
fyirstí nfia sinn. ■ ;
lil t«s-ti A ,
ibrtfcíii •
iiv-ýlu;
flE I'' . R -V;-
Eélá^sJáéihýÍi|S er opið daglega
Eráv' Ki. ÍÍ30 og 20.30
23.<flP^öilnCp®og drekkið kaffi
i Félag^eiipilipu og lesið vegg-
.er myndum
úr síðústu helgarferð.
þurrkví og treður allri vizku
sinni í litla Filippseyinginn.
Upp í meistaratitil í bantam-
vikt og allt gengur að óskum,
þar til Kvikur verður einum
of kvikur og' hailast á ógæfu-
hlið. Danni hallar sér aítur að
flöskunni,
Þegar þar var komið hafði
Danni unnið sér nokkur hundr-
uð þúsund, en það fer allt í
veðreiðar. Hann er líka gjarn
á að lána peninga, hann á bágt
með að neita slíkum tilmælum,
einkum þegar annars vegar
eru gamlir boxarar sem hafa
afiað honum fiár á sínum
tirna. Til dæmis Izzy Green-
berg. Danni leggur fimmtán
þúsundir í verzlun með notuð
föt sem Izzy ' var að sétja á
stofn og missiri síðar er fyr-
irtækið ko.mið á hausinn. í við-
skiptalífinu er Danni ekki
eins þefvís og í hnefaleika-
hringnum, en samt sem áður
stingur hann tíu' þúsundum í
viðbót að Izzy sem fara í vefn-
aðarvöruvérzlun í 14. götu.
Izzy fer enn á hausinn og
þarmeð er komin fjara hjá
Danna. Hann eygði aðeins eina
leið til að afla fjár í skyndi
og það var á skeiðvellinum og
eina leiðin til að fá fé til að
veðja með var að finna, vin,
sem gæti lánað honum í bili.
Þenn-an vin fann hann í Nick
Latka, og Nick Latka skorti
ekki gueiðviknina þegar Danni
var annarsvegar. Danna var
ekki Ijóst ,að neinn öngull væri
í aurunum, fyrr eiv hann hafði
bitið á fyrstu tuttugu þúsund-
irnar. ,,Við getum alltaf talað
um það“, sagði Nick í hvert
sinn sem Danni tautaði eitt-
hvað um að hann vonaðist til
að geta bráðum endurgreitt
eitthvað. En einn góðan veður-
dag sendi Nick eftir Danna og
allt í einu þarf h.ann að fá
alla peningana aftur. Danni
kom beint frá Belmont þar sem
veðmálin hans höfðu reynzt
harla veigalítil. ,,Nú skal ég
segja þér eitt,“ segir Nick þá._
„Veiztu hvað við gerum ljúf-
ur? Þú kemur og vinnur hjá
mér fyrir tvö hundruð og
fimmtiu á viku, við komum
upp þjálfunarstöð og þú hefur
lag á strákunum. Þú færð
hundrað sjálfur o.g afgangur-
inn rennur upp í skuldina til
mín þangað til við erum kvitt-
ir. Og til að sanna þér að ég
er vinur þinn, skal ég gefá
þér tiu prósent af öllu því sem
við fáum íyrir fimmtiu sterka
. á ári.“
Og þar hefur Danni setið
fastur síðan. Jafnvel þótt hon-
um takist að þjálfa upp nýjan
Greenberg eða Sencie, þá hef-
ur hann- ekkert uppúr því og
fyrir bragðið hefur hann ekki
nokkurt þrek til að afneita
flöskunni. Nú er honum orðið
það eiginlegt að teygja sig í
bokkuna um ieið og hann vakn-
ar á morgnana og svo skolar
hánn hálsinn með smáhvíldúm
allan daginn, þar til einhver
háttar hann. Þó hefur hann
aldrei sézt mæta undir áhrif-
um á kappleik, þar sem hann
vinnur í horni. En þegar hann
er algáður, óska félagarnir
þess eins að hann fengi sér
einn lítinn til að róast svo-
litið, því að hann er svo al-
gáður að hann skelfur eins og
hrísla. Það er í sannleika sagt
hræðileg þrekraun og áreynsla
fyrir Danna að halda sér ó-
drukknum, en hann gerir það,
því að þrátt fyrir öll vonbrigð-
in elskar hann ennþá þessa í-
þrótt og enginn er eins íljót-
ur ,að hlaupa inn í hringinn
eftir lotu og Danni. Það er á-
takanlegt að sjá hann beygja
sig yfir boxarann' sinn og
nudda brjóst hans og bak, með-
an hann þylur í hálfum hljóð-
um ráðleggingar sínar og bend-
ir piltinum á veilur andstæð-
ingsins.
Danni McKeogh er mikill
þjálfari, þjálfari af góða gamla
skólanum, á borð við John-
.ston, Kearns, Mea'fT; — Að
minnsta kosti var hann góður
þjálfari, þar til Nick Latka
gerði hann ánauðugan sér.
Meðan ég stóð þar og horfði
niður á hann, settist fluga á
nefið á honum. Henni var
Jarðarför móður oklcar
INGIBJARGAR ISAKSDÓTTUR
fer fram föstudaginn 18. þessa mánaðar frá kirkju
Óháða safnaðarins, kl. 10,30 f. h.
Athöfninni verður útvarpað.
Margrét JónstlóUir. Guðlín Jónsdóttir.
Hóte sð svíkja samnlngan
Framhald af 1. síðu
Kemur Nehrú við sögu.
Það er álit manna í London
að Nehrú, forsætisráðherra,
muni verða til þess að draga úr
spennunni í Berlínarmálinu.
Nehrú fer í heimsókn til Sovét-
ríkjanna 7. september. Hann
mun ræða við varautanríkis-
málaráðherra Austur-Þýzkalands
dr. Mandel, áður en hann held-
ur til Moskyu.
1
Brandt óskilgetinn!
Það ey ekki til að bæta á-
standið í Vestur-Þýkalandi að
Adenauer hefur nýlega ráðizt á
Brandt borgarstjóra í kosninga-
ræðu. Adenauer sagði að Brandt
væri óskilg'etinn, en það er að
sjálfsögðu hræðilegur hlutur í
augum kaþólskra. Brandt sagði
útvarpið
Miðvikudagur 16. ágúst. — Pastir
liðir eins og venjulega.
12.55 ,,Við vinnuna" tónleikar.
18.30 Tónleikar: Óperettulög.
20.25 Piásöguþáttur: Kvöld í Arn-
arfirði (Hallgrímur Jónasson
kennari).
20.45 Léttir kvöldtónleikar: a)
Hilde Giiden syngur óperettulög
með kór og hljómsveit Ríkis-
óperunnar í Vínarborg. b) Þrjú
stutt hijómsveitarverk eftir
Stra/vinskij.
21.20 Um siysavarnamál — síðara
erindi (Garðar Yiborg erindr.)
21.40 Tónleikar: Strengjakvartett
i D-dúr op. 64 nr. 5 („Lævirkja-
kvartettinn") eftir Haydn.
22.10 Kvöldsagan: „ósýnilegi mað-
urinn" eftir H. G. Wells; 16.
22.30 , Stefnumót í- Stokkhólmi":
Norrænir skemmtikraftar flytja
gömul lög og ný.
23.00 Dagskrárlok.
Frí/ símtökum
hernámssnd-
stælinga
Þeir sem hafa undir hönd-
um undirskriftarlista frá
Samtökum hernámsandstæð-
inga eru vinsamlega beðnir
om að gera skil sem D'rst.
Skrifstofa samtakanna í Mjó-
stræti 3 er opin alla virka
dag£( kl. 9—7, símar 23647 og
24701.
Þeir sem tekið hafa happ-
drættismiða Samtaka her-
námsandstæðinga eru vin-
samlega beðnir um að gera
skil sem fyrst. Skrifstofan er
í Mjóstræti 3, opin alla virka
daga kl. 9—7, símar 23647 o,g
24701.
að ræða Adenauers væri ein's
og högg undir beltisstað, flutt
á þeim tíma sem hann ætti mjog
annríkt í Berlín og á þejm tímá
sem Vestur-Þjóðverjar þyrftu
að standa saman sem einn mað-
ur.
Framhald af 2. síðu.
sinni þá afsökun — sem þeir
notuðú óspaht sjálfir — að þeir
yrðu að beygja sig fyrir stjórn-
arvöldunum. Og er nokkuð fjai'-
lægara anda og tilgangi íþrótta-
hreyfingarinnar eri að bjóða
þjóð til landskeppni en neita
síðan að virða fána hennar og
þjóðsöng? Eða hvað hefði Jó-
hannes Sölvaso.n sagt ef A-
Þjóðverjar hefðu bannað ís-
lenzka fánan og íslenzka þjóð-
sönginn, þegar landskeppnin
var háð í Austur-Þýzkalandi í
fyrra — undir blaktandi aust-
urþýzkum fánum?
pjóhscafyí
Komir þú til Reykjavíkur,
þá er vinafólkið og fjörið
í Þórscafé.
Nikulás fimmti sendir línu — glufa komin á tjald blekking-
arinnar — trúnaðartraust æskunnar skerðist eins og krónan
— er guð loftkennt hryggdýr? — hvaða skoðun hefur guð
á viðreisninni? — S.H. í Keflavík sendir tóninn.
í DAG birtum við bréf frá
Nikulási fimmta:
„í sumar lagði ég land 'und-
ir íót og ferðaðist um Norð-
urlönd og Vestur-Þýzkaland
og er nú kominn aftur sæmi-
lega hress og endurnærður
eftir sumarleyfiðbdg tekinn .til
við starf rrutt aftur.
Ég héf aldrei áðumfarið til
útlanda; cnema vera skyldi
vertíð í Vestmannaeyjum í
hitteðfyrra og er nú reyndar
ungur að árum, en þó eru
farnar að opnast glufur á
hið mikla tjald blekkingarinn-
ar og er ég stundum miður
mín, þegar ég legg auga á
einhverja glufuna og virði
fyrir mér ósómann og svina-
riið og trúnaðartraust æsk-
unnar til veraldlegra og geist-
iegra valdhafa skerðist eins
og blessuð krónan hans afa
míns í Landsbankanum.
STUNDUM verð ég ósköp
syartsýnm af. því ,að ég , hef
engin biargráð á hraðb.ergi og
ég hef ekki ennþá kölluir til:
•þess að.-.'bjarga þjóðinni o.g-
mér finnst égistanda i.,nA«u
ströngu við að bjarga sjálf-
um mér út úr þessum við-
reisnarholskeflum.
EINHVER gæti haldið, ,að ég
hafi ekki uppgötvað sam-
takamáttinn, en hafa þeir
eldri og reyndari gert það og
nær það nokkurri átt, að
samtök fjárglæframanna fái
þannig að riða húsurn á ofan-
verðri tuttugustu öldinni.
Nú er Mogginn að skamm-
ast yfir því, að*þið kommún-
istar trúið ekki á guð.
Hvar er guð?
Hvaða skoðun hefur hann
á viðreisninni?
Mér var tjáð í Vestur-
Þýzkalandi í sumar. að sú
skoðun væri þar efst á baugi.
að guð væri einskonar loft-
kennt hryggdýr og mér skild-
ist hann styðja allar við-
reisnir í Vestur-Evrópu.
Er maður skyldur til þess
að halda upp á svona guð?
Hvernig stendur á þvi, að
guð StehÖur alltaf með hinum’
ríku óg: voldugu ' 'þjóðfélag-''
inu? Hversvegna passar guð
ekki krónuna?
. 'urigur 'að
átu^i og. óreyridur á refilstig-,
um.“
S.H. í Keflavík hefur þetta
til mála að leggja;
„íhaldsblöðin hafa að und-
■aníörnu gortað mikið a.f rögg'
semi stjórnarinnar, þegar hún
skellti gengisfellingu númer
tvö ýfir þjóðina. í því sam-
bandi datt mér þetta í hug:
Stjórnin sig á setti rögg,
sýndi manndómskraftinn:
Alþjóð rétti heiftar högg
hreint og beint á kjaftinn.“
Miðvikudagur 1«. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (11